Morgunblaðið - 24.05.1996, Page 43

Morgunblaðið - 24.05.1996, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996 43 Við hjónin viljum minnast vin- konu okkar, sem við kveðjum í dag með nokkrum orðum. Við áttum saman margar ánægulegar stundir á ferðalögum bæði hérlendis og erlendis og ekki síst á þeirra yndis- lega heimili. Leitun er að betri gestgjöfum. Ekki síst er okkur ofarlega í huga ferð á heimaslóðir þeirra hjóna. Betri og skemmti- legri leiðsögumenn hefði ekki verið hægt að fá. Það er svo ótalmargt sem hægt væri að riíja upp frá okkar samverustundum sem allar voru yndislegar. Nú þegar leiðir skilja viljum við þakka Siggu fyrir allar þessar góðu stundir með þessum orðum: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við sendum Hauki vini okkar og fjölskyldu hans innilegustu samúð- arkveðjur. Bergþóra og Jón Axelsson. Góðar minningar eru eitthvert mesta dýrmæti sem hugurinn geymir. Atburðimir rifjast ugp og ylja minningamar góðu. Ofáar stundir hjá Siggu og Hauki á þeirra yndislega heimili þar sem gestrisn- in var í fyrirrúmi. Eitt af okkar sameiginlegu áhugamálum er að ferðast, og heima hjá Siggu og Hauki fæddust hugmyndir að ótrú- legum ævintýraferðum sem famar vom hér heima og utanlands. Sex í bíl á ferð um landið. Árlegar Akureyrarferðir til að auðga and- ann. Heima hjá Siggu að útbúa nesti handa ferðafélögum okkar í Eddu fyrir ferð sem farin var í Húnaþing í ágúst ’95 og þú, Hauk- ur minn, hafðir skipulagt svo vel fyrir okkur, en komst ekki með vegna skyndilegra forfalla. Þá tók Sigga að sér alla stjórn og leysti það vel af hendi. Okkar kynni vom löng og góð, aldrei féll þar skuggi á. Fyrir það viljum við þakka elsku bestu vinkonu okkar. Elsku Haukur, okkur innileg- ustu samúðarkveðjur til þín og fjöl- skyldu þinnar. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum. Það yrði margt, ef telja skyldi það. í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margr. Jónsd.) Guð blessi minningu Sigríðar Maríu Aðalsteinsdóttur. _ Guðbjörg og Ólafur. Hún Sigríður Aðalsteinsdóttir, vinkona okkar, er látin. Mikil sorg og söknuður ríkir hér í Njarðvík. Upp í hugann koma margar ljúfar og góðar minningar um Siggu eins og hún var yfirleitt kölluð. Hún var traust og trygg sem klettur. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, hvort það vom störf á vegum kirkjunnar eða Sjálf- stæðisflokksins eða önnur trúnað- arstörf sem henni voru falin. Ég varð þess aðnjótandi að fá að starfa með Siggu í áraraðir í sóknamefnd Ytri-Njarðvíkurkirkju og í Sjálf- stæðisfélaginu Njarðvíkingi, þar sem hún var m.a. formaður í mörg ár. Fyrir hönd okkar sjálfstæðis- manna í Njarðvík vil ég þakka henni fyrir öll þau fórnfúsu störf, sem hún vann fyrir flokkinn í gegn- um árin. Hennar skarð verður vandfyllt. Sigga var heiðmð af Sjálfstæðisfé- laginu á síðasta aðalfundi Njarð- víkings. Haukur minn, ég vil votta þér og fjölskyldu þinni innilega samúð í ykkar miklu sorg. En við vitum það að raunvemlega deyr enginn, sem maður elskar, heldur lifir minningin áfram í hjörtum okkar. Ég vil biðja góðan Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar og blessa minn- inguna um hana Siggu okkar. Ingólfur Bárðarson, form. Sjálfstæðis- félagsins Njarðvíkings. Ég var staddur erlendis vegna starfs míns þegar ég frétti andlát vinkonu minnar Sigríðar Aðal- steinsdóttur. Fráfall hennar kemur ekki að okkur vinum þeirra hjóna alveg óviðbúnum, því við vissum að hún hafði undafarna mánuði glímt við alvarlegan sjúkdóm sem hafði tekið sig upp að nýju og nú öllu verri en áður. Samt vorum við óviðbúin