Morgunblaðið - 24.05.1996, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
EGGERT V.
BRIEM
+ Eggert Vil-
hjálmur Briem
fæddist að Goðdöl-
um í Skagafirði 18.
ágúst 1895. Hann
lést í Reykjavík 14.
máí síðastliðinn,
tæplega 101 árs að
aldri. Foreldrar
hans voru sr. Vil-
hjálmur Briem,
prestur í Goðdölum
og síðar á Staðar-
stað, f. 18. janúar
1869 að Hjaltastöð-
um, Skagafirði, d.
1. júní 1959 í
Reykjavík, og kona hans Stein-
unn Pétursdóttir Briem, f. 10.
mars 1870 í Valadal, Skaga-
firði, d. 31. maí 1962 í Reykja-
vík. Systur Eggerts voru tvær.
Onnur var Gunnlaug Briem,
forstjóri Söfnunarsjóðs íslands,
f. 13. desember 1902 að Staðar-
stað, d. 19. júní 1970 í Reykja-
vík. Hún var gift Bjarna Guð-
mundssyni blaðafulltrúa og
áttu þau fjögur börn. Hin syst-
irin var Unnur Briem, teikni-
kennari, f. 6. ágúst 1905 á Stað-
arstað, d. 13. júlí 1969 í Reykja-
vík.
Eggert fluttist til
Bandaríkjanna 1928
og kvæntist þar-
lendri konu, Cathar-
ine Hall Multer, 17.
febrúar 1945 og
bjuggu þau í Wilkes-
Barre í Pennsylva-
níu. Catharine lést í
apríl 1958. Þau Egg-
ert voru bamlaus,
en hún átti dóttur
af fyrra hjónabandi,
sem lést ung,
skömmu eftir að
þau Eggert og Cat-
harine giftu sig.
Eggert lauk gagnfræðaprófi
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík og lærði síðan vélfræði í
Þýskalandi og Bandarílgunum.
Hann lagði seinna stund á flugn-
ám og lauk atvinnuflugmanns-
prófi í Bandaríkjunum, fyrstur
Islendinga 1. apríl 1930. Hann
ílentist í Bandaríkjunum, en
fluttist á efri árum aftur til ís-
Iands og studdi starfsemina á
Raunvísindastofnun Háskóla Is-
lands með ráðum og dáð til
dauðadags.
Útför Eggerts fór fram í
kyrrþey að ósk hans sjálfs.
„Til þess að ákveða heilbrigða
stefnu, í atvinnumálum landsins,
þarf að gera sjer grein fyrir, hvern-
ig landið geti orðið oss, og mann-
kyninu, að mestum notum“, sagði
Eggert V. Briem 1920 í erindi um
smáiðnað á íslandi sem birt var í
tímaritinu Sindra. Um sama leyti
átti hann þátt í nefndaráliti um að
koma á fót leiðbeiningarstofnun
fyrir iðnaðinn, er einnig skyldi sjá
um einkaleyfamál og tekniska
fræðslu, og í Búnaðarritinu það ár
kynnti hann bændum reynslu sína
af vélanotkun. Löng og starfsöm
ævi Eggerts einkenndist æ síðan
af einlægri leit að þekkingu í raun-
vísindum og verktækni, sem og að
leiðum til að sú þekking nýttist í
almannaþágu.
Kynni Eggerts og Þorbjörns Sig-
urgeirssonar grófessors í eðlisfræði
við Háskóla Islands á sjötta ára-
tugnum urðu Háskólanum til mik-
ils happs. Er Þorbjörn kom á fót
Eðlisfræðistofnun Háskólans
1958, styrkti Eggert störf hennar
rausnarlega, færði henni meðal
annars vandaða sveiflusjá sem not-
uð var lengi í margskonar rann-
sóknum og tækjasmíð. Einnig gaf
hann fólksbifreið sem kom sér vel
við mælingaferðir og sýnasöfnun,
því að flest rannsóknaverkefni Þor-
björns tengdust jarðeðlisfræði.
Eftir 1970 þegar Eggert var
fluttur heim til íslands frá Banda-
ríkjunum, gerði hann sér tíðförult
á Raunvísindastofnun Háskólans
til að lesa tímarit og spjalla við
starfsmenn. Var hann ætíð aufúsu-
gestur, því að hann var einstaklega
frjór og skarpur í hugsun og fljót-
ur að setja sig inn í vísindaleg
vandamál. Eggert fékk mikinn
áhuga á jöklarannsóknum, enda
tengdust þær öðru áhugamáli hans
sem voru vatnsaflsvirkjanir. Minn-
ist ég hans oft sitjandi yfir landa-
kortum að velta fyrir sér virkjana-
möguleikum í jökulfljótum lands-
ins. Grein hans í tímaritinu Jökli
1976 um Grímsvötn er til marks
um fræðilegt og tæknilegt innsæi
hans á því sviði.
