Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LISTIR
Rússnesku forsetakosningamar
Zjúganov í
vanda staddur
Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph.
FYRIR tveimur mánuðum virtist
fátt geta komið í veg fyrir sigur
Gennadís Zjúganovs, leiðtoga rúss-
neskra kommúnista, í forsetakosn-
ingunum. Nú þegar þrjár vikur eru
til kosninganna bendir hins vegar
hver könnunin á fætur annarri til
þess að Borís Jeltsín forseti muni
fara með sigur af hólmi.
Vissulega má enn telja líklegt að
Zjúganov vinni fyrri umferð kosn-
inganna. Samkvæmt nýrri könnun
fengi hann þá 42% en Jeltsín 27%.
í síðari uniferðinni myndi Jeltsín
hins vegar sópa til sín atkvæðum
allra þeirra er ekki vilja að kommún-
istar nái völdum á ný. Zjúganov virð-
ist á móti ekki takast að ná til kjós-
enda utan hins hefðbundna fylgis-
hóps kommúnista.
Skoðanakannanir eru vissulega
ekki mjög nákvæm vísindi í Rúss-
landi en augljóst er hvert stefnir:
Þegjandi
blá þota
BANDAKÍSKI flugherinn
kynnti í gær Tacit Blue-flugvél-
ina, Þegjandi blá, í fyrsta sinn,
við safn flughersins í Dayton í
Ohio-ríki. Hún hefur skilað
miklum árangri við þróun og
smiði torséðra flugvéla.
Jeltsín er í sókn og Zjúganov stend-
ur í stað.
í vaxandi mæli er nú þrýst á Zjúg-
anov að koma með nýjar áherslur
inn í baráttuna í þeirri von að hleypa
nýju lífí í framboðið. Bent er á að
ekkert nýtt hafi komið fram hjá
honum frá því að kosningabaráttan
hófst á meðan Jeltsín kemur með
ný útspil í hvert skipti sem hann
kemur fram opinberlega.
Kosningabarátta Zjúganovs hefur
einnig verið gagnrýnd fyrir að vera
úr takt við tímann. Hann talar ein-
ungis á fundum kommúnista, vill fá
skriflegar spumingar á fundum,
heldur sig á svæðum þar sem komm-
únistar eiga víst fylgi og fer ekki
mikið út á milli óbreyttra kjósenda.
Þegar hann er beðinn um að stilla
sér upp fyrir myndatöku er hann stíf-
ur og virðist ekki öruggur með sig.
Nýtur þess að
vera við völd
Jeltsín virðist aftur á móti njóta
þess að baða sig í sviðsljósinu og
það kemur honum einnig mjög til
góða að halda um valdataumana í
landinu. Fjölmiðlar í Rússlandi
standa flestir' hveijir með Jeltsín og
er jafnvel talið hugsanlegt að þeir
geri minna úr stuðningi við Zjúg-
anov en ástæða væri tál.
Það virðist samt ljóst að loftið er
farið úr kosningabaráttu Zjúganovs,
að minnsta kosti í bili. Sumir frétta-
skýrendur telja að hann hafi náð
hámarki of snemma og sé nú í þeirri
slæmu stöðu að vera í lægð og vöm
er kosningamar nálgast óðfiuga.
Stuðningsmenn hans hafa bundið
vonir við efnahagsáætlun sem mið-
ast við miðju stjómmálanna. Aftur
og aftur hefur því samt verið frestað
að kynna hana í heild þar sem að
aðstoðarmenn Zjúganovs eru óör-
uggir með viðbrögð við áætluninni.
Það gæti verið hættulegt fyrir hann
að skipta um stefnu i miðri barátt-
unni ekki síst þar sem að hann virð-
ist nær öraggur um að komast áfram
í aðra umferð. Því gæti farið svo
að Zjúganov bíði lokaorrastunnar
fyrir síðari umferðina.
Mannskæð sprenging
* /1» 1 / •
i ijolbýlishusi
Svetogorsk. Reuter.
RÚSSNESK yfirvöld hafa staðfest
að nítján manns hafi farist í spreng-
ingu í fjölbýlishúsi í rússnesku borg-
inni Svetogorsk á miðvikudagsmorg-
un. Nítján manns sluppu lítt eða
ómeiddir en fjórir slösuðust mikið.
Húsið er fimm hæða og hrundi
helmingur þess eins og spilaborg í
sprengingunni, sem varð um kl. 6.30
um morguninn. Var aðkoman sögð
hræðileg, menn sáu í hand- og fót-
leggi fólks í rústunum en ekkert lífs-
mark. Níu hinna látnu voru böm.
í gær var lýst yfir þjóðarsorg í
Rússlandi og sendi Borís Jeltsín
Rússlandsforseti fjölskyldum hinna
látnu samúðarkveðjur.
Ekki er vitað hvað olli sprenging-
unni en embættismenn hafa getið sér
þess til að ástæðan hafi verið of
mikill þrýstingur á gasleiðslur. Bygg-
ingasérfræðingar fullyrða að hús
byggð á sovéttímanum hafi mörg
hver verið svo illa byggð að kenna
megi því um fjölda dauðsfalla í nátt-
úrahamfóram og gassprengingum.
Sumarsýning í
Safni Ásgríms
Jónssonar
OPNUÐ hefur verið sumarsýning
í Safni Ásgríms Jónssonar að
Bergstaðastræti 74 í Reykjavík.
