Morgunblaðið - 24.05.1996, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Sigríður María
Aðalsteinsdótt-
ir fæddist í Vatns-
firði 27. maí 1934.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
19. maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Marta
B. Markúsdóttir frá
Sæbóli í Aðalvík, f.
1.1. 1909, og Aðal-
steinn Sigurðsson
skipasmiður frá
Bæjum á Snæfjalla-
strönd, f. 10.7.
1912. Systkini Sig-
ríðar eru: Kristín, f. 27.11.
1935, Gréta, f. 10.12. 1938, og
Trausti f. 21.11. 1945. Hinn 27.
desember 1952 giftist Sigríður
eftirlifandi eiginmanni sínum
Hauki Ingasyni skrifstofu-
stjóra, f. 15.12.1930, og eignuð-
ust þau fimm börn. Þau eru:
1) Martha, f. 27.9. 1950, og á
hún þijú börn. Eiginmaður
Elskuleg vinkona okkar, Sigríður
Aðalsteinsdóttir er látin eftir stutta
en erfíða sjúkdómslegu. Hún hóf
búskap með æskuunnusta sínum,
Hauki Ingasyni verslunarmanni,
mjög ung að árum og eignuðust
þau fímm mannvænleg börn, sem
getið er hér að framan. Auk þess
ólu þau upp dótturson sinn að mestu
leyti. Þau fluttust suður með sjó
með straumnum sem þá lá frá Vest-
fjörðum og suður, sem aðallega
byggðist á samgönguerfiðleikum.
Þau settust fyrst að í Keflavík, þar
sem þau ráku verslun, en fluttust
síðan til Ytri-Njarðvíkur. Þar gerð-
ist Haukur félagi í Lionsklúbbi
Njarðvíkur með flutningi frá Lions-
klúbbi ísaljarðar árið 1961. Má
segja að þar hafi vináttuböndin
milli okkar hjónanna hafist og hafa
því staðið í hálfan fjórða áratug og
getum við með sanni sagt að vinátt-
an varð meiri og meiri eftir því sem
árin liðu.
Við Haukur urðum snemma nán-
ir starfsfélagar í sama fyrirtæki,
en þegar við byggðum framtíðar-
heimili okkar, við á Hlíðarvegi 3,
en þau á Hlíðarvegi 5, þá hófust
náin kynni Siggu og Höllu, sem
aldrei bar neinn skugga á og urðu
þær miklar vinkonur. Þær hittust
oftast í hverri viku í morgunkaffi
hvor hjá annarri til að ræða sín
áhugamál, sem voru lífíð sjálft og
fjölskyldan.
Við sem höfum notið vináttu
þessara yndislegu hjóna í áratugi
kynntumst þar sannri hjónaást, því
þau máttu vart hvort af öðru sjá.
Þau voru bæði áhugasamir og
kraftmiklir ferðaunnendur og þráðu
að skoða landið sitt sem best, m.a.
keyptu þau sér til þess tjaldvagn
og hann á að baki sér langar vega-
lengdir innanlands. En ekki nóg
með það, þau voru driffjöðrin í
stofnun ferðafélags áhugafólks,
sem kallaði sig Eddu-hópinn og
hefur ferðast vítt og breitt innan-
tands og ekki hvað síst utanlands.
Þau eru orðin mörg heimshornin,
sem sá hópur hefur heimsótt og
skoðað undir þeirra leiðsögn og
skipulagningu og varð hver ferðin
annarri betri. Auk þess ferðuðust
þau sjálf vítt og breitt um heiminn
og eiga viðamikið myndasafn frá
sínum ferðum sem unun er að sjá.
Þau voru bæði samtaka um að gera
garðinn sinn að sannkölluðum un-
aðsreit trjáa og blóma og fengu
viðurkenningu frá bænum fyrir.
Þau gerðu þar veglegt útigrill og
nutum við þar margra góðra mál-
tíða að ekki sé minnst á öll matar-
boðin sem við höfum notið á Hlíðar-
vegi 5. Þau voru bæði afburða fær-
ir matargerðarmenn og má segja
að þau hafí hreinlega lagt matar-
gerðarlistina fyrir sig. Gestrisnin
var þeim báðum í blóð borin og
fengu margir af þeirra stóra vina-
hópi að njóta hennar.
hennar er Ólafur
Haraldsson. 2) Að-
alsteinn, f. 20.6.
