Morgunblaðið - 24.05.1996, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF • FORSETAKJÖR
ÍDAG
Um embætti
forseta Islands
Frá Kristjáni Va 1 Ingólfssyni:
ÍSLENSK þjóð stendur frammi fyr-
ir þeim vanda að velja sér forseta.
Forsetaembættið er embætti allrar
þjóðarinnar. Það er pólitískt í þeim
iýðræðislega skilningi orðsins að
það varðar þjóðina alla. Forsetinn
á að vera hafinn yfir allar flokks-
pólitískar línur, hver svo sem per-
sónuleg skoðun hans er eða hefur
veirð í flokkakerfi þessa lands.
Skyldur hans eru við þjóðina í heild
og því þarf hann bæði að þekkja
vel til þjóðarinnar og lífskjara henn-
ar og vera gjörkunnugur stjórn-
kerfi lýðveldisins.
í forsetakosningum afhendir
þjóðin verðandi forseta ijöregg sitt
á táknrænan hátt. Þetta kemur
m.a. skýrt fram við myndun ríkis-
stjórna. Meðan þegnarnir skiptast
eftir flokkspólitískum skoðunum er
þeir velja ríkjandi stjórnarfar í land-
inu, hafa þeir aðeins óbein áhrif á
myndum ríkisstjórnar og val á ráð-
herrum. Á þeirri stundu sem for-
seti lýðveldisins felur stjórnmála-
flokki að gera tilraun til stjórnar-
myndunar er hann tákn þjóðarinnar
og ber hag hennar fyrir bijósti.
Þess vegna fylgir hann þeim meg-
inlínum sem þjóðin hefur valið og
úrslit kosninganna eru vitni um.
Framundan er 1000 ára afmæli
kristninnar í landinu. Þess verður
minnst með margvíslegum hætti.
Forseti íslands gegnir þar Iykilhlut-
verki, sem í raun æðsti yfirmaður
þjóðkirkjunnar. Þegar sá er þetta
ritar, starfaði sem sóknarprestur í
ísafjarðarprestakalli um stundar-
sakir fyrir rúmum áratug var þáver-
andi sýslumaður, Pétur Kr. Haf-
stein, meðal máttarstólpa safnaðar-
ins á ísafirði. Hann var safnaðar-
fulltrúi og sótti kirkju reglulega,
ýmist fylgdi hann sonum sínum í
bamastarfið eða var við almenna
guðsþjónustu. Þannig urðu fyrstu
kynni okkar á hinum kirkjulega
grunni.
Þegar ég nú styð Pétur Kr. Haf-
stein, er það ekki síst vegna þess
að ég vil sjá einmitt hann á forseta-
stóli er kirkjan fagnar 1000 ára
kristni í landinu. Kristin trú hefur
verið kjölfesta þjóðarinnar í þúsund
ár. Hún er tryggt veganesti hennar
inn í hið nýja árþúsund. Mér er það
mikils virði að Pétur Kr. Hafstein
skuli vita það og trúa því. Pétur
Kr. Hafstein hefur marga kosti sem
prýða mega þann sem gegnir æðsta
embætti þjóðarinnar. Hann hefur
yfirgripsmikla þekkingu á stjórn-
kerfi lýðveldisins og á menningu
og sögu þjóðarinnar. Hann þekkir
landið og kosti þess og er kunnugur
högum fólks bæði í þéttbýli og dreif-
býli. Hann er hógvær drengskapar-
maður og vel til þess fallinn að
skapa embætti forseta íslands þá
reisn sem því hæfir.
Það er ánægjulegt að mega skora
á þjóðina að fylkja sér um framboð
Péturs Kr. Hafstein.
KRISTJÁN VALURINGÓLFSSON,
Skálholti.
Aðeins örlítill eftir-
máli, mín kæra þjóð
Frá Bryndísi Schram:
ÖLLUM þykir lofið gott. Við Jón
Baldvin erum ekki frábrugðin öðr-
um að því leyti. Eftir allt það, sem
á undan var gengið, öll hvatningar-
orðin, áskoranirnar, lofið og prísið,
komumst við ekki hjá því að ræða
það í alvöru okkar á milli, hvort við
gætum hugsað okkur að láta skeika
að sköpuðu, bijóta allar brýr að
baki okkur og geysast fram á orr-
ustuvöllinn í bardagann um forseta-
stólinn.
Þann 18. maí, á meðan við vorum
enn bara að hugsa málið, skrifar
Kristinn nokkur Sigursveinsson
grein um mig og manninn minn í
Morgunblaðið. Ég get þakkað
Kristni það, að við þann lestur varð
ég endanlega afhuga framboði okk-
ar. Ekki af því að ég treysti mér
ekki að lesa níð um sjálfa mig á
síðum blaðanna í enta sinn. Það var
ekki það, sem mér ofbauð. Heldur
hið botnlausa og ótrúlega virðingar-
leysi höfundar gagnvart hinu háa
embætti forseta Islands.
Ég vissi sem var, að þessi grein
t var bara fyrirboði þess, sem koma
skyldi. Við vorum enn ekki komin
í slaginn. Og ég gat satt að segja
ekki hugsað þá hugsun til enda, ef
kosnsingabaráttan ætti eftir að
lenda í því öngstræti lágkúru og
mannhaturs, sem birtist í grein
Kristins.
Það má eflaust margt misjafnt
um mig og Jón Baldvin segja. Við
erum ekki fullkomin frekar en hvert
og eitt ykkar hinna. En eitt gott
má þó um okkur segja: við tölum
ekki illa um nágrannann og höfum
aldrei beitt rógi til að klekkja á
andstæðingum okkar. Sú hugsun
mundi aldrei hvarfla að okkur.
Nú er það vitað, að Kristinn þessi
er ákafur stuðningsmaður eins for-
setaframbjóðandans. og það segir
mér enginn, að ef einhver úr fram-
varðarsveitinni skrifar grein í blað,
að það sé ekki gert með vitorði
foringjans.
íslenska þjóðin hefur ómælda
skemmtan af gróusögum. Sú
skemmtan setur óneitanlega mikinn
svip á þjóðlífið. Andlegur leiðtogi
þarf að vera vel af guði gerður og
bera gæfu til að hefja þjóðina upp
úr lágkúrunni.
Ef eftirlætisframbjóðandi Kristins
Sigurvinssonar á það fyrir höndum
að leiða íslenzku þjóðina um ókomin
ár, þá spyr ég: Getur hann það?
BRYNDÍS SCHRAM.
Geðþekkur og virðulegur
Frá Guðnýju S. Sigurðardóttur:
NÚ ERU forsetakosningar framund-
an og um fátt meira talað meðal
fólks. Margir hæfir frambjóðendur
eru í kjöri til forseta íslands og fólk
veltir ekki síst fyrir sér mökum
þeirra. Þar finnast mér ein hjón
skera sig úr hvað varðar glæsileik.
Þau Pétur Hafstein og kona hans,
Inga Ásta.
Pétur er verðugur frambjóðandi,
einkar geðþekkur og virðulegur
maður og Inga Ásta hefur mikla og
geislandi persónutöfra. Pétur sótti
framhaldsnám til Cambridge á Eng-
landi. Inga Ásta er píanókennari og
fjölmargir nemendur hafa sótt nám
til hennar. Þá talar hún frönsku reip-
rennandi, stundaði frönskunám við
Háskóla íslands og var leiðsögumað-
ur til margra ára. Hún hefur því um
margt svipaðan bakgrunn og forset-
inn okkar, Vigdís Finnbogadóttir.
Ég hef gert upp hug minn. Ég
ætla að kjósa Pétur Hafstein. Hann
mun sóma sér vel í embætti forseta
ísalnds ásamt eiginkonu sinni, Ingu
Ástu.
GUÐNÝ S. SIGURÐARDÓTTIR,
Goðheimum 26, Reykjavík.
Með morgunkaffinu
Ast er...
■.. aðgegna hlutverki
kodda, sem hún getur
lagt þreytt höfuð sitt á.
