Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ1996 9 FRÉTTIR PÁLÍNA Ásgeirsdóttir hafdi í nægu að snúast á slysa- og bráðamóttökudeildinni. RAKEL Anna Guðnadóttir segist eiginlega ekkert hafa sofið á gangi sjúkrahússins. PÁLÍNA gægist yfir til Björns Guðmundssonar. Allt að 4 til 5 sjúklingar á gangi hverrar deildar Mikið álag hefur veríð á Sjúkrahúsi Reykja- víkur sl. viku. Starfsmenn hafa haft meira en nóg á sinni könnu og sjúklingar hafa legið á göngum. Anna G. Olafsdóttir kynnti sér ástandið á sjúkrahúsinu. MARGRÉT Tómas- dóttir vakthafandi hjúkrunarfram- kvæmdasljóri. „ÁSTANDIÐ á sjúkrahúsinu síðustu viku sýnir fyrst og fremst fram á hversu erfítt er að halda uppi góðri þjónustu á miklum álagstímum. Hér hefur álagið á starfsmennina farið upp úr öllu valdi og oft hafa sjúkling- ar þurft að liggja fár- veikir á göngunum. Samt eru sumarlokan- irnar enn ekki skollnar á,“ segir Margrét Tóm- asdóttir vakthafandi hjúkrunarframkvæmda- stjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur um erfið- leika vegna mikils álags á sjúkrahúsinu undan- fama daga. Margrét segir að rekja megi ástandið til samdráttar í heilbrigðis- kerfinu. „Samdrátturinn kemur bæði beint og óbeint niður á okkur. Lokanir annars staðar, t.d. á Ríkisspítölum og Landakoti, hafa þau áhrif að fleiri og veikari sjúklingar eru lagðir hingað inn. Héðan er svo flæðið hæg- ara vegna samdráttar og lokana á stofnunum eins og Grensásdeild og hjúkrunardeildum," segir hún. Álagið hefur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. „Við höfum ekki haft nægilega mikið legupláss og neyðst til að láta sjúklinga liggja á göngum og jafnvel klósettum. Einn og tveir hafa verið á göngum hverrar deildar og upp í íjóra eða fimm á lyijadeild- um. Við höfum, sem betur fer, ekki verið ineð mjög mikið af fárveikum sjúklingum en auðvitað er ekki nægi- lega vel búið að sjúklingunum frammi á göngunum. Þó hafa þeir tekið ástandinu ótrúlega vel,“ segir Mar- ! grét. Hún segist ekki geta neitað því að með auknu álagi aukist hættan á að gerð séu mistök á sjúkrahúsinu. „Þó við höfum sloppið vel hingað til er staðreyndin auðvitað sú að í svona umhverfí vex hættan á mistökum. Þreytt, og oft úrvinda starfsfólk, er aldrei besta starfsfólkið. Hins végar | hefur starfsfólkið hér staðið sig með eindæmum vel og sýnt ótrúlegt þol- gæði við mikið álag,“ segir hún og ■ fram kemur að aukið álag geri ekki boð á undan sér. „Ríkisspítalarnir taka t.a.m. við bráðavaktinni um helgina. Samt koma öll slysatilfellin hingað og J því er viðbúið að álagið verði töluvert. i Ég vona bara að fólk fari varlega : þessa fyrstu ferðahelgi ársins.“ Svaf eiginlega ekkert „Þó ég hafí eins og aðrir fylgst með umræðunni um samdrátt í heilbrigðis- kerfínu fannst mér mjög skrítið að lenda í þvi að þurfa að vera frammi á gangi. Ég gat eiginlega ekkert sofið enda var sí- felldur umgangur á ganginum alla nóttina," segir Rakel Anna Guðna- dóttir sjúklingur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hún var lögð inn á sjúkrahúsið vegna sýk- ingar í blóði sl. miðviku- dagskvöld. I heilan sólar- hring þurfti hún svo að liggja á göngum sjúkra- hússins vegna plássleys- is. „Við vorum nokkur frammi á gangi og einn þurfti að vera á saleminu af þvi að ekki var nógu mikið pláss inni á sjúkra- stofunum. Sjúklingamir tóku ástandinu með still- ingu og starfsfólkið var alveg hreint yndislegt," segir Rakel. En er hún eftir reynslu sína tilbúin til að greiða meira til heil- brigðiskerfísins. „Svei mér þá, ég held það bara,“_ segir hún. Pálína Ásgeirsdóttir, deildarstjóri á slysa- og bráðamóttöku sjúkrahússins, segir að ástandið hafi verið verst sl. miðvikudag. „Þegar kvöldvaktin hófst biðu 14 eftir að komast að frá því um daginn. Síðan bættust 78 sjúklingar við fram til miðnættis. í svona tilfellum notum við alla tiltæka stóla, bekki og dýnir á göngunum," segir hún. Hún segir að álagið komi verulega niður á sjúklingum og starfsfólki sjúkrahússins. „Sjúklingamar hvilast ekki á hörðum sjúkrabekkjum frammi á gangi svo ekki sé talað um allan umganginn og áreitið af símhringing- um og píptækjum. Heilbrigt fólk á erfítt með að þola svona ástand hvað þá sjúklingar," segir hún. Pálína tekur fram að starfsmenn- irnir verði þreyttir á því að geta ekki sinnt sjúklingunum eins vel og þeir óskuðu. Hún segir að ekki hafi verið gerð sérstök könnun á því hvort aukið álag hafi í för með sér vax- andi forföll meðal starfsmanna. „Hitt er alveg ljóst að við langvinnt álag lækkar þolinmæðisþröskuldurinn óneitanlega og kulnin gerir frekar vart við sig. Erlendis hefur verið komist að því að svona aðstæður geti haft í för með sér erfiðleika í einkalífi fólks. Ef ekki næst að vinna úr álaginu í vinnunni lendi erfiðleik- arnir í staðinn á nánustu ættingjum eða hafi aðrar alvarlegar afleiðingar i för með sér. Við höfum því reynt hérna að tala út um hlutina áður en starfsmennirnir fara heim. Þó svo að siíkar samræður kosti aðeins lengri vinnudag," segir hún. „í lagi að hvíla sig“ „Mér líður ljómandi vel en hitt er annað mál að ég vildi ekki vera al- veg fárveikur hér,“ segir Björn Guð- mundsson sjúklingur á sjúkrabekk á gangi slysadeildarinnar. Björn sagð- ist hafa komið á slysadeildina austan úr Sogi, þar sem hann vinnur. Hann hefði svo legið á ganginum á milli þess sem hann hefði verið sendur í rannsóknir vegna lungnanna. Þó Björn léti ágætlega af sér sagðist hann ekkert hafa getað sofið yfir daginn. „Ég held að það verði alveg í lagi að fara að fá að hvíla sig á stofu,“ sagði hann í því sambandi. Hann sagði að sjúklingarnir með honum á ganginum hefðu allir verið tiltölulega rólegir og starfsfólkið elskulegt. Hann sagðist hvorki vita hversu lengi hann þyrfti að vera á ganginum eða hvenær hann kæmist heim af sjúkrahúsinu. HASKOLABIO FRUMSYND 31. MAÍ Mikið álag á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að undanfömu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.