Við jarðeðlisfræðistofu Raunvís-
indastofnunar, sem undirritaður
veitir nú forstöðu, hafa jöklarann-
sóknir jafnan verið snar þáttur og
vakið athygli innan lands sem utan.
Styrkir Eggerts til þessara rann-
sókna, sem aðrir munu segja nánar
frá, voru ómetanlegir við uppbygg-
ingu þeirra. Áður hafði hann m.a.
gefið tæki til svokallaðra Mössbau-
er-rannsókna í eðlisfræði, og atóm-
klukku vegna flugsegulmælinga
Þorbjörns Sigurgeirssonar. Öflug
jeppabifreið er hann afhenti stofn-
uninni 1982, var einnig um árabil
mikilvæg stoð margskonar rann-
sóknaverkefnum. Ekki vildi Eggert
að veður væri gert út af þessum
gjöfum, en fyrir hönd jarðeðlis-
fræðistofu vil ég þakka þær og
dýrmætan félagsskap Eggerts Bri-
em er leiðir skiljast.
Leó Kristjánsson.
Einhveiju sinni var það sem oft-
ar í rektorstíð Magnúsar Más
Lárussonar, þess mæta manns, að
ég átti við hann erindi á skrifstofu
hans. í miðju samtali bar svo við,
að hann vék frá umræðuefni og
spurði mig skyndilega, hvort Egg-
ert Briem hefði verið úti á Raunvís-
indastofnun, þegar ég gekk þaðan.
Ég kvað svo hafa verið, hann hefði
að vanda setið inni á bókasafni
yfir ritum sínum. Rektor tók fram
blað á borði sínu, rétti mér og
sagði: „Viltu færa honum þetta
vottorð.“ Það var sjálfsagt mál að
verða við þeirri bón og ekjd í frá-
sögur færandi.
Rektor sagði mér, hvað þetta
væri og hvaða saga lægi þar að
baki. En ég gat ekki vitað, að sú
saga væri enn ekki nema hálf.
Þetta var þá skírnarvottorð Eg-
gerts. í ræðu á háskólahátíð hafði
rektor lýst veglegum gjöfum, sem
Háskólanum hefðu borizt frá Eg-
gerti Vilhjálmi Briem, og var hon-
um maklega þökkuð gjafmildin.
Síðar hefðu þeir Eggert hitzt úti á
Suðurgötu og hann þá látið koma
fram, að ekki hefði verið rétt með
nafn sitt farið, Eggert V. Briem,
því að millistafurinn stæði fyrir
Vilhjálmsson. Þetta kom Magnúsi
á óvart, því að hann hafði einmitt
flett upp í Guðfræðingatali, þegar
hann samdi ræðuna, en þar var
sonur séra Vilhjálms Briems skráð-
ur Eggert Vilhjálmur. Eggert taldi
sig auðvitað sjálfan eiga að vita
nafn sitt öðrum betur. Magnús Már
gerði sér þá lítið fyrir, lét senda
sér skírnarvottorð ofan úr Þjóð-
skjalasafni, og hafði honum nýlega
borizt það, þegar ég sat þar frammi
fyrir honum.
Þegar út á Raunvísindastofnun
kom, bað ég Eggert ganga inn ti!
mín. Þá mun hann hafa verið á
77. aldursári, en löngu síðar, kom-
inn á tíræðisaldur, mundi hann
betur en ég atvik í smáatriðum frá
þessum fundi okkar, svo var hann
honum minnisstæður, og lýsti á
mannamóti i minni áheyrn. Ég
hefði boðið honum til sætis, sagt
að ég ætti að færa honum bréf,
dregið út skúffu í skrifborðinu og
lagt fætur þar upp á og látið fara
makindalega um mig í sæti mínu,
jafnvel spennt greipar, bætti Egg-
ert við, til að athöfnin yrði sem
virðulegust. Þá hefði ég rétt honum
blaðið með þeim orðum, að rektor
hefði beðið mig fyrir þetta. Eggert
las vottorðið og man ég enn orðin
og undrunarsvipinn: „Nei, ég heiti
þá líka Vilhjálmur!" Þótti mér kyn-
legt, að ég skyldi með þessum
hætti hafa orðið til þess, að hann
hlyti um síðir sitt fulla nafn svo
sem faðir hans sjálfur hafði skírt
hann endur fyrir löngu. Og sjálfum
þótti honum líka kynlegt, að sér
skyldi ekki hafa verið þetta ljóst,
og fannst upp frá því og lét það í
ljósi, að ég ætti dálítið í sér vegna
þessarar nafngjafar. Batzt þar
milli okkar strengur, sem nú hefur
verið rofinn.
