Morgunblaðið - 24.05.1996, Side 11

Morgunblaðið - 24.05.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ1996 11 FRÉTTIR Metin verða áhrif vatnstöku, orkuframleiðslu, byggðar og röskunar umhverfis við Elliðaár RÁÐIST verður í vistfræði- lega úttekt á vatnasvæði Elliðaánna, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því í september sl. og verða metin áhrif vatnstöku, orkuframleiðslu, aukinnar byggðar og annarrar rösk- unar umhverfis. Á þessu ári mun Líffræðistofnun Háskóla íslands rannsaka botndýralíf í ánum og er sú rannsókn þegar hafin. Þá er haf- in vinna Orkustofnunar við saman- tekt vatnafræðilegra gagna. Síðar á árinu ræðst Veiðimálastofnun í at- huganir á röskun búsvæða í ánum og jafnframt verða mengandi efni í vatninu mæld. Ekki hefur verið tek- in ákvörðun um hver sinnir því verk- efni. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi í gær sem embætti borgar- verkfræðings og Rafmagnsveita Reykjavíkur boðuðu til í gær, til að gera grein fyrir framkvæmdum við Elliðaár, framkvæmdum undanfarið til að vernda árnar og komandi rann- sóknum. Á fundinum voru fulltrúar þessara aðila, sem og frá Veiðimála- stofnun og Stangveiðifélagi Reykja- víkur, en félagið er leigutaki ánna. Á fundinum kom fram að á þessu ári eru ætlaðar 4,5 milljónir til rann- sókna í Elliðaám. Rannsóknirnar taka hins vegar langan tíma og er viðbúið að ýmsar frekari spurningar vakni á meðan á þeim stendur, svo reikna má með að nokkur ár líði þar til niðurstöður liggja fyrir. Ekki hægt að útrýma kýlaveikinni Þessar rannsóknir eru þó alls ekki þær fyrstu sem ráðist er í við Elliða- ár. Undanfarin átta ár hefur Raf- magnsveitan t.d. kostað rannsóknir sem hafa það að markmiði að fylgj- ast með sem flestum stigum í lífs- ferli laxins í ánum. Á fundinum var sérstaklega fjallað um kýlaveikina sem greindist í laxi í ánum síðastlið- ið sumar og kom fram að smit hefði að öllum líkindum borist til landsins með flökkufiski, en kýlaveikin er landlæg í öllum öðrum löndum Evr- ópu og Norður-Ameríku. í greinar- gerð Veiðimálastofnunar, sem lögð var fram á fundinum, segir að þó svo að kýlapestin sé vágestur sé ekki þar með sagt að sjúkdómurinn þurfí að hafa afgerandi áhrif á laxafram- leiðslu. „Reynsla erlendis frá sýnir, að laxastofnarnir mynda ákveðið Morgunblaðið/Jón Svavarsson GUÐNI Guðbergsson, fiskifræðingur og Þórólfur Antonsson, líffræðingur, fönguðu í gær villt laxa- seiði, sem nú ganga niður Elliðaárnar. Laxaseiðin voru merkt með örmerkingum, sem nýtast m.a. til að sjá endurheimtuhlutfall seiðanna. Enn aukín áhersla á vemd Elliðaánna íslendingar verða að líkindum að sætta sig við að kýlaveiki í laxi hefur numið land hér. Hins vegar er lögð mikil áhersla á að vemda Elliðaámar og fjöldi rannsókna fyrirhugað- ur, eins og Ragnhildi Sverrisdóttur var kynnt á blaðamannafundi í gær. ónæmi fýrir bakteríunni, en stöku hitasumrum með litlu vatnsrennsli." sinnum getur veikin blóssað upp við í kjölfar veikinnar var sett upp ákveðnar ytri aðstæður, svo sem í sóttvarnaáætlun í Elliðaám, lokað fyrir göngur fisks upp í Elliðavatn, öll veiðitæki sótthreinsuð eftir notk- un, bann lagt við seiðasleppingum og ákveðið að farga hoplaxi nú í vor. Veiðimálastofnun segir þó að þrátt fyrir að allt sé gert til að hefta útbreiðslu kýlaveikinnar megi telja líklegt að íslendingar verði að sætta sig við hana. Ekki sé hægt að uppr- æta hana með vissu. Skólpið hverfur Ræsi í Elliðaárdalnum voru einnig rædd á fundinum og bent á, að nánd skólpútrásar við Elliðaárósa hefði verið gagnrýnd. Til að bæta úr því yrði byggður fyrri áfangi skólpdælu- stöðvar við Sævarhöfða og þrýsti- lagnar að Gelgjutanga fyrir tuttugu milljónir króna. Á næsta ári væri svo fyrirhugað að leggja af skólpútrásina og er það liður í því að hreinsa strend- ur borgarinnar af skólpmengun. Þá kom fram að einnig þyrfti að huga að regnvatnslögnum í Elliða- árdalnum, en um þrjátíu slíkar lagn- ir liggja út í árnar. Þessar lagnir eru aðskildar skólplögnunum og taka við regnvatni um niðurföll á götum og bílaplönum. Regnvatnið gerir engan usla í ánum, en hins vegar hafa menn áhyggjur af þeim möguleika áð mengun berist í árnar um þessar lagnir, til dæmis ef almenningur gætir ekki að sér og hellir t.d. olíu eða öðrum spilliefnum í niðurföllin. Því kemur til greina að fjarlægja regnvatnslagnirnar. Það gæti haft í för með sér lítillegan samdrátt í vatnsmagni ánna, en sá kostur er þó talinn betri en að sífellt vofi yfir hætta á mengunarslysi. Þá væri hugsanlegt