Morgunblaðið - 21.04.1996, Síða 10
10 B SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR
Hvemig hefur adsóknin verid síöustu tíu árin?
Aðsókrt í áratug
ALLS sóttu 1.208.812 mar.RS kvikmyndahúsin í Reykja-
vík á síðasta ári samkvæmt óbirtum tölum Hagstofu Is-
lands og er það nokkur fækkun frá árinu 1994 þegar
1.242.009 manns sóttu bíóin. Aðsóknin hefur farið minnk-
andi frá árinu 1991 þegar kvikmyndahúsin seldu
1.337.158 miða en fram að þeim tíma hafði hún aukist
jafnt og þétt frá lakasta aðsóknarárinu á síðustu tíu árum,
1988, þegar aðeins seldust 1.094.185 miðar.
Bíóaðsókn í Reykjavík, 1985-95
1,4 milljónir bíógesta -
1.418.000
1.337.000
1.208.000
1.094.000
Hver íslendingur
fór 4,6 sinnum í bíó
í Reykjavík 1995
1,0 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95
Frumsýndar kvikmyndir, 1985-95
'85 ’i
i.....t....t.....t-
'87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95
Ef litið er á heildarað-
sóknina í Reykjavík
frá 1985 til 1995 sést að
hún náði hámarki aftur árið
1991 eftir
metárið
1985 en
hefur dal-
að síðan og
er enn á
niðurleið.
Árið 1985
sóttu
1.418.158
manns bíóin. Síðan minnk-
aði aðsóknin jafnt og þétt.
Árið 1986 var talan strax
komin niður í rúm
1.276.000, enn minnkaði
hún 1987 í rúm 1.257.000
og botninum var náð árið
1988 þegar aðeins tæpir
1.100.000 miðar seldust.
Eftir það tók Eyjólfur að
hressast nokkuð og aðsókn-
in jókst um tæp 250.000
manns fram til ársins 1991.
Síðan þá hefur hún minnk-
að aftur og er enn að
minnka samkvæmt nýjustu
tölum Hagstofunnar. Seld-
um miðum fækkaði um rúm
100.000 á milli áranna
1991 og 1993 þegar rúm
1.236.000 fóru í bíó í
Reykjavík. Árið 1994 jókst
aðsóknin aftur lítillega í
1.242.009 eins og áður
sagði en í fyrra lækkaði hún
aftur niður í 1.208.812
miða.
Nokkur fylgni er á milli
flölda frumsýndra bíómynda
og aðsóknar. Metárið 1985
voru frumsýndar 234 bíó-
myndir í Reykjavík. Botnár-
ið 1988 voru frumsýndar
188 bíómyndir. Þegar frum-
sýningum fjölgaði aftur
jókst aðsóknin að vissu
marki að því undanteknu
að árið 1989 voru aðeins
157 myndir frumsýndar en
aðsóknin jókst verulega frá
árinu á undan. Árið 1995
fækkaði frumsýningum nið-
ur í 189 myndir og aðsóknin
minnkaði frá árinu á undan
og hefur ekki verið minni
síðan 1989.
Þegar litið er yfir tölur
Hagstofunnar yfir kvik-
myndasýningar árið 1995
kemur í ljós að líkt og
endranær sáu kvikmynda-
húsagestir mestmegnis
bandarískar bíómyndir. Af
þeim 189 myndum sem
frumsýndar voru komu 140
þeirra frá Hollywood eða
um 73 prósent. Það þýðir
að rúmlega fjórðungur
myndanna kom frá öðrum
löndum, sem vekur nokkra
athygli. Virðist sem hlutfall
þeirra sé að aukast. Næst-
mestur fjöldi kom frá Bret-
landi eða 15 talsins og 11
myndir komu frá Frakk-
landi. Sjálfir áttum við ís-
lendingar fjórða mestan
fjölda mynda, sem er tals-
vert nýmæli, en alls voru
frumsýndar sjö íslenskar
bíómyndir í fullri lengd á
síðasta ári. Danir áttu þijár
myndir, Ástralir, Kínveijar
og Norðmenn tvær hver og
ein kom frá eftirtöldum
löndum: Ítalíu, Þýskalandi,
Kúbu, Makedóníu, Nýja-
Sjálandi, Spáni og Tævan.
