Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SÆNSKI rithöfundurinn Per Olov Enquist og hin danska stallsystir hans; Susanne Brogg- er, nefna bæði Islendingasög- umar sem eina helstu áhrifa- valda sína í viðtali sem birtist við þau í Politiken fyrir skemmstu og fjallaði um stöðu norrænna bókmennta. „Em Norðurlöndin ósönn?“ var yfir- skrift viðtalsins. Rithöfundamir em í upphafi spurðir hvort norrænar bók- menntir hafi meiri þýðingu fyr- ir þá en t.d. þær engilsaxnesku. „Mér hefur alltaf fundist ég vera afar norrænn höfundur," segir Enquist. „Að sjálfsögðu verður maður fyrir áhrifum frá alls kyns bókmenntum en gmnnurinn að skrifum mínum er tónfall og mál íslendinga- sagnanna. Mér finnst það svo augljóst, að hver sá sem les bækur mínar ætti að geta séð það. Maður getur nefnt Hem- ingway - eða eins og þú, Sus- anne, Henry Miller, en Miller hélt því jú fram að hann hefði lært að skrifa af Hamsun. Lesi maður Hamsun sér maður alls staðar glitta í íslendingasög- urnar.“ Brogger svarar spurning- unni einnig játandi, en hún hefur m.a. þýtt Völuspá yfir á Púka- leikur á Lista- hátíð H VUNNDAGSLEIKHÚ SIÐ samtök listamanna um klassíska leikmennt - æfir nú ærslaleik- inn/púkaleikinn Jötuninn eftir Evrípídes og mun sýna. hann á Listahátíð í Loftkastalanum 8., 11. og 13. júní. Svonefndir „púkaleikir“ voru til forna hafðir til að létta mönnum lund eftir langa og mikla harm- leiki Bakkosarhátíðanna hel- iensku, en þessi, Jötuninn eða Kýklópinn, er sá eini sem geymst hefur í heilu lagi. Helgi Hálfdánar- son hefur þýtt þetta verk Evrípí- desar og er hann til á prenti ásamt harmieikjaþýðingum Helga í út- gáfu Máls og menningar. Jötuninn er að efni til sprottinn upp af Pólífemosar-þætti Ódis- seifskviðu Hómers. Ódisseifur á heimleið úr Trójustríðinu lendir í ÞAÐ hlýtur að gefa ástardúettum sérstakt inntak þegar söngvararnir sem syngja þá eru ástfangnir og þannig er því farið með nýjan disk sem þau Roberto Alagna og Angela Gheorghiu gáfu út fyrir skemmstu. Þau kynntust þegar þau sungu sam- an í La Bohéme og gripu tækifærið þegar þau tóku þátt í annarri upp- færslu i New York snemma á árinu og giftu sig; brúðkaup sem óperu- unnendur hafa kallað brúðkaup árs- ins, enda eru þau skærustu stjörn- urnar í óperuheiminum. Olíkur uppruni Roberto Alagna er fransk-sikil- eyskur og hafði ofan af fyrir sér með því að syngja á pizzustað í París fyrir þjórfé að loknu söng- námi. Hann vakti þegar athygli fyrir túlkun og fagra rödd og eins og í takt við vinsæla iðju gagnrýn- enda var hann útnefndur arftaki tenóranna þriggja; sumir hafa gengið það langt að kalla hann hinn nýja Pavarotti. Alagna var kvænt- ur, en kona hans lést sviplega fyrir stuttu. Angeia Gheorghiu er rúmensk Grunnurinn að skrif- um er tónfall og mál íslendingasagnanna PER OIov Enquist og Susanne Bragger séð með augum Anne-Marie Steen-Petersen. dönsku og hlotið mikið lof fyr- ir. Þegar talið berst að nor- rænum samtímabókmenntum segir hún að hvorki hún né aðrir norrænir höfundar geti Ijáð sig um norrænar bók- menntir sem dæmigerðir full- trúar þeirra, sú tíð sé löngu liðin. „Ástæðan er m.a. sú að að bókmenntir eru ekki lengur eitt mikilvægasta samskipta- formið. Það koma nærri því engar danskar bækur út í Noregi og Svíþjóð nema Peter Hoeg og ástæðan er sú að hann er meira amerískur en danskur. Svo virðist sem bók- menntirnar endurspegli sam- félagið ekki lengur." Enquist og Brogger verður tíðrætt um að ekki aðeins hafi Norðurlöndin fjarlægst hvert annað, heldur einnig löndin í Evrópu. Þó nefnir Brogger það sem dæmi um að Norður- löndin hafi færst nær hvert öðru í Evrópusamstarfinu, að þegar hún kynnti þýðingu sína á Völuspá á rithöfundaþingi í Brussel fyrir skömmu, kom að máli við hana kona frá Suður- Evrópu sem sagðist nú skilja hvað það væri sem héldi Norð- urlöndunum saman: Þau hefðu aldrei verið almennilega kristnuð. HVUNNDAGSLEIKHÚSIÐ - samtök listamanna um klassíska leikmennt - æfir nú ærslaleikinn/púka- leikinn Jötuninn eftir Evrípídes og mun sýna hann á Listahátíð í Loftkastalanum í júní. miklum mannraunum. Jötuninn eineygi Pólífemos ríkir á Sikiley og heldur þar Sílenosi gömlum skógarpúka og konum hans í ánauð. Sílenos fóstraði áður vín- guðinn Bakkos. Ódisseifur leitar vista eftir hrakningar á hafi en allt bendir til þess að hann verði næsti málsverður Pólífemosar. Úr efni þessa púkaleiks Evreípídesar vinnur Leifur Þórarinsson tón- skáld verk sitt ásamt leikurum og starfsfólki Hvunndagsleikhússins undir leikstjórn Ingu Bjarnason. Hönnuðir leikmyndar og búninga er G. Erla og lýsingar er Alfreð Sturla. Með helstu hlutverk fara Arnar Jónsson, Gísli Rúnar Jóns- son, Hinrik Ólafsson, Jóhanna Lin- net, Margrét Pétursdóttir, Gunnar Gunnsteinsson, Jóhanna Þórhalls- dóttir og Björk Jónsdóttir. Að sýn- ingunni standa yfir 50 manns, þar af 30 í kór og hljómsveit. Ásthrifnir söngfuglar Tvær skærustu söngstjörnur heims um þess- ar mundir eru Roberto Alagna og Angela Gheorghiu. Þau kynntust þegar þau sungu ástardúetta saman, urðu ástfangin og sendu fyrir skemmstu frá sér ástardúettaplötu. og fór hefðbunda leið í tónlistar- námi þar til hún sló í gegn nýkom- in úr tónlistarakademíunni í Búda- pest fyrir sex árum. Upp frá því hefur henni gengið allt í haginn og svo vel þótti henni takast upp í hlut- verki Violettu í La Traviata og disk- ur sem gefinn var út með upptök- unni var valinn diskur ársins í Bret- landi á síðasta ári. Fyrir stuttu gaf hún út aríudisk, þar sem hún syng- ur meðal annars aríur úr La Bohéme. Diskurinn sem þau Alagna og Gheorghiu sungu inn á saman hefur fengið góðar viðtökur gagn- rýnenda, en þau spreyta sig meðal annars á dúettum eftir Mascagni, Gounod, Bernstein, Berlioz og eðli- lega Puccini. Þau Alagna og Gheorghiu segj- ast fátt ræða annað en tónlist þá þau hittast, en sem vonlegt er hafa þau í nógu að snúast hvort í sínu horni. Þau segjast ekki syngja sam- an nema listarinnar vegna; þau hafi ekki áhuga á að verða einhvers- konar sýningargripir, en það gefi reyndar augaleið að þau nái að gæða ástardúetta meiri tilfinningu en flestir söngvarar aðrir. Orgeltón- leikar ÞÝSKI organleikarinn og pró- fessorinn Gerhard Diekel heldur á næstunni fimm orgeltónleika í jafnmörgum kirkjum í Reykjavík með mismun- andi efnis- skrám. Verkin sem Dickel flytur eru eftir Bach, Hándel, Buxtehude, Max Reger, Mozart, Mend- elsohn, Liszt, Dupré, César Franck og Flor Peters. Fyrstu tónleikarnir verða í Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 28. maí kl. 18. í Fríkirkjunni í Reykjavík verða tónleikar miðvikudaginn 29. maí, einnig kl. 18. Þriðju tónleik- arnir verða í Digraneskirkju fímmtudaginn 30. maí, þeir fjórðu í Fella- og Hólakirkju föstudaginn 31. maí og loks spilar Gerhard Dickel í Hall- grímskirkju sunnudaginn 2. júní. Negrasálma- kvöld ÞRIÐJU og síðustu tónleikarnir á Tónlistarvori í Fríkirkjunni verða halndir næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20.30. A þessum tónleikum mun Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík syngja negrasálma og gospel- söngva undir stjórn dr. Pavels Smid organista við kirkjuna. Einsöngvarar á tónleikunum eru; Davíð Ólafsson, Ólöf Ás- björnsdóttir, Svava Kristín Ing- ólfsdóttir og Þuríður Sigurðar- dóttir. Miðasala við innganginn, miðaverð 1.000 kr. Eldri borg- arar og tónlistamemar fá 50% afslátt. Ann Farholt til Islands DANSKA djasssöngkonan Ann Farholt kemur fram á hvíta- sunnudag í Vestmanna- eyjum og á 2. í hvíta- sunnu á veg- um Jazz- vakningar og Listaklúbbs Leikhúskjall- arans. Húsið opnar kl. 21 en tónleik- arnir hefjst kl. 21.30. Miðasala verður við innganginn. I fréttatilkynningu segir, að með Ann Farholt komi hingað til lands gítarleikarinn llenrik Bay, bassaleikarinn Guffi Pal- lesen og trommarinn Andy Eberhart. Handavinna á Arbæjarsafni STÚLKUR úr Hússtjórnarskóla Reykjavíkur munu sýna handa- vinnu á Árbæjarsafni mánudag- inn 27. maí frá kl. 14-17. Gefst gestum safnsins kostur á að sjá hluta þeirrar vinnu sem unnin hefur verið í skólanum í vetur. Áhugafólk um tóvinnu getur einnig séð band spunnið í Arbæ og þar verða búnir til roðskór. Sóla sýnir á Selfossi UÓSMYNDASÝNING Sólu stendur nú á Kaffi Krús, Sel- fossi.. Myndir sýningarinnar eru af klæðskiptingum og voru teknar í San Fransisco og L.A. Sýning- in stendur í mánuð. Ann Farholt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.