Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 32
. JJ2 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Guðlast, klám og níð Vísnatorg _____Á Vísnatorgí er ferðast með_____ kvæðamönnum í Iðunni, fylgst með orða- sennu hagyrðinga og litið inn á kór- skemmtun fyrir norðan. Pétur Blöndal er umsjónarmaður torgsins. Gamall draumur varð að veru- leika hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni nú nýverið þegar síðasti vetrarfundur var haldinn úti á landi í Þingborg í Flóa. Ánægjuleg kynni tókust með heimamönnum og Iðunnarfélögum og voru þátt- takendur um hálft hundrað. Iðunn fer árléga í sumarferð út á land og er þá mikið ort í rútubílnum á leiðinni. Svo var einnig í þetta sinn. Venju sam- kvæmt átti Andrés H. Valberg fyrstu vísuna og hlaut lófatak fyrir: Veðrið nógan færir frið fellum lófa saman. Austur í Flóa ökum við andans þróum gaman. Sigurður Sigurðarson dýra- læknir hélt á standinum. Þangað eru jafnan þær vísur sem ortar eru í ferðum Iðunnar lagðar. Hann lagði hart að kvæðamönnum að kasta einhverju fram og þegar hann otaði hljóðnemanum að Andrési tautaði Andrés fyrir munni sér: Þó ég hafi þrumuraust og þenji kjaft um vöku, enginn getur endalaust ort og kveðið stöku. Björn Loftsson lét sér vel líka kveðskap Andrésar: Nú eru opnar náðardyr nú er margt sem gleður. Andrés Valberg eins og fyrr á við marga kveður. Hilmar Pálsson bætti um betur: Vetur sumar vor og haust víst á nótt sem degi Andrés kveður endalaust þótt allir hinir þegi. Þegar komið var á áfangastað var lesin upp kveðja frá Guð- mundi Ágústssyni frá Hróars- holti. Honum fórst það vel úr hendi að þreyta glímuna við Braga enda fyrrum glímukóngur íslands, brottfluttur og síungur Flóamað- ur. Hér á eftir fer brot úr kveðj- unni: Glaða æskugrundin mín, grónir slægju frjóu reitir. Þú hefur brauðfætt börnin þín betur en flestar aðrar sveitir. Fleiri urðu til að yrkja um Fló- ann þessa kvöldstund. Hilmar Pálsson kvað: Víst er Flóinn vildarsveit og vænni en margur heldur. Þó er hann eins og þjóðin veit þurrkaðar fúakeldur. Hafsteinn Stefánsson sló á létta strengi: Vítt um landið eru argir óttalegir villingar. Austur í Flóa finnast margir fyrirmenn og snillingar. Sigmundur Benediktsson lagði sitt til málanna: Kambabrúnum keikum á kviknar hugsun skrýtin: Fjarlægð gerir fjöllin blá en Flóann sáralítinn. Hjörtur Þórarinsson orti um fjallahringinn: Útsýnin er yndisfógur um allan Flóann til að sjá. I björtu veðri Búrfell fjögur birtast fjallahringnum á. Bjargey Arnórsdóttir kvað sér næst hljóðs: Af okkar hlaði yndi sást allt að sjávarbárum. Á fjallahringnum festi ást fyrir nokkrum árum. Því næst var horft á upptóku með viðtali við Þórð Kristleifsson frá Stóra-Kroppi. Hann varð 103 ára í mars síðastliðnum og er í fullu fjöri. Þórður hefur ort sléttu- bandarímu um Geysi. Þar eru eft- irfarandi erindi: Leysir fjötra, bifast brjóst bárur glampa, hrynja. Geysir nötrar, löður ljóst lætur skvampa dynja. Þegar kom að því að ljúka fund- inum uppgötvaðist að Skálda, skipslíkan Iðunnar, sem safnað er í vísum á fundum, hafði gleymst. Var þá gripið til þess ráðs að láta skáldahatt Jóa í Stapa ganga um salinn. Sigmundur