Morgunblaðið - 25.04.1996, Page 1

Morgunblaðið - 25.04.1996, Page 1
• MARKADURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins Fimmtudagur 25. apríi 1996 Blað E Nesvík á Kjalarnesi Nesvík á Kjalarnesi er nú til sölu hjá Fasteignamarkaðnum. Hér er um að ræða 42 ha. land. Þar er fullbúið 216 ferm. félagsheimili, auk 42 ferm. sumarhúss. Asett verð er 22,5 millj. kr. / 2 ► Máttarviðir úr límtré Að þessu sinni fjallar Bjarni Ólafsson um límtrésverksmiðj- una á Flúðum í þætti sínum Smiðjan. Hún framleiðir marg- vísiega máttarviði úr samlímdu tré svo sem boga, stoðir, bita og sperrur. / 16 ► Ú T T E K T Vaxtabætur og lenging lánstímans ÞVÍ hefúr yfirleitt verið haldið fram, að með hinum nýju húsbréfa- lánum til 40 ára léttist greiðslubyrði íbúðarkaupenda aðeins um 20% og jafhframt hafa verið hafðir uppi ýmsir fyrirvarar um meiri afföll samfara lengri lánstíma. Hið viðtæka samspil milli vaxtabótakerfisins annars vegar og lengingar lánstím- ans hins vegar hefur þó að- eins komið ógreinilega fram í húsnæðisumræðunni að und- anförnu. Vegna vaxtabóta- kerfisins getur verið um að ræða helmingi meiri lækkun á greiðslubyrðinni eða um 40% eða meira fyrir þá íbúðar- kaupendur og húsbyggjendur, sem hafa lágar tekjur. Þetta kemur fram í grein eftir Jón Rúnar Sveinsson, fé- lagsfræðing hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins hér í blaðinu í dag, þar sem hann fjallar um áhrif vaxtabóta á greiðslubyrði húsbréfa til 40 ára. Hann tekur sem dæmi íbúð, sem kostar 8 millj. kr. í nýbygrgin&u ,neö 5,6 millj. kr. lánsfjárhæð. Tafia, sem birtist með greininni, sýnir skýrt og greinilega, að jafnvel hjá há- tekjufólki, sem er með tekjur upp á 300.000 kr. á mánuði, Iéttist greiðslubyrðin samt sem áður um um það bil Ijórðung við lánalenginguna. Lækkunar greiðslubyrðar- innar gætir síðan meir og meir eftir því sem tekjur fólks lækka. Iljá íjölskyldu, sem er með aðeins 100.000 kr. í tekjur á mánuði, léttist greiðslubyrðin verulega eða um 41%. Vextirnir skila sér að veru- legu leyti til baka sem vaxta- bætur. / 14 ► Húsbréfaumsóknir fleiri í öllum flokkum nema endurbótum ÞAÐ sem af er árinu er aukning í innkomnum umsóknum um skulda- bréfaskipti í öllum lánaflokkum hús- bréfakerfisins miðað við sama tíma í fyrra nema endurbótum. Einnig er aukning á samþykktum umsóknum í öllum lánaflokkum nema nýbygg- ingum byggingaraðila. Er frá þessu skýrt í nýútkomnu fréttabréfi Hús- næðisstofnunar ríkisins. Aukning í umsóknum um skulda- bréfaskipti er ótvíræð vísbending um meiri hreyfingu á fasteigna- markaðnum og jafnframt, að bygg- ingaraðilarnir hyggja á meiri um- svif á þessu ári en í fyrra. Samdrátt- ur í umsóknum vegna endurbóta virðist hins vegar benda til, að vit- und fólks fyrir nauðsyn á viðhaldi eigna sinna hefur ekki aukizt. Meðalfasteignaveðbréf vegna notaðs húsnæðis fyrstu þrjá mánuði ársins er um 2.260.000 kr.og hefur upphæðin verið nokkuð stöðug und- anfarna mánuði. Það sama má segja um meðalfasteignaveðbréf vegna nýbygginga einstaklinga. Meðalveðbréf vegna nýbygginga byggingaraðila er hins vegar nokkru lægra nú en á sama tíma fyr- ir ári og skýrist það einkum af því, að verið er að lána út á íbúðir í fjöl- býlishúsum og þar af leiðandi eru lánin lægri en ef um dýrari eignir væri að ræða svo sem einbýlishús eðaraðhús. Útgáfa húsbréfa fyrstu þrjá mán- uði ársins er tæpum 6,5% meiri nú en á sama tíma í fyrra og er það í samræmi við áætlanir um útgáfu húsbréfa á árinu. Vanskil fasteignveðbréfa 3ja mánaða og eldri voru um 876 millj. kr. í marzlok og höfu þau hækkað um 158 millj. kr. frá mánuðinum á und- an. Vanskil fasteignaveðbréfa hafa samt farið lækkandi undanfarna mánuði og eru nú um 1,16% af höf- uðstól fasteignaveðbréfa, en á sama tíma í fyrra voru vanskilin um 1,66%. Afgreiðslur í húsbréfakerfinu í jan.-mars 1996 4 ^ breyting frá sama BSn ~~j tímabili 1995 E / / Innkomnar umsóknir Notað húsnæði 4Ji000\ Breyting jan.-mars 1996/1995 18,9% Endurbætur -35,1% Nýbyggingar einstaklinga 7,5% Nýbyggingar byggingaraðila 139,5% Samþykkt skuldabréfaskipti Notað húsnæði - fjöldi 11,5% Notað húsnæði - upphæðir 7,0% Endurbætur - fjöldi 15,6% Endurbætur - upphæðir 20,9% Nýbyggingar einstaklinga - fjöldi 6,5% Nýbyggingar einstaklinga - upphæðir -0,8% Nýbyggingar byggingaraðila - fjöldi -25,0% Nýbyggingar byggingaraðila - upphæðir -30,7% Samþykkt skuldabréfaskipti alls - upphæð 3,6% Útgefin húsbréf Reiknað verð 6,5% Dœmi nm mánaðaHegar afborganir af1.000.000 kr. Fasleignaláni Skandia* M*xtír(%) löár 15 ár 25 ár 7,0 11.600 9.000 7.100 7,5 11.900 9.300 7.400 8,0 12.100 9.500 7.700 Scndu inn umsókn eða fáðu nánari upplýsingar hjáráðgjöjum Skandia Miðað er við jafngreiðslulán. *Auk verðbóta Skandia FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ SKANDIA HF. , LAUGAVEGI 1-70. 105 REYKJAVlK, SlNríl 56 19 700, FAX 55 SS 177 Fyrir hverja eru Fasteignalán Þá sem eiga lítið veðsettar, Skandia? auðseljanlegar eignir, en vilja lán Fasteignalán Skandia eru fyrir alla á stór-Reykjavíkursvæðinu sem em til annarra fjárfestinga. að kaupa sér fasteign og: Kostir Fasteignalána Skandia Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki Lánstími allt að 25 ár. nægilega liátt lán í húsbréfakerfinu. Hagstæð vaxtakjör. Þá sem vilja breyta óhagstæðum Minni greiðslubyrði. eldri eða styttri lánum. Stuttur svartími á umsókn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.