TM R*g. U.S Pat. Otl. — all riflhts reserved
(c) 1996 Loi Angelei Tim®i SyrxJtcate
AF því ég er orðinn
læs, finnst mér sann-
gjarnt að ég lesi nú
eina góða sögu fyrir
þig fyrir svefninn.
ÞÉR hefur þó ekki
dottið í hug að ég sæti
hér í tvo tíma og
horfði bara á þennan
ljóta hvíta vegg, eða
hvað?
unnið hér í 16 ár án
þess að fá launahækk-
un, en það er einmitt
ástæða þess að þú hef-
ur verið hér í vinnu í
16 ár.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pctursson
HVÍTUR leikur
og vinnur
SPÁNSKI stórmeistarinn
Miguel Ulescas náði sínum
besta árangri um daginn,
þegar hann sigraði ásamt
Búlgaranum Topalov á stór-
móti í Madrid. Illescas
(2.635) hafði hvítt og átti
leik í þessari stöðú gegn
unga Rússanum Alexander
Morosjevitsj (2.625).
19. f5!! - dxc3 20. Bxc3 -
Ra6 21. Rxh5! (Svartur get-
ur ekki komið við fullnægj-
andi vömum vegna þess að
lið hans á drottningarvæng
nær ekki að taka þátt í vörn-
inni. Það er nærri ótrú-
legt að hvítur skuli
komast upp með slikar
fórnir.) 21. — Rxc5 22.
Rf6 - Bxf6 23.exf6 -
Bxf5 24. exf5 — Re4
25. Dcl! - g5 26.
Ddl! Rxc3 27. Dh5
(Svartur er nú flæktur
í mátnet og kemur
engum vömum við)
27. - Re4 28. Dh6 -
Rxf6 29. Dxg5+ —
Kh7 30. Hf3 og Rúss-
inn gafst upp því mát-
ið blasir við.
Eins og sést af þessari
skák var enginn smáræðis
móður á Illescas á þessu
móti. Hann var óheppinn að
sigra ekki einsamall því hon-
um varð á grófur fing-
urbrjótur í betri stöðu í inn-
byrðis viðureign þeirra Top-
alovs og tapaði skákinni.
Skákþing íslands, Eim-
skipsmótið. Þriðja umferð
hefst í dag kl. 17 í Fjöl-
brautaskólanum í Garðabæ.
LEIÐRÉTT
Kristrún en ekki
Kristín
í FRÁSÖGN Morgun-
blaðsins í gær af heimsókn
færeyska lögmannsins til
Vestíjarða misritaðist
nafn Kristrúnar Ey-
mundsdóttur, eiginkonu
Halldórs Blöndal sam-
gönguráðherra og var hún
sögð heita Kristín. Morg-
unblaðið biðst velvirðingar
á þessum mistökum.
Gunnar Hjörtur
í inngangsorðum að
minningargreinum um
Gunnar Hjört Bjarnason
slæddust meinlegar villur
sem leiðréttast hér með
og eru hlutaðeigandi inni-
lega beðnir velvirðingar á
mistökunum. Gunnar
Hjörtur var fæddur á
Akranesi 10. desember
1974 og lést á Akranesi
15. maí síðastliðinn.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: laugaÞmbl.is
Uggandi um
úrslitin
ÉG VIL spyija stjómvöld
hvort komið verði á
áfallahjálp ef Ólafur
Ragnar Grímsson nær
kjöri til forseta íslands.
Fólki hefur verið boðið
upp á áfallahjálp þegar
stóráföll hafa riðið yfir
og verður það að teljast
þjóðaráfall ef hann nær
kjöri.
Heimir L. Fjeldsted,
Hjarðarhaga 17,
Reylgavík.
Frjálsar
hendur
ÉG VERÐ að láta í ljósi
ánægju mína með þátt
Uluga Jökulssonar,
„Frjálsar hendur" sl.
sunnudag þar sem hann
fjallaði um Litháen.
Þetta var alveg einstak-
lega góður þáttur, eins
og svo margir aðrir hjá
honum.