Saga þessi er færð í letur hér
að leiðarlokum og leyfi ég mér að
láta henni fylgja þau ummæli rekt-
ors, sem að Eggerti lutu í ræðunni
fyrsta vetrardag 1971, þau um-
mæli, sem leystu söguna úr læð-
ingi:
Háskóli Islands þakkar af alhug
Eggerti Vilhjálmi Briem frá
Staðarstað, er hefur dvalið mikinn
hluta ævinnar í Bandaríkjunum.
Stórlyndi og höfðingsskapur hans
hefur verið mikil lyftistöng undanf-
arinn áratug, fyrst fyrir eðlisfræði-
stofnun og síðan fyrir Raunvís-
indastofnun háskólans; þangað
hefur hann beint fjölda góðra
gjafa. Og nú á þessu ári hefur
borist púlsagreinir, tæki til Möss-
bauermælinga og reiknivél, að
verðmæti á aðra milljón króna.
Háskóli íslands metur mikils áhuga
þann, sem Eggert Briem hefur
sýnt eðlisfræði- og jarðeðlisfræði-
rannsóknum.
Þetta var fyrir aldarljórðungi
og alla tíð síðan hélt hann áfram
að gefa.
Eggert Briem var engum líkur
og hafði sinn hátt í hvívetna. Hann
bjó ekki bagga sína svo sem aðrir.
í einni Jónsmessuför Raunvísinda-
stofnunar, hinni árlegu útilegu
starfsfólks, þar sem saman voru
komin börn í anda á öllum aldri,
veitti ég því athygli, þegar tjaldað
hafði verið um kvöldið, að eitt tjald
stóð niðri á gróðurlausum mala-
reyrum, en öll önnur voru dreifð
um þurra grasbala þar upp af. Ég
gekk niður eftir ti! Eggerts, því
að sá var tjaldbúinn, aldursforset-
inn í okkar för, og spurði, hvort
honum hefði ekki þótt betra að
tjalda þar, sem mýkra væri undir.
Nei, þetta þætti honum miklu
betra. Og þætti betra, að gærupok-
inn lægi bara á lausum dúk á berri
jörðinni. Bætti svo við og kímdi:
„Svona hafði ég þetta líka á jöklin-
um um daginn." Var þá nokkru
fyrr kominn úr leiðangri ofan af
Vatnajökli.
Þegar til Jónsmessufarar okkar
kom, tveimur árum síðar, var hann
á batavegi eftir lærbrot en engan
veginn heill orðinn. Var þó ákveð-
inn í að láta ekkert aftra sér að
fara í ferðina svo sem hans var
vandi. Leið okkar lá að Skógafossi
og ætluðum við að ganga þar upp
og síðan nokkurn spöl upp með
fagurfyssandi ánni. Við Eggert
gengum saman úr bílnum og lét
ég þá í ljósi við hann, að nú yrði
hann að halda aftur af sér, og
myndi hann því bíða okkar þarna
niðri á flötinni. Hann hélt nú ekki,
og ótrauður hélt hann haltrandi
af stað. Við urðum samferða og
dró hann ekki af sér og urðum við
einna fyrstir upp á brún; var þá
enn krökkt af fólki í allri brekk-
unni á leið upp, þótt ekki hefðum
við farið fyrr af stað en aðrir. Þá
var hann kominn undir hálfnírætt
og var ganga þessi að sjálfsögðu
farin til að styrkja brotin bein. Og
nokkrar fleiri áttu þær eftir að
verða enn ferðirnar hans með okk-
ur.
Ferðaminningar þessar tvær
fela í sér lýsingu á eiginleikum,
sem ríkir voru í fari Eggerts. Ann-
ars vegar mat hans á lífsþægind-
um, svo gjörólíkt því, sem ríkjandi
var meðal samferðamanna hans.
