Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Búinn með síldarkvótann HUGINN VE kom með síld til Eyja á þriðjudag og landaði í bræðslu hjá Vinnslustöðinni. Hug- inn á eftir um 200 tonn af kvóta sínum og fer því ekki aftur til síld- veiða nema að viðbótarkvóta verði úthlutað. Hann er fyrsti Eyjabátur- inn til að ljúka veiðum á þeim kvóta, sem úthlutað var í upphafi síldarvertíðarinnar. Nótaveiðiskip höfðu á hádegi í gær landað um 84 þúsund tonnum af síld það sem af er vertíðinni og þar með eiga nótaveiðiskipin eftir að veiða um 98 þúsund tonn af þeim 182 þús. tonnum, sem var úthlutað á þau. Komi eitthvert þeirra ekki til með að nýta kvótann þegar á líður vertíðina, verður end- urúthlutað á þau skip, sem nýtt hafa sínar aflaheimildir. Bræðslu lokið á 94 þúsund tonnum Það, sem af er vertíðinni, hefur verið tekið á móti um 94 þús. tonn- um af síld til bræðslu hér á landi, en alls eru móttökustöðvar fímmtán talsins. Þar af nemur sá síldarafli, sem færeysk skip hafa komið með að landi, um 10.600 tonnum. Mest magn hefur verið brætt hjá Hrað- frystistöð Eskifjarðar, alls 14.630 tonnum. Næst kemur SR-mjöl á Seyðisfirði með 10.250 tonn og í þriðja sæti er Síldarvinnslan hf. á Neskaupstað með um 8.600 tonn. Til SR-mjöls á Raufarhöfn og Hrað- frystistöðvar Þórshafnar hafa borist tæplega átta þús. tonn og hjá SR- mjöli á Siglufirði og hjá Loðnu- vinnslunni á Fáskrúðsfirði hafa ver- ið brædd tæplega sjö þúsund tonn. Aðrar móttökustöðvar eru með minna. Markaðshorfur góðar fyrir rækju MINNSTA rækjan hefur lækkað um allt að 27% frá því í septem- ber sl. og sú stærri um allt að 12%. Horfur eru á að verðið fari upp á við á ný úr þessu. Botninum náð í rækjuverði „RÆKJUVERÐ er ekki að hækka einhver reiðinnar býsn, heldur ger- um við okkur vonir um að botninum sé nú náð, í það minnsta í stærri stærðunum, sem hefur vantað. Við erum óöruggari með minni rækj- una. Verð á henni á ef til vill eftir að lækka eitthvað meira,“ segir Pétur Bjarnason, formaður Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda, aðspurður um markaðshorfur á rækju. Pétur segir að sé litið til undan- genginna ára, hafi þróunin verið sú að verð á milli stærðarflokka hafí verið að þjappast mjög verulega saman, en núna sé farið að teygj- ast úr því á ný þannig að verðbilið sé nánast orðið eins og áður. „Þró- unin hefur verið þannig að verð á rækju hefur verið að lækka allar götur frá árinu 1987, náði lágmarki i apríl 1994, en hækkaði síðan fram til september 1995. Þá fór það að dala aftur, en það hefur dalað mjög mismunandi eftir stærðarflokkum. Minnsta rækjan hefur lækkað um allt að 27% og sú stærri um 12% frá septembermánuði í fyrra. Sam- kvæmt því sem ég heyri frá mark- aðsmönnum, vænti ég þess að botn- inum sé náð.“ Tvöföldun framleiðslu á fimm árum Pétur telur markaðshorfur fyrir rækju góðar. Hún sé nú byijuð að seljast aftur og eitthvað sé farið að ganga á birgðir þó ómögulegt sé að segja til um hversu miklar birgðir séu til í landinu. „Þær eru kannski meiri nú en þær hafa oft- ast verið. Hins vegar eru þær hlut- fallslega ekkert meiri því fram- leiðslan er mun meiri en áður fyrr. Við erum að framleiða núna 22 þúsund tonn á ári sem þýðir tvöföld- un í framleiðslu á undanförnum fjórum til fimm árum þegar hún var aðeins um 12 þúsund tonn.“ Þrátt fyrir þessa miklu fram- leiðsluaukningu telur Pétur ekkert offramboð vera á markaðnum. „Ég held reyndar að útlitið sé ekkert slæmt. Það er ekkert sem bendir til annars en að það sé sæmiiegt jafnvægi á milli framboðs og eftir- spurnar.“ Langstærsti rækjumarkaður ís- lendinga er í Bretlandi, en þangað fer um helmingurinn af pillaðri rækju frá Islandi. Þegar allt er tal- ið, eru það um 140 skip sem stunda rækjuveiði einhvem hluta ársins. Rækja veiðist nú árið um kring og að sögn Péturs er engin sérstakur toppur í veiðunum. Góðar gæftir hafí verið í vetur og á hann ekki von á neitt betri rækjuveiði í sumar en þá. Aftur á móti hafi nú gengið mjög á kvótann þannig að menn hafa ekki úr að spila nema fjögur til fimm þúsund tonnum á mánuði í það heila. Tillögur Hafró kynntar í dag HAFRANNSÓKNASTOFNUN mun í dag kynna tillögur sinar fyr- ir næsta fiskveiðiár. Fyrri hluta dags munu forsvarsmenn stofnun- arinnar og fiskifræðingar kynna sjávarútvegsráðherra tillögurnar svo og hagsmunaaðilum og samtök- um. Klukkan 15.00 í dag verður síðan haldinn blaðamannafundur hjá stofnuninni þar sem að tillögur fiskifræðinga fyrir komandi kvóta- ár