Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 Dýraglens Tommi og Jenni f\ \/Á- j M , X, ^— Ljóska l'M G0IN6 H0ME,MANA6ER.. IFANY0NEHIT5A8ALLT0 RI6HT FIELP, LET ME KNOU).. HERESMYPHONENUMBER, OUR FAX NUMBER AND OUR E-MAIL APPRE55.. -\|---------- 0UTFIELPER5 5EEMTO BE MUCH MORE CONSIPERATE THANTHEYU5EPTOBE.. Ég er að fara heim, sljóri. „Ef Hérna er símanúmerið mitt, fax- Utvallarmenn virðast vera miklu einhver slær bolta út á hægri númerið okkar og netfangið. tillitssamari en þeir eiga vanda til. vallarhelming, láttu mig þá vita." BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Komið og fylgið mér Frá Sigfúsi B. Valdimarssyni: í MATTHEUSAR guðspjalli 4. kapítula, 17.-20. versi, er sagt frá því er Jesús byrjaði að predika og sagði: „Gjörið iðrun" og hann gekk meðfrem Galíleuvatninu. Sá hann þá bræðurna Símon Pétur og Andrés sem voru fiskimenn. Hann kallaði á þá og sagði: „Komið og fylgið mér, og mun ég gjöra yður að mannaveið- urum." Þessir fískimenn hlýddu kall- inu og urðu fyrstu lærisveinar Jesú, og boðberar þess fagnaðarerindis er hann flutti að „Frelsa synduga menn!" „Leita að hinu týnda og frelsa það." Drottinn Jesús Kristur er hinn sami í dag. Hebr. 3:9. Lifandi og upprisinn Frelsari, sem fyrir sinn heilaga anda og lifandi orð, kallar á menn og konur á öllum aldri til fylgd- ar við sig, og margvísleg er þjónust- an í víngarði hans. Ég heyrði rödd hans og kom til hans „sár af synd" þegar ég var 21 árs. Hvílík gæfa. Stærsti viðburður lífs míns. Eins og Jesús segir: „Þann sem til mín kem- ur, mun ég alls ekki burtu reka." Hann tók mig að sér í því hörmunga- rástandi sem ég var í og frelsaði mig. Á einu augnabliki hafði ég „end- urfæðst" Var orðinn „ný sköpun í honum" 2. Kor. 5:17. Svo þegar ég flyt til ísafjarðar 1946 kallaði Guð mig til að hefja þar kristilegt sjómannastarf. Sr. Sig- urbjörn Á. Gíslason hvatti mig líka og studdi meðan hans naut við. Sal- em Sjómannastarfið er því 50 ára á þessu ári. Ég get ekki annað sagt en að Drottinn hafí leitt það og bless- að á undursamlegan hátt öll þessi ár, og ég lofa hann fyrir að enn gefur hann mér heilsu til að sinna þessari þjónustu. Ég er þakklátur öllum þeim mörgu vinum, sem ég hefi eignast utan lands og innan. Það er ómetanleg uppörvun. Fagnaðarer- indi Jesú Krists getur aldrei orðið nema til blessunar og gleði, þeim sem vilja taka við því. „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, Þeim sem trúa á nafn hans" Jóh. 1:12. Á sjómannadegi fer fjöldi sjó- manna til árdegismessu og hlýðir á Guðs orð og tekur þátt í lofgerð il Drottins og er það vel við hæfi því margs er að minnast og margt er að þakka, þó einnig hafi komið sorg og söknuður, en þá hefir líka margur fengið að upplifa hve gott það er að eiga Jesú, „sem einkavin í hverri þraut". Því miður hættir mörgum við er líða tekur á daginn að slást í fylgd með bölvaldinum „Bakkusi" en því fylgir aldrei nema vonbrigði og óhamingja, því vil sterklega vara við slíku. Haldið dag ykkar út með lof- gerð í hjarta, og hafið svo Jesú með í öllum verkum ykkar. Minnist sálms- ins, sem ég held að við öll höfum lært. „Við freistingum gæt þín og falli þig ver". Að endingu vil ég benda á að ræðu Péturs fiskimanns er hann flutti á stofndegi kristinnar kirkju og skráð er í 2. kapitula Postulasög- unnar. „En er þeir heyrðu þetta, stungust þeir í hjörtun og sögðu við Pétur og hina postulana: Hvað eigum vér að gjöra, bræður? En Pétur sagði við þá: Gjörið iðrun og sérhver yðar láti skírast í nafni Jesú Krists... Og með öðrum fleiri orðum bar hann vitni, áminnti þá og sagði: Látið frels- ast frá þessari rangsnúnu kynslóð. Þeir sem þá veittu orði hans viðtöku voru skírðir og á þeim degi bættust við hér um bil þrjú þúsund sálir. Og þeir héldu sér stöðuglega við kenning postulanna og samfélagið, brotning brauðsins og bænirnar." Þannig verður kristin kirkja að starfa í dag, svo sami árangur náist. Svo endar þessi kapítuli með þessum orðum: „En Drottinn bætti daglega við í hópinn, þeim er frelsast létu." Lesið nú í samhengi þennan kapítula og síðan sem allra mest í hinni heilögu bók. Orð Jesú er andi og líf." „Sæl er sú þjóð, sem á Drottin að Guði." Sálm. 33:12. Gleðilega sjómannahátíð. SIGFÚS B. VALDIMARSSON, sjómannastarfinu Salem, ísafirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt ! upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. umd Borðapantanir S. 567 2020^ Fax. 587 2337 Opið um nvítasunnuna: 20. maf hvítasunnudag: Kafi-Matáorð kl. 14-18 HlaðborðU. 18.30-21.30 27. maí mánuaag, annan í hvttasunnu, Kaffihlaðhorb U. 14 - 18 veradölum . : i i 4 í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.