Morgunblaðið - 24.05.1996, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 29
AÐSENDAR GREINAR
„ Apartheid44 í atvinnulífinu
Innan og utan
atvinnulífsins
í ÁGÆTRI Rabbgrein
í Lesbók Morgun-
blaðsins 11. maí sl.,
kvartaði kennari sáran
yfir því að við-
mælendur hans hefðu
með engu móti viljað
viðurkenna hann sem
einn úr atvinnulífinu,
starf hans sem kennari
væri ekki þannig vaxið
að hann fengi aðild að
forláta félagsskap. -
Einu gilti þótt hann
segðist hafa „unnið
eins og vitlaus maður
í 30 ár“ og ætti því tilkall til aðildar,
- því var mætt með hæðnishlátri.
Ég fór að velta því fyrir mér
hvernig stæði á því að svona blaða-
skrif yrðu til, mikil sárindi lægju
að baki. - Þetta varð augljósara
þegar höfundur fór að bera saman
bókavörð og ímyndaðan staðgengil
úr „atvinnulífinu“, að ljóst var að
mikil alvara var á ferðinni. - Kenn-
arinn þekkti ráðvandan bókavörð
sem sinnti starfi sínu af kostgæfni,
en var engu að síður eins og hann,
útskúfaður úr eftirsóttu samfélagi.
- Kæmi maður úr „atvinnulífinu"
í stöðu bókavarðar hlaut hann að
vera vandræðagripur, sem eyddi og
spændi í eigin þágu á kostnað bóka-
safnsins og krefðist hárra launa. -
Þessi skoðun kann að eiga sér stoð
í nokkrum tilfellum, en hún lýsir
best því viðhorfi sem smátt og
smátt myndast þegar tortryggni er
sáð á milli starfssviða, - með vísvit-
andi aðskilnaði.
Ólíkt atvinnuumhverfi og fríð-
indapot er farið að valda eins konar
„kynþáttafordómum", sem grafa um
sig því meira sem ber á milli kjara
þessara tveggja vinnusviða og ónóg-
ar upplýsingar um kjör hvers annars
koma gróusögum af stað. - Aðskiln-
aður launafólks, eftir því hvort það
vinnur hjá því opinbera eða á al-
mennum markaði, er óþolandi,
óþarfur og leiðir aðeins til misréttis.
Launafeluleikurinn
í umræðum á Alþingi um réttindi
og skyldur opinberra starfsmanna
er því haldið fram, að mikil fríðindi
opinberra starfsmanna hafi orðið
til vegna þess að þeir hefðu sætt
sig við lakari laun en aðrir og því
óhæfa að rýra þau nú með væntan-
legum lögum. - Þetta er þjóðsaga
sem aldrei hefur verið sönnuð eða
afsönnuð, enda færði enginn þing-
maður fram rök eða gögn máli sínu
til stuðnings, þetta áttu allir að vita,
- en þingmenn eru allir opinberir
starfsmenn.
Sannleikurinn er sá að störf hjá
því opinbera hafa alltaf verið eftir-
sótt, einnig meðan næg var at-
vinna, sem bendir ekki til þess að
kjör þar hafi verið lakari en á al-
Árni Brynjólfsson
mennum markaði.
Starfsöryggi hefur allt-
af skipt máli og sumir
sækja í „hæfilegt"
vinnuálag.
Öll þau ósannindi,
hálfsannleikur og jafn-
vel falsanir, sem við-
gangast varðandi kaup
og kjör, leiða til sund-
urþykkju þegar fólk fer
að átta sig betur á
umhverfi sínu. - Opin-
berir starfsmenn hafa
notið þess að geta gert
kjarasamninga hver
við annan og leynt
kauphækkunum í alls
konar fríðindum og kjarabótum,
sem ekki mælast í samanburði.
Þetta kemur sér vel fyrir ríkisvaldið
þegar bætur af ýmsu tagi eru reikn-
aðar eftir töxtum, en ekki raunlaun-
um. - Viðhorf embættismanna til
slíkra bóta er annað en til eigin
launa, t.d. þegar þeir greiða hver
öðrum fyrir yfirvinnu sem aldrei er
unnin.
Það eiga fleiri en opinberir starfs-
lægst launuðu og þeim kæmi og
best að aðskilnaður hyrfi.
Óbilgjörn kröfugerð
á hendur samborgurum óbiigirni í kröfugerð
----------------,-----
getur, að mati Arna
Brynjólfssonar, ýtt
undir fordóma og
stéttaríg.
menn að koma að þessum kjara-
samningum, enginn skaði væri
skeður þótt opinberir aðilar ættu
aðild að sömu samtökum og at-
vinnurekendur á almennum mark-
aði. - Slíkt félag eða samband
gæti samið við allt launafólk, sem
er í raun ekki fleira en hjá stóru
fyrirtæki í fjölmennari löndum.
