Morgunblaðið - 24.05.1996, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 33
,ste sem gert er út af íslendingum
*
Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Islands
HEIN^STE
•firði.
mótmælt samkomulaginu og taka
ekkert mark á samningnum. Það
verður fróðlegt að sjá hvort íslensk
stjórnvöld kalli Rússa einnig sjóræn-
ingja og meini þeim aðgang að ís-
lenskum höfnum.
Á meðan undirbýr íslenski flotinn
sig til þess að sigla norður um höf
í víking til að heija á Barentshaf,
þá er spurning hvort sjávarútvegs-
ráðherra notar þann titil eða sjóræn-
ingjaráðherra," segir Guðmundur.
Jón segir að íslendingar hafi veitt
tæp 30 þúsund tonn á síðasta ári
og Heinaste veiddi þá 9 þúsund tonn.
„Oliklegt er talið að íslendingar veiði
meira en 30 þúsund tonn á þessu
ári. Þegar sest verður niður til þess
að semja um kvótann eftir eitt ár
er mjög líklegt að veiðireynsla þessa
árs verði lögð til grundvallar. Veiði-
reynslan hefði e.t.v. orðið um 40
þúsund tonn ef við hefðum verið inni
núna því við höfum algjöra yfirburði
í veiðigetu miðað við íslensku skipin
þarna.
Við viljum helst afla veiðireynslu
fyrir ísland. En það er ekkert víst
að skipið verði skráð lengi á Kýpur
og alveg jafn líklegt að það verði
skráð í Rússlandi. Rússar hafa leitað
eftir samstarfi við okkur því þeir
hafa séð hver árangurinn hefur ver-
ið á okkar skipi miðað við sams kon-
ar skip sem þeir gera út. Hingað til
höfum við neitað slíku samstarfi,"
segir Jón.
Gerðu eigendur Heinaste alvöru
úr því að skrá skipið í Rússlandi
yrði afli skipsins lagður til grundvall-
ar sem veiðireynsla Rússa þegar
samið yrði um skiptingu úthafs-
karfakvótans á ný.
„Við teljum að það séu
ekki til íslenskir kjara-
samningar fyrir skip af
þessu tagi. Það eru til kjar-
asamningar fyrir hefðbund-
in íslensk vinnsluskip með
24-26 manna áhöfn. Hein-
aste hefur í áhöfn tæplega 90 manns
og má líta á skipið sem lítið þorp.
Við hveija ættum við að semja? Við
erum með lækni um borð, þvotta-
hús, brauðgerð, loftskeytamenn
o.s.frv. Við teljum að ekki sé hægt
að gera þetta skip út nema með
blandaðri áhöfn íslendinga og út-
lendinga. Launin sem við greiðum
eru ekki verri en svo að mjög fast
er sótt eftir því að fá skipspláss,"
segir Jón.
Hann bendir einnig á að ekki hef-
ur enn sem komið er verið reynt að
gera kjarasamninga við íslensk
verkalýðsfélög og telur hann að
launapakkinn væri ekki ófyristígan-
legur heldur væri lengd veiðiferða
og áhafnarfrí mun stærri þröskuld-
ur. Áhöfn Heinaste gangi vaktir eins
og tíðkist í íslenskum fiskiskipum.
Víðar möguleikar en á
Reykjaneshrygg
Guðmundur Viborg segir að það
sé ekki síður möguleikar fyrir Hein-
aste að veiða annars staðar í úthaf-
inu en á Reykjaneshrygg og nefndi
hann sem dæmi um veiðistaði Kamt-
sjaka, Azoreyjar og við strönd Afr-
íku. Hann segir að skipið sé rekstrar-
hæft á erlendum grundvelli eins og
önnur útlend skip sem eru að veiðum
á hryggnum. Útgerðin sé ekki háð
því að koma aflanum í land heldur
stendur jafnvel til að skipa honum
um borð í önnur skip úti á hafi og
sigla með hann beint til Japans.
Guðmundur segir að það hefti á eng-
an hátt útgerð skipsins að geta ekki
komið heim til íslands.
