Morgunblaðið - 20.04.1996, Page 48
48 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
HV/ENÆR UÆRiST íME-R AÐ )
KLIFRA EKKJ UPP í TR6 ? S
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Hvað varð um
kærleika Krists?
Frá Bryndísi Símonardóttur:
í DJÚPRI örvæntingu minni græt
ég vegna þess hvemig komið er fyr-
ir kirkjustofnun Krists. Dögum og
vikum saman hafíð þið forystumenn
kirkjunnar verið í fjöimiðlum með
vamir, dóma og hroka, en engan
ykkar hef ég enn heyrt tjá sig í
kærleika. Ályktanir og yfirlýsingar
hafa steymt af munni ykkar, en allt-
af fullar af fordómum og hroka.
Lærðuð þið ekkert af Kristi?
Hefur ykkur láðst að spyija hann
hvað hann hefði gert í vandasamri
stöðu sem þessari? Óll ykkar viðbörgð
hafa verið af mjög veraldlegum toga,
þið eruð móðgaðir, lítið á vandann
sem árás á stétt ykkar og stöðu og
eruð mjög uppteknir af sjálfum ykk-
ur, völdum ykkar og starfsheiðri.
Ef ykkur tækist að stíga örlítið
út fyrir sjálfa ykkur mynduð þið
auðveldlega sjá að þið standið
frammi fyrir mikilli lexíu.
Nú tyftar Guð ykkur, nú reynir
hann ykkur. Nú ríður á að þið sjáið
að þau vandamál sem að kirkjunni
steðja snúast ekki um sekt eða sak-
leysi eins eða neins því hvorugt verð-
ur með neinum hætti sannað. Við
höfum engin þau verkfæri í höndum
þessa samfélags að neinn sé þess
umkominn að- sanna eitt eða neitt.
Hættið að berja höfðinu við steininn,
enginn verður til saka dreginn í
máli sem þessu.
Hið eina verkfæri sen nothæft er,
er kærleikurinn. Hann einn getur
læknað þau sár sem okkur svíður
öll undan.
Hann einn getur haldið uppi reisn
kirkjunnar sem fulltrúa Krists. í
ályktun ykkar prófasta frá 7. mars.
keyrði um þverbak þegar þið sýnduð
þjóðinni allri þvílíkan hroka að fá-
dæma er.
Hvernig getið þið leyft ykkur að
setja ykkur í dómarasæti og ákveða
að ásakanir á hendur biskupi séu
ósannar? Hver hefur gefið ykkur
þetta vald?
í sömu ályktun segið þið orðrétt
að nauðsynlegt sé að brugðist verði
við af festu og ábyrgð. í þessum
orðum fínnst mér liggja að þær skuli
■ nú aldeilis fá að standa fyrir máli
sínu, þessar kvensur. Hvernig stóð á
því að ykkur datt ekki í huga að
spyija Krist ráða?
Hann setti sig aldrei í dómarasæti
í vonlausu máli, eins og þið gerið
nú, vegna þess að hann hafði kær-
leika.
Ég sé hann fyrir mér horfa yfir
söfnuð sinn með kærleika, gefa Guði
föðurnum dómaravald, en sína báð-
um deiluaðilum ást og hlýju vegna
þess að hann hefði skilið að báðir
aðilar þjást. Hann hefði skilið að
biskupinn þjáist, vegna sektar sinnar
eða sakleysis. Hann hefði líka skilið
að konurnar þrjár þjást vegna þess
sem biskup hefur gert þeim eða
vegna þess að þær ljúga.
Að auki hefði hann skilið að þjóð-
in þjáist vegna þess að hana vantaði
hirði sinn, sem getur vísað henni veg
kærleikans, svo hún þurfi ekki að
taka afstöðu þar sem enga niður-
stöðu er að fá.
Ég vil ekki við ykkur kannast
meðan þið gangið þennan veraldar
veg. Ég finn mig knúna til þess að
segja mig úr þjóðkirkjunni meðan
hún ekki stendur undir nafni sem
fulltrúi Krists.