1952 og á hann tvö
börn. Eiginkona
hans er Fjóla Ein-
arsdóttir. 3) Hauk-
ur Ingi, f. 22.10.
1955 og á hann fjög-
ur börn. Eiginkona
hans er Herdís
Gunnarsdóttir. 4)
Hrafn, f. 24.2. 1959
og á hann fjögur
börn. Eiginkona
hans er Fjóla Jóns-
dóttir. 5) Hildur, f.
17.1. 1966 og á hún tvö börn.
Eiginmaður hennar er Guðjón
Ingi Ólafsson. Auk þess ólst upp
hjá þeim elsta barnabarn
þeirra, Þórður Helgi Þórðar-
son, f. 1.6. 1969.
Utför Sigríðar Maríu fer
fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
í dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Sigríður var mikilvirk félagskona
og kom víða við. Hún var ein af
stofnendum Systrafélags Keflavík-
urkirkju og í stjórn þess félags í
mörg ár og söng með kirkjukór
Keflavíkur í mörg ár. Ennfremur
var hún í sóknarnefnd Ytri-Njarð-
víkurkirkju og vann mikið að kirkju-
legu starfi. Hún var í skólanefnd
Grunnskóla Njarðvíkur í mörg ár.
Sigríður var eldheitur sjálfstæð-
ismaður og var í fjölda ára formað-
ur Sjálfstæðisfélagsins Njarðvík-
ingur. Hún var ennfremur í fjölda
ára í stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæð-
isfélaganna í Njarðvík og einnig í
stjórn Kjördæmaráðs Sjálfstæðisfé-
laganna í Reykjaneskjördæmi og
sat alla landsfundi flokksins. Auk
þess sat hún í fjölda nefnda á veg-
um flokksins. Hún vann að undir-
búningi og skipulagningu allra
sveitarstjórnar- og alþingiskosn-
inga á skrifstofu flokksins frá því
að hún kom til Njarðvíkur og allt
til dauðadags. Við samflokksmenn
hennar kunnum vel að meta hið
mikla og óeigingjarna starf hennar
og nýlega var hún sæmd virðingar-
skildi Sjálfstæðisflokksins fyrir frá-
bærlega vel unnin störf.
Hafandi verið í nábýli við sanna
vini í áratugi var okkur það dýr-
mætasta og verður aldrei að fullu
þakkað, og að kveðja Sigríði Aðal-
steinsdóttur er ekki létt verk fyrir
okkur hjónin né aðra sem henni
kynntust. Enn erfiðara er það fyrir
eiginmanninn að kveðja lífsföru-
naut sinn og börnin þeirra, barna-
börnin, barnabarnabörnin, foreldra
hennar, sem bæði eru á lífi og syst-
kini ásamt fjölskyldum þeirra allra.
Megi góður guð styrkja þau öll í
sinni miklu sorg.
Við kveðjum sannan og tryggan
vin sem farinn er yfir móðuna
miklu.
Halla og Ingvar.
Kastið ekki steinum
í kyrra tjöm.
Vekið ekki öldur
óvita börn.
Gárið ekki vatnið
en gleðjist af þvi
að himininn speglast
hafinu í.
(Gunnar Dal)
Þeta hófstillta ljóð kemur upp í
hugann hjá okkur sem höfum átt
því láni að fagna að ferðast með
Eddu-hópnum undir stjórn þeirra
hjóna, Sigríðar og Hauks. Sigríður
gerði sér fulla grein fyrir fegurð
náttúrunnar hvar sem hana var að
finna og hvernig bar að umgang-
ast hana og varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að svala ferðaþrá sinni
bæði hér á landi og víðar.
Við sem höfum notið þeirrar
ánægju að ferðast með þessum
hópi munum alltaf minnast hennar
með gleði og virðingu fyrir hennar
framlag til að gera þessar ferðir
ennþá ánægjulegri.
Lítil saga segir stundum meira
en löng ræða. Eddu-hópurinn var
á ferð um Bretagne í Vestur-
Frakklandi í júnq 1984, en árið
áður hæfði forseti íslands verið þar
á ferð og vakið upp sögur frá
skútuöldinni og ennfremur tekið á
Bessastöðum á móti eina núlifandi
fiskimanni frá þeim tíma, manni
sem var um nírætt og lenti í strandi
á íslandi 1912 og dvaldi þar það
sem eftir lifði vetrar.