sorginni við fráfall góðs vinar. Sigga Aðalsteins, en það var hún alltaf í mínum huga, var kunningi minn frá bamæsku á ísafirði. Syst- ur okkar urðu æskuvinkonur og upp úr því kynntist ég þeim systk- inum svolítið. Foreldrar mínir fluttu til Keflavíkur, með okkur systkin enn í foreldrahúsum. Nokkmm ámm síðar fluttu þau Sigga og maður hennar Haukur Ingason til Njarðvíkur. ísfirðingum búsettum suður með sjó bættist þar góður liðsauki. Þau hafa tekið dijúgan þátt í félagsmálum í sinni nýju heimabyggð og ekki fór hjá því að við Sigga kynntumst á ný. Það var auðvelt að taka upp sam- band við þau Hauk og Siggu því þau hafa alltaf verið afskaplega frjálsleg og alúðleg. Leið okkar Siggu hefur um ára- bil legið saman í starfi Sjálfstæðis- flokksins. Þar hefur hún lagt hönd á plóg af framúrskarandi fómfýsi og dugnaði, valist þar til trúnaðar: starfa og leyst þau vel af hendi. í þeim sem öðm hefur hún risið undir þeirri ábyrgð sem henni hef- ur verið falin, unnið af alúð og óeigingirni. Hvort sem hún hefur gegnt ábyrgð, verið í forystuhlut- verki eða ekki hefur hún alltaf verið jafn reiðubúin til starfa fýrir Sjálfstæðisflokkinn og haft auga fyrir hveiju því sem komið gat honum að gagni í þjóðmálabarátt- unni. Hún taldi enda þær hugsjón- ir sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir skipta mestu fyrir farsæla framtíð okkar. Ég á Siggu Aðalsteins margt gott upp að unna, þar á meðal trún- að og traust til ábyrgðarstarfa á vegum Sjálfstæðisflokksins. Hún var heil kona og í afstöðu hennar vom engar hálfkveðnar vísur. Ekki síst þess vegna var mér tiltrú henn- ar afar mikilvæg. Þess utan höfum við um langt skeið átt gott sam- starf að málum flokksins, á lands- fundum, í Reykjaneskjördæmi, á Suðurnesjum og nú síðast í Reykja- nesbæ sem Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuðust í. I samstarfi áttum við oftast góða samleið, en þó svo að við leggðum stundum ekki sömu áherslur í einhveijum úrlausnarefnum, breytti það engu um vináttu okkar og gagnkvæmt traust. Sigga átti afskaplega góða og samhenta fjölskyldu, sem ég veit að hún átti erfitt með að yfirgefa. Aldraðir foreldrar hennar og systk- in, ástkær eiginmaður hennar og góður vinur minn Haukur Ingason, bömin þeirra, tengdaböm og ung baraaböm. Þau búa nú við sáran söknuð og djúpa sorg og við vinir þeirra sendum þeim okkar bestu óskir um huggun og hughreyst- ingu. Megi bestu samverustundirn- ar lýsa þeim og minningu Siggu. Ég vil að leiðarlokum færa minni elskulegu vinkonu mínar bestu þakkir fýrir holla vináttu, samstarf og trúnað á liðnum ævi- degi. Megi ljós hins hæsta lýsa henni á nýjum vegum og hann gefa henni þar góða og kærleiks- ríka heimkomu. Arni Ragnar Arnason. FANNAR ÖRN ARNLJÓTSSON + Fannar Amljótsson fæddist 20. 1978. Hann lést í bílslysi í Eyjafirði laugardaginn 18. maí. Hann hefði orðið átján ára 20. júni næstkomandi. Fannar átti heimili að Þómstöðum 4 í Ejjafjarðarsveit. Móðir hans er Anna Ringsted, en henn- ar maður og fóstri Fannars undanfar- in ár er Stefán Guð- laugsson. Faðir Fannars er Arnljótur Ottesen, sjómaður, en kona hans er Lisa Jónasdótt- ir. Alsystkini Fannars em Hel- ena Ósk, en hennar sambýlis- maður er Guð- mundur Elíasson; Jakobína Kristín, en hennar sambýlis- maður er Finnbogi Hilmarsson; og Gunnbjöra Her- mann. Hálfsystir Fannars er Jófríð- ur, dóttir Onnu og Stefáns og fóstur- systkini em Guð- laug Þóra og Björg- vin Ingi Stefáns- böm. Frændi Fann- ars, sonur Helenu, er Sölvi Jónsson. Útför Fannars Arnar verður gerð frá Glerárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður frá Kaupangs- kirkju. vottum við foreldrum, systkinum, öðrum ættingjum og vinum Fannars okkar dýpstu samúð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Mai'gs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fýrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýTðarhnoss þú hljóta skait. (V. Briem.) Baldvin, Bjarkey, Gunnur, Karl, Starri, Svala, Teodór, Orlygur. í dag kveðjum við ljúfan dreng. Hann kemur ekki oftar í heimsókn til okkar hress og kátur. Þá fóru ferskir vindar um stofurnar í Aðal- stræti. Stundum var strákurinn svangur, enda þurfa ungir og at- hafnasamir menn mikla orku. Þá var gaman að eiga bita til að gleðja góðan dreng, um leið og hlustað var á frásagnir um ævintýri dags- ins. Stundum var frásagnarhraðinn slíkur, að amma og afi áttu fullt í fangi með að fylgjast með. Þannig var Fannar, það var aldrei lognmoll- an í kring um hann. Hann skilur eftir sig ljúfar minningar, sem hjálpa okkur að græða sárin. Farðu í friði vinurinn kæri. Vemdi þig engiar elskan mín, þá augun fögru lykjast þin. Líði þeir kring um hvflu hljótt, á hvitum vængjum um miðja nótt. (Þjóðl. BJ.) Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd, geymdu hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól, Guð mun vitja um þitt ból. Góða nótt, góða nótt, vertu gott bam og hljótt. meðan yfir er húm situr engill við rúm. Sofðu vært, sofðu rótt, eigðu sælustu nótt. (J. Sig. frá Kaldaðamesi þýddi) Jakobína Stefánsdóttir, Haraldur Ringsted. Elsku Fannar. Það er einkennilegt til þess að hugsa að þú sért farinn frá okkur. Þú sem ætlaðir að koma suður til okkar Bínu um næstu helgi til að gleðjast með okkur og fjöl- skyldunni. Við ræddum um það þeg- ar við töluðum saman síðast að fara saman á fótboltaleik. Þú ætlaðir að vera í Liverpool-búningnum þínum og ég í Man. Utd-búningnum mín- um. En svo ert þú allt í einu farinn frá okkur yfir móðuna miklu. Ég veit það að þú ert kominn í besta stúkusæti sem hugsast getur og þar líður þér örugglega vel. Eftir stend- ur minning um góðan dreng og sam- skipti okkar í gegnum tíðina, en ekki síst um samræður okkar um hin ýmsu mál en þar vorum við ekki alltaf sammála, en þó alltaf sáttir. Bestu þakkir fyrir allt. Þinn mágur, Finnbogi. Sólin hækkar á lofti. Hún hrekur burt myrkur, hver bjartur dagur á Fróni er lengri þeim fýrri. Hún verm- ir, geislar hennar skoppa um grund- ir og hæðir. Þeir vekja líf. Þeir hrekja svartnættið úr hug okkar og hjarta. Þeir gera ekki mannamun. Við fögn- um sumri og brosum mót sól. Við verðum léttstígari eftir því sem lífið verður gróskumeira. Bráðum er blómgun. En enginn veit hvað sá ungi kann að verða. Einn af vor- mönnum íslands ekur mót morgun- sól á leið í móðurrann. Til móður sem þurfti að bíta á jaxlinn og beij- ast í svita og tárum til að koma honum í heiminn. Það tókst, en í móðurhjarta blundaði tilfinning um að fiöregg hans væri brothætt. Það reyndist rétt. Ökuferð lauk í heljard- al. í dagrenningu gróandans taka kaldir vindar í upsir. Eitt fallegasta blómið er fallið áður en það nær að blómstra. Það er sárt, en þegar tek- ur í hjarta er gott að gráta. Það vökvar blómin sem eftir standa og hjálpar þeim í blóma. Sofinn er fífill Fagr í haga Mús undir mosa Már á báru Sof þú nú sæll og sigrgefinn sofðu ég ann þér (Þjóðvísa - JH) Vinir finna til vanmáttar, en í bæn- um sínum biðja þeir um góða ferð fyrir Fannar Om og styrk til þeirra sem lifa. Kær kveðja, Gísli Sigurgeirsson, Guðlaug Ringsted og bömin stór og smá. Það er skrýtið að á sama tíma og allt er að vakna til lífsins í kring- um okkur skuli dauðinn