Þið megnið ekki að hafa áhrif á
ást mína á Jesús Krist; ég mun hér
eftir sem hingað til kannast við hann
hvar og hvenær sem er.
BRYNDÍS
SÍMONARDÓTTIR,
Háuborg, Eyjaijarðarsveit.
Tvö bréf
Ferdinand
^WRENJOT
NERV005 A0OUT
PANGIN6,
ARE YOU?
>•
StepL forward
—
Step ball/of L
Stept R /J| side
0*í— f
Close R foot •
toL
•V-l 9
Kalli! Þú hér! Emelía. Það gleður mig mjög Kvíðirðu nokkuð fyrir því að dansa?
að þú komst. Hver, ég? Vinstri fót fram - til hægfri o.s.frv.
Það var fallegt af þér
að bjóða mér...
Frá Auðuni Braga Sveinssyni:
ÉG HEF nokkrum sinnum í bréfum
til Morgunblaðsins bent á ofnotkun
persónufomafnsins það. Væntanlega
hafa einhveijir lesið þessa pistla, en
allt of margir ofnota þetta ágæta
fomafn, bæði í ræðu og riti. Heyram
við ekki oft tekið til orða í útvarpinu
eitthvað á þessa leið: Hann sagði,
að það væri ekki hægt að gera þetta.
Hvers vegna ekki að segja: Hann
sagði, að ekki væri hægt að gera
þetta. Annað dæmi um þessa leiðu
málnotkun: Það er ekki hægt að
segja, að það hafí rignt í lengri tíma.
Betra: Ekki er hægt að segja, að
lengi hafi rignt. Ekki veitti af, að
Mjólkursamsalan tæki þetta atriði
málnotkunar til umfjöllunar á fem-
um sínum. Mér geðjast vel að ábend-
ingum Mjólkursamsölunnar um
vandað mál, og safna þeim, klippi
þær út úr fernum að notkun iokinni.
Ættu fleiri að gera slíkt hið sama.
Og mér finnst ástæða til, að lesend-
ur taki sig til og yfirfari dagblöðin,
hvað þessa málnotkun varðar, því
að þar úir og grúir af þessu ágæta
fornafni, til leiðinda og að óþörfu.
Hafi Mjólkusamsalan kærar
þakkir fyrir frumkvæði sitt. Ég
hlakka til að sjá dæmi á mjólkur-
fernunum um þetta, sem ég hef
reynt að ámálga hér. Málfræðinga
eigum við marga og vel menntaða,
sem hljóta að geta komið þessu vel
fyrir, svo að til varnaðar og leiðbein-
inga verði. Málið, sem við tölum og
ritum, er hinn mesti dýrgripur. Við
eigum og þurfum þess vegna að
gæta þess vel.
Hér eru að lokum stuttar glefsur
úr hugsuðu bréfi. í öðru er fornafnið
það ofnotað, en hitt gætir meira
hófs hvað notkun þess varðar.
„Kæri vinur. Það er nú orðið langt
síðan að ég hef skrifað þér. Það er
nú ekki mikið að segja, því að það
skeður sjaldan mikið hér úti á lands-
byggðinni. En það skeður víst meira
í henni Reykjavík, að maður heyrir
í útvarpi og sjónvarpi. Bless Jón
Jónsson."
Kæri vinur. Langt er liðið frá því,
að ég skrifaði þér seinast. Ekki er
margt að segja, því að sjaldan gerist
mikið hér úti á landi. Meira gerist í
Reykjavík, að því er ljósvakamiðlam-
ir segja okkur. Lifðu heill. Þinn Jón
Jónsson."
Með þökk fyrir væntanlega birt-
ingu. ^
AUÐUNN BRAGI SVEINSSON,
Hjarðarhaga 28, Reykjavík.
Allt efni sem birtist ! Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.