Morgunblaðið - 24.05.1996, Síða 36

Morgunblaðið - 24.05.1996, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Fæðingarorlof NÚ LIGGJA fyrir Alþingi tvær þingsályktunartillögur um fæðing- arorlof. Önnur frá kvennalistaþing- mönnunum Guðnýju Guðbjörnsdótt- ur, Kristínu Ástgeirsdóttur og Krist- ínu Halldórsdóttur. Þær leggja til að: „Al- þingi álykti að fela heil- brigðisráðherra að láta semja frumvarp til laga um fæðingarorlof sem byggist á eftirfarandi markmiðum: — að tryggja feðrum sjálfstæðan rétt til fæð- ingarorlofs í þijá mán- uði, — að tryggja ungbörn- um umönnun beggja foreldra á fyrsta æviár- inu með því að lengja fæðingarorlof í tólf mánuði í áföngum, — að gera foreldrum kleift að taka fæðingar- orlofið á lengri tíma með hluta- greiðslum að eigin vali, — að tryggja öllum mæðrum hvíld- artíma fyrir fæðingu, — að tryggja feðrum sérstakt fæð- ingarorlof í tvær vikur eftir fæðingu barns, sem ekki skerðir fæðingaror- lof móður, — að fæðingarorlof verði lengra eft- ir fjölburafæðingu, — að fæðingarorlof ættleiðandi for- eldra, uppeldis- eða fósturforeldra lengist í áföngum til jafns við fæð- ingarorlof annarra foreldra, — að endurskoða fjármögnum fæð- ingarorlofs þannig að stofnaður verði sérstakur fæðingarorlofssjóður sem allir atvinnurekendur, jafnt í opinberum rekstri sem einkarekstri, greiði til ákveðið hlutfall af launum allra launþega, svokallað fæðingar- orlofsgjald, — að bæta kjör foreldra í fæðingar- orlofi þannig að launþegar haldi sín- um launum úr fæðingarorlofssjóði. Að auki greiði Tryggingastofnun ríkisins áfram fæðingarstyrk vegna þess kostnaðarauka sem fæðing barns hefur í för með sér. Þetta eigi við um fæðingu allra barna.“ Hin tillagan er borin fram af þing- mönnum Alþýðubanda- lags og óháðra, þeim Ögmundi Jónassyni og Sigfúsi J. Sigfússyni, tillaga þeirra hljóðar svo: „Alþingi ályktar að við éndurskoðun um fæðingarorlof verði tryggður réttur feðra til a.m.k. tveggja vikna orlofs á launum við fæð- ingu barns. í I. máls- grein með ályktun segir: „Mikilvægt er að tryggja barni rétt til samvista við bæði föður og móður á fyrsta ævi- skeiðinu. Það er réttur barnsins að fá að mynda náin tengsl við báða for- eldra sína á fyrstu dögum og vikum ævi sinnar. Fram til þessa hafa feður verið afskiptir hvað varðar samskipti við börn sín og liggja til þess margar skýringar. Með tveggja vikna orlofí í kringum fæðingu er stuðlað að því að fjölskyldan sé saman.“ Á vegum ríkisstjórnarinnar fer ennfremur fram endurskoðun á lög- um um fæðingarorlof. Einnig hefur karlanefnd Jafnréttisráðs lagt fram markvissa tillögu sem tekur mið af sjálfstæðum rétti feðra til fæðingar- orlofs við fæðingu barna .sinna. Ég vil byija á að þakka fyrir þessar til- lögur og umræður í þeirri von að „mjór sé mikils vísir". I greinargerð kvennalistaþingmanna er tekið á öllu því helsta sem er orðið tímabært að gera endurbætur á varðandi réttindi foreldra tengt bamsfæðingu. Því hvet ég Ingibjörgu Pálmadóttur heil- brigðisráðherra til að beita sér þessu máli til framdráttar. Varðandi tillögu Ögmundar og Steingríms tel ég að hún þoli enga bið. Að mínu máti eru þijár ástæður fyrir því að karlmönn- um gefist kostur á sjálfstæðu fæð- ingarorlofi. I fyrsta lagi réttur barns- ins fyrir umönnun og möguleika á virkri tengslamyndun við báða for- eldra strax við fæðingu. í öðru lagi réttur föðurins til að undirbúa sig fyrir föðurhlutverkið og loks stuðlar það að jafnrétti kynjanna á vinnu- markaði. Á síðari árum hafa verið gerðar margar athyglisverðar rannsóknir er snerta tengslamyndun foreldra og barna á meðgöngu í fæðingu og fyrstu mánuðina þar á eftir. Flestar niðurstöður rannsóknanna benda til að þetta tímabil sé afar viðkvæmt og jafnframt áhrifaríkt. Það er nefnt „þroskakreppu tími“ fyrir foreldra. Lengst af var eingöngu litið á að konan þyrfti að kljást við kreppuein- kennin, en í dag er viðurkennt að Arangurinn, segir Sólveig Þórðardóttir, kemur fram í sterkari fjölskyldum og færri félagslegum vandamálum. fjölskyldan öll gangi í gegnum þro- skattímabil við fæðingu barns. Helstu áhrifaþættir eru breytt sjálfs- mynd, breyttar félagslegar aðstæð- ur, fjárhagsleg breyting og jafnvel það að yndisleg börn geta verið æði krefjandi. Sem betur fer koma flest- ar fjölskyldur þroskaðar og glaðar út úr þessu skeiði, en því miður eru mörg dæmi þess að QÖlskyldur brotni og jafnvel sundrist við það álag sem fylgir fæðingu barns. Þess vegna er afar brýnt að einstakling- arnir og samfélagið allt geri sér grein fyrir því að hlúa þarf að fjöl- skyldunni við tilkomu nýs einstakl- ings. Varðandi tengslamyndun for- eldra og barna bendir flest til þess að barn myndi fljótt tengsl vð þann sem annast það. í sérhefti Mjólkur- póstsins (2., tbl. 4 árg. 1989), tengslamyndun barna við feður og þar segir ,jafnvel þegar barn er nýfætt, sýnir faðirinn virkan áhuga á ungbarni sínu. Hefur það sýnt sig, að þeir feður sem fá tækifæri til að komast í snertingu við börn sín haida á, snerta tala við og kyssa þau alveg eins mikið og móðirin, tengjast þeim jafnvel“. Þótt svo að feður kynnu að mynda jafngóð tengsl við börn sín og mæður er hlutverk foreldra frábrugðið á ýmsan hátt, einnig er varðar örvun barna. í sama hefti er bent á að „yfirleitt örva mæður börn sín á munnlegan hátt, en feður með- höndla þau meira líkamlega. Þennan mismun í leik foreldra má greina á fyrstu mánuðum barnsins og heldur hann áfram út bernskuárin". Af þessu m.a. má vera ljóst að báðir foreldrarnir eiga að hafa möguleika á virkri samveru með barni sínu. Þá er æskilegt að karlmenn þekki tilfinningar sínar tengt föðurhlut- verkinu. Margir feður verða varir við lík- amlegar og andlegar breytingar hjá sér á meðgöngutíma konunnar og eftir fæðingu barns. Helstu einkenni feðra sem þekkt er, er svonefnt co- uvade syndrom. Felst það í líkam- legri og andlegri vanlíðan, svo sem ógleði, uppköstum, breyting á mat- arlyst, þyngdaraukningu og verkjum í maga og baki. Þá fylgja því einnig sinadrættir í fótum, svefnerfíðleikar og útbrot. Auk þess koma fram sál- ræn einkenni líkt og kvíði, svefn- leysi, taugaspenningur og geð- sveiflur. Ennfremur er afbrýðisemi feðra vel þekkt fyrirbæri. (Til ham- ingju pabbi, útgefið Börnin og við 1994). Aukin fjárhagsleg ábyrgð á þá feður sem eru fyrirvinnur fjöl- skyldunnar íþyngir í mörgum tilfell- um. Foreldranámskeið þau sem eru haldin hér á landi eru um margt góð og upplýsandi fyrir foreldra, en nauðsyn er að leggja aukna áherslu á fræðslu fyrir feðurna sjálfa á eig- in forsendum. Einnig er ástæða til að gefa þeim fijálsa viðveru á sængurlegu- göngum, svo þeir fái strax tækifæri til tengslamyndunar við barnið. Vinnuumhverfí karla hefur ekki verið ýkja barnasinnað, þótt segja megi að það sé hrein undantekning ef feður fá ekki tækifæri til að vera við fæðingu barna sinna. Það færist jafnframt í vöxt að feður taki hluta af orlofí sínu tengt fæðingu, svo ljóst er að þá skortir ekki áhugann á að takast á við föðurhlutverkið þegar barnið kemur í heiminn. Ég nefndi þijár ástæður þess að ekki mætti verða bið á að feður fengju fæðingarorlof. Sú bitra stað- reynd að konur hafa oftast lægri laun en karlar og eiga síður kost á frama í starfi, er óneitanlega tengd barnabindingunni. Nú er lag til að gera átak í launamismun kynjanna. Ekki er nóg gert með því að birta af og til svartar skýrslur eins og nýlegt dæmi sannar, á ég þar að sjálfsögðu við skýrslu þá er unnin var af félagsmálaráðuneytinu. Um stöðu og þróun jafnréttismála, 1995. Fæðingarorlof