Morgunblaðið - 24.05.1996, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ1996 31
AÐSENDAR GREINAR
Olíuleit í skilningi olíuiðnaðar
hefur aldrei farið fram við Island
ÁRIÐ 1971 veitti þáverandi iðn-
aðarráðherra Shell í Hollandi
heimild til mælinga á hafsbotni
við Island. Þessar mælingar voru
framkvæmdar í september 1971 á
350 km langri línu vestur af land-
inu. Um mánaðamótin ágúst/sept-
ember 1973 var statt hér í Reykja-
víkurhöfn sovéska rannsóknar-
skipið Kurasjof. Við það tækifæri
hélt formaður rannsóknarleiðang-
urs skipsins fund um borð í skip-
inu. Hann greindi frá því að leið-
angursmenn teldu sig hafa fundið
mjög þykk setlög norðaustur af
íslandi. Svæði það sem leiðangur-
inn rannsakaði lá á 67 norður-
breiddar og 9,4 vesturlengdar.
Töldu vísindamennirnir að á þessu
svæði væru setlög sem væru allt
að þrír kílómetrar að þykkt og
væru veruleg líkindi fyrir því að
olíu og gas væri að finna á svæð-
inu sem takmarkaðist frá 66 40
mín. norðurbreiddar að 67 20 mín.
norðurbreiddar og frá 8 vest-
urlengdar að 11. Á því svæði sem
vísindamennirnir rannsökuðu helst
töldu þeir sig hafa fundið gasteg-
undina butan í sýnishorni af botni,
sem benti til þess að þar væri jarð-
gas að finna.
Þessar niðurstöður komu mönn-
um mjög á óvart hérlendis. Að
vísu var vitað að í setlagskvosinni
milli íslands og Jan Mayen væri
um þykk setlög að ræða en ekki
var talið að þau væru nema um
eitt þúsund metra þykk. Svæði það
sem hér um ræðir er rúmir tvö
hundruð kílómetrar eða um 110
sjómílur norðaustur af Langanesi
og þar er dýpið 8-900 metrar.
1978 fékk bandaríska félagið
Western Geophysical & Co. heim-
ild til þess að stunda auðlindaleit
fyrir Norðurlandi. Niðurstöðurnar
lofuðu mjög góðu um tilvist auð-
linda á þessu svæði. Þar var að
vísu um frummælingar að ræða
sem þarna voru gerðar en í ljós
kom að út af Eyjafirði og Skjálf-
andaflóa var um að ræða allt upp
í fjögurra kílómetra þykk setlög
en eins og menn vita gjörla eru
setlög algjör forsenda fyrir því að
um olíu eða gaslindir geti verið
að jæðal;
Ástæða er almennt talin til að
halda áfram rannsóknum ef set-
lögin eru eins kílómetra þykk, en
þau voru frá tveimur kílómetrum
upp í fjögurra kílómetra þykk á
þesj?u svæði.
Árið 1981 fór fram frekari
rannsókn, og þá jarðfræðirann-
sóknir á Flatey á Skjálfanda og
rannsóknaboranir þar að tilstuðlan
nefndar sem með þessi mál fór
þá af hálfu iðnaðarráðuneytisins.
Niðurstöðurnar voru staðfesting á
tilvist setlaga þar en rannsóknar-
holan var aðeins 554 metrar á
dýpt. En til þess að ganga úr
skugga um tilvis't kolvetna í set-
lögum þar nyrðra þarf að bora
niður á yfir 2.000 metra dýpi. Því
fékkst ekki endanleg niðurstaða
úr þessari rannsókn.