knýja dyra. Hvers vegna eiga sér stað hræðileg slys? Hver er tilgangurinn? Hvers vegna er ungt fólk sem er rétt að byija lífið tekið burtu? Hvers vegna? Haustið 1984 byijuðum við und- irrituð í Laugalandsskóla. Fáum árum seinna bættist svo einn í hóp- inn. Það var Fannar Öm. Aðrar breytingar urðu ekki á bekknum okkar fyrr en við fóram í Hrafnagils- skóla. Það að vera í svona fámennum bekk veitti okkur viss forréttindi. Allir vora alltaf með í öllu, jafnt fótbolta, afmælisveislum og ferða- lögum. Svo tóku unglingsárin við, unglingavinna, bæjarlífið og rúnt- urinn. Það er gaman að vera ungur þegar maður á góða vini. Eins og „stoltum innbæingi“ sæmdi flutti Fannar með sér ferskan blæ í bekkinn okkar. Hann hafði ákveðnar skoðanir og fór eigin leiðir en jafnframt var hann góður og traustur vinur. Það var erfitt fyrir Fannar, eins og alla kraftmikla krakka, að sitja kyrr í tímum. Að því leyti féll hann alveg inn í bekk- inn. Hann var góður í fótbolta og körfu, var aldrei aðgerðarlaus og gladdist oft með vinum og kunningj- um. Hann naut þess að vera tíl. Eftir eitt ár í framhaldsskóla ákvað hann að prófa skóla lífsins og fór að vinna í fóðurvöradeild KEA. Hópurinn úr Laugalandsskóla verður aldrei sá sami aftur. Stórt skarð hefur verið höggvið í hann og það verður aldrei fyllt. Það er hægt að taka frá okkur líf en við eigum minninguna, hana er ekki hægt að taka. Um leið og við biðjum Guð að blessa Fannar þar sem hann er nú, Við systumar viljum skrifa nokk- ur kveðjuorð tíl þín, elsku besti Fannar bróðir. Við vonum að þú sért kominn á stærri og betri stað, þar sem þú hefur meira lými tíl að leysa úr læðingi allan þann kraft sem í þér bjó. Nú hefur þú líka mun meiri tíma tíl að fást við það sem þú hafðir áhuga á, því það var eins og sólar- hringurinn dygði þér ekki. Við erum vissar um, að Stefán langafi okkar tekur vel á mótí þér, en það gerði hann líka þegar þú fæddist, með þessari vísu. Er hér kominn ungur sveinn um það mátti dreyma. í öllu verði yndishreinn og allt gott megi geyma. Ástkæri bróðir. Þín verður sárt saknað, en minning þín verður eilíf í hjörtum okkar. Þínar systur, Helena og Bína. Til litla bróður. Nú þegar komið er að kveðju- stund, Fannar minn, þá rifjast upp ótal atriði sem mig langar að minn- ast á. En það sem stendur upp úr er hversu kraftmikill þú varst. Það var erfitt fyrir okkur, já og meira að segja þig sjálfan, að hemja aila þessa orku, sem virtíst vera óþijót- andi. Þar sem þú varst svo mikið í íþróttum og sveifst um fótbolta- og körfuboltavelli á svo glæsilegan hátt, ■ þá veit ég að þú átt auðvelt með að svifa vængjum þöndum, frjáls eins og fuglinn, upp á móti hækk- andi sól. Ég veit að þar verður tek- ið vel á móti þér, en þín verður ákaft saknað. Látli bróðir, ég veit að þú átt eftír að vera hjá okkur um aldur og ævi. Þiim stóri bróðir, Gunnbjöra. Hver óttast er lífið við æskunni hlær sem ærslast um sólríka vegi, og kærleikur útrás í kætinni fær, sé komið að skilnaðardegi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsheijardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson frá Grímsstöðum.) Vertu sæll, góði vinur, og þakka þér fyrir allt. Við gerðum margt saman og áttum margar ánægju- legar stundir sem munu lifa í minn- ingu okkar. Það vora forréttíndi að fá að þekkja þig. Við þökkum þér fyrir allt. Guð blessi þig og minningu þína. Öllum aðstandendum vottum við samúð okkar. Við biðjum góðan guð að styrkja okkur öll sem nú kveðjum okkar besta vin. Valdimar Jóhannsson, Víðir Starri Vilbergsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.