Hefðin réttlætir ekki núverandi fyr-
irkomulag.
Á almenna vinnumarkaðinum
takast oftast á andstæðir hagsmun-
ir, en engu að síður fela menn og
pukrast hver um annan þveran til
þess að gera samanburð erfiðari. -
Sá feluleikur bitnar mest á þeim
Fyrrnefndur greinarhöfundur
blygðast sín augsýnilega fyrir
kaupkröfuáráttu forkólfa kennara-
samtakanna þegar hann segir, að
lesendur muni ætla að hann fari nú
„enn einu sinni að vatna músum
vegna launa kennara". - Er svo
komið að kennari þorir varla að
opna munninn á opinberum vett-
vangi því hann óttast að álitið sé
að hann ætli að krefjast launahækk-
ana? - Þessu ástandi hafa komið
af stað menn sem helst vilja vemda
skemmdu eplin, ekki verðlauna
dugnað eða framlegð, sem er næst-
um árlega skert með verkfallsbrölti.
Forystan vill helst steypa allt í
sama úrelta goggunarkerfið, sem
ekki byggir á færni og framtaki,
heldur vemd, sem helst líkist löngun
til að pakka öllum inn í bómull frá
vöggu til grafar. - Þetta kemur og
fram í því að eftirlaun era svo vel
úti látin, að undir skuldbindingum
opinberra eftirlaunasjóða verður
vart staðið. Sjóðirnir ættu að vera
traustir vegna aldurs og öraggra
skila, en til viðbótar öðra var verð-
trygging eftirlauna í gildi á meðan
óðaverðbólga rasaði, hún fólst í stað-
gengilsviðmiðuninni. - Lán til sjóð-
félaga eru og vora samt hagstæðust.
Óbilgjörn kröfugerð á hendur
samborgurunum á mikinn þátt í
fordómum, sem þróast geta í stétta-
hatur, enda eru laun þyngsti skatta-
bagginn. - Engan skyldi undra
þótt langt hafi verið gengið þegar
þess er gætt, að allir sem koma að
opinberum samningum hafa sömu
hagsmuni.
Kennarinn margnefndi veit sjálf-
sagt að á almennum markaði era
allir undir það seldir að verða rekn-
ir ef þeir ekki standa sig í starfi, -
jafnvel forstjórinn er ekki óhultur. -
Árlega fara fyrirtæki á höfuðið í
tugatali og fjöldi fólks missir vinn-
una, án þess að fólk depli auga og
þá fer atvinnuöryggið að skipta
máli. - Flestir opinberir starfsmenn
era æviráðnir eða búa við meira
starfsöryggi en gerist á almennum
markaði og meira er eftir tekið ef
það fólk missir vinnuna. - Eðlileg-
ast væri að samhryggjast báðum.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Hráskinnsleikur
Prestafélagsstjórnar
EG HEFI orðið fyrir
átölum sem fulltrúi í
siðanefnd Prestafélags
íslands vegna þeirrar
yfirlýsingar sem siða-
nefnd PI gaf út 27.
mars sl. og_ fjallaði um
mál herra Ólafs Skúla-
sonar biskups og „upp-
ljóstran" hans um fund
sem sóknarprestur
Langholtskirkju átti
með konu þeirri sem
síðan ákærði biskup.
Ég vil í upphafi máls
míns gera grein fyrir
því, að ég sat ekki þá
fundi siðanefndar þar
sem þetta mál var tekið
fyrir og er því ekki ábyrgur fyrir
þeirri ályktun sem þarna var gjörð.
Siðanefnd taldi alvarlegt „að biskup
skyldi leita skriflegrar staðfestingar
á því að fundurinn hefði farið fram
og senda hana til fjölmiðla" eins og
stendur í álitsgerðinni. „Enginn má
dreifa upplýsingum um slíka trún-
aðarfundi opinberlega nema með
leyfi skjólstæðings" segir og í
ályktuninni. Þetta er gott og blessað
og laukrétt! En nú vill svo til að
fundur þessi var ekkert leyndarmál,
heldur hafði verið sagt frá honum
Ragnar Fjalar
Lárusson
í fjölmiðlum 15. febrúar
á Stöð 2 og í Tímanum
17. febrúar og ef til
vill víðar. Siðanefnd
vissi einnig hvað fram
fór á þessum fundi og
raunar allur landslýð-
ur, því að nokkru síðar
ræddi kona sú sem til
fundarins kom um
hann í Tímanum 7.
mars undir fyrirsögn-
inni „Misvísandi vitnis-
burður Flóka og Sig-
rúnar“. Þar segir Sig-
rún m.a. „Á fundi mín-
um með sr. Flóka Krist-
inssyni var eingöngu
fjallað um mál það sem
ein kvennanna bar á biskup o.s.frv."
