Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LISTIR Rússnesku forsetakosningamar Zjúganov í vanda staddur Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. FYRIR tveimur mánuðum virtist fátt geta komið í veg fyrir sigur Gennadís Zjúganovs, leiðtoga rúss- neskra kommúnista, í forsetakosn- ingunum. Nú þegar þrjár vikur eru til kosninganna bendir hins vegar hver könnunin á fætur annarri til þess að Borís Jeltsín forseti muni fara með sigur af hólmi. Vissulega má enn telja líklegt að Zjúganov vinni fyrri umferð kosn- inganna. Samkvæmt nýrri könnun fengi hann þá 42% en Jeltsín 27%. í síðari uniferðinni myndi Jeltsín hins vegar sópa til sín atkvæðum allra þeirra er ekki vilja að kommún- istar nái völdum á ný. Zjúganov virð- ist á móti ekki takast að ná til kjós- enda utan hins hefðbundna fylgis- hóps kommúnista. Skoðanakannanir eru vissulega ekki mjög nákvæm vísindi í Rúss- landi en augljóst er hvert stefnir: Þegjandi blá þota BANDAKÍSKI flugherinn kynnti í gær Tacit Blue-flugvél- ina, Þegjandi blá, í fyrsta sinn, við safn flughersins í Dayton í Ohio-ríki. Hún hefur skilað miklum árangri við þróun og smiði torséðra flugvéla. Jeltsín er í sókn og Zjúganov stend- ur í stað. í vaxandi mæli er nú þrýst á Zjúg- anov að koma með nýjar áherslur inn í baráttuna í þeirri von að hleypa nýju lífí í framboðið. Bent er á að ekkert nýtt hafi komið fram hjá honum frá því að kosningabaráttan hófst á meðan Jeltsín kemur með ný útspil í hvert skipti sem hann kemur fram opinberlega. Kosningabarátta Zjúganovs hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að vera úr takt við tímann. Hann talar ein- ungis á fundum kommúnista, vill fá skriflegar spumingar á fundum, heldur sig á svæðum þar sem komm- únistar eiga víst fylgi og fer ekki mikið út á milli óbreyttra kjósenda. Þegar hann er beðinn um að stilla sér upp fyrir myndatöku er hann stíf- ur og virðist ekki öruggur með sig. Nýtur þess að vera við völd Jeltsín virðist aftur á móti njóta þess að baða sig í sviðsljósinu og það kemur honum einnig mjög til góða að halda um valdataumana í landinu. Fjölmiðlar í Rússlandi standa flestir' hveijir með Jeltsín og er jafnvel talið hugsanlegt að þeir geri minna úr stuðningi við Zjúg- anov en ástæða væri tál. Það virðist samt ljóst að loftið er farið úr kosningabaráttu Zjúganovs, að minnsta kosti í bili. Sumir frétta- skýrendur telja að hann hafi náð hámarki of snemma og sé nú í þeirri slæmu stöðu að vera í lægð og vöm er kosningamar nálgast óðfiuga. Stuðningsmenn hans hafa bundið vonir við efnahagsáætlun sem mið- ast við miðju stjómmálanna. Aftur og aftur hefur því samt verið frestað að kynna hana í heild þar sem að aðstoðarmenn Zjúganovs eru óör- uggir með viðbrögð við áætluninni. Það gæti verið hættulegt fyrir hann að skipta um stefnu i miðri barátt- unni ekki síst þar sem að hann virð- ist nær öraggur um að komast áfram í aðra umferð. Því gæti farið svo að Zjúganov bíði lokaorrastunnar fyrir síðari umferðina. Mannskæð sprenging * /1» 1 / • i ijolbýlishusi Svetogorsk. Reuter. RÚSSNESK yfirvöld hafa staðfest að nítján manns hafi farist í spreng- ingu í fjölbýlishúsi í rússnesku borg- inni Svetogorsk á miðvikudagsmorg- un. Nítján manns sluppu lítt eða ómeiddir en fjórir slösuðust mikið. Húsið er fimm hæða og hrundi helmingur þess eins og spilaborg í sprengingunni, sem varð um kl. 6.30 um morguninn. Var aðkoman sögð hræðileg, menn sáu í hand- og fót- leggi fólks í rústunum en ekkert lífs- mark. Níu hinna látnu voru böm. í gær var lýst yfir þjóðarsorg í Rússlandi og sendi Borís Jeltsín Rússlandsforseti fjölskyldum hinna látnu samúðarkveðjur. Ekki er vitað hvað olli sprenging- unni en embættismenn hafa getið sér þess til að ástæðan hafi verið of mikill þrýstingur á gasleiðslur. Bygg- ingasérfræðingar fullyrða að hús byggð á sovéttímanum hafi mörg hver verið svo illa byggð að kenna megi því um fjölda dauðsfalla í nátt- úrahamfóram og