að setja olíugildrur og sandsíur við regnvatnslagnirnar, til að draga úr þessari hættu. Síðastliðin 70 ár hefur meðalveiði í Elliðaám verið 1.256 laxar á ári, en undanfarin fimm ár hefur meðal- veiðin verið 1.241 lax á ári. Þar sem sveiflur eru miklar á milli ára þykja meðaltalstölurnar síðustu fimm árin ekki gefa tilefni til að óttast minnk- andi veiði, að því er kemur fram í greinargerð Rafmagnsveitu Reykja- víkur um Elliðaárdalinn. Engin röskun við brúarframkvæmdir Framkvæmdir við brúarsmíði yfir Elliðaár voru kynntar og sérstök áhersla lögð á að verktaka hefði verið skylt að raska ánum ekki við bygginguna. Þannig hefði verið tek- ið skýrt fram hversu nálægt ánni mætti vinna og að engar stoðir eða vinnupallar mættu ná út í árvatnið. Þetta hefði tekist mjög vel. Brúargólfið verður steypt um miðjan júní og verður brúin opnuð fyrir umferð þann 1. september. Állri vinnu við hana lýkur hins veg- ar 1. október og verður umhverfi hennar, þ. á m. göngustígar undir henni, fullfrágengið. Þess má geta, svo lesendur átti sig á þessari miklu framkvæmd, að í brúna fara 950 rúmmetrar af steypu. Þá eru notuð um 150 tonn af stáli, sem myndi nægja til að smíða 150 fólksbíla. < Morgunblaðið/Halldór Færeyingar færa Flateyringum gjöf INGEBORG Vinther, formaður Föroya Arbeiðarafélag, kvaddi sér hljóðs á þingi ASÍ á miðvikudag og afhenti Verkalýðsfélaginu Skildi á Flateyri söfnunarfé frá færeysku verkalýðshreyfingunni vegna snjó- flóðanna á Flateyri. Vottaði hún aðstandendum þeirra sem misstu ástvini sína samúð og kvaðst vona að söfnunarféð kæmi að góðum notum. Ágústa Guð- mundsdóttir, ritari Skjaldar, þakkaði hlýhug Færeyinga í garð íslendinga. Sagði hún að söfnunarféð yrði notað til kaupa á íbúð í Reykjavík fyrir þá félaga sem þurfa að sækja þjón- ustu s.s. heilbrigðisþjónustu, til höfuðborgarinnar og þyrftu oft að dvelja þar langdvölum. Með íbúðar- kaupunum vill félagið heiðra minn- ingu Sigurðar Þorsteinssonar, fyrr- verandi formanns Skjaldar, sem fórst í hamförunum, en þessi íbúðar- kaup voru gamall draumur hans. Fegurðar- dís valin í kvöld FEGURÐ ARDROTTNIN G ís- lands verður valin á Hótel ís- landi í kvöld. Það verður til- kynnt á miðnætti hver hreppir titilinn, en 21 stúlka hvaðanæva af landinu tekur þátt í keppn- inni. Vegleg verðlaun eru í boði, m.a. ný Peugeot bifreið frá Jöfri til afnota í heilt ár. Framleiðsla rafmagns á Nesjavöllum Myndi leiða til lægra orkuverðs BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu að samkomulagi Reykjavíkur- borgar og Landsvirkjunar um að stefnt skuli að framleiðslu raforku á Nesjavöllum. Hafa borgaryfirvöld lýst áhuga á að taka við mark- aði á orkusvæði Rafmagnsveitu Reykjavfkur, sem Nesjavallavirkjun gæti annað. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að samn- ingurinn hafi enga eða takmarkaða þýðingu fyrir almennan neyt- enda í Reykjavík fyrstu árin. Að söggi borgarstjóra hefur verið talið líklegt að hægt væri að fram- leiða kílóvattstundina á Nesjavöll- um fyrir 1-1,50 krónur en Raf- magnsveita Reykjavíkur kaupir kílóvattstundina á 3 krónur frá Landsvirkjun. Ingibjörg Sólrún sagði að í samkomulagi borgaryfír- valda og Landsvirkjunar væri gert ráð fyrir að Landsvirkjun héldi markaði Rafmagnsveitunnar, eða um 660 gígavattstunda sölu á ári. „Rafmagnsveita Reykjavíkur mun taka við allri viðbótar orku- þörf sem myndast á þessum mark- aði á komandi árum með orku frá Nesjavöllum," sagði hún. „Raforku- kostnaður mun þá væntanlega lækka smátt og smátt að meðaltali eftir þvi sem raforka frá Nesjavöll- um kemur inn á markaðinn.“ Samkeppni hugsanleg Borgarstjóri sagði tímamót að Reykjavíkurborg skuli geta farið að virkja fyrir eigin markað. Hita- veitu Suðurnesja hafi á sínum tíma verið heimilað að selja raforku inn á markaðinn þar. „Það er talið að sú ráðstöfun hafi skaðað Lands- virkjun vegna þess að veitan tók markað á Suðurnesjum en hér er ekki um það að ræða,“ sagði Ingi- björg Sólrún. „Eins og er, er ekki um samkeppni að ræða en það gæti gerst í framtíðinni." Ingibjörg benti á að árið 1991 hafi verið sett inn ákvæði í raforku- lögin um að ráðherra væri heimilt að veita Hitaveitu Reykjavíkur heim- ild til að reisa og reka virkjun til raforkuframleiðslu á Nesjavöllum enda lægi fyrir samningur um rekst- ur hvors áfanga virkjunarinnar fyrir sig sem hluta af raforkukerfí lands- ins. Með nýja samningnum væri komin ákveðin málamiðlun milli borgarinnar og Landsvirkjunar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.