Kallist það svo, að það hafi jaðrað
við meinlæti, þá var hann vissulega
vel haldinn og sæll og glaður í sínu
meinlæti; ætli það væri samt ekki
sönnu nær að segja, að lífshættir
hans hafi verið markaðir af nægju-
semi. Hins vegar harðfylgi, sem
hann beitti sjálfan sig, og vann
með því bug á veikindum og öðru
líkamlegu mótlæti. Þess vegna
efldist hann í fangbrögðum sínum
við Elli kerlingu, virtist raunar eiga
alls kostar við hana, og reis jafn-
harðan upp, þegar hún hafði um
sinn komið honum á kné. En svo
er þó hennar vandi, að þrautseig-
ari reynist hún.
Með þessum minningabrotum
frá liðinni tíð kveð ég þennan aldna
öðling. Andlegum styrk hélt hann
og skýrleika á aldarafmæli sínu,
þegar ég hitti hann síðast að máli,
og var þá frumleg forvitni hans enn
óseðjandi.
Jón Ragnar Stefánsson.
Kveðja frá Raunvísinda-
stofnun Háskólans
Velgerðarmaður Raunvísinda-
stofnunar Háskólans, Eggert V.
Briem, lést þann 14. maí síðastlið-
inn, á 101. aldursári. Eggert fædd-
ist á íslenskum sveitabæ undir lok
síðustu aldar og líf hans spannaði
nær alla tuttugustu öldina. En
siungur og leitandi hugur hans
teygði sig langt fram á næstu öld.
Eggert var rúmlega þrítugur
þegar hann flutti til Bandaríkjanna
og gerðist þar uppfinningamaður.
Vestra bjó hann í rúm ijörutíu ár
uns hann kom alkominn heim árið
1970. Allt fram á seinustu ár kom
Eggert daglega á Raunvísinda-
stofnun. Þar beindi hann hugsun
sinni að fjölbreyttum verkefnum,
eins og því hvort ljóshraðinn sé sá
sami í báðar áttir þegar ljós endur-
kastast af spegli, stórvirkjunum á
Austurlandi og æti fyrir fisk í vötn-
um á Norðausturlandi. Eggert
styrkti ýmis verkefni á Raunvís-
indastofnun með stórgjöfum. Þau
verkefni valdi hann af vandvirkni
og áhuga. Fáir, eða engir, hafa
styrkt vísindi á íslandi af slíkri
rausn sem hann.
Við sem vinnum á Raunvísinda-
stofnun munum ávallt minnast vel-
unnara okkar, Eggerts V. Briem,
með virðingu og þakklæti.
Eggert Briem.
Nú þegar vorar leggur Eggert
V. Briem í sína hinstu ferð eins
og forsjáll landkönnuður sem veit
að vetrarhret eru að baki og fram-
undan er gróandi tíð. Að baki er
aldarlöng ævi manns sem óx stöð-
ugt að reynslu, hyggindum og
styrk frá því honum nýfæddum var
ekki hugað líf. Tamin þrautseigja,
íhygli, gamansemi og þolinmæði
léttu honum gönguna, öguðu hann
við val á gönguleiðum og viðbrögð-
um við sigrum jafnt sem vonbrigð-
um. Hann fór sínar slóðir, fann
sinn lífsstíl sem ekkert fékk hagg-
að og skapaði sér sjálfur mæli-
kvarða að velgengni og farsæld.
Hann var sinnar gæfu smiður.
Aldraður hafði hann nógan tíma,
átti ekkert ógert og þurfti allra
síst að byija nýtt líf. Sáttur sá
hann líf sitt í samhengi tíma og
sögu. Við sem vorum honum sam-
ferða um hríð þökkum fylgdina.
Helgi Björnsson.
Þessa dagana er Háskólinn að
treysta bönd sín við hollvini. Fáir
hafa reynst honum traustari
undanfarin 40 ár en Eggert V.
Briem. Það sýndi hann með stór-
kostlegum fjárstuðningi og ekki
síður með þeirri hvatningu til yngri
manna sem fylgdi einlægum áhuga
og óbilandi trú hans á viðfangsefn-
um þeirra.
Eggert V. Briem kynntist pró-
fessor Þorbirni Sigurgeirssyni á
fyrstu dögum Eðlisfræðistofnunar
Háskólans 1958. Þeir Þorbjörn og
Eggert náðu vel saman. Þorbjörn
gat svalað forvitni Eggerts um
margvísleg fyrirbæri náttúrunnar
og leiðbeint honum um leséfni til
að glíma við þær gátur sem á hann
sóttu. Vestan hafs hafði Eggert
lengi reynt að ná eyrum lærðra
manna en lítinn hljómgrunn fund-
ið. Eggert hreifst af starfi Þor-
bjarnar og lærisveina hans og vildi
styrkja það af bestu getu. Hann
var sjálfur að bijóta heilann um
ýmsar grundvallarforsendur eðlis-
fræðinnar og forvitinn um allar
nýjungar. Eggert styrkti kaup á
tækjum til Mössbauermælinga
þegar þær urðu viðfangsefni eðlis-
fræðinga um allan heim, og fyrstu
tilraunir okkar með örtölvur, sem
urðu undirstaða að þróun rafeinda-
voga á Raunvísindastofnun, byltu
starfsháttum í fiskvinnslu og
leiddu til fyrirtækisins Marels h.f.