„Okkur fyndist það samt eðilegra
að sigla undir íslensku flaggi þar sem
við eigum heima á íslandi. Það var
kannski fyrst og fremst hugsjón af
okkar hálfu að vilja það,“ sagði Jón.
Afli Heinasteekki tekinn af
kvóta íslands
Ef sótt yrði um atvinnuleyfi fyrir
útlendingana um borð í Heinaste
yrði Sjómannafélag Hafnarfjarðar
umsagnaraðili um málið og segir
Hólmgeir Jónsson alveg ljóst að þessi
leyfi fengjust ekki afgreidd á sama
tíma og sjómenn eru á atvinnuleysis-
skrá. Oðru máli gegndi ef skortur
væri á sjómönnum en þá aðeins að
útlendingarnir væru á íslenskum
kjörum.
Hólmgeir segist vera þeirrar skoð-
unar að sá afli sem Heinaste hefur
veitt frá því hann hóf veiðar á
Reykjaneshryggi á þessu ári verði
ekki tekinn af hlut, íslands í úthafs-
karfakvótanum. Þótt skipið hafi ver-
ið skráð undir íslenskum fána um
tima hafi eigendur þess ekki farið
að íslenskum lögum.
Heildarúthafskarfakvót-
inn er um 150.000 tonn,
þar af er íslenski kvótinn
um 45.000 tonn.
Guðmundur Viborg
segir að engir slíkir kjara-
samningar séu til hér á
landi. Útgerð Heinaste sé með allt
öðrum hætti en íslendingar þekki
til. Skipið hafi mun meira úthald en
íslensk skip sem eru að veiðum á
Reykjaneshrygg og hafi olíu og kost
til allt að þriggja mánaða. Þess vegna
hafi verið óskað eftir því við sjávarút-
vegsráðuneytið að fá að landa afla
úti á sjó en því hafi verið hafnað
þrátt fyrir að heimild væri fyrir slíkri
undanþágu í reglugerð.
Sjávarútvegsráðheira segir að
ráðuneytið hafí ekki séð ástæðu til
þess að víkja frá ákvæðum reglugerð-
ar um vigtun sjávarafla hvað varðar
afla af Reykjaneshiygg. í reglugerð-
inni segir að afli skuli vigtaður í viður-
kenndri löndunarhöfn, „Við viljum
halda utan um þessi mál á Reykjanes-
hrygg. Við höfum ekki gert kröfu um
að menn vigti hér á landi vegna veiða
á Flæmingjagrunni. Á Reykjanes-
hrygg er verið að veiða úr deilistofni
sem er bæði utan og innan lögsögunn-
ar og þá höfum við gert þessar kröf-
ur,“ segir Þorsteinn.
Alþingi sam-
þykkti lög um
að hægt sé að
flagga skipum
inn og út
Meginkröfur um veru-
lega aukinn kaupmátt
Morgunblaðið/Kristinn
„ÉG tel að það séu að eiga sér stað ákveðin þáttaskil í samskipt-
um stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Grétar Þor-
steinsson, forseti ASI.
Grétar Þorsteinsson,
formaður Samiðnar, var
kjörinn forseti Alþýðu-
sambands íslands, á
þingi sambandsins á
miðvikudag. í samtali
*
við Omar Friðriksson
segir hann að megin-
verkefni verkalýðs-
hreyfingarinnar á næst-
unni verði að ná vera-
lega auknum kaup-
mætti og barátta
gegn breytingum ríkis-
stjórnarinnar á vinnu-
löggjöfinni.
að er deginum ljósara að
meginkröfurnar eru fyrst
og síðast um verulega auk-
inn kaupmátt. Það er auð-
heyrt að það eru þær áherslur sem
koma fram hér á þinginu. Samtökin
hafa á seinustu mánuðum verið að
undirbúa kröfugerð og endurnýjun
samninga. Eins og eðlilegt er eru
uppi mismunandi viðhorf til þess
hvernig skynsamlegast sé að halda á
málum. Það ræðst ekki fyrr en með
haustinu hveijar áherslurnar verða í
endanlegri mynd,“ segir Grétar.