Alls voru kvikmyndasýn-
ingar í viku hverri að með-
altali 665 talsins í 23 sýn-
ingarsölum þar sem sæta-
úrvalið nemur hvorki fleiri
né færri en 5.841 sæti.
eftir Arnald
Indriðoson
5 ára
afmæli
Stutt-
mynda-
daga
Kvikmyndahátíð-
IN Stuttmyndadag-
ar í Reykjavík verður
haldin dagana 21. til 23.
maí en nú eru fimm ár
liðin frá því blásið var til
fyrstu Stuttmyndadag-
anna. Á undangengnum
hátíðum hafa verið sýndar
samtals 160 stuttmyndir,
haldnir hafa verið um 40
fyrirlestrar um kvik-
myndagerð og níu myndir
verið
verðlaun-
aðar að
sögn Jó-
hanns
Sigmars-
sonar,
eins af
upphafs-
mönnum
Stutt-
ENN mynda-
Stutt- daga.
mynda- Ekki
dagar; Jó- hefur ver-
hann Sigm- ið ákveðið
arsson. hvar dag-
arnir
verða haldnir í ár en ósk-
að er eftir stuttmyndum
af öllum stærðum og gerð-
um til þátttöku í keppni
um fimm bestu stuttmynd-
irnar en verðlaun verða
veitt fyrir 1., 2. og 3. sæt-
ið. Sem fyrr verða haldnir
fyrirlestrar um kvik-
myndagerð og skyld mál
á Stuttmyndadögum í ár.
Tekið er á móti mynd-
um á VHS-myndbandi hjá
Kvikmyndafélagi íslands,
Bankastræti 11. Síðasti
skiladagur er 5. maí og
er öllum heimil þátttaka.
LEITIN aö Ríkharöi III; A1 Pacino í konungsklæðum.
Pacino leitar
Ríkhards
BANDARÍSKI leikarinn
A1 Pacino gegnir
mörgum hlutverkum í nýrri
mynd sem hann vinnur að
og heitir Leitin að Ríkharði
eða „Looking for Richard".
Hann fer með aðalhlutverk-
ið, skri.far handritið, fram-
leiðir og síðast en ekki síst
leikstýrir myndinni.
Hún segir af leikhópi sem
ætlar að kvikmynda verk
Shakespears um Ríkharð
III. Leikararnir takast á við
persónur þess og erfiðleik-
ana sem felast í því að færa
leikrit í kvikmyndabúning
en myndin er með gaman-
sömum tón og gerist í New
York og á fæðingarstað
skáldsins mikla. Með önnur
hlutverk fara Alec Baldwin,
Winona Ryder og Kevin
Spacey, sem nýverið
hreppti Óskarinn fyrir best-
an leik í aukahlutverki.
Pacino átti sjálfur hug-
myndina að Leitinni að Rík-
harði. Hann hefur ekki áður
staðið í sporum kvikmynda-
höfundar og bætist nú í hóp
kollega eins og Kevin
Costners, Jodie Fosters og
Mel Gibsons.
SÝND á næstunni; White Squall með Jeff Bridges í leikstjórn Ridley Scott
34.000 á Höfuðsyndirnar
Alls höfðu um 34.000
manns séð spennu-
myndina Höfuðsyndirnar
sjö í Laugarásbíó eftir síð-
ustu sýningarhelgi.
Þá höfðu 10.500 séð Náið
þeim stutta, 4000 Vinkonur
og 2.500 Nixon.
Næstu myndir Laugarás-
bíós eru m.a. „Bed of Ro-
ses“ með Christian Slater,
„Sudden Death“ með Jean-
Claude van Damme og
„Nick of Time“ með Johnny
Depp.
Aðrar myndir væntanleg-
ar í Laugarásbíó eru „Up
Close and Personal". með
Michelle Pfeiffer og Robert
Redford, „White Squall"
með Jeff Bridges í leikstjórn
Ridley Scott og „The Thin
Line Between Ixive and
Hate“.
