Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUK 21. APRÍL 1996 B 19 ATVIN N MMAUGL YSINGA R Barnapössun Barngóð manneskja óskast til að gæta 1 árs tvíbura eftir hádegi, í Árbæ. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. merktar: „Barnapössun - 4248“ fyrir 1. maí. Starfsfólk óskast Óskum að ráða framleiðslumenn, ásamt vönu fólki í sal, einnig í þrif og uppvask. Ykkar fólk í fjöllunum. Upplýsingar í síma 567 2020 milli kl. 16-18. Skíðaskáiinn Hveradölum. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í neðangreinda leikskóla: Allan daginn: Hálsaborg v/Hálsasel. Upplýsingar gefur Olöf Helga Pálmadóttir, leikskólastjóri í síma 557-8360. Heiðaborg v/Selásbraut. Upplýsingar gefur Emilía Möller, leikskóla- stjóri í síma 557-7350. Vesturborg v/Hagamel. Upplýsingar gefur Árni Garðarsson, leik- skólastjóri í síma 552-2438. Ægisborg v/Ægissíðu. Upplýsingar gefur Elín Mjöll Jónasdóttir, leik- skólastjóri í síma 551-4810. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. Skrifstofustarf - EIMSKIP Eskifirði EIMSKIP leitar að starfsmanni á nýja skrif- stofu sína á Eskifirði. óskað er eftir starfsmanni með: • Reynslu af almennum skrifstofustörfum. • Almenna tölvukunnáttu. • Góða enskukunnáttu. • Þjónustulund og ábyrgðartilfinningu. Við bjóðum fjölbreytt og krefjandi starfsum- hverfi hjá traustu fyrirtæki. Áfgreiðsla EIM- SKIPS á Eskifirði gegnir veigamiklu hlutverki sem útflutningshöfn sem gerir útflytjendur á íslandi samkeppnishæfari á erlendum mörk- uðum. Þar er þjónustumiðstöð fyrir Austur- land og er viðskiptavinum boðin birgðahalds- og vörudreifingarþjónusta. Eins geta innflytj- endur flutt vörur sínar inn beint frá Bretlandi og meginlandi Evrópu án umskipunar í Reykjavík. Vinsamlega skilið umsóknum til starfsþróun- ardeildar EIMSKIPS, Pósthússtræti 2, í síð- asta lagi þriðjudaginn 30. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. EIMSKIP EIMSKIP leggur áherslu á að auka hlut kvenna i ábyrgöarstöðum hjá fyrirtækinu og þar með stuðla að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Þvottahús Starfsfólk óskast hálfan eða allan daginn. Upplýsingar á staðnum mánudag og þriðju- dag milli kl. 16 og 18. Þvottahús A. Smith ehf. Bergstaðastræti 52. Mjólkurfræðingur Óskum að ráða mjólkurfræðing með fram- haldsmenntun á rannsóknarstofu okkar á Bitruhálsi 1 í Reykjavík. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá for- stöðumanni rannsóknarstofunnar j' síma 569 2200 milli kl. 8 og 16 næstu daga. Umsóknir sendist til Mjólkursamsölunnar - Starfsmannahalds, fyrir 1. maí 1996. Mjólkursamsalan, Bitruhálsi 1, Pósthólf 10340, 130 Reykjavík. Grunnskólar íVest- urlandsumdæmi: Samkvæmt ósk og í umboði sveitarfélaga og byggðasamlaga í umdæminu auglýsir fræðslustjóri Vesturlandsumdæmis lausar til umsóknar: Stöðu skólastjóra við Grunnskólann á Hellissandi. Stöður grunnskólakennara við eftirtalda grunnskóla: Brekkubæjarskóla, Akranesi Grundaskóla Akranesi: Almenn kennsla yngri barna, tónmennt. Heiðarskóla, Leirársveit: Almenn byrjenda- kennsla, íþróttir, mynd- og handmennt. Kleppjárnsreykjaskóla: Myndmennt, tón- mennt. Varmalandsskóla: Almenn kennsla, hand- mennt. Laugagerðisskóla Snæfellsnesi: Almenn kennsla, enska, handmennt, íþróttirog raun- greinar. Lýsuhólsskóla Staðarsveit: Danska, heimil- isfræði, íþróttir. Grunnskólann á Hellissandi: Almenn kennsla yngri barna, enska, íþróttir, hannyrð- ir, myndmennt og smíði. Grunnskólann í Ólafsvík: Almenn kennsla, heimilisfræði, mynd- og handmennt, sér- kennsla og tónmennt. Grunnskóla Eyrarsveitar, Grundarfirði: Al- menn kennsla yngri barna, hannyrðir, ís- lenska, íþróttir, smíði. Laugaskóla Dalasýslu: Kennsla yngri barna, handmennt. Umsóknarfrestur er til 21. maí 1996. Um- sóknir skulu sendar skólastjóra eða for- manni skólanefndar viðkomandi skóla, en þeir veita allar nánari upplýsingar. Umsjón og ábyrgð kennararáðninga er á höndum sveitarfélaga frá 1. júní 1996. Bjartsýnismanneskja Fjölmiðlafyrirtæki óskar eftir hressum starfs- manni með þekkingu á tölvum og byggingar- iðnaði til að selja auglýsingar og þjónustu. Upplýsingar um menntun, meðmæli og fyrri störf óskast sendar afgreiðslu Mbl., merkt: „Miklir möguleikar - 4301“. Lagerstjóri Traust og þekkt iðnfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða lagerstjóra. Við leitum að hressum og kraftmiklum manni sem er lipur í samskiptum og með reynslu af mannaforráðum. Æskilegt er að viðkomandi sé vanur af- greiðslu og lagerstörfum. Viðkomandi þarf einnig að vera vanur tölvuvinnu og hafa reynslu af tölvuvæddu lagerkerfi. Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Lagerstjóri 194“ fyrir 27. apríl nk. Verslunar- stjóri/matvöru Stórt fyrirtæki í nágrenni Reykjavíkur sem rekur fjölmargar matvöruverslanir á sínu svæði leitar að starfsmanni í stöðu verslunar- stjóra til að stjórna og starfa í einni af stærri verslunum sínum. Starfsvið viðkomandi er m.a. við daglega stjórnun starfsmanna, við sölu, afgreiðslu og þjónustu við viðskiptamenn fyrirtækisins, framsetningu vöru og uppstillingu, ásamt þátttöku í skipulagningu og áætlanagerð. Leitað er að (topp) einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu af svipuðum störfum, viðkomandi þarf í senn að vera ákveðinn og fylginn sér en um leið eiga gott með að umgangast fólk, hafa frumkvæði og búa yfir leiðtogahæfileikum, hafa vilja, getu og þor til að berjast með mjög framsæknu fyrirtæki í mikilli samkeppni á síbreytilegum markaði. í boði er starf sem gefur mikla möguleika fyrir framsækinn aðila, ágæt laun, góð vinnu- aðstaða og spennandi og krefjandi verkefni. Allar nánari upplýsingar um starf þetta veiti ég á skrifstofu minni. Umsóknir er tilgreini allar persónulegar upp- lýsingar, menntun og fyrri störf ásamt mynd af umsækjanda, óskast mér sendar fyrir 30. apríl nk. Teitur Lárusson, Atvinnumiðlun og ráðgjöf - Starfsmannastjórnun Austurstræti 12-14(4. hæð), sími 562-4550, 101 Reykjavík. VOC daglega liður Þér betur ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.