Þar eru til sýnis 25 verk, olíumál-
verk, vatnslitamyndir og teikning-
ar og eru þau nær öll úr lista-
verkagjöf Ásgríms.
í íbúð hans eru myndir við þjóð-
sögur eða með þjóðsagnakenndu
efni, en í vinnustofu eru landslags-
myndir.
Safn Ásgríms Jónssonar verður
opið laugardaginn fyrir hvíta-
sunnu en lokað á hvítasunnudag.
Frá 1. júní verður það opið alla
daga nema mánudaga kl. 13.30-16,
en frá 21. júní verður það einnig
opið á mánudögum þar til sýning-
unni lýkur í lok ágúst.
SIGRÚN Sól í hlutverki sínu.
Sölukona
sveiflast
LEIKUST
Kaf f ilcikhúsi A
ÉG VAR BEÐIN AÐ KOMA
eftir Þorvald Þorsteinsson.
Leikari Sigrún Sól Ólafsdóttir.
Leikstjóri Guðjón Pedersen. Lýsing
og hljóð Jóhannes Pálmi Bjamason.
Miðvikudagur 22. maí.
FJÓRÐI leikarinn í einleildaröð
Kaffileikhússins, Sigrún Sól Ölafs-
dóttir, hefur eitthvað sem ekki allir
leikarar geta státað af. Hún hefur
afar svipbrigða- og tjáningarríkt
andlit, fallega kraftmikla rödd og
sterka nálægð. Þótt hún sé ung leik-
kona og hafi til þess að gera litla
reynslu, virðist hún öragg á sviðinu
og á auðvelt með að fanga athygli
áhorfandans.
Sigrún Sól flutti einleik sem hún,
ásamt leikstjóranum Guðjóni Peder-
sen, hefur unnið upp úr aðskiljanleg-
um textum eftir Þorvald Þorsteinsson
rithöfund og myndlistarmann, sem
hefur getið sér gott orð fyrir fram-
lega og fijósama textasmíði. Textar
Þorvalds era bæði gamlir og nýir,
Qölbreyttir að efni og gerð. Með það
í huga má segja að vel hafi til tekist
við að skapa leikþáttnum heildar-
mynd þrátt fyrir brotakennda bygg-
ingu hans.
Sigrún Sól leikur sölukonu sem
hefur verið beðin að koma í heima-
hús með vaming sinn. í byijun virk-
ar hún sjálfsöryggið uppmálað, fer
nýstárlegar leiðir í sölumennskunni,
en smám saman afhjúpast óöryggi
persónunnar um leið og áhorfandinn
fær innsýn í þær flækjur sem hún
hefur ofið sér í lífínu. Slík flétta gæti
í sjálfu sér sýnst afar hefðbundin
leikflétta en texti Þorvalds er yfir-
leitt með þeim hætti sem áhorfandinn
á síst von á og fellur sjaldnast niður
í kiisjur. Sigrún Sól nýtti sér mögu-
leika textans út í ystu æsar og var
mjög ánægjulegt að sjá hvemig hún
gaf sig alla í túlkunina og notaði
andlitið og líkamann til að gefa texta
sínum aukið vægi. Héma er að sjálf-
sögðu einnig þáttur leikstjórans stór,
en Guðjón Pedersen virðist hafa náð
vel að virkja þá hæfileika sem leik-
konan býr yfir.
Rýmið í Kaffileikhúsinu var vel
nýtt, innkoma Sigrúnar Sólar var
áhrifarík (þótt hún stæði reyndar í
skugga til að byija með) og hin óhjá-
kvæmilega nánd við áhorfendur virt-
ist ekki trafla leikkonuna, nema síð-
ur væri; hún sveifiaði sér leikandi á
milli borða og stóla, líkt og skap
persónu hennar sveiflaðist frá gassa-
gangi og kátínu til tempraðrar ör-
vinglunar.
Sigrún Sól á ekkert nema lof skil-
ið fyrir glæsilega frammistöðu sína
og verður spennandi að fylgjast með
henni í framtíðinni.
Soffía Auður Birgisdóttir
í DAG er loka-
dagur sýning-
ar Arsólar M.
Árnadóttur í
húsakynnum
félagsstarfs
aldraðra í
Gerðubergi.
Ársól sýnir þar
útsaumaðar
myndir og stóla. Á meðal verk-
anna er mynd gerð eftir mynd-
inni „Síðasta kvöldmáltíðin" eft-
SÍÐASTA kvöldmáltiðin.
Saumaði út
Síðustu kvöld-
máltíðina
ir Leonardo da Vinci. Gerð
myndarinnar er búin að taka
fjögur ár að sögn listakonunn-
ar. „Ég hef unnið heilmikla
handavinnu um ævina og á þess-
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ari sýningu eru verk eftir mig
allt frá því ég var 13 ára göm-
ul. Ég hef gefið mikið af mynd-
um til vina og ættingja. Dóttir
mín fær til dæmis dúk með
„endurreisnar“mynstri sem ég
er búin að vera 20 ár að klára
og er á sýningunni,“ sagði Ár-
sól.
Aðsókn að sýningu hennar
er búin að vera góð að hennar
sögn. Hún er opin frá kl. 13-17
ídag.