Anna
Tapað/fundið
Nælonpoki
tapaðist
GRÆNN nælonpoki með
barnaíþróttaskóm var
tekinn í misgripum á
skólalóð Hólabrekku-
skóla 13. maí sl. Viti ein-
hver um pokann er hann
beðinn að hafa samband
í síma 569-1325 á skrif-
stofutíma eða 557-8447
á kvöldin og um helgar.
Úr tapaðist
SONUR MINN varð fyr-
ir því óhappi fyrir
skömmu að týna úrinu
sínu í Sundlaug Seltjarn-
arness. Úrið er svart
Casio tölvuúr með stórri
skífu, sem hann hafði
nýlega fengið í ferming-
argjöf. Hann tilkynnti
strax um óhappið til
sundlaugarvarða og
sama dag hringdi kona
sem sagði að sonur
hennar hefði af óvita-
skap tekið úrið. Hún
harmaði þetta og lofaði
að skila úrinu í sund-
laugina. Nú eru liðnar
tvær vikur og ekkert
bólar á konunni. Því mið-
ur láðist að taka niður
nafn hennar en ég bið
hana að hafa samband
hið fyrsta.
Kristján Kristinsson
Bollagörðum 33.
Hringur fannst
FREKAR stór silfur-
hringur með steini
fannst á Hlemmi sl.
mánudag. Upplýsingar í
síma 561-3735 (sím-
svari).
HÖGNIHREKKVÍSI
Víkverji skrifar...
VORIÐ hefur komið snemma
að þessu sinni og segja þeir,
sem grannt hafa skoðað vorkom-
una undanfarin ár, að gróður sé
um það bil mánuði á undan nú
miðað við venjulegt árferði. Loft-
hiti er a.m.k. hærri nú í maí en
oft áður. Þó þarf hlýtt loftslag
ekki að þýða að laufgun allavega
sumra tijáa sé á undan miðað við
venjulegt árferði.
Fyrir allmörgum árum veitti
Víkveiji því athygli að bjarkir, sem
stóðu við mjög svipuð skilyrði,
laufguðust misfljótt. Ónnur laufg-
aðist um það bil hálfum mánuði
fyrr en hin. Þetta olli Víkverja
talsverðum heilabrotum. Vita-
skuld gat verið einhver mismunur
á laufgun, þar sem um tvo ein-
staklinga var að ræða, en hálfur
mánuður var æði mikill munur.
Víkveiji spurði Hákon heitinn
Bjarnason skógræktarstjóra
hveiju þetta sætti og hann kunni
strax skil á fyrirbærinu. Önnur
björkin hlaut að vera norðlenzk,
þ.e.a.s. sú sem fyrr laufgaðist. Það
er nefnilega sólarhæðin, sem
björkin fer eftir, ekki lofthiti.
Björkin er búin að vera hér í land-
inu frá örófi alda og hún þekkir
kenjar íslenzks veðurfars. Hún
veit sem sagt af reynslu sinni, að
ekki þýðir að treysta á lofthitann
í umhleypingum íslenzks veðurf-
ars. Hæð sólar er hins vegar það
sem óháð er vindum og lofthita.
Fyrir norðan er sólarhæðin minni
og þess vegna laufgaðist norð-
lenzka björkin fyrr, þegar hún var
komin suður.
• •
OSPIN er annað tré, sem oft
dregur við sig að laufgast.
Fyrst eftir að hún kom til landsins
frá Alaska varð hún illa úti í mikl-
um hitabreytingum, sem urðu á
nokkrum klukkustundum vorið
1963, ef Víkverji man ártalið rétt.
Þá kól svokölluð alaskaösp í görð-
um á höfðuborgarsvæðinu, enda
varð hitamunurinn upp undir 20
stig. Víkveiji minnist þess, að þá
sá margur garðeigandinn á bak
fallegri og reisulegri ösp, sem
varð að saga niður. Skógræktar-
menn voru hins vegar ekki eins
leiðir, því að kvæmin, sem út af
öspinni kæmu, myndu ekki láta
þetta henda sig, öspin myndi ekki
ganga í sömu gildruna aftur og
láta lofthitann blekkja sig öðru
sinni.