ALHUÐAT
HUGBÚNAÐUR
FYRIR WINÐ0WS
Tölvufyrirtækið OZ
valdi Stólpa bókhaldskerfið
Bkerfisþróun hf.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
Guðmundur
Hallvarðsson
könnun á
í svari iðnaðarráð-
herra við fyrirspurn
minni á Alþingi kemur
m.a. fram að Orku-
stofnun hafi staðið
fyrir endurkastsmæl-
ingum til að kanna
setlög undan Norður-
landi 1985. Síðan hafa
ekki farið fram mæl-
ingar af þessu tagi en
hins vegar hefur verið
safnað saman frum-
gögnum frá ýmsum
erlendum aðilum sem
mælt hafa á land-
grunninu eða um-
hverfis það.
Þá kemur fram að
setlögum í Öxarfirði og Tjörnesi,
sem Orkustofnunin hefur staðið
fyrir á undanförnum árum, hefur
sýnt að þar eru nokkur setlög til
staðar og vottur af olíugasi hefur
fundist. Þeir hjá Orkustofnun
segja að ekkert hafi komið fram
sem gefi tilefni til að ætla að vinn-
anlegar auðlindir séu á svæðinu.
Það er athyglisvert að þegar
litið er yfir þær umræður sem fram
koma í Þingtíðindum á umliðnum
árum um þetta athyglisverða mál,
kemur alltaf í ljós að rannsóknir
séu aðeins á yfirborðinu en hafi
ekki verið gerðar, eins og ég gat
hér um áðan, hvað varðar olíuleit
í skilningi olíuiðnaðar. Miklar
umræður hafa á umliðnum árum
farið fram um olíuleit og þá kem-
ur fram í máli þingmanna nauðsyn
^Opfc>gii°fa
Heilsu-
sokkamir
frábæru
Halda vel að þreyttum fótum.
•
Góðir fyrir fólk sem stendur
við vinnu sína allan daginn.
•
Viðurkenndir af
fólki í heilsugæslu.
þess að stjórnvöld efli
nú þegar þessar rann-
sóknir.
Það er hins vegar
athyglisvert að lesa í
svari iðnaðarráherra
um mál sem snerta
Jan Mayen syæðið, en
þar segir: „íslending-
ar og Norðmenn stóðu
sameiginlega að end-
urkastmælingu á Jan
Mayen svæðinu, fyrst
á árinu 1985 og síðan
aftur á árinu 1988.
Þessi gögn voru boðin
olíufyrirtækjum og
öðrum aðilum til sölu
á vegum olíustofnunarinnar
norsku á sama hátt og hliðstæð
gögn af landgrunni Noregs. Lítill
áhugi reyndist fyrir þessum gögn-
um og einungis norska ríkisol-
íufyrirtækið keypti þau. Þegar
ljóst varð að áhugi olíufélaganna
á gögnunum var lítill voru að
frumkvæði íslenskra stjórnvalda
haldnir fundir með norskum
stjórnvöldum til að leita leiða til
að auka áhuga á svæðinu og auð-
velda aðgang að gögnunum. í því
skyni var sérstaklega fjallað um
Jan Mayen svæðið á kynningar-
fundi norsku olíustofnunarinnar
með olíufyrirtækjum sem stunda
rannsóknir eða olíuvinnslu á land-
grunni Noregs. Svæðið var sér-
staklega kynnt í ársskýrslu stofn-
unarinnar og í kynningarriti henn-
ar, og loks kynnti sérfræðingur
Hér er þjóðþrifamál,
segir Guðmundur
Hallvarðsson, sem ís-
lensk stjórnvöld mega
ekki draga öllu lengur
að hefjast handa við.
frá Orkustofnun svæðið á alþjóð-
legri ráðstefnu í Stavanger árið
1993. Samkvæmt þessu var ákveð-
ið að norska olíustofnunin kostaði
frekari úrvinnslu og túlkun mæl-
inganna. Þéssi kynning hefur ekki
skilað áþreifanlegum árangri enn
sem komið er. Og þar er talað um
að hið lága heimsmarkaðsverð á
olíu kunni að valda nokkru þar
um.“
En iðnaðarráðherra segir að nú
standi yfir rannsóknarverkefni
Hocaido háskóla og háskólans í
Bergen, sem gengur út á vísinda-
lega könnun jarðskorpu á svæðinu
frá Jan Mayen hrygg vestur af
Kolbeinseyjarhrygg. Orkustofnun
tekur nokkurn þátt í þessu starfi
sem gæti aukið skilning á gerð
dýpri jarðlaga á svæðinu þótt ekki
sé um eiginlegar setlagarannsókn-
ir að ræða.