Vlð heimsóttum þennan höfð-
ingja, fórum í móttöku í ráðhúsinu
og buðum síðan sjö úr bæjarstjórn
í kvöldmat á Hotel de Mar í Paimp-
ol um kvöldið, enda var þetta 17.
júní. Þarna var góð stemmning og
margar ræður fluttar á frönsku og
íslensku og sungið á báðum tungu-
málum.
Framlag Sigríðar þetta kvöld
vakti mikla ánægju viðstaddra.
Eftir formála, sem þýddur var
jafnóðum, söng hún vísu á tungu-
máli sem Islendingar og Frakkar
notuðu í sínum samskiptum ef gera
þurfti viðskipti. Markús afi hennar
kenndi henni vísuna þegar hún var
átta ára gömul og þeir frönsku
voru svo hrifnir af þessu framlagi
að Sigríður varð að endurtaka atr-
iðið.
Slikir ferðafélagar eru of fáir,
sama hvort er í svona ferðum eða
á lífsleiðinni.
Með þessari kveðju viljum við
minna á hvílík gæfa það er að eiga
slíka samferðamenn. Við sendum
Hauki og fjölskyldu þeirra innileg-
ar samúðarkveðjur, en vitum jafn-
framt að minningin um góða konu,
móður og ömmu mun lýsa fram á
veginn.
Eddu-hópurinn.
Á sjötta áratugnum fluttu marg-
ir Isfirðingar frá átthögunum og
settust að í Njarðvík. Við sem vor-
um eftir á Isafirði fylgdumst vel
með þessum sveitungum okkar og
þeir með ísafirði. Eitt er víst að
þessir fulltrúar Vestfirðinga sem
eru löngu orðnir Njarðvíkingar voru
hvarvetna átthögunum til sóma og
komu sér vel fyrir á nýjum slóðum.
Þegar ég flutti til Njarðvíkur árið
1990 fannst mér ég þekkja svo
marga þar, fólk sem er enn í um-
ræðunni á ísafirði 40 árum seinna,
að engu líkara var en að ég væri
kominn heim. Þau hjón Sigríður
Aðalsteinsdóttir og Haukur Ingason
voru þar fremst í flokki, hreykin
af uppruna sínum.
Sigríði kynntist ég vel í störfum
hennar fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en
þar var hún alltaf boðin og búin
að aðstoða og fórna tíma og kröft-
um fyrir málstaðinn. Hún starfaði
einnig mikið fyrir bæjarfélagið og
var formaður skólanefndar Grunn-
skóla Njarðvíkur á síðasta kjörtíma-
bili.
Hún studdi okkur frambjóðendur
til alþingiskosninga með ráðum og
dáð og fyllti okkur baráttugleði með
skynsömum og yfirveguðum hvatn-
ingarorðum og þekkingu á þjóðmál-
um. Ósérhlífni hennar í störfum
fyrir flokkinn var viðbrugðið og
stóð hún vaktina á kosningaskrif-
stofu flokksins oft dögum saman
þegar á þurfti að halda. Slíkt fólk
er hveijum stjórnmálaflokki ómet-
anlegt og hveiju sveitarfélagi gulls-
ígildi.
Sigríður barðist hetjulega við
sjúkdóm sinn, hélt reisn og glæsi-
leik til síðasta dags, en fyrir nokkru
kom hún að heimsækja okkur Li-
onsmenn sem vorum að flytja mosa
af vegarstæði við Bláalónið.
Um leið og ég kveð mæta konu
votta ég og fjölskylda mín Hauki
og fjölskyldu dýpstu samúð okkar.
Kristján Pálsson.
Nú þegar leiðir skilja um sinn
streyma minningarnar fram. Elsku
stóra, sterka systir mín, þú varst
sannkallað sunnudagsbarn og vor-
bam. Þegar sólin hækkaði á lofti
og grösin tóku að gróa varst þú allt
í einu orðin tveimur árum eldri en
ég, en með haustinu náði ég aftur
að vera bara ári yngri. Lengi vel
trúði ég því að ég gæti náð þér,
en það tókst aldrei, hvorki í aldri,
þroska, vináttu, umburðarlyndi né
ástúð.
