Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hátíðarhöld á 150
ára afmæli MR
AFMÆLISHÁTIÐ Mennta-
skólans í Reykjavík verður
haldin í Laugardalshöll
fimmtudaginn 30. maí þegar
skólanum verður slitið í 150.
sinn og brautskráðir nem-
endur.
Sunnudaginn 2. júní verður
hátíðleg athöfn á lóðinni fram-
an við Menntaskólann og
menntamálaráðherra opnar
sögusýningu sem haldin er í
tilefni þess að menntaskóli
hefur nú starfað óslitið í
Reykjavík í hálfa aðra öld.
Sýningin varpar ljósi á sögu
skólahússins og flesta þætti
skólalífsins fyrr og nú. Þess
verður minnst að Alþingi var
endurreist í Menntaskólanum
sumarið 1845, starfaði þar til
ársins 1879 og Þjóðfundurinn,
stjómlagaþing íslendinga, var
haldinn í hátíðarsal skólans
sumarið 1851. Sýningin verð-
ur í þremur húsum, Mennta-
skólanum sjálfum, Bókhlöð-
unni íþöku og Casa nova.
Öllum stúdentum frá
Menntaskólanum í Reykjavík
er boðið að koma til opnunar-
hátíðar á skólalóðinni og
hefst hún kl. 15. Áður en
ráðherra opnar sýninguna
mun forseti íslands, frú Vig-
dís Finnbogadóttir flytja skól-
anum kveðju. Guðrún Helga-
dóttir, rithöfundur, fyrrum
forseti Alþingis, flytur stutt
ávarp. Lúðrasveit leikur og
kór Menntaskólans í Reykja-
vík syngur.
MENNTASKÓLINN í Reykjavík.
Meirihluti á
móti aug-
lýsinga-
banni í RÚV
MIKILL meirihluti þjóðarinnar er á
móti því að banna auglýsingar í Rík-
isútvarpinu, samkvæmt skoðana-
könnun, sem Félagsvísindastofnun
Háskóla íslands hefur gert fyrir
RÚV. Þar segjast 89,2% þeirra, sem
svara, ekki vilja banna auglýsingar
en 10,8% vilja banna þær.
Félagsvísindastofnun bendir á að
þrátt fyrir þetta sé ekki víst að
meirihluti sé sáttur við þá stefnu,
sem ríkir í auglýsingamálum RÚV.
Spurninging taki til dæmis ekki til
þess hvort auglýsingar séu takmark-
aðar að einhverju leyti, þ.e. hvort
tími þeirra í útsendingu megi ekki
fara yfír ákveðin mörk.
Könnunin var gerð 11.-18. maí
og var úrtakið 1.500 manns.
I Norðurmýri — sunnan Flókagötu
Gullfalleg 4ra herb. íbúð á 2. hæð í fjórbýli, 110 fm, ásamt 27 fm
i bílskúr. 3 svefnherb., öll rúmgóð, ágæt stofa, stórt hol, eldhús
| með fallegri, nýrri innréttingu og ágætt baðherb. með glugga.
1 Nýtt gler og glugga póstar. Ibúðin er laus nú þegar.
Verð 8,9 millj.
Séreign - fasteignasala,
Skólavörðustíg 38A, sím
Fjarðargata 17 - Hafnarfirði
Til leigu
Til leigu í þessu fallega húsi tvö verslunarbil á jarð-
hæð. Annað bilið er ca 40 fm br. og hitt ca 50 fm br.
Alt umhverfi er sérlega glæsilegt í miðbæ Hafnarfjarð-
ar, gengt menningarmiðstöðinni Hafnarborg og Þjóð-
kirkjunni. Engin sameignarkostnaður. Bilin eru nú þegar
laus til afhendingar fullbúin.
Nánari upplýsingar hjá Ás fasteignasölu, sími 565 2790
eða 896 3101.
EIGISAMIÐIUMNehf
*
Abyrg þjónusta í áratugi
Sími: 588 9090 Síðumúla 21
Sumarbústaður
í Borgarfirði
er um 50,5 fm að grunnfleti auk svefnlofts. 3 svefn-
herb., eldhús og baðherb. með sturtu. Sólverönd allan
hringinn. Rafmagn og hiti. Bústaðurinn stendur á
fallegum útsýnisstað í kjarrivöxnu landi. 4586.
Bústaðurinn verður til sýnis um hvítasunnuna.
Allar nánari upplýsingar gefur Ingi í síma 852 9611
eða 567 3508.
Vinnudeilufrum-
varp til þriðju um-
ræðu á Alþingi
FRUMVARPI um stéttarfélög og
vinnudeilur var í gær vísað til þriðju
og síðustu umræðu á Alþingi eftir
að frávísunartillaga stjórnarand-
stæðinga hafði verið felld með 36
atkvæðum stjórnarliða gegn 24 at-
kvæðum stjórnarandstöðunnar.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
greiddu einnig atkvæði gegn því að
frumvarpinu yrði vísað til 3. umræðu
en það var samþykkt með 35 at-
kvæðum gegn 23.
Stjórnarandstæðingar gagnrýndu
frumvarpið í atkvæðaskýringum.
Rannveig Guðmundsdóttir, Alþýðu-
flokki, sagði að þótt frumvarpið
hefði gerbreyst í meðförum félags-
málanefndar Alþingis, þannig að það
væri nú stefnu- og markmiðsiaust
plagg, þá höfnuðu þingmenn Al-
þýðuflokksins lagasetningunni og
þeirri íhlutun í innri málefni stéttar-
félaga sem í henni fælist.