gassprengingum. Sumarsýning í Safni Ásgríms Jónssonar OPNUÐ hefur verið sumarsýning í Safni Ásgríms Jónssonar að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík. Þar eru til sýnis 25 verk, olíumál- verk, vatnslitamyndir og teikning- ar og eru þau nær öll úr lista- verkagjöf Ásgríms. í íbúð hans eru myndir við þjóð- sögur eða með þjóðsagnakenndu efni, en í vinnustofu eru landslags- myndir. Safn Ásgríms Jónssonar verður opið laugardaginn fyrir hvíta- sunnu en lokað á hvítasunnudag. Frá 1. júní verður það opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16, en frá 21. júní verður það einnig opið á mánudögum þar til sýning- unni lýkur í lok ágúst. SIGRÚN Sól í hlutverki sínu. Sölukona sveiflast LEIKUST Kaf f ilcikhúsi A ÉG VAR BEÐIN AÐ KOMA eftir Þorvald Þorsteinsson. Leikari Sigrún Sól Ólafsdóttir. Leikstjóri Guðjón Pedersen. Lýsing og hljóð Jóhannes Pálmi Bjamason. Miðvikudagur 22. maí. FJÓRÐI leikarinn í einleildaröð Kaffileikhússins, Sigrún Sól Ölafs- dóttir, hefur eitthvað sem ekki allir leikarar geta státað af. Hún hefur afar svipbrigða- og tjáningarríkt andlit, fallega kraftmikla rödd og sterka nálægð. Þótt hún sé ung leik- kona og hafi til þess að gera litla reynslu, virðist hún öragg á sviðinu og á auðvelt með að fanga athygli áhorfandans. Sigrún Sól flutti einleik sem hún, ásamt leikstjóranum Guðjóni Peder- sen, hefur unnið upp úr aðskiljanleg- um textum eftir Þorvald Þorsteinsson rithöfund og myndlistarmann, sem hefur getið sér gott orð fyrir fram- lega og fijósama textasmíði. Textar Þorvalds era bæði gamlir og nýir, Qölbreyttir að efni og gerð. Með það í huga má segja að vel hafi til tekist við að skapa leikþáttnum heildar- mynd þrátt fyrir brotakennda bygg- ingu hans. Sigrún Sól leikur sölukonu sem hefur verið beðin að koma í heima- hús með vaming sinn. í byijun virk- ar hún sjálfsöryggið uppmálað, fer nýstárlegar leiðir í sölumennskunni, en smám saman afhjúpast óöryggi persónunnar um leið og áhorfandinn fær innsýn í þær flækjur sem hún hefur ofið sér í lífínu. Slík flétta gæti í sjálfu sér sýnst afar hefðbundin leikflétta en texti Þorvalds er yfir- leitt með þeim hætti sem áhorfandinn á síst von á og fellur sjaldnast niður í kiisjur. Sigrún Sól nýtti sér mögu- leika textans út í ystu æsar og var mjög ánægjulegt að sjá hvemig hún gaf sig alla í túlkunina og notaði andlitið og líkamann til að gefa texta sínum aukið vægi. Héma er að sjálf- sögðu einnig þáttur leikstjórans stór, en Guðjón Pedersen virðist hafa náð vel að virkja þá hæfileika sem leik- konan býr yfir. Rýmið í Kaffileikhúsinu var vel nýtt, innkoma Sigrúnar Sólar var áhrifarík (þótt hún stæði reyndar í skugga til að byija með) og hin óhjá- kvæmilega nánd við áhorfendur virt- ist ekki trafla leikkonuna, nema síð- ur væri; hún sveifiaði sér leikandi á milli borða og stóla, líkt og skap persónu hennar sveiflaðist frá gassa- gangi og kátínu til tempraðrar ör- vinglunar. Sigrún Sól á ekkert nema lof skil- ið fyrir glæsilega frammistöðu sína og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Soffía Auður Birgisdóttir í DAG er loka- dagur sýning- ar Arsólar M. Árnadóttur í húsakynnum félagsstarfs aldraðra í Gerðubergi. Ársól sýnir þar útsaumaðar myndir og stóla. Á meðal verk- anna er mynd gerð eftir mynd- inni „Síðasta kvöldmáltíðin" eft- SÍÐASTA kvöldmáltiðin. Saumaði út Síðustu kvöld- máltíðina ir Leonardo da Vinci. Gerð myndarinnar er búin að taka fjögur ár að sögn listakonunn- ar. „Ég hef unnið heilmikla handavinnu um ævina og á þess- Morgunblaðið/Jón Svavarsson ari sýningu eru verk eftir mig allt frá því ég var 13 ára göm- ul. Ég hef gefið mikið af mynd- um til vina og ættingja. Dóttir mín fær til dæmis dúk með „endurreisnar“mynstri sem ég er búin að vera 20 ár að klára og er á sýningunni,“ sagði Ár- sól. Aðsókn að sýningu hennar er búin að vera góð að hennar sögn. Hún er opin frá kl. 13-17 ídag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.