verða kynntar fyrir fjölmiðla- fólki. Peres heldur forskoti sínu Jerúsalem. Reuter. SHIMON Peres, forsætisráðherra ísraels og leiðtogi Verkamanna- flokksins, hefur áfram forskot á andstæðing sinn Benjamin Netanya- hu, leiðtoga Likud-bandalagsins, í nýjum skoðanakönnunum. Kosið verður í ísrael á miðvikudag í næstu viku. Netanyahu hafði lýst því yfir i blaðaviðtali fyrr í vikunni að hann hefði náð forskoti á Peres, sam- kvæmt könnun er flokkur hans hefði látið gera. Nýjustu kannanir benda hins vegar til að Peres hafi fjögurra til sjö prósenta forskot. Samkvæmt könnun er birt var í blaðinu Yedioth Ahronot hefur Peres 50,3% fylgi en Netanyahu 45,8%. í Gallup-könnum, sem gerð var fyrir blaðið Maarív er fylgi Peresar 47% en fylgi Netanyahus 40%. Báðir hafa flokksleiðtogarnir lagt mesta áherslu á öryggismál í kosn- ingabaráttunni og er sautján daga herferð Israela í Suður-Líbanon í síðasta mánuði talin hafa verið til- raun af hálfu Peresar til að sýna óöruggum kjósendum fram á að hann hikaði ekki við að sýna hörku. Á sunnudag hittast þeir Peres og Netanyahu í sjónvarpskappræðum, sem taldar eru eiga eftir að hafa mikil áhrif á úrslit kosninganna. í viðtali við Yedioth Ahronot seg- ist Netanyahu ætla að beita ser fyr- ir því að efla friðartilraunir ísraela og araba, nái hann kjöri sem forsæt- isráðherra og vilji hann endurvekja Madrid-ráðstefnuna. Á Madrid-ráðstefnunni árið 1991, sem Bandaríkjamenn og Rússar áttu aðild að, hófust friðarviðræður ísra- ela við Sýrlendinga. Þær hafa til þessa strandað á þeirri kröfu Sýr- lendinga að ísraelar skili Gólan-hæð- um, sem þeir hernumu í sexdaga- stríðinu árið 1967. Þeirri kröfu hafn- ar Netanyahu. Peres sagðist í viðtali við sama dagblað vera reiðubúinn að taka upp beinar samningaviðræður við Sýr- lendinga á þeim hraða sem Sýrlend- ingar kjósa. „Ef þeir eru reiðubúnir að flýta viðræðum munum við gera slíkt hið sama. Vilji þeir draga lapp- irnar, gerum við það sömuleiðis." LEIÐTOGI stjórnarandstöðunnar í Burma, Aung San Suu Kyi, umkringd stuðningsmönnum sínum á blaðamannafundi í Rango- on í gær. Tæplega 200 hand- teknir í Burma Rangoon. Reuter. AUNG San Suu Kyi, friðarverðlauna- hafi Nóbels, sagði í gær að flokkur sinn, Þjóðarhreyfing lýðræðisins (NLD) myndi halda landsfund sinn um helgina, þrátt fyrir að stjórnvöld hefðu látið handtaka tæplega 200 flokksmenn. Stjórnin segir að nauð- synlegt hafi verið að kalla fólkið til yfirheyrslu til að koma í veg fyrir blóðug átök, svipuð þeim sem urðu árið 1988 og kostuðu hundruð manna lífið auk þess sem þúsundir voru handteknar... Suu Kyi sagði í gær að alls væru 191 meðlimir og stuðningsmenn NLD í haldi. „Við teljum að fólkið hafi fyrst og fremst verið handtekið vegna þess að stjórnvöld vilja ekki að lands- fundur flokksins 26. maí takist vel.“ Bandarísk, áströlsk, japönsk, bresk og tælensk yfirvöld hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna aðgerðanna gegn flokksmönnum NLD en tals- maður stjórnarinnar svaraði því til í gær að fólkið væri í haldi vegna yfír- heyrslna en að það hefði ekki verið handtekið. Suu Kyi kvaðst ekki vita hvar fólk- ið væri í haldi _og hvort að það hefði verið ákært. Útilokaði hún ekki að hún yrði handtekin en hún var látin laus úr stofufangelsi í fyrra sem hún hafði setið í í sex ár. Þá ítrekaði hún þá áskorun sína til Vesturlanda að fjárfesta ekki í Burma, fyrr en umbæt- ur hefðu orðið í mannréttindamálum. Minnkandi áhugi Finna á NATO Ilclsinki. Morguublaðið. ÁHUGI Finna á aðild að Atlants- hafsbandalaginu (NATO) virðist fara minnkandi þrátt fyrir vaxandi umræðu i þá veru. í könnun sem tímaritið Suomen Kuvalehti birti í gær kemur í ljós að aðeins rúmur fimmtungur, 22%, Finna eru hlynntir því að landið gerist aðili að NATÓ. Hins vegar kváðust 59% þeirra sem þátt tóku vera andvígir aðild. í næstu viku hefjast viðræður finnskra ráðamanna og fulltrúa Atl- antshafsbandalagsins í Brussel. Þar eru ekki á ferðinni aðildarviðræður heldur hafa Finnar óskað eftir því að fá að hefja formleg samskipti við NATO vegna áforma um stækkun þess til austurs. Fyrr í vikunni birtist í Bandaríkj- unum greinargerð um öryggismál Finnlands. í henni kemur fram það mat að eðlilegt væri af Finnum að ganga til liðs við NATO þar eð þar væri um að ræða rökrétt framhald þeirrar stefnu sem mörkuð var með inngöngu í Evrópusambandið og endalokum hins sérstaka vináttu- bandalags Finna og Sovétríkjanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.