Svanfríður Jónasdóttir, Þjóðvaka,
sagði að ríkisstjómarflokkarnir
myndu valda miklu uppnámi í öllum
samskiptum aðila á vinnumarkaði
því þeir hunsuðu vilja verkalýðs-
hreyfingarinnar og daufheyrðust við
aðvörunum stjórnarandstöðunnar en
styddu sjónarmið atvinnurekenda.
Bryndís Hlöðversdóttir, Alþýðu-
bandalagi, sagði að ef frumvarpið
yrði samþykkt væru það söguleg tíð-
indi því þá yrði í fyrsta sinn tekið
það skref að setja lög um samskipti
aðila vinnumarkaðarins í fullkominni
andstöðu við gervalla verkalýðs-
hreyfinguna í landinu.
Guðný Guðbjörnsdóttir, Kvenna-
lista, sagði að þótt frumvarpinu
hefði verið breytt vægi það enn að
rétti vinnandi fólks. Það væri kald-
hæðnislegt að lýðræðislega kjörinn
meirihluti á Alþingi vægi að lýðræð-
islegum rétti þegnanna til að ráða
sjálfir umboði samningamanna
sinna og fyrirkomulagi á kjara-
samningum.
Páll Pétursson, félagsmálaráð-
herra, vísaði því á bug að óeðlilega
hefði verið staðið að samningu frum-
varpsins. Meðferð málsins hefði ver-
ið með eðlilegum hætti og reynt að
taka tillit til efnislegra athugasemda
og um væri að ræða skynsamlegar
endurbætur á lögum um stéttarfélög
og vinnudeilur.
Guðni sat hjá
í atkvæðagreiðslu um einstakar
frumvarpsgreinar greiddu þingmenn
stjórnarflokkanna yfirleitt atkvæði
með en stjórnarandstæðingar á móti,
utan Kristinn H. Gunnarsson Al-
þýðubandalagi, sem sat alltaf hjá.
Stjórnarandstæðingar sátu síðan hjá
í atkvæðagreiðslum um breytingart-
illögur stjórnarmeirihlutans við
frumvarpið.
Guðni Ágústsson, Framsóknar-
flokki, sat hjá þegar greidd voru
atkvæði um breytingartillögur um
svonefnda þröskulda, eða lágmarks-
þátttöku, í atkvæðagreiðslum um
kjarasamninga. Guðni sagðist hefðu
kosið aðra málsmeðferð en hann
teldi að frumvarpið hefði tekið mikl-
um breytingum í þinginu, sem allar
væru tii bóta. Ekkert væri jafn mikil-
vægt og gott samstarf ríkisstjórnar
og verkalýðshreyfingar og því bæri
báðum aðilum að jafna þann ágrein-
ing sem uppi væri og hann tryði því
að sá vilji yrði fyrir hendi.
Þá sat ísólfur Gylfi Pálmason,
Framsóknarflokki, hjá í atkvæða-
greiðslu um ákvæði um sameigin-
lega atkvæðagreiðslu allra verka-
lýðsfélaga sem standa að vinnu-
staðasamningum.
Guðmundur
mætti ekki
Sighvatur Björgvinsson Alþýðu-
flokki vakti athygli á að eini fulltrú-
inn á þingi Alþýðusambands Íslands,
sem jafnframt ætti atkvæðisrétt á
Alþingi, hefði ekki séð ástæðu til
að nota atkvæðisrétt sinn. Þar átti
Sighvatur við Guðmund Hallvarð-
son, Sjálfstæðisflokki, sem var íjar-
staddur, en hann gagnrýndi frum-
varpið þegar fyrsta umræða fór fram
um það á Alþingi.
80 ára afmælishátíð
Alþýðusambands Islands
ALÞÝÐUSAMBAND íslands mun
minnast 80 ára afmælis sam-
bandsins með afmælishátíð í Há-
skólabíói laugardaginn 25. maí
nk. kl. 13.30. Hátíðin er haldin í
beinu framhaldi af ASÍ-þinginu
sem staðið hefur yrir þessa viku
í Kópavogi, en lýkur á föstudags-
kvöld. ASÍ var stofnað 12. mars
árið 1916 og var Ottó N. Þorláks-
son fyrsti forseti þess, en nú eru
203 félög og deildir í 7 landssam-
böndum innan vébanda sam-
bandsins með um 67 þúsund fé-
lagsmenn.
Á afmælishátíðinni í Háskóla-
bíói verður fjölbreytt afmælisdag-
skrá. Nýkjörinn forseti ASÍ, Grét-
ar Þorsteinsson, ávarpar samko-
muna en stjórnandi og kynnir
verður Flosi Ólafsson. Meðal
þeirra sem fram koma eru Lúðra-
sveit verkalýðsins, Inga Backman
óperusöngkona og Ólafur Vignir
Albertsson píanóleikari, tvö ung
danspör úr Dansskóla Jóns Péturs
og Köru, Reynir Jónasson harm-
oníkuleikari, KK og suðræn sving-
sveit úr Tónlistarskóla Garðabæj-
ar undir stjórn Reynis Sigurðsson-
ar. Þá munu Spaugstofufélagar
eiga orð við afmælisgesti og loks
syngur Kvennakór Reykjavíkur.
Heiðursgestur samkomunnar
verður forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir._ Félagar í aðild-
arfélögum ASÍ og velunnarar
verkalýðshreyfingarinnar eru vel-
komnir á afmælishátíðina. Að-
gangur er ókeypis.
Sex landsambönd innan ASÍ
standa að hátíðinni með sámband-
inu, en þau eru Landssamband
íslenzkra verzlunarmanna, Sam-
iðn — samband iðnfélaga, Sjó-
mannasamband íslands, Verka-
mannasamband íslands og Þjón-
ustusamband Islands.