Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ1996 37 AÐSEIMPAR GREINAR Stefnumótun í leikskólarekstri í SÍBREYTILEGU þjóðfélagi þar sem þjóðféalgshættir taka sí- felldum breytingum er nauðsynlegt að marka stefnu til framtíðar í þjónustuþáttum eins og leikskólarekstri. Sú breyting hefur orðið á undanförnum árum að leikskólar hafa þróast úr því að vera félagsleg þjónusta yfir í fyrsta skólastigið. Sú þróun hefur einnig orðið að meira er um að báðir foreldrar vinni úti. Hið hefðbundna tímaform atvinnu hefur verið að breytast úr því að vera t.d. vinna frá 8 til 12 eða 13 til 17 yfír í að vera sveigjanlegur vinnutími t.d. 8 klukkustundir á dag í þijá daga eina viku og 4 tímar á dag í tvo daga aðra viku o.s.frv. Skortur á langtíma stefnumótun varðandi leikskóalrekstur hefur vald- ið því að ekki hafa verið ti! næg leik- skólarými fyrir börn á leikskólaaldri eða nægjanlegt fjármagn til þessarar starfsemi. Ástæða vanmats Vegna ragns áætlunarbúskapar á leikskólarekstri hafa fjárframlög til þessa málaflokks miðast við fram- reikning kostnaðar síðastliðinna ára og lítið mið tekið af því hvernig þessi þjónusta muni þróast. .-Óvæntir liðir eins og fjölgun bama í árgöngum, eða krafa foreldra um breytta þjón- ustu kemur sveitarstjórnarmönnum sífellt á óvart þar sem áætlanir um framtíð þessarar þjónustu hefur skort. Skortur á skilgreiningu Það sem einkennir núverandi leik- skólakerfí er að það er byggt upp á flóknu kerfi forgangsröðunar. Þó svo að lög og reglugerðir skilgreini þenn- an málafiokk nokkuð vel, þá hefur það reynst svo að sveitarfélög hafa ekki getað aðlagað sig þessum regl- um og má t.d. nefna að leikskólar eru að hluta til reknir sem félags- málaflokkur hjá sveitarfélögum þar sem niðurgreiðslur á leikskólapláss- um hjá einstæðum foreldrum fara fram í gegnum þennan málaflokk, en að öllu jöfnu fara niðurgreiðslur þeirra sem em giftir og búa við bágt fjárhags- legt ástand í gegnum félagsmálastofnun við- komandi sveitarfélags. Því næst takmarkaður árangur í rekstri leik- skóla þar sem þeir eru að hluta til nýttir sem félagsmálastofnun. En hvað er til ráða? Ef fjármagn og framboð leikskóla- plássa á að vera nægj- anlegt þá þurfa bæjar- og sveitarfélög nú þeg- ar að setjast niður og móta stefnu í leikskóla- málum til næstu 10 til 15 ára. Greina þarf núverandi stöðu: Hvar stöndum við nú, hvert er hlut- verk leikskóla, markmið og leiðir, þjónusta, starfsemi, skipulag og fjár- Með breyttum áhersl- um, segir Siguijón Haraldsson, er hægt að „reka mun fleiri leik- skólapláss“. mál? Móta þarf skýra stefnu og skil- greiningu í samræmi við núverandi lög og reglur. Leikskólinn er skóla- þjónusta og á að vera meðhöndluð sem slík. Allir eiga að hafa jafnan aðgang að þessari þjónustu og ef ein- hveijir búa við það bága fjárhags- stöðu að þeir geti ekki greitt fullt gjald fyrir þessa þjónustu þá á að vera tekið á þeim málum í gegnum félagsmálastofnun viðkomandi sveit- arfélags. Breyta þarf núverandi áætlanabú- skap í leikskólarekstri og koma á hvetjandi kerfí sem umbunar stjórn- endum leikskóla sem ná árangri í sem bestri nýtingu fjármagns. Ég tel að með breyttum áherslum í rekstri leik- skóla megi reka mun fleiri leikskóla- pláss en rekin eru í dag fyrir sama fjármagn, án þess að skerða viðkom- andi þjónustu. Höfundur er framkvæmdasijóri Leikráðs efh. rekstrarráðgjöf á sviði leikskóiamáia. Siguijón Haraldsson P E R L A N 2É6* 2É6* maí* OPIÐ BÁÐA DAGA FRÁ 13:00 TIL 18:00 af Hársnyrtistofur á staðnum bjóða ókeypis klippingu og greiðslu. Snyrtistofur bjóða ókeypis snyrtingu og snyrtivörur. Tískusýningar og tískufatnaður. Heilsurækt líkama, sálar og umhverfis og nýjustu heilsuvörurnar. Brúðkaupsskreytt háborð þar sem brúðurin bíður spennt. wr ■ jjetraun með fjölda vinninga frá Aerobic Sport, Hreysti, Jurtagull, Wella, Purity Herbs, Nýjum Tímum, Arbonne, Misty, Árgerði, íslenskum Fjallagrösum o.fl. HEIÐAR JÓNSSOU Fyrirlestrar: Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir Glódís Gunnarsdóttir, líkamsrækt Torfi Geirmundss. hársnyrtimeistari Hanna Kristín snyrtifræöingur Uppákomur: Tískusýning; Sumartískan '96 Aerobic sýning frá Aerobic SP0RT og margt fleira 16.000! StyieWriter 1200 Topp prentari á botnverði! Bleksprautuprentari Prentar gráskala Þrjár síður á mínútu 720x360 punkta upplausn Staðgreitt m.Apple-umboðið Skipholti 21 • Sími 511 5111 • Heimasíðan: http://www. apple. is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.