feðra og lenging or- lofs mæðra eru þýðingarmiklir þætt- ir í jafnréttismálum. Ég sé fyrir mér að í nánustu framtið munu ungar metnaðarfullar konur fresta barn- eignum sínum eða velja þann kost að eignast alls ekki börn, ef þjóðfé- lagið ætlar þeim að annast komandi kynslóðir að mestu leyti einar eins og verið hefur. Ég hef í greinar- korni þessu greint frá helstu þátturh sem ég tel að nauðsynlegt sé að hafa í huga við umræðurnar um fæðingarorlof. Ég hef ekki bent á kostnaðaraukann sem óneitanlega fylgir tillögunum, vegna þess að ég er sannfærð um að árangurinn verð- ur mældur í sterkari fjölskyldum, auknu réttlæti á milli kynjanna og minni félagslegum vandamálum bæði fyrir einstaklingana og samfé- lagið í heild, af því leiðir að samfé- lagslegur kostnaður verður minni til lengri tíma litið. Því skora ég á þingheim að sam- þykkja báðar framkomnar þings- ályktunartillögur um fæðingarorlof á þessu 120. löggjafarþingi. Höfundur er Ijósmóöir og hjúkrunarfræðingur. Sólveig Þórðardóttir Af h verj u, Jóhannes? — svarviðgrein Jóhannesar Þ. Skúlasonar ÉG LAS svargrein hr. Jóhannesar Þ. Skúlasonar sagn- fræðinema, sem birtist í Morgunblaðinu 7. maí sl. undir heiti: Stjórnar- skrá lýðveldisins ís- lands. En svargrein hans var vegna greinar minnar: Hættið leikara- 'skapnum _með forseta- embætti íslands (birt í Morgunblaðinu 26.3. sl.) Eftir að hafa lesið greinina kom mér í hug: Spegilmynd biskupsins yfir íslandi eru prest- arnir sem kjósa hann í biskupsembættið og spegilmynd blaðagrein- ar Jóhannesar hvað þekkingu hans snertir á gildismati stjórnarskrárinnar, er ís- lenska menntakerfið. Vantar valda- í fyrst'u*r^alsgrein segir Jóhannes m.a.: Ýmissa grasa kennir í grein Ásdísar og ljallar hún m.a. um valda- leysi forseta íslands, jafnt sem skipan Alþingis. Mitt svar: Lagagreinar. stjómarskrár fjalla ekki um valda- leysi forseta íslands. í 2. grein stjórn- arskrár sem Jóhannes vitnaði til er að mínu mati illgresi stjórnskipunar- laganna, sem fjallar um einokun og samtengingarvald æðstu stjómvalda, Alþingis og forseta íslands. En stóra málið er: Það vantar valdavægi á löggjafarvaldið, sem aðeins næst með því að aðgreina löggjafarvaldið frá framkvæmdavaldinu. í 11. gr. stjómarskrár segir: Forseti íslands er ábyrgðarlaus á stjóm- arathöfnum. Ég spyr Jóhannes: Er það ábyrgðarlaus stjómar- - athöfn forseta, þegar lög Alþingis öðlast ekki gildi nema forseti ís- lands staðfesti lögin? Starfssvið forseta ís- lands er stjómarskár- bundið í 18. lagagr. þ.e.a.s. 2. gr. 11 gr., 13. gr. og samfellt að 31. gr. að undanskilinni 14. gr. Ég spyr Jóhann- es: Hvaða lagagrein af þessum 18 gerir forseta Islands ábyrgðarlausan á stjómarathöfnum? Er það 13. gr. er segir: Forseti íslands lætur ráð- herra framkvæma vald sitt? Mitt svar: Ef forseti íslands verð- ur framkvæmdavald Alþingis (ekki löggjafarvald), ábyrgur eigin gjörða og stjórnar sinnar, þá mun 13. gr. stjórnarskrár haldast óbreytt. Sam- steypustjórnarkerfið þar sem for- sætisráðherra er höfuð stjórnar sinnar, lætur einnig samráðherra framkvæma vald sitt. En vegna ólíkra skoðana stjórnarflokkanna, verða þeir að semja af sér kosninga- loforðin til að veija stjórnina falli. Af hverju, Jóhannes? í sömu málsgrein segir Jóhannes m.a.: Ásdís bítur höfuðið af skömm- inni rneð því að gefa í skyn, að for- seti íslands frú Vigdís Finnbogadótt- ir hafi ekki tekið til greina áskoranir Endurskoðun stjórnar- skrárinnar er sérstakt --------------3----------- mál, segir Asdís Erl- ingsdóttir, og á ekkert skylt við kosningar til Alþingis. landsmanna um þjóðaratkvæða- greiðslu, vegna sérhagsmuna (tilv. stytt). Mitt svar: Að bíta höfuðið af skömminni ætti Jóhannesi að líka vel, því að hauslaus lifír enginn. En ég spyr Jóhannes: Veit