Morgunblaðið - 20.04.1996, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996
MESSUR Á MORGUN
MORGUNRLADID
IDAG
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Hvítur leikur
og mátar í 5 leikjum
STAÐAN kom upp á hrað-
móti í Eupen í Belgíu þar
sem voru tefldar klukku-
tíma skákir. Stórmeistarinn
Bogdan Lalic (2.585),
Króatíu, var með hvítt og
átti leik, en Þjóðvetjinn
Mertens (2.180) var með
svart.
33. Dg8+! og svartur gafst
upp því hann sá fram á
óverjandi mát, sem hann
getur mest tafið í fjóra leiki:
33. - Dxg8 34. Hxg8+ -
Kxg8 35.
Hc8+ - Bd8
36. Hxd8+ -
Hf8 37. Hxf8
mát.
Bandaríski
stórmeistar-
inn Larry
Christiansen
sigraði á mót-
inu með 6 'h
vinning af 7
mögulegum,
hann var
hærri á stig-
um en Kov-
alev, Hvíta-
Rússlandi,
sem hlaut jafnmarga vinn-
inga. 3-8. Jusupov, Hickl
og Lau Þýskalandi, Ye
Rongguang, Kína og Krum
Georgiev, Búlgaríu 6 v.
ísiand og Israel heyja
landskeppni í Reykjavík
í næstu viku. Teflt er á
Grand Hótel Reykjavík frá
kl. 17 á mánudag og mið-
vikudag.
Hlutavelta
ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega og
færðu Styrktarfélagfi krabbameinssjúkra bama ágóð-
ann sem varð 2.693 krónur. Þær heita frá vinstri:
Guðrún Maria Þorbjömsdóttir, Matthildur Ýr Marteins-
dóttir, Anna Li(ja Bjömsdóttir og Elfa Steinarsdóttir.
Farsi
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Sljórnvöld
mótmæli
RÖGNVALDUR Finn-
bogason bað Velvakanda
fyrir eftirfarandi:
„Mér hefur liðið illa
vegna árása ísraels-
manna á Líbana, því
þarna er á ferðinni stórt
herveldi gegn lítilii þjóð.
Ég lít á þpssa araba eins
og ítala. ítalir hafa aldr-
ei verið neinir stríðsmenn
og ég hef ekki trú á að
arabarnir séu miklir
stríðsmenn heldur ann-
ars væru þeir búnir að
koma sér upp mikið
sterkari vörn. Ég kenni
Bandaríkjamönnum um
þetta. Ég hef kynnst
mörgum góðum Banda-
ríkjamönnum, en þetta
er þveröfugt við við það
sem ég hef kynnst hjá
þeim. Eg hvet stjórnvöld
til að mótmæla þessum
árásum.
Tapað/fundið
Hálsmen
tapaðist
SÉRSMÍÐAÐ hálsmen
með einum demanti
tapaðist í eða við Hótel
ísland laugardagskvöldið
13. apríl sl. Skilvís
finnandi vinsamlega hafí
samband í síma
553-5982 og er fundar-
launum heitið.
Myndavél
tapaðist
MYNDAVÉL af gerðinni
Olympus. tapaðist 6.
febrúar sl., líklega við
Hamraborg í Kópavogi.
Vélin, sem var í hulstri,
var merkt á botninum.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 464-1714.
Gleraugu
töpuðust
GLERAUGU í gylltri og
brúnni umgjörð, svoköll-
uð James Dean-gler-
augu, töpuðust rétt fyrir
páska, annaðhvort í
vesturbænum eða niðri
í bæ. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma
552-9168.
Úr tapaðist
PERLUÚR tapaðist
föstudaginn 12. apríl sl.
á Reykjavíkursvæðinu.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 567-4559.
Fundarlaun.
Tapað/fundið
Köttur
fæst gefins
GULBRÖNDÓTTUR
fresskettlingur fæst gef-
ins á gott heimili. Upp-
lýsingar í síma 551-8228
eftir kl. 19.
HOGNIHREKKVISI
HANN L£6GUR F1SAM H£/L/YIIKIE> AFFÖRJM "
Víkveiji skrifar...
Guðspjall dagsins:
Ég er góði hirðirinn.
(Jóh. 10.)
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Ferming og altaris-
ganga kl. 14. Árni Bergur Sigur-
björnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta
kl. 14. Ferming. Organisti
Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi
Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Almenn guðs-
þjónusta kl. 11 með þátttöku
kennara og nemenda Mennta-
skólans í Reykjavík. Kór MR
syngur. Prestur sr. Jakob Á.
Hjálmarsson. Barnastarf í safn-
aðarheimilinu kl. 11 og í
Vesturbæjarskóla kl. 13. Ferm-
ing og altarisganga kl. 14.
