Morgunblaðið - 21.04.1996, Síða 14
14 B SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Kvikmyndin Neðanjarðar var ekki auðveld
í framieiðslu og má telja mikið þrekvirki
að tekist hafi að klára hana. Tökur hófust
haustið 1993 og lauk ekki fyrren í janúar í
fyrra. Mynd-
in var tekin í
Belgrað,
Prag og
Búlgaríu og
leit marg-
sinnis út fyrir að hætta yrði við allt saman.
Uppúr sauð á milli tveggja aðalleikaranna
og þeir töluðust ekki við svo mánuðum skipti
- nema þegar vélarnar rúlluðu. Leikstjórinn
mátti varla bregða sér á salernið án þess
að starfsmenn óttuðust að hann væri stung-
inn af og kæmi ekki aftur. En áfram hélt
hann og fljótlega var búið að eyða meiri
filmu en kæmist fyrir á kvikmyndasafninu
í Belgrað. Dæmi: Brauðkaupsatriðið (sem
er nokkuð langt
í myndinni) var
í upphaflegri
klippingu um sjö
klukkutimar!
Leiksljórinn
krafðist þess að bardagasenur frá Belgrað
yrðu teknar í borginni og fékk því fram-
gengt með hjálp vafasamra manna. Einn
helsti stríðsherra Serba síðustu árin, Arkan
Raznadovic, sem rekur sínar eigin herdeild-
ir og er eftirlýstur hjá Interpol, er sagður
hafa lagt fjármagn í myndina og kippt í
nokkra spotta hjá vini sínum Milosevic til
að hægt yrði að taka í Belgrað. Arkan er
sagður einn dyggasti þjónn Milosevic, sem
komið getur af stað óeirðum eða striði hvar
sem er í lýðveldunum. Því mæltist það afar
illa fyrir hjá upplýstum almenningi í höfuð-
borginni þegar Arkan og kona hans, söng-
konan Ceca, komu sem heiðursgestir á frum-
sýningu myndarinnar I Belgrað í fyrra.
Kusturica var sakaður um að vera skósveinn
Milosevic og stefnu hans um Stór-Serbíu,
en því vísar hann algerlega á bug. Reyndar
móðgaðist hann svo að nýverið sagðist hann
hættur að gera kvikmyndir. Við trúum hon-
um vitaskuld ekki.
Þrautaganga
KRÓATAR hafa gagnrýnt
þessa sýn Kusturica og
segja hann draga vafa-
samar ályktanir. „Allt-
of margir skilja ekkert hvað hefur
verið að gerast í Júgóslavíu síðustu
árin og hvað olli þessu stríði," seg-
ir Kusturica yfirvegaður. „Zagreb
hefur að undanförnu verið notuð
sem táknmynd gegn fasisma, en
flestir virðast hafa gleymt hvernig
Króatar hegðuðu sér í síðari heims-
styijöld. Einsog við sjáum á þess-
um gömlu fréttamyndum var þýsk-
um nasistum tekið fagnandi við
komuna til borgarinnar árið 1941
og þeir urðu miklir bandamenn
gegn Serbum. Þetta eru staðreynd-
ir, sem skipta miklu máli um þróun
mála, en ég viðurkenni vitaskuld
að nota þetta efni einsog það þjón-
ar minni sögu. Eg ákvað að blanda
saman ótal þáttum úr sögu þjóðar-
innar og það má vissulega finna
að slíkri efnismeðferð, en ég tel
mig hafa fijálsar hendur til að
fjalla um þetta stríð einsog það
kemur mér fyrir sjónir."
Önnur aðalpersóna myndarinn-
ar, Marko, er í upphafi ungur
óeirðaseggur, sem síðan tekur þátt
í andspymu gegn Þjóðveijum.
Hann verður síðan holdgervingur
Títóismans og að lokum vopnasölu-
maður og stríðsgróðamaður nútím-
ans. Er þetta dæmigert fyrir mann,
sem lifað hefur þennan tíma í Júgó-
slavíu?
„Vinirnir tveir eru dæmigerðir
hræsnarar frá Balkanskaganum,
einkum Marko. Þeir eru blóðheitir
baráttujaxlar, sem láta sér fátt
fyrir bijósti brenna og svífast
einskis þegar því er að skipta.
Marko segist gera allt fyrir Tító,
en tortryggnin er lykilhlutverk í
hans fasi, enda var Títóisminn
samfelld blekking. Síðustu árin
hefur ríkt fullkomin í tortryggni í
Júgóslavíu, meiri en nokkru sinni
á þessari stormasömu öld.“
Bræður berjast
Hvers vegna ertu andvígur
skiptingu Júgóslavíu?
„Hvarvetna í heiminum eykst
krafan um aðskilnað. Ringulreið
ríkir í helstu borgum Evrópu, í
París, Múnehen, að maður tali ekki
um Los Angeles, og æ fleiri þjóðir
krefjast sjálfstæðis. Engu að síður
kemst ég ávallt að sömu niður-
stöðu: Ég var alinn upp sem Júgó-
slavi og verð ávallt Júgóslavi. Ég
táraðist yfir júgóslavneska þjóð-
söngnum, en skyndilega á ég að
vera Bosníumaður. Ég spyr bara:
Hvemig eiga þessar þjóðir að búa
saman í fjölþjóðlegri Bósníu ef þær
gátu það ekki í Júgóslavíu?"