Það vekur athygli þegar gögn
eru skoðuð hve Norðmenn koma
mikið við sögu varðandi rannsókn-
ir á hafsbotni hér við íslandi. Norð-
menn hafa varla mikinn áhuga á
því að íslendingar nái fram nokk-
urri olíuvinnslu. Gerðist það gæti
orðið um einhverja samkeppni að
ræða. Hér er mikið mál á ferðinni
sem ekki má láta bíða svo lengi
sem gert hefur verið. Tækninni
fleygir fram og rannsóknir á þessu
sviði eru orðnar auðveldari. Því er
okkur íslendingum mjög mikil
nauðsyn á að hefjast nú þegar
handa og setja kapp í þessar rann-
sóknir til að eyða þessari óvissu
sem ríkir um þær auðlindir sem
kynnu að leynast á hinu víðáttu-
mikla landsgrunnssvæði kringum
ísland.
Það er sérkennilegt að lesa svör
þeirra fræðimanna sem hafa stund-
að rannsóknir hér við ísland og
telja að það sé lítil von í að finna
jarðgas eða olíu í landgrunni kring-
um Island. Einkum og sér í lagi
er það tortryggilegt þegar þessar
fullyrðingar eru hafðar frammi
með tilliti til þess að í svari iðnaðar-
ráðherra við þeirri fyrirspurn sem
ég hef áður getið um segir orðrétt
að „olíuleit í þeim skilningi sem
olíuiðnaðurinn leggur í hugtakið
hefur ekki farið fram.“
Og með þær upplýsingar í huga
sem fyrir liggja varðandi setlags-
rannsóknir við Flatey á Skjálf-
anda, hvar fram kemur að rann-
sóknarborhola hafi aðeins verið
554 metrar en þurfi - til þess að
ganga úr skugga um tilvist kol-
vetna í setlögum - að bora yfir
2.000 metra. Hér er þjóðþrifamál
sem íslensk stjórnvöld mega ekki
draga öllu lengur að hefjast handa
við og framkvæma nauðsynlegar
rannsóknir með borun svo allri
óvissu verði eytt um það hvort við
eigum hér ónýttar auðlindir.
Höfundur er 10. þingmaður
Reykja víkurkjördæmis.
SUo0
S E L F 0 S S I
vmumARffi tíð
mmm Opnm ffoméeýa íntjýu. otf íetra. a
Fossnestt
{jögtu.da(p(i(K 24. maí
Df>wnar-o(a/<$de/dur m dv-öidifi, Fnttigg,
Frítt í allar áætlunarferðir SBS föstudaginn 24. maí
Jrítti*
Hátíðardagskrá (fsso)
Laugardaginn 25. maí
SUMARHÚS
SIGFUSAR
PylfulyKmjfjriSS tl, /3-14
Ojwl ný islúS, HMtSSk ifíur- ujtji i ís tl, 14-16
(ffifí. fíjkktfk KA bfKfir <■ýjor-frifírtw U, 16-17
Fjifíisiumtiltfn kiit&ija {jfrir lirm
SicligarfcrliriMKÍfniw'Sfífiossínk il, 1(J5of16
JútíusPGuöjónsson
HOLSTEN
HEILDVERSLUN
Alberts Guðmundssonar
GARÐS APÓTEK
HOLTS APÓTEK
MOSFELLS APÓTEK
jötvinnsla
Fossnesti
tjott {jfff'ir'J>ijf otjJína