Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 24. MÁÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GÆÐASTJÓRNUN í SLÁTURHÚ SUM GÍFURLEGAR breytingar hafa orðið á kröfum, sem gerðar eru til aðila er vinna við matvælafram- leiðslu. Eftirlitskerfum hefur verið komið upp til þess að freista þess að tryggja sem öruggasta framleiðslu og hefur þetta tekizt vel í fiskvinnslu og útflutningi sjáv- arafurða. Hins vegar hefur sami árangur ekki náðst í kjötframleiðslu, þótt kröfur um bætta og öruggari fram- leiðslu hafi aukizt til muna. í fréttaskýringu hér í blaðinu í fyrradag kemur fram, að aðeins eitt sláturhús í landinu hefur leyfi til að fram- leiða kjöt bæði fyrir Evrópu- og Ameríkumarkað. Annað hús hefur leyfi til þess að framleiða á Ameríkumarkað eingöngu og tvö á Evrópumarkað. Þar með eru þau upp talin. Þetta eru uggvænlega fá hús, sem standast kröfur um hreinlæti og örugga framleiðslu í kjötiðnaði. Mat-. væli eru afar viðkvæm vara og vegna síendurtekinna sýkinga erlendis, aukast kröfur markaðanna stöðugt. Er skemmzt að minnast kúafársins í Bretlandi. Mun minni kröfur eru hins vegar gerðar til fram- leiðslu fyrir innanlandsmarkað, þar sem öll sláturhúsin mega framleiða fyrir innanlandsneyzlu. Miklir kjötkaup- endur, þ.e.a.s. stórmarkaðir og stóreldhús, hafa þó hert mjög kröfur um ákveðin gæði framleiðslunnar og fyrir kemur, að vörum sé skilað ef einhverju er talið ábóta- vant við framleiðsluna. Þau vandamál, sem Bretar standa frammi fyrir í matvælaframleiðslu sinni eru undirstrikun á því, að neyt- endur sætta sig ekki við neitt annað en að ýtrustu kröf- ur séu gerðar til matvælaframleiðenda um hreinlæti og vörugæði. Það er ekki traustvekjandi fyrir íslenzka neyt- endur, að sláturhús, sem ekki hafa leyfi til að framleiða matvæli til útflutnings hafi slíkt leyfi til framleiðslu á innanlandsmarkað. Hver er munurinn? Hvers vegna er hægt að sætta sig við minni kröfur vegna innlendra neytenda en erlendra? RÁNDÝR HOLLUSTA UNDANFARNA daga hafa landsmenn verið hvattir til aukinnar grænmetisneyslu undir slagorðinu „fimm á dag“. Hafa sérfræðingar ritað fjölmargar blaða- greinar af þessu tilefni, þar sem rakið er hvers vegna æskilegt sé að stórauka neyslu þessara matvæla. Á sama tíma blasir hins vegar annar veruleiki við neytendum í grænmetisborðum matvöruverslana. Fyrsta maí sl. tók til dæmis GATT-vernd á papriku gildi. Lagð- ur er 30% verðtollur á papriku, auk 397 króna magn- tolls á hvert kíló. Við þetta bætist að sjálfsögðu virðis- aukaskattur, flutningsgjald og álagning. Það ætti því í raun ekki að koma á óvart að heildsöluverð á papriku sé á annað þúsund krónur á hvert kíló! Verndartollarnir eru lagðir á þar sem nægilegt fram- boð er talið vera af innlendri framleiðslu á markaðnum. Um það eru hins vegar skiptar skoðanir, líkt og fram kemur í blaðinu í gær. Þar er haft eftir Jóni Asgeiri Jóhannessyni í Bónus: „Ef ég færi að kaupa rauða eða gula íslenska papriku núna, svona eins og 100 kassa, þá fengi ég þau svör að hún væri ekki til. Sölufulltrúar bænda á markaðnum reyna vísvitandi að gefa ráðuneyt- inu rangar upplýsingar til að fá vernd á vöruna. Það er yerið að misnota GATT-verndina og það er óþolandi.“ Áður en nýtt GATT-samkomulag tók gildi voru inn- lendir framleiðendur sakaðir um að skammta vöru sína á markaðinn til að koma í veg fyrir innflutning. Nú þegar ekki er heimilt að stöðva innflutning eru þeir sagðir ýkja framboð til að tryggja sér tollvernd. Það sem blasir við neytendum er að þrátt fyrir hvatn- ingu til aukinnar grænmetisneyslu er þessi neysla gerð að munaði með okurtollum. Væri ekki skynsamlegra af stjórnvöldum að auðvelda innflutning á ódýru grænmeti og af innlendum framleiðendum að markaðssetja afurð- ir sínar sem vandaða, lífræna og bragðgóða lúxusvöru í stað þess að efna til ófriðar við viðskiptavini sína? Deilur hafa verið um veiðar verksmiðjuskipsins Heina ÚTHAFSTOGARINN Heinaste í höfn í Hafnar Heinaste hugsanlega skráðí Rússlandi Sjávamtvegsráðherra talar um sjóræningja- veiðar úthafstogarans Heinaste, en stjómvöld geta ekki aðhafst gegn veiðum skipsins. íslenskir eigendur þess segja í samtali við Guðjón Guðmundsson að ekki sé unnt að reka skipið nema með erlendri áhöfn meðan ekki em til íslenskir kjarasamningar fyrir skip afþessu tagi. af INNLENDUM VETTVANGI THAFSTOGARINN Hein- aste er sex ára gamalt skip sém Eyvör ehf. keypti frá Eistlandi í febr- úar á síðasta ári. Heinaste er einn af fullkomnustu úthafsveiðitogurum sem eru að veiðum á Reykjanes- hrygg. Skipið er ekki háð því að Ianda afla sínum hér á landi og þarf lítið að sækja þjónustu hingað. Skip- ið er sérhæft til veiða á fjarlægum miðum og smíðað með það fyrir aug- um að vera langtímum saman í hafi. Heinaste stundaði úthafskarfa- veiðar á Reykjaneshrygg í fyrra und- ir kýpversku flaggi en var skráður hér á landi 2. febrúar sl. Áfram var hann þó gerður út frá Kýpur og fékk leyfi til loðnufrystingar og frysti loðnu í Hafnarfjarðarhöfn. I mars- mánuði hélt hann á ný á úthafskarfa- veiðar en samgönguráðuneytið úr- skurðaði nýlega að heimahöfn skips- ins skyldi skoðast sem útgerðarstað- ur og lögskráningarhöfn. Eigendum skipsins var veittur nokkurra daga frestur til þess að lögskrá áhöfn hér á landi. 16. maí sl. barst síðan tilkynning til sýslu- mannsins í Hafnarfirði um að skipið hefði verið selt til Kýpur. Þar með er skipið komið undir fána Kýpur á ný og engin íslensk lög eða reglur gilda þá um það. Skipið er nú að úthafskarfaveiðum á Reykjanes- hrygg. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að Heinaste stundi sjóræningjaveiðar á Reykjanes- hrygg. Hann segir að með því að lögskrá skipið á Kýpur hafi eigendur þess afsalað sér veiðirétti úr úthafs- karfastofninum á Reykjaneshrygg. Stangast á við gildandi þj óðr éttarreglur „Þetta eru ólöglegar veiðar og stangast á við gildandi þjóðréttar- reglur. Kýpur á ekki rétt til veiða úr þessum stofni. íslensk lög mæla fyrir um að það sé óheimilt að veita slíkum skipum heimild til þess að landa hér á landi eða veita þeim nokkra þjónustu," segir Þorsteinn. Þrátt fyrir að þjóðréttarleg sjónar- mið í þessu efni séu skýr hafa strand- ríki ekki eftirlitsvald á úthafínu. Þess vegna geta þau ekki aðhafst gegn veiðum utanaðkomandi þjóða úr deilistofni. Einu úrræðin sem ís- lensk stjórnvöld hafa er áðurnefnd heimild um afgreiðslubann. Þor- steinn segir að þegar úthafsveiðisátt- málinn gangi í gildi fái íslendingar rýmri heimildir til þess að hafast að í slíkum tilfellum. „Þá getum við farið að sinna eftir- litshlutverkinu ef fánaríkið sinnir því ekki,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að það verði eitt af stóru verkefnun- um á næstunni að þjóðirnar sem eiga lögmætra fiskveiðihagsmuna að gæta á svæðinu komi sér saman um aðgerðir gegn sjóræningjaveiðum af þessu tagi. Það sé allra hagur að samstaða verði um þetta mál meðal hagsmunaríkja. Mál Heinaste er ekki einstakt, eins og Hólmgeir Jónsson framkvæmda- stjóri Sjómannabands Islands bendir á. „Þau skip sem hingað komu fyrir nokkrum árum, t.d. Hágangur II, Siglir og Arnarnesið, voru undir fán- um „bananalýðvelda" en eru öll orð- in íslensk í dag. Þá heimiluðu íslensk lög ekki að skip sem ekki höfðu veiði- ■ leyfi innan lögsögunnar væru skráð hérlendis. Lögunum var breytt og nú eru þau skráð svonefndri B-skipa- skráningu. Eigendur þessara skipa gera sér grein fyrir því að það er verið að loka úthafinu fyrir sjóræn- ingjaveiðum," sagði Hólmgeir. Sjávarútvegsráðherra bendir á að Alþingi hafi samþykkt lög sem kveða á um að hægt sé að flagga skipum inn og út úr landinu. „Alþingi lagði á það ríka áherslu að þessi leið yrði opnuð þannig að menn geta nú stundað sjóræningjaveiðar gegn okk- ar hagsmunum hluta úr ári og siglt svo undir íslensku flaggi annan hluta úr árinu. Þannig er lagaleg staða málsins. Ég held að menn hljóti að viðurkenna að þetta er skrípaleikur,“ sagði Þorsteinn. Hólmgeir segir að kjarni málsins sé sá að eigendur Heinaste hafi flaggað skipinu út vegna þess að þeir vilji hafa ódýrt vinnuafl um borð. Hugsanlega skráð í Rússlandi Jón Guðmundsson, forstjóri Sjóla- stöðvarinnar, sem er stærsti hluthafi í Eyvör ehf., fyrrverandi eiganda Heinaste, segir á hinn bóginn að ástæðan sé neikvæð afstaða stjórn- valda gagnvart útgerð af þessari tegund. Hann bendir á að samning- urinn um skiptingu á úthafskarfa- kvótanum sé til bráðabirgða og til standi að semja um hann aftur á næsta ári. Guðmundur Viborg, fram- kvæmdastjóri hjá Sjólastöðinni, segir að sjávarútvegsráðherra og fleiri hafi kallað aðila sem stunda veiðar á Reykjaneshrygg sjóræningja. „Blekið er varla þornað á samn- ingi sem kýldur var í gegn í London um veiðar á Reykjaneshrygg þar sem margar þjóðir sem lengi hafa stund- að veiðar á hryggnum voru ekki með. Rússar, sem lengsta veiði- reynslu hafa á Reykjaneshrygg, hafa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.