Lengi vel hafði sóknarprestur Lang-
holtskirkju neitað því að mál bisk-
ups hefði verið rætt á þessum fundi,
en varð að draga orð sín til baka
eftir þessa greinargerð Sigrúnar.
Fulltrúar siðanefndar vissu því vel,
að hér var engu leyndarmáli ljóstrað
upp, en samt er gefin út álitsgerð
„að enginn megi dreifa upplýsingum
um slíka trúnaðarfundi". Hvaða
„trúnaðarfund" var hér um að ræða?
Ég læt lesandann um að svara því.
Ég er ekki að afsaka þau mistök
Fulltrúar siðanefndar
vissu vel að hér var
engu leyndarmáli ljóstr-
að upp, segir Ragnar
Fjalar Lárusson, en
samt var gefín út álits-
gerð „að enginn megi
dreifa upplýsingum um
slíka trúnaðarfundi“.
biskups að senda fjölmiðlum frétt
um þennán fund, en biskup hefir
beðist fyrirgefningar á þessum mis-
tökum í bréfi til presta.
En andi fyrirgefningar er ekki
einkenni á öllum prestum. Nokkur
hópur þeirra hefir notað þessi mis-
tök til að ásaka biskup og jafnvel
krefjast afsagnar hans.
Álit siðanefndar var kærkomið til-
efni fyrir stjórn PÍ eða meirihluta
hennar í áróðursherferð gegn biskupi
í fjölmiðlum: Fyrst þegar siðanefnd
sendi frá sér álit sitt, þann dag hljóm-
aði fréttin í öllum fréttatímum út-
varpsins, síðan þegar álitsgerðin var
send til biskupsembættisins, þó að
slíkt ætti ekki að gera samkvæmt
reglum siðanefndar og vil ég átelja
stjóm PÍ fyrir að það var gert, þá
hófst söngurinn aftur um trúnaðar-
brot biskups. Biskup íslands var að
sjálfsögðu vanhæfur að fjalla um
málið og við því tekur sr. Bolli
Gústavsson vígslubiskup, sem raunar
gerir ekkert annað en að endurtaka
ávirðingar siðanefndar um biskup.
Biskup íslands hefur tjáð mér, að
vígslubiskup hafi hvorki haft sam-
band við sig í sambandi við úrskurð-
inn né gefið sér tækifæri að ráðgast
við lögfræðing sinn, en hitt er víst
að vígslubiskup sat fund stjómar PÍ
áður en úrskurðurinn birtist. Og enn
á ný hófst söngurinn í fjölmiðlum
um trúnaðarbrot biskups.
Þessum hráskinnsleik var stjórn-
að af prestum. Það er með ólíkindum
hversu oft er búið að endurtaka
þessa sömu tuggu siðanefndar um
„trúnaðarfundinn" í Langholts-
kirkju og ávirðingar biskups. Það
gæti verið 30-40 sinnum í Ríkisút-
varpinu einu, því að 12 fréttatímar
munu vera þar á hveijum degi. Það
eru árvakrir fréttamenn, sem þar
starfa! Eftir síðasta sönginn í dag
í fjölmiðlum gat ég ekki á mér set-
ið lengur og tók mér penna í hönd.
Ég átel þá, sem fjallað hafa um
þetta mál á þann veg, sem gert
hefir verið. Þar undanskil ég kirkju-
málaráðherra, Þorstein Pálsson,
svör hans í þessu máli eru bæði
hógvær og drengileg.
Höfundur er fulltrúi í siðanefnd
presta og prófastur.
TOUCH háreyðingarkremunum losar þú þig við óæskileg hár á þægilegan og sársaukalausan hátt
o kreminu er einfaldlega
rúllaö á hársvæðið og
< skolað af í sturtu eða
baði eftir tiltekinn tíma
(sjá leiðb.)
o húðin verður mjúk
-ekkihrjúf
o ofnæmisprófað
- fyrir "bikini" svæði.
Sensitive
■ fyrir viðkvæma húð.
Útsölustaðir:
Hagkaup, apótek
ogflestar snyrti-
vöruverslanir.