Sumarið sem ég var tveggja og
þú fjögurra ára, datt ég í ána hjá
afa í Aðalvík og þú bjargaðir lífi
mínu. Síðan hefur þú verið mitt
athvarf og skjól. „Ekki gráta, Stína
mín, ég skal passa þig.“ Ég man
öryggistilfinninguna, sem þessi orð
þín gáfu mér þegar við vorum börn
og alltaf síðan.
Þegar ég var ennþá með ungl-
ingaveikina, varst þú orðin eigin-
kona og móðir og leyfðir mér að
taka þátt. Börnin þín voru mín „ljúf-
ustu yndi með augun blá“ og á
þessum árum varði ég oft meiri tíma
á heimili ykkar Hauks en minu eig-
in, enda engum bundin jafn sterkum
böndum og þér. Og þegar ég eign-
aðist mitt eigið barn og beið eftir
dagvistun fyrir hann, léstu þig ekki
muna um að bæta honum í hópinn
þinn og annast hann eins og hann
væri þinn eigin sonur. Börnin og
barnabörnin lifðu við þann munað
að eiga þig vísa og geta leitað til
þín hvenær sem var. Alltaf hafðirðu
tíma til að hlusta og alltaf áttirðu
úrræði þegar vanda bar að höndum.
Þvílík forréttindi að eiga þig fyrir
systur í 60 ár! Ég mun alltaf muna
þig eins og þú varst þegar þú komst
í afmælið mitt í haust með bros á
vör og hrókur alls fagnaðar þótt
þú hefðir þá þegar hafið baráttu
við sjúkdóminn, sem nú hefur sigr-
að - um sinn.
Ég veit með vissu að þegar við
hittumst aftur, munt þú rétta mér
höndina þína sterku og hlýju, horfa
á mig ástúðlegu augunum þínum
og segja: „Vertu ekki hrædd, Stína
min, ég skal hjálpa þér.“
Lifðu í ljósinu, elskulega systir
mín.
Kristín.
Systir mín góð, sem gengin ert
á Guðs fund. Þegar við vorum litl-
ar, lærðum við vísur, sem ortar
voru í orðastað lítillar stúlku:
Til himins upp hann afi fór
en ekkert þar. hann sér
því gleraugunum gleymdi hann
í glugganum hjá mér.
Nú sér hann ekki á blað né bók
né blöðin sem hann fær
og fer í öfug fötin sín
svo fólkið uppi hlær.
(Þýð. Sig. Júl. Jóhannsson)
Okkur þótti þetta líka skemmti-
legar vísur, þótt þær væru dálítið
sorglegar. Þá vorum við svo ungar,
nærri ódauðlegar. Það yrði svo óra-
langt þangað til við yrðum gamlar
og færum þarna upp, gleraugna-
lausar. Á örskotsstund er lífið liðið
hjá. Nú ert þú farin og minningarn-
ar einar eftir. Þú varst elst og allt-
af að passa og hlúa að okkur. Úr-
ræðagóð og kjarkmikil, áttir oftast
frumkvæði, enda kallaði Trausti þig
Stóru. Þegar þú giftist og varst
búin að eignast börnin, fékk ég oft
að passa þau og segja þeim sögur.
Við skemmtum okkur konunglega
við að fylgjast með viðbrögðum
þeirra og tilsvörum, einkum litla
rauðhaussins þíns, sem aldrei varð
orðlaus. Nú stöndum við öll agn-
dofa og harmi slegin. Reynum að
ylja okkur við minningarnar um
þig. Vitum að þú, sem alltaf varst
brautryðjandinn, munt taka á móti
okkur þegar okkar tími kemur.
Sigga mín, geymd er góð minning.
Eg bið Guð að vera með Hauki,
elskulegum mági mínum, foreldrum
okkar, systkinum og öllum þínum
niðjum.
Gréta.
Það er margt sem sækir á hug-
ann, þegar manneskja, sem manni
þykir innilega vænt um fellur frá
og því verður ekki lýst í fáeinum
kveðju- og þakklætisorðum. fin
okkur langar að minnast hennar
ömmu okkar, Sigríðar Aðalsteins-
dóttur.