Benediktsson lét vísu í hann: Jóa flýtur hattur hjá hann þó skyldu geri. Skálda strandar ennþá á andans gieymsku skeri. Heiðrún Jónsdóttir lét ekki sitt eftir liggja, - þótt hógværðin væri á sínum stað: Hagmælsku ef hefði nóga og hennar birtust gæði fín, hattinum af höfði Jóa hiklaust gæfi ljóðin mín. Þegar kom að því að Jói hvolfdi á sig hattinum fyrir myndatöku var hann fullur af kveðskap. Og aldrei brestur Jóa andagift: „TRILLUKARLAR saltan sjó/sækja og þorskinn draga,' Morgunblaðið/RAX segir í fyrriparti síðasta þáttar. Víst er Jóa grálegt geð með glettni öfugsnúna. Hann er hreykinn hattinn með hann er fullur núna. Fjallað var um þjóðfélagsmálin í bundnu máli á fjáröflunar- skemmtun Kórs Akureyrarkirkju í Oddvitanum nýlega. Þar léku hagyrðingarnir Björn Þórleifsson, Pétur Pétursson og Benedikt Sig- urðarson á alls oddi. Björn orti: Vii ég helst að verði hér vinarþel hið besta. Mér ógnar þegar illskan fer í organista og presta. Pétur Pétursson átti síðasta orðið: Organista eins og prest angrar karp og strið, en gamanskáldið gleður mest guðlast, klám og níð. Jóhannes Sigfússon á Gunnars- stöðum skoraði á Árna Jónsson í Fremsta felli í síðasta þætti. Sagði hann Árna geta ort ef sett væri ögn af sykri í hann og svolítið af geri. Árni svarar: Þekktur ert í þjððarsál af þínum frjóa anda Blessuð vertu sumarsól „Það er mismunandi frá einu tímabili til annars hvaða visur eru mér ofarlega í huga," segir Philip Vogler frá Egils- stöðum, sem er gest- ur Vísnatorgs að þessu sinni. Hann var nýlega á þrjátíu manna fundi um h'óðagerð á Eiðum þar sem ákveðið var að stofna félag austfirskra ljóð- aunnenda á Stöðv- arfirði um miðjan júlí næstkomandi. Þar var Aðal- steinn Aðalsteinsson fundarrit- ari. Hann ortí h'óð af því tilefni sem fól í sér hendinguna: Færa skal til fundargerðar flestar gerðir hugarverðar Og í lokin: Fundi slítum fögnum gerðum, framtíðar við skáldin herðum. Vogler hefur getið sér orð fyr- ir að vera athafnamaður og sér t.d. um útileikhús á Austurlandi á sumrin. „Næsta sumar verða m.a. sýningar á þætti um Pál Ólaf sson eftir Magnús Stef- ánsson á Fáskrúðs- firði, en þar voru uppeldisstöðvar skáldsins," segir Philip. „Það getur ekki orðið af sýn- ingum nema sú sumarblíða haldist sem ríkt hefur und- anfarið og þess vegna er vel viðeigandi að ve^ja eftirf arandi vísur sem eru oft sungnar við lag annars Austfirðings, Inga T. Lárus- Ó, blessuð vertu sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin biá. Nú fossar, lækir, unnir, ár sér una við þitt gyllta hár nú fellur heitur haddur þinn umhvítajökulkinn." er þú bergir Bragaskál barmafulla af landa. Árni skorar síðan á Jón Einar Haraldsson, skólastjóra á Eiðum. Er skyggnist ég um skáldatal skortir ekki mannaval; skora ég á skýran hal skáld frá Jaðri í Reykjadal. í síðasta þætti var borinn á torg fyrriparturinn: Trillukarlar saltan sjó sækja og þorskinn draga Aðalsteinn H. Guðnason botn- ar: I þinginu er þrasað nóg en það er önnur saga. Sverrir Pálsson tekur við: Sóknarmarkið þykir þó þeim til nokkurs baga. Víkingur Guðmundsson á Grænhóli á Akureyri sendir botn: Fæstir af þeim fá þó nóg en fálma um léttan maga. Eiginkona hans, