Morgunblaðið - 24.05.1996, Page 49

Morgunblaðið - 24.05.1996, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ1996 49 Ekkertjafntefli í fyrstu umferð SKÁK Fjölbrautaskólinn í Garðabæ SKÁKÞING ÍSLANDS LANDSLIÐSFLOKKUR 22. maí-3. júní. 12 þátttakendur. Aðgangnr ókeypis. MIKIL barátta einkenndi skák- irnar í fyrstu umferð í landsliðs- flokki á Skákþingi íslands sem tefld var í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á miðvikudagskvöldið. Aðeins einni skák lauk með jafntefli og aðeins eftir langa baráttu, en úrslitin urðu annars þessi: Hannes H. Stefánss. - Þröstur Þórhallss. 1-0 TorfiLeósson-JóhannHjartarson 0-1 Jón G. Viðarsson - Sævar Bjarnason Vi - Vi HelgiÓlafsson-MargeirPétursson 1-0 Benedikt Jónasson - Magnús 0. Úlfarsson 0-1 Helgi Ass Grétarss. - Jón V. Gunnarss. 1-0 Mesta athygli í fyrstu umferð vakti skák Helga Olafssonar og Margeirs Péturssonar. Helgi beitti rólegu afbrigði gegn sikileyjarvörn Margeirs og framan af þræddi skákin troðnar slóðir. Margeiri tefldi ónákvæmt og Helgi fann snjalla leiki, fórnaði tveimur peðum og blés til sóknar með drottningu og riddara sem engar varnir voru við. Hannes Hlífar fékk aðeins betri stöðu eftir bytjunina gegn Þresti Þórhallssyni. Hann þrengdi hægt og sígandi að Þresti og innsiglaði góðan sigur með skemmtilegri fléttu þegar tímahrak var komið til sögunnar. Torfi Leósson missteig sig eftir byijunina gegn Jóhanni Hjartarsyni og sá ekki til sólar eftir það og féll á tíma eftir rúmlega tuttugu leiki. Helgi Áss og Jón Viktor tefldu enskan leik. Svartur átti í erfiðleik- um við að finna raunhæfa áætlun eftir byrjunina og stórmeistarinn vann sannfærandi sigur eftir 38 leiki. Magnús Örn náði undirtökunum snemma með svörtu í viðureigninni við Benedikt Jónasson og tryggði sigur eftir að tímamörkunum var náð við fertugasta leik. Jón Garðar var hársbreidd frá titiláföngum í vetur en tefldi ekki sannfærandi gegn Sævari og þeir sömdu um jafntefli eftir u.þ.b. 60 leiki eftir að á ýmsu hafði gengið. Það má gera ráð fyrir skemmti- legu og spennandi Skákþingi, því á meðal keppenda eru flestir af stiga- hæstu skákmönnum þjóðarinnar auk ungra skákmanna sem nú heyja frumraun sína í landsliðsflokki. Meðalstig keppanda á mótinu eru 2.386 ELO-skákstig og aðeins einu sinni hafa þau verið hærri, það var árið 1991, en þá fór mótið einnig fram í Garðabæ. Mótið er í sjöunda styrkleikaflokki og 7 vinninga þarf til þess að öðlast alþjóðlegan áfanga. Jóhann Hjartarson á titil að vetja en hann vann Hannes Hlíf- ar Stefánsson í einvígi um titilinn fyrir ári. Svart: Þröstur Þórhallsson Hvítur hefur byggt upp vinnings- stöðu og fer skemstu leið að settu marki. 35. Dxb8! - Bd4 36. Dxf8+! Svartur gafst upp. Hann er mát eftir 36..Kxf8 37. Bd6+ - Kg8 38. Hb8+ Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Margeir Pétursson Sikileyjarvörn I. e4 - c5 2. c3 - d5 3. exd5 - Dxd5 4. d4 - Rf6 5. Rf3 - e6 6. Bd3 - Rc6 7. 0-0 - Be7 8. Be3 - cxd4 9. cxd4 - 0-0 10. Rc3 - Dd6 II. a3 - b6 12. De2 - Bb7 13. Hadl - Hfd8 14. Bg5 - g6 15. Hfel - He8 16. Bxf6 - Bxf6 17. Re4 - De7 18. Rxf6 - Dxf6 19. Be4 16. - Hc8 var eðlilegri leikur, enda stendur hrókurinn illa á e8. Næsti leikur bætir ekki úr skák. 19. - He7? 20. Bxc6 - Bxc6 21. d5! - Bb7 22. Re5 - Bxd5 23. Rg4 - Dg5 24. f4! - Dxf4 25. g3! Hvítur hefur byggt upp vinnings- stöðu. Nú gengur ekki 25. -Dg5 vegna 26. h4!. Svartur hótar 26. Rf6+ og næst 27. Rxd5. Leikur svarts er þvingaður. 