Eggert hreifst af jöklum og
studdi samstarf áhugamanna og
vísindamanna af svo miklum
myndarskap að hann var valinn
heiðursfélagi í Jöklarannsókna-
félaginu. Hann styrkti frumvinnu
sem leiddi til smíði íssjár til að
kortleggja landslag undir jöklum,
rannsóknastöð á Grímsfjalli, borun
eftir gufu þar til að framleiða raf-
magn fyrir rannsóknatæki og til
hitunar skála Jöklarannsóknafé-
lagsins á Grímsfjalli, smíði
bræðslubors til að bora í gegnum
íshellu Grímsvatna og gaf snjó-
sleða og lórantæki til jöklaferða.
Öll þessi verkefni styrkti Eggert
vegna áhuga sem hann hafði sjálf-
ur á efninu og hann naut þess að
taka þátt í brautryðjendastarfi.
Styrkir hans voru sérlega mikil-
vægir þar sem hér var oftast um
tvísýn viðfangsefni að ræða, sem
fáir vildu styðja fyrr en meira var
vitað og árangur var tryggur.
Styrkir hans brutu ísinn og ruddu
þessum verkefnum greiða braut.
Eggert naut þess að sjá árangur
af stuðningi sínum. En hann var
jafnframt sjálfur ríkur af hug-
myndum og kynnti þær fyrir yngri
mönnum sem hann hvatti til dáða.
Ein athyglisverðasta ábending
hans varðar eina grundvallarfor-
sendu eðlisfræðinnar, hraða ljóss-
ins. Eggert benti réttilega á að
enginn hefur í raun mælt ljóshrað-
ann í eina stefnu. Allar mælingar
eru gerðar þannig að ljós er látið
fara fram og til baka. Sá ljóshraði
sem þannig er mældur er meðal-
hraði beggja leiða, en þar gefa
menn sér að hraðinn fram sé hinn
sami og hraðinn til baka. Þessu
vildi Eggert ekki una nema það
væri sannað með mælingum. Eng-
inn hefur enn treyst sér til þeirra.
Eggert var mikill áhugamaður
um virkjanir vatnsfalla en fór þar
eigin brautir sem í mörgu öðru.
Hann gerði tillögu um virkjun
Grímsvatna sem jafnframt kæmi í
veg fyrir Skeiðarárhlaup. Hann
velti mikið fyrir sér vötnum á Aust-
urlandi og vildi sameina vötn frá
Brúarjökli og Dyngjujökli í miðlun-
arlóni á Jökuldalsheiði og veita
vatninu norður í Vopnaíjörð til
virkjunar.
Eggert hafði mikla ánægju af
því að koma í Raunvísindastofnun
til að glugga í bækur og tímarit.
Síðustu árin var það þó torsótt af
eigin rammleik enda Hringbrautin
orðin með vaxandi straumþunga
að skaðræðisfljóti fyrir hæggenga
stafkarla. Samt var það efst i huga
Eggerts fram á síðustu daga að
þjálfa sig svo að hann kæmist á
eigin fótum vestur á Mela. En
Eggert bjó vel í Suðurgötu hjá
systurdóttur sinni Kristínu Bjarna-
dóttur og fjölskyldu hennar. Þau
létu hann í engu skorta svo fremi
hann vildi sjálfur þiggja. Fyrir
hönd vina Eggerts vil ég nota þetta
tækifæri til að þakka Kristínu og
hennar fólki þá fórn sem þau færðu
til þess að síðasta æviskeið Eg-
gerts yrði honum eins og hann
sjálfur kaus.
Sveinbjörn Björnsson.
Ævintýri eru til að heilla fólk;
örva ímyndanir þess og uppljóstra
furðum veraldarinnar. I ævintýra-
heimi er allt mögulegt, líka líf eins
og Eggert V. Briem lifði þar til
hann lést rúmlega tíræður að aldri.
Allt hans líf var byggt á miklum
misskilningi og tilviljunum að hans