SIGRIÐUR MARIA
AÐALSTEINSDÓTTIR
Á góðum sumardögum þegar
sólin skein svo bjart kom fjölskyldan
oft saman í garðinum hjá ömmu
og afa sem við kölluðum oft „Costa
del Njarðvík". Amma leyfði okkur
að slíta rabbabara úr beðinu og lét
okkur fá stóran bolla fullan af sykri
sem við dýfðum rabbabaranum í.
Með ömmu áttum við margar
ánæjulegar stundir saman og viljum
við þakka henni fyrir þær og erfitt
er að trúa því að þessar stundir
komi aldrei aftur. Það var alltaf
gott að koma á Hlíðarveginn og
alltaf var maður meira en velkom-
inn. Ef mann vantaði eitthvað var
málinu bjargað á augabragði.
Það er sárt að missa hana ömmu
svona fljótt og við vonum að henni
líði betur núna. Við hugsum vel til
hennar og minningar okkar um
hana munu geymast í hjarta okkar
alla ævi.
Elsku afi, guð gefi þér styrk í
þessari miklu sorg og megi minn-
ingin um ömmu, Sigríði Aðalsteins-
dóttur, ætíð lifa.
Dóttir, í dýrðar hendi
drottins, mín, sofðu vært,
hann sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært;
þú lifðir góðum guði,
í guði sofnaðir þú;
í eilífum andar friði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgr. Pét.)
Eva Lára, Haukur, Ingi og
Andri Gunnar Hauksbörn.
Hún Sigga frænka er dáin. Sig-
ríður sómakona eins og amma sagði
alltaf. Og það var hún vissulega í
einu og öllu. Hún var alltaf eitthvað
svo sterk og ekkert virtist vaxa
henni í augum. Hún var víðsýn
mjög og hafði mjög gaman af úti-
vist, ferðalögum og svo líka matar-
gerð en á því sviðinu var hún sann-
ur listamaður.
Minningarnar streyma fram: Við
Kári svona átta og tíu ára í Víbonin-
um hans Trausta syngjandi og trall-
andi, full tillhlökkunar enda á leið
í jóla- og áramótaveislu til Siggu
og Hauks í Njarðvík. Þar var sko
stuð - allir skemmtu sér saman,
fullorðnir jafnt sem börn og alltaf
var mikið sungið. Kræsingarnar
voru ekki af verri endanum enda
hafði Sigga yfirumsjón með þeim
þó að oft væru þetta samskot. Oft-
ar en ekki endaði svo heimsóknin
á þvi að við krakkarnir suðuðum
um að fá að gista og alltaf tók Sigga
því vel en við urðum að gjöra svo
vel að hafa engin læti.
Fyrstu dagana etir að faðir okkar
lést komu margir að hjálpa til en
það sem okkur er minnisstæðast
er hvað hún Sigga kom oft til okk-
ar og hvað hún var sterk og gat
huggað vel þegar okkur sýndist
allt bara vera svart og tilgangs-
laust.
Ég, í fermingunni hans Kára,
alveg græn af öfund yfir þessari
þriggja hæða æðislegu köku, sem
Sigga hafði bakað bara fyrir Kára.
Þetta var geymt en ekki gleymt og
tveimur árum síðar bakaði hún ann-
að eins listaverk og í þetta skiptið
bara fyrir mig.
Svo uxum við börnin úr grasi og
þá minnkaði sambandið en alltaf
þegar við hittumst urðu fagnaðar-
fundir og margt spjallað.
Kynni min endurnýjuðust svo
þegar þau Sigga og Haukur komu
til mín til Rómar fyrir tveimur
árum. Mamma hafði hringt í mig
til að láta mig vita að þau væru
væntanleg og satt að segja kveið
ég nú svolítið fyrir, því að mér
fannst langt síðan að við höfðum
hist síðast og var hálfsmeyk um
að við hefðum ekki um mikið að
tala. En það var nú öðru nær því
að margt var spjallað, mikið hlegið
og mikið borðað og allir skemmtu
sér mjög vel.
Við systkinin erum mjög þakklát
fyrir allar þær stundir, sem við átt-
um með henni Sigríði sómakonu.
Guð styrki þig og veri með þér,
Haukur, og þinni fjölskyldu á þess-
ari sorgarstund og um ókomin ár.
Herborg og Kári.