Hann kveðst eiga von á að verka-
lýðsfélögin verði tilbúin með kröfu-
gerð sína og niðurstaða liggi fyrir um
hvernig samtökin haldi á samnings-
gerðinni mjög tímanlega, en kjara-
samningar renna út um áramót.
Eðlilegur samanburður við
nágrannalöndin
Aðspurður hvort hann teldi það
markmið raunhæft að ætla að ná
kaupmáttarstigi nágrannalandanna á
næstu fimm árum eins og gerð er til-
laga um á ASÍ-þinginu, sagði Grétar:
„Við höfum skoðað þennan saman-
burð í mínum samtökum, Samiðn, og
ég er alveg sammála því að það er
mjög brött kröfugerð að ætla aðþetta
takist á fjórum til fimm árum. Ég tel
hins vegar að það sé mjög eðlilegt að
þetta markmið sé sett fram. Saman-
burður við nágrannalöndin er mikill í
allri kjaramálaumræðu. Við þekkjum
þær áherslur í atvinnulífinu, að það
beri að skapa atvinnurekstrinum hlið-
stæð skilyrði og eru í nágrannalöndun-
um. Mikilvægasti þáttur þess er auð-
vitað að fyrirtækin séu þá þess megn-
ug að greiða svipuð laun og þar eru
greidd.
Ef við skoðum þennan svokallaða
fólksflótta, þá þekki ég það úr röðurn
iðnaðarmanna að farið hefur vaxandi
undanfarin misseri að menn fari til
starfa í nágrannalöndunum og taki
sig upp með íjölskyldur sínar. Það er
í rauninni ekkert meira mál að flytja
til Norðurlandanna í dag en það var
fyrir 20 til 30 árum að flytja á milli
landsfjórðunga hér á landi. En ég
held að aliir verði að gæta að því að
ef okkur tekst ekki að skapa hér svip-
uð kjör á skikkanlegum vinnutíma líkt
og í nágrannalöndunum, þá er okkur
mikill vandi á höndum,“ sagði hann.
Grétar var spurður hvort hann teldi
gerlegt að krefjast verulegra hækkana
kauptaxta á timum mikils atvinnu-
leysis og svaraði hann því til að barátt-
an fyrir hækkun launa og fullri at-
vinnu gæti vel farið saman.
„Ég tel að aðstæður séu heldur að
batna í samfélaginu og það hjálpar
til. Ég þekki það líka frá nágranna-
löndunum að þar hefur tekist að halda
• GRÉTAR Þorsteinsson er
fæddur 20. október 1940 í Próð-
holti á Rangárvöllum þar sem
hann ólst upp. Grétar er trésmið-
ur að mennt en hann lauk námi
í húsasmíði um 1960. Grétar átti
sæti í trúnaðarmannaráði Tré-
smiðafélags Reykjavíkur og var
kjörinn formaður félagsins árið
1978 og hefur verið formaður
þess til þessa dags.
Hann var formaður Sambands
byggingarmanna í nokkur ár eða
þar til sambandið sameinaðist
Málm- og skipasmiðasambandinu
í einu landssambandi, Samiðn,
sambandi iðnfélaga, árið 1993
og var Grétar þá kjörinn formað-
ur þess. Hann hefur einnig átt
sæti í miðstjórn Alþýðusam-
bandsins undanfarin átta ár.
Grétar er tvíkvæntur og á fjögur
uppkomin börn og eina stjúp-
dóttur. Eiginkona Grétars er
Elísa Þorsteinsdóttir frá Vest-
mannaeyjum.
í horfinu með kjörin þrátt fyrir að
víða sé verulegt atvinnuleysi. Þar hef-
ur ekki verið um að ræða undanhald.
Þetta getur því hvort tveggja farið
saman og ég tel að það væri mjög
hættulegt að líta þannig á málin að
þó að hér sé allt of mikið atvinnuleysi
sé ekki hægt að vera með sterkar
áherslur um bætt kjör,“ sagði Grétar.
Aðspurður kvaðst Grétar ekki efast
um að farið yrði fram á verulega
hækkun lægstu launataxta í kröfu-
gerð verkalýðshreyíingarinnar um
næstu áramót. „Það sem skiptir mestu
máli er að tryggja aukinn kaupmátt,"
sagði hann.