En er það samt ekki eina lausn-
in?
„Þetta er fyrst og fremst stríð
á milli bræðra og fyrir mér leysir
það engan vanda að stía þeim í
sundur. Kannski hugsa ég þetta
of rökvíst, þarsem sagnfræði hefur
lítið með rök að gera. Og einmitt
þessvegna verður að nálgast efnið
algjörlega hugiægt, enda geta
kvikmyndir hvort eð er aldrei verið
• Vlnlrnir Blacky og Marko eru ástfangnlr af sömu konunnl.
Marko svíkur félaga slnn og heldur honum í neðanjarðarbyrgl í 20 ár.
• Sviðsmyndin er heill heimur út af fyrir sig.
Listasmíð, allt frá loftárásum á
dýragarð í Belgrað niður í drungaleg neðanjarðarbyrgi.
‘Vimmm
hlutlægar. í besta falli eru kvik-
myndir sanngjarnar og skynsamar,
en aldrei hlutlægar. Auk þess er
með ólíkindum hve sagan endur-
tekur sig og hve allt verður af-
stætt nú í lok aldarinnar. Það sem
áður var fordæmt sem fasismi telst
það ekki lengur. Smám saman
hafa fasistar náð allt að fjórðungi
atkvæða í kosningum í mörgum
Evrópulöndum og aðrir fylgjast
með án þess að fá rönd við reist.
Ég vil nú heldur deyja sem risa-
eðla en verða hluti af þessu. Af
þessum sökum langar mig mest
til að syngja My Way - ég meina
auðvitað útgáfu Sids Vicious á My
Way!“
Myndin hefst með loftárás á
dýragarð í Belgrað. Hvers vegna
dýragarð?
„Vegna þess að þetta gerðist í
raunveruleikanum. Sprengjur
Þjóðveija hæfðu dýragarðinn
vegna þess að við hlið hans var
vopnaverksmiðja, sem var skot-
markið. Auk þess þurfti ég að
kynna persónu Ivans með áhrifa-
miklum hætti, en hann er einsog
klipptur úr Dostojevskíj - á skjön
við þessa blóðheitu, ástar- og hat-
urmiklu Balkanbúa í myndinni.
Ivan er engillinn í sögunni og nauð-
synlegur sem mótvægi.“
En er ekki einum of langt geng-
ið að stríðið í myndinni skuli í raun-
inni byija á morði á apamóður?
„Hún er persónugerð með afar
sterkum hætti og við upplifum
sorg afkvæmisins. Loftárásir vekja
engin áhrif nema einhver ákveðin
persóna þjáist. Sjáðu bara fréttir
sem komu frá Rúanda: 4.000 lík,
en daginn eftir voru allir búnir að
gleyma þeim. Auk þess átti litli
apinn í myndinni eftir að gegna
mikilvægu hlutverki í sögunni -
hann einn lifir hörmungarnar af.“
Húmor og stanslaus keyrsla
Það vekur líka athygli í miðri
myndinni - þegar fólkið sleppur
loks uppúr neðanjarðarbyrginu -
að Blacky sér hvar verið er að
kvikmynda afrek andspyrnuhreyf-
ingarinnar gegn Þjóðveijum. Þetta
verður eitt fyndnasta atriði mynd-
arinnar, en hvernig kom þetta til?
„Þannig var þetta á sjöunda
áratugnum,“ segir hann án þess
að blikna. „Pabbi var kvikmynda-
gerðarmaður og hann og fleiri voru
alltaf að búa til myndir um and-
spymuna gegn Þjóðveijum - eftir
forskrift Títós. Þetta voru samt
flottar kvikmyndir í þá daga. En
það er merkilegt að áherslan á
Tító sem frelsishetju var þvílík, að
sagnfræðibækurnar í barnaskóla
hófust í seinna stríði.“
En þrátt fyrir alvarleika við-
fangsefnisins er þetta heilmikil
kómedía og fáránleiki stríðsins er
hlægilegur. Er þetta svona fyndið
stríð?
„Stríðið sjálft er ekki fyndið, en
þessi saga notar húmor til að
undirstrika þján þjóðarinnar í hálfa
öld. Það væri erfitt að halda áhorf-
endum við efnið í þijá tíma, ef
ekki væri tónlist, glaumur og gleði.
Sjáðu bara Rolling Stones eða
Clash á tónleikum. Þetta er stans-
laus keyrsla, og þannig er mín
kvikmynd. Auk þess hefur þjóðin
mín alltaf hagað sér svona. I ára-
tugi taldi fólk sér trú um að Júgó-
slavía væri fyrirmyndarþjóðfélag,
en það besta sem við kunnum var
að drekka, dansa og skemmta okk-
ur. Og gerðum það býsna vel.
Annars dreymir mig um að gera
gamanmynd, enda er ég algjör
trúður sjálfur og á oft erfitt með
að hemja hugmyndir mínar. Ég
veit að í listsköpun er ekki síður
mikilvægt að hafa vit á því að
draga úr og ’hafna hugmyndum,