í BÍÓ
Nokkurt hlé verður nú á
frumsýningum á ís-
lenskum bíómyndum eftir
metár en ails voru frumsýnd-
ar átta íslenskar myndir á
einu heilu ári, frá Á köldum
klaka til Draumadísa. Næstu
myndir verða væntanlega til-
búnar í haust en það eru
Blossi eftir Júlíus Kemp og
Djöflaeyjan eftir Friðrik Þór
Friðriksson. Þannig getur ís-
lensk kvikmyndagerð af sér
mjög svo misjafnlega margar
myndir á ári.
En íslenskar myndir eru
einnig frumsýndar erlendis
og er ánægjulegt að sjá
hversu vel A köldum klaka
hefur verið tekið í Bandaríkj-
unum sem fyrstu íslensku
myndinni er hlýtur bíódreif-
ingu þar í landi. Virðast gagn-
rýnendur heillast af vetrar-
landslaginu í myndatöku Ara
Kristinssonar jafnt sem yrkis-
efni og efnistökum Friðriks
Þórs. Góð landkynning það
og ekki síður góð kynning á
íslenskri kvikmyndagerð.
MÞað virðist ekki fara
Arnold Schwarzeneg-
ger sérlega vel að leika
í jólamyndum eða hver
minnist ekki „Junior“
með hryllingi? Hann
gefst þó ekki upp frekar
en í sumarmyndunum
sínum og leikúr á næst-
unni í jólamyndinni
„Jingle All the Way“
sem Brian Levant leik-
stýrir, sá sami og gerði
Steinaldarmennina.
Cliris CoIumbuSj jóla-
myndamaður af guðs
náð, er framleiðandi en
myndin segir af föður
sem vanrækt hefur son
sinn og lofar að gefa
honum það í jólagjöf sem
hann mest langar í.
■S/dasta mynd Warren
Beattys, „Love Affair“,
vegnaði sérlega illa í
miðasölunni og náði ekki
í bíóin hér. Næsta mynd
hans verður að líkindum
„Tribulations“ sem
hann framleiðir, skrifar
og fer með aðalhlutverkið
í. Hún er um mann sem
leiðist svo lífíð að hann
biður vin sinn að sjá um
að honum verði kálað svo
lítið beri á. Vinurinn hef-
ur samband við leigu-
morðingja en þá er Be-
atty orðinn ástfanginn
upp fyrir haus, hefur
fengið nýja trú á lífíð og
allt er í blóma. Nema
morðinginn verður ekki
stöðvaður.
MDisney er ekki eina fyr-
irtækið sem framleiðir
teiknimyndir. Teikni-
myndahöfundurinn Don
Bluth og leikarinn Gary
Oldman framleiða saman
og leikstýra nýrri teikni-
mynd í fullri lengd sem
heitir Anastasia. Með
helstu raddimar fara Meg
Ryan, Angela Lans-
bury, John Cusack,
Martin Short og Kelsey
Grammer úr Frasier.
MEin besta myndin í
kvikmyndahúsunum
núna er Á förum frá
Vegas með Nicholas
Cage og Elisabeth
Shue, sem á það til að
stela frá honum senunni.
Shue leikureitt aðalhlut-
verkið í nýrri mynd frá
Ambiin Entertainment
sem heitir „The Trigger
Effect" og David Ko-
epp stýrir. Kyle
MacLachlan leikur eig-
inmann hennar og Der-
mot Mulroney vin
þeirra, en kvöld eitt fer
rafmagnið af í smábæn-
um þeirra og sími og
sjónvarp dettur einnig út.
MEin af myndunum sem
Jim Carrey mun leika í
á næstunni heitir Lyg-
ari, lygari og verður hún
tilbúin um jólaleytið. Car-
rey leikur föður sem
neyðist til að segja sann-
leikann í heilan sólar-
hring þegar ósk sonar
hans verður á dularfullan
hátt að veruleika.
MLangt er síðan Debbie
Reynolds sást síðast á
hvíta tjaldinu en Albert
Brooks hefur nú fengið
hana til að ieika á móti
sér í nýjustu gamanmynd
hans. Hún heitir Móðir.
Rob Morrow leikur einn-
ig í myndinni sem segir
af harðfullorðnum manni
sem flytur aftur heim til
möminu.