Mikil ólga vegna
stéttarfélagsfrumvarpsins
Baráttan gegn yfirvofandi laga-
setningu um breytta vinnulöggjöf
verður eitt megin viðfangsefni verka-
lýðshreyfingarinnar á komandi mán-
uðum að sögn Grétars.
„Eg tel að verkalýðshreyfingin hafi
á síðustu mánuðum gert flest það sem
mögulegt er með friðsamlegum hætti
til að tryggja að ekki verði gerð breyt-
ing á vinnulöggjöfinni með þessum
hætti. Það virðist ekki ætla að tak-
ast. Það er auðvitað gert í krafti lýð-
ræðis og með mjög sterkum rökum
sem ekki hefur verið hnekkt. Eg ætla
ekkert að fullyrða um hvað kann að
gerast á næstu vikum eða mánuðum.
Við munum auðvitað ráða ráðum
okkar og það er mikil ólga í hreyfing-
unni vegna þessa máls, en það er
deginum ljósara að þetta mun hafa í
för með sér mun erfiðari samnings-
gerð og mér sýnist að því miður hafi
stjórnvöld ekki áttað sig á því. Ég tel
að það séu að eiga sér stað ákveðin
þáttaskil í samskiptum stjórnvalda og
verkalýðshreyfingarinnar með sam-
þykkt þessa frumvarps.“
-Fram kom tillaga á ASÍ-þingi um
að samtökin standi að útfiutnings-
banni á vörum, verði stéttarfélags- .
frumvarpið samþykkt, en félögin eru
bundin friðarskyldu á meðan samn-
ingar eru í gildi og er þá ekki fátt til
ráða?
„Við höfum heyrt um slíkt fyrr og
ákvörðunarvaldið í slíkum málum ligg-
ur hjá félögunum. Ég efast ekkert um
að bæði einstök félög og hreyfingin
öll mun skoða mjög vandalega hvað
er til ráða,“ svaraði Grétar.
Tryggja þarf betur daglega
þjónustu við félagsmenn
Skipulagsmál eru ofarlega á baugi
á ASI-þinginu og kvaðst Grétar vera
vongóður um að mikil umræða _ ætti
eftir að eiga sér stað innan ASÍ um
þau mál og að breytingar yrðu gerðar
á næstu fjórum árum.
„Ég tel að það hafí verið töluverð
geijun í þessari umræðu. Það er mik-
ill hraði á hlutunum í dag og miklar
breytingar eiga sér stað. Það kallar á
skipulagsbreytingar en það sem er
mikilvægast í þeim málum er að
fryggja betur daglega þjónustu við
félagsmenn. Þar verðum við að skoða
hlutina af meiri alvöru heldur en við
höfum gert og ég hef trú á að takast
muni að skila árangri."
Grétar kvaðst vera þeirrar skoðunar
að tekist hefði tiltöiulega vel til við
kjör forystu ASI á þinginu þrátt fyrir
talsverð átök. „Hér kunna einhveijir
að vera óánægðir með hvernig mál
hafa skipast en ég reikna með að svo
hefði verið hvernig svo sem mál hefðu
skipast. Þetta er eðlilegt í fjöldahreyf-
ingu eins og Alþýðusambandinu."
Æskilegl að launþegasamtökin
renni saman
Grétar segist taka undir þau orð
Benedikts Davíðssonar og Ögmundar
Jónassonar, formanns BSRB, við setn-
ingu ASI-þingsins, að menn taki til
umræðu nánari samskipti og jafnvel
sameiningu launþegasamtakanna.
„Ég geri mér hins vegar grein fyr-
ir því að það þarf að eiga sér stað
vönduð umfjöllun í þessum samtökum ,
áður en af sameiningu getur orðið en
auðvitað getum við átt meira sam-
starf en verið hefur. Það gæti þess
vegna gerst mjög fljótlega. Ég sé
ekkert sem ætti að hindra það í raun
að þessi samtök renni saman einhvern
tíma í framtíðinni og tel það í raun
að mörgu leyti æskilegt," sagði Grétar
Þorsteinsson.