25. - Dc4 26. Rf6+ - Kf8 27. De3 - Dc5 28. Hd4 - Kg7 29. De5 - Be4 30. Re8+ - Kh6 31. Dg7+ - Kg5 32. Df6+ - Kh6 33. Hexe4 og svartur gafst upp. 2. umferð á Skákþinginu var tefld í gærkvöldi en 3. umferð hefst í dag kl. 17.00 í Fjölbrautaskólanum við Garðabæ. Þá mætast m.a. Helgi Olafsson og Jóhann Hjartarson, Helgi Áss Grétarsson og Margeir Pétursson, Hannes Hlífar Stefáns- son og Jón Garðar Viðarsson. Karl Þorsteins LLOYII SKÓR FYRIR KARLMENN! : - "‘jm -'•■■■* i . “*/* , Nám í cranio sacral- jöfnun 1. hluti af þremur 22.-28. júní. Kennari: Svarupo H. Pfaff, löggiltur „heilpraktikerin" frá Þýskalandi. Uppl. og skráning i síma 564 1803. Hvttasunnukirkjan Fíladelfía Helgina 24. til 27. maí verða raðsamkomur í Ffladelfíu í til- efni 60 ára afmælis safnaðarins og 75 ára afmælis hreyfingar- innar á íslandi. í kvöld kl. 20.00 verður fyrsta samkoman og ræðumaður er Thomas E. Trask, æðsti yfirmað- ur Assemblies of God, sem er stærsta hvítasunnuhreyfingin í 'Síngar heiminum í dag. Dagskrá helgarinnar framund- an: Laugardagur: Afmælissamkoma kl. 20.00. Ræðumaður Thomas E. Trask. Hvítasunnudagur: Hátíðarsamkoma kl. 16.30. Ræðumaðu Thomas E. Trask. 2. í hvftasunnu: Útvarpsguðsþjónusta kl. 11.00. Ræðumaður Hafliði Kpistinsson. Síðasta samkoman í herferðinni verður mánudagskvöld kl. 20.00. Lofgjörðarhópur Ffladelfíu, ásamt einsöngvurum, leiðir söng alla helgina. Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. FERÐAFÉtAG §) ÍSIANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Hvítasunnuferðir Ferðafélagsins: Látið ykkur ekki leiðast heima um hvitasunnuna - komið með í skemmtilegar Ferðafélags- ferðir. 1) 24.-27. maí: Öræfajökull (4 dagar). Gist að Hofi í Öræfa- sveit. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin, kl. 20.00 föstudag. 2) 25.-27. maí: Snæfellsnes - Snæfelljökull. Fjölbreyttar göngu- og skoðunarferðir, m.a. á Jökulinn. Gist að Göðrum í Staðarsveit. Silungaveisla. Sundlaug í næsta nágrenni. 3) 25.-27. maí: Þórsmörk - til- valin fjölskylduferð (3 dagar). 4) 25.-27. maí: Fimmvörðuháls - skemmtileg gönguleið milli Mýrdalsjökuls og Eyjafallajökuls. Brottför kl. 08.00 laugardag. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Mörkinni 6. Dagsferðir um hvítsunnu: 26. maí kl. 13.00: Helgadalur - Reykjaborg - Hafravatn. Verð kr. 800. 27. mai kl. 13.00: 1) Vífilsfell (656 m), 2) Jósepsdalur, létt gönguferð. Verð kr. 1.000. Ferðafélag islands. RAOAUGi YSINGAR Frá Langholtskirkjusókn Aðalfundur í Langholtskirkjusókn, skv. 4. kafla laga um krikjusóknir, safnaðarfundi o.fl. nr. 25/1985, verður haldinn í safnaðarheimilinu, Sólheimum 13, nk. þriðjud., 28. maí, kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Athygli skal vakin á því, að aðeins meðlimir í Langholtskirkjusókn hafa rétt til fundar- setu. Sóknarnefnd. Aðalfundur Vinnuveitendafélags Suðurnesja verður haldinn á Glóðinni í Keflavík miðviku- daginn 29. maí kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, kemur á fundinn. Vinnuveitendafélag Suöurnesja. Málverk Fyrir viðskiptavin okkar leitum við að góðum uppstillingum eftir Kristínu Jónsdóttur og Jón Stefánsson. Höfum einnig hafið móttöku á verkum fyrir næsta málverkauppboð. BORG við Ingólfstorg, sími 552 4211. Opið virka daga 12-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.