Prestarnir.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs-
þjónusta kl. 14. Prestur sr.
Grímur Grímsson. Organisti
Kjartan Ólafsson. Rangæinga-
kórinn í Reykjavík syngur. Félag
fyrrverandi sóknarpresta.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Messa kl. 14.
Altarisganga. Prestur sr. Hall-
dór S. Gröndal. Organisti Árni
Arinbjarnarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Barna-
samkoma og messa kl. 11.
Organisti Hörður Áskelsson.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
LANDSPÍTALINN: Messa kl.
10. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs-
þónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía
Konráðsdóttir. Messa kl. 14.
Organisti Pavel Manasek. Sr.
Tómas Sveinsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
"Guðbrands biskups. Messa kl.
11. Sr. Kjartan Örn Sigur-
björnsson þjónar. Organisti Jón
Stefánsson. Kór Langholts-
kirkju syngur. Barnaguðsþjón-
usta í safnaðarheimilinu á
sama tíma í umsjá Sóleyjar
Stefánsdóttur.
LAUGARNESKIRKJA: Messa
kl. 11. Barnakór Laugarnes-
skóla syngur undir stjórn Bjarg-
ar Ólínudóttur. Félagar úr Kór
Laugarneskirkju syngja. Org-
anisti Gunnar Gunnarsson.
Barnastarf á sama tíma. Guðs-
þjónusta kl. 14 í Sjálfsbjargar-
liúsinu, Hátúni 12. Ólafur Jó-
hannsson.
NESKIRKJA: Barnasamkoma
kl. 11. Opið hús frá kl. 10.
Munið kirkjubílinn. Sr. Frank
M. Halldórsson. Guðsþjónusta
kl. 14. Sr. Halldór Reynisson.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Fermingarmessur kl. 10.30 og
kl. 13.30. Organisti Vera Gul-
asciova. Prestar sr. Solveig
Lára Guðmundsdóttir og sr.
Hildur Sigurðardóttir. Barna-
starf kl. 11 í umsjá Elínborgar
Sturludóttur. Börnin gangi inn
niðri.
ÁRBÆJARKIRKJA: Fermingar-
■ guðsþjónusta kl. 11. Altaris-
ganga. Organleikari Sigrún
Steingrímsdóttir. Barnaguðs-
þjónusta kl. 13. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna-
, guðsþjónusta kl. 11. Ferm-
' ingarguðsþjónusta kl. 13.30.
Samkoma ungs fólks með hlut-
verk kl. 20. Gísli Jónsson.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl.
11. Altarisganga. Organisti
Smári Ólason. Gunnar Sigur-
jónsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Umsjón Ragnar Schram. Ferm-
ing kl. 14. Altarisganga. Prest-
ur sr. Guðmundur Karl Ágústs-
son. Organisti Lenka Máteóva.
Prestarnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Barna-
messuferð til Sólheima í Gríms-
nesi laugardag. Lagt af stað frá
Grafarvogskirkju kl. 10. Barna-
guðsþjónusta verður að Sól-
heimum kl. 11. Fermingar-
messa sunnudag kl. 13.30.
Organisti Ágúst Ármann Þor-
láksson. Prestarnir.
HJALLAKIRKJA: Fermingar-
messa kl. 10.30. Kór kirkjunnar
syngur. Barnaguðsþjónusta kl.
13 í umsjá sr. Bryndísar Möllu
og Dóru Guðrúnar. Organisti
Oddný J. Þorsteinsdóttir. Krist-
ján Einar Þorvarðarson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta í safnaðarheimil-
inu Borgum kl. 11. Guðsþjón-
usta í Kópavogskirkju kl. 11.
Organisti Örn Falkner. Ægir Fr.
Sigurgeirsson.
SEUAKIRKJA: Vorferðalag
þarnastarfsins til Þorlákshafn-
ar laugardag kl. 11. Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 14. Sr. Val-
geir Ástráðsson prédikar. Þor-
valdur Halldórsson syngur ein-
söng. Organisti Kjartan Sigur-
jónsson. Aðalsafnaðarfundur
Seljasóknar verður haldinn að
lokinni guðsþjónustu. Sóknar-
prestur.
FRÍKIRKJAN, Rvík: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11.15. Guðsþjón-
usta kl. 14. Fermdur verður
Jóhann Haukur Gunnarsson,
Reyrengi 4, Reykjavík. Organ-
isti Pavel Smid. Cecil Haralds-
son.
KRISTSKIRKJA, Landakoti:
Hámessa kl. 10.30. Messa kl.
14. Ensk messa kl. 20. Laugar-
daga messa kl. 14. Aðra rúm-
helga daga messur kl. 8 og kl.
18.
