Morgunblaðið - 24.05.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ1996 25
Styrkir Hagþenkis
Sautján fá
2,3 milljónir
LOKIÐ er veitingu starfsstyrkja
og fyrri úthlutun þóknana og ferða-
og menntunarstyrkja sem Hag-
þankir - félag höfunda fræðirita
og kennslugagna úthlutar í ár.
Starfsstyrkir til ritstarfa voru
veittir 17 höfundum, samtals
2.300.000 kr.
Tveir styrkir voru veittir til gerð-
ar fræðslu- og heimildamynda,
annars vegar 250 þús. kr. og hins
vegar 100 þús. kr.
Þá hefur félagið greitt 26 höf-
undum þóknun vegna ljósritunar
úr verkum þeirra í skólum. Hámark
árlegrar þóknunar er 25 þús. kr.
Þá hafa 13 höfundar fengið
ferða- og menntunarstyrki.
-----♦ ♦ ♦-----
Dúkavor í
Stöðlakoti
SÝNING á damaskdúkum frá Ge-
org Jensen Damask verður opnuð
í Stöðlakoti á laugardag kl. 14.
Georg Jensen Damask er danskt
vefnaðarfyrirtæki sem byggir á 500
ára vefnaðarhefð. Þar hefur dam-
ask verið ofið í um 130 ár. Fyrir-
tækið hlaut á síðastliðnu ári ID-
verðlaunin fyrir hönnun og nýjung-
ar, jafnframt því að halda tryggð
við gamlar framleiðsluhefðir.
Sýningin verður opin hvíta-
sunnuhelgina 25.-27. maí frá kl.
14-18.
-----♦ ♦ ♦-----
Pétur Gautur
sýnir í ÁTVR
PÉTUR Gautur myndlistarmaður
sýnir ný málverk í anddyri ÁTVR
í Kringlunni. Sýningin stendur út
júnímánuð.
Einnig sýnir Pétur Gautur í
Galleri Stylvig, Gamle Kongevej
164 í Kaupmannahöfn og stendur
sú sýning til 14. júní. Allir íslend-
ingar á ferð um Kaupmannahöfn
eru boðnir velkomnir. Galleríið er
opið mánudaga til fimmtudaga
9-16 og föstudögum fyrir hádegi.
LISTIR
Sextán ára piltur held-
ur málverkasýningri
SÝNING á málverkum eftir Eng-
ilbert Vigni Tangolamos verður
opnuð í Heklumiðstöðinni í Brú-
arlundi í Landsveit í dag föstu-
dag. Á sýningunni verða 12 olíu-
málverk sem öll eru til sölu.
Náttúrubarn á
myndlistarsviði
Engilbert er fæddur á Filipps-
eyjum 11. maí 1980 og er því
aðeins 16 ára gamall. Hann
hefur verið búsettur hér á landi
síðastliðinn þijú ár, þar af hefur
hann síðastliðið ár átt heima á
bærmm Þúfu í Landsveit.
í kynningu segir: „Það þarf
vart að koma á óvart að þetta
er fyrsta einkasýning Engil-
berts, en hann er einstakt nátt-
úrubarn á myndlistarsviðinu.
Hann var lítið eitt farinn að fást
við málun áður en hann kom
hingað til lands. Hérlendis hefur
hann þroskað hæfileika sína í
listinni, en myndefni sitt sækir
hann að mestu í landslag frá
Filippseyjum. Islenskri náttúru
er þó tekið að bregða fyrir í
myndum hans.“
Heklumiðstöðin er í félags-
heimilinu að Brúarlundi í Land-
sveit við þjóðveg nr. 26, Land-
veg, 20 kílómetra frá Landvega-
mótum. Sýningin er opin alla
daga vikunnar frá kl. 10-18.
LADA SKUTBÍLL
----728.000 kr.
Rúmgóður og kraftmikill.
Hentar þeim sem þurfa mikið farangursrými.
Jafnvígur sem vinnubíll og fjölskyldubíll.
LAPA
afar raunhæfur kostur
ÁRMÚLA13, SÍMI: 568 1200
BEINN SlMI: 553 1236
10% afmælisafsláttur í formi punkta af öllum grillvörum til Safnkortshafa.
Gasgrill, margar tegundir • Kolagrill • Gaskútar • Kol • Olíur • Fylgihlutir
Allir í sumarskapi á ESSO-stöðvunum
íssol
Olíufélagiðhf
—50 ára~
—
—
—
Power Macintosh 5200
600 tölvur á
45 dögum!
Öigjöni: PowerPC 603 RISC
Tiftíðni: 75 megarið
Vinnsluminni: 8 Mb
Skjáminni; 1 Mb DRAM
Harðdiskur: 800 Mb
Geisladrif: Apple CD600Í (fjórhraða)
Hátalarar: Innbyggðir móma hátalarar
Skjár: SambyggðurAppte 15" MultiScan
Diskadrif: LesgögnafPcdisklingum
Fylgir með: Sjónvarpsspjald scm gerir kleift
að horfa i sjónvarpið í tölvunni
auk þess sem hægt er að tengja
við hana myndbandstæki eða
upptökuvél, taka upp cíni, vinna
með það og setja eigin myndir í
mismunandi skjöl.
Composite og S-VHS inngangar.
Fjarstýring
Mótald með faxi og símsvara
Apple Design Keyboard
System 7.5.1 sem að sjálfcögðu
er allt á íslensku
Hið fiölhæfa ClarisVlbrks 3.0
sem einnig er á íslensku.
í forritinu er ritvinnsía, töflureiknir,
tvö teikniforrit, gagnagrunnur
og samskiptaforrit
ii-Apple-umboðið
Skipholti 21 • Sími 511 5111 • Heimasíðan: http://www. apple. is