hann ekki að stuttu eftir 1980 var gefín út yfírlýs- ing frá skrifstofu forseta íslands að embættisheiti forseta væri ekki frú. Hvað mundir þú segja ef næsti karl- forseti gæfí út þá yfirlýsingu að embættisheiti hans væri ekki: Herra forseti Islands? En það vildi einnig til að þriðji forseti Islands frá lýð- veldisstofnun, Kristján heitinn Eld- jám afnam þéringar á Islandi? Ég spyr: Af hveiju Jóhannes? Starfssvið í annarri málsgrein: Starfssvið forseta íslands segir Jóhannes m.a.: Þar við bætist að búið er að gera forsetaembættið að pólitísku emb- ætti sem gerir það að verkum að honum er ómögulegt að halda hlut- leysi sínu. Mitt svar: Lagagreinar stjórnar- skrár heyra ekki upp, á hlutleysi forseta íslands í stjórnarathöfnum heldur ábyrgðarleysi í stjórnarat- höfnum (11 gr.), en hlutleysi og ábyrgðarleysi er ekki sama hugtak. En ef almenningur er ábyrgðar- laus í gjörðum sínum gagnvart stjórnvöldum þá er dóms- og réttar- kerfið á næsta leiti með refsivöndinn á almenning. Það er mín skoðun að við erum alltof fámenn þjóð til að leyfa stjórnvöldum að taka úr vösum almennings hundruð milljóna króna til að viðhalda ábyrgðarlausu forms- atriða forsetaembætti og opna þann- ig leiðir til að gera það að tístidúkku- embætti. Bandaríska stjórnarskráin I sömu málsgrein talar Jóhannes um bandarísku stjómarskrána, segir m.a. Bandaríkjaforseti er ekki aðeins handhafí framkvæmdavaldsins, held- ur er hann einnig handhafi löggjafar- valdsins með Bandaríkjaþingi. Mitt svar: Valdsvið æðstu stjórn- valda Bandaríkjanna (government) er þrískipt: 1. Réttarkerfið, 2. Lög- gjafarvaldið, þingmenn og öldung- ardeildarþingmenn. 3. Forseti Bandaríkjanna er framkvæmdavald- ið, er ábyrgur í stjórnarathöfnum gagnvart eigin gjörðum og stjórnar sinnar. Starfssvið forseta USA er stjórnarskrárbundið eins og íslenska forSetaembættið, nema að Banda- ríkjaforseti, þingið og þjóðin metur eigin stjórnarskrá, en það hafa ís- lensk stjórnvöld og almenningur (vegna þekkingarleysis) forðast að gera. Þjóðhollir í málsgrein: Þjóðhollir Islendingar vitnar Jóhannes í 79. gr. stjórn- arskrár, þar segir: Tillögur hvort sem er til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka- Alþingi. Mitt svar: 79. gr. stjórnarskrár sýnir að þjóðinni hefir aldrei staðið til boða frá lýðveldisstofnun að Al- þingi boði til stjórnlagaþingis, þar sem þjóðkjörnir fulltrúar (ekki al- þingismenn) endurskoði og semji nýja stjórnarskrá. En til að réttlæta yfírgang stjórnvalda segir Jóhannes m.a.: Þjóðin fær að láta skoðun sína á breytingunum í Ijós á þann hátt að hún getur kosið þann stjórnmála- flokk sem er andvígur breytingun- um. Mitt svar: í kosningum til Al- þingis er kosið á milli loforða og stefnuyfirlýsinga stjórnmálaflokka um margvísleg málefni. Sú kosning er pólitísk og er það eðlilegt útaf fyrir sig. En allsheijar uppstokkun og endurskoðun á stjórnarskránni sem aldrei hefur verið gerð frá lýð- veldisstofnun er sérstakt mál, sem heyrir til grundvallar mannréttind- um og lífsafkomu fólksins í landinu og sú kosning á ekkert skylt við kosningar til Alþingis. í síðustu málsgrein: Að sinni seg- ir Jóhannes m.a.: Telur undirritaður að stjórnarskrá lýðveldisins hafí þjónað sínu hlutverki vel í 52 ár og þær breytingar sem gerðar hafa verið á henni hafi að flestu leyti verið til góðs. Þetta eru lokaorð Jó- hannesar sem sýnir að við erum á öndverðum meiði í skoðunum gagn- vart fjöreggi lýðveldisins, stjórnar- skránni og endurskoðun 'hennar. í þessari svargrein hefi ég stílað upp á að hún sé framsett í ábendinga- og spurningaformi. Þakkir til Jóhannesar fyrir skrif hans og áhuga fyrir stjórnarskrár- málinu. Höfundur er húsmóðir í Gnrðabæ. Ásdís Erlingsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.