KFUM og KFUK, v/Holtaveg:
Samkoma á morgun kl. 17.
Gospelkórinn syngur. Vitnis-
burðir: Þóra Þorsteinsdóttir og
Helga St. Hróbjartsdóttir.
Barnasamverur á sama tíma.
Léttar veitingar til sölu að lok-
inni samkomu.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti:
Messa kl. 11 á sunnudögum.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Helgunarsamkoma kl. 11.
Hjálpræðissamkoma kl. 20.
Ofursti Olav Lande frá Noregi
talar. Majórarnir Turid og Knut
Gamst stjórna.
VÍDALÍNSKIRJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Poppmessa kl.
20.30. Hljómsveit og kór í léttri
sveiflu. Óskar Einarsson,
píanó, Páll E. Pálsson, bassi,
Hannes Pétursson, trommur,
Kristinn Svavarsson, saxófónn.
Gospelhópur leiðir söng.
Fræðslustjóri kirkjunnar flytur
hugleiðingu. Héraðsprestur
þjónar fyrir altari. Ungmenni
taka þátt í messunni. Athöfn
fyrir alla fjölskylduna. Léttar
veitingar. Bragi Friðriksson.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barna-
messa kl. 11. Guðsþjónusta kl.
14. Sigurður Helgi Guðmunds-
son.
H AFN ARFJ ARÐARKIRKJ A:
Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón
sr. Þórhildur Ólafs. Munið
skólabílinn. Fermingarmessa
kl. 10.30 og kl. 14. Flautuleikur
Gunnar. Gunnarsson. Prestur
sr. Gunnþór Ingason og sr.
Þórhildur Ólafs. Organleikari
Sólveig Einarsdóttir.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði:
Barnasamkoma kl. 11. Organ-
isti Kristjana Ásgeirsdóttir. Ein-
ar Eyjólfsson.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa og ferming kl. 14. Rúm-
helga daga messa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Messa
sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga
kl. 8. Allir velkomnir.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Fjölskylduguðsþjónusta
sunnudag kl. 12. Börn úr
AFLEIÐINGARNAR af afrek-
um ríkisstjórnarinnar í
GATT-málinu sjást vel þessa dag-
ana. Verð á grænmeti hefur verið
svo svimandi hátt undanfarnar vik-
ur, eftir að tollar á innfíutningi
hækkuðu til að vernda innlenda
framleiðslu, að það er enginn tilbún-
ingur að undrunaróp neytenda
heyrist við grænmetisborð stór-
verzlana á degi hverjum. Víkveiji
frétti af ungum hjónum, sem fóru
með fjóra tómata á vigtina í Hag-
kaupi og skiluðu þeim snarlega í
grænmetisborðið þegar í ljós kom
að þeir kostuðu á fjórða hundrað
króna! Kílóið af tómötum kostar nú
600-700 krónur, eða meira en kíló-
ið af lambakjöti á tilboðsverði í
Hagkaupi.
XXX
AÐ er auðvitað fáránlegt að
verðið á grænmeti skuli ijúka
upp um leið og fyrstu heimskauta-
tómatarnir og -gúrkurnar byija að
koma á markað. Þegar líður á sum-
arið verður síðan offramboð af inn-
lendu grænmeti og verðið hrynur.
Mörgum þykir íslenzka grænmetið
betra en það innflutta. Af hveiju
taka íslenzkir garðyrkjubændur sig
ekki til og markaðssetja framleiðslu
sína sem dýra lúxusvöru, sem þeir
gætu keypt sem hafa efni á, en
aðrir gætu keypt útlenda grænmet-
ið á lága verðinu?
xxx
VÍKVERJI hefur velt fyrir sér
hvemig þetta árstíðabundna
okurverð á grænmeti samrýmist
„manneldisstefnu“ stjórnvalda. Eru
ekki allir hvattir til að borða sem
mest af fersku grænmeti og sér-
staklega t.d. börn og ófrískar kon-
ur? Grænfóðrið er varla á diskum
barnmargra heimila á hveijum degi
á meðan kílóið af því kostar það
sama og kjötmetið.
XXX
MORGUNBLAÐIÐ birti í gær
fréttir og myndir af tillögum
að gríðarlegum snjóflóðavarnar-
mannvirkjum fyrir ofan Flateyri.
Kostnaðurinn er áætlaður um 400
milljónir króna. Það samsvarar um
einni milljón á hvern íbúa á Flat-
eyri og mun hærri upphæð á hvern
íþúa í þeim húsum, sem standa á
snjóflóðahættusvæði í þorpinu. Við
þessar kringumstæður hljóta menn
að velta því fyrir sér, hvort ekki
borgi sig betur að kaupa húseignir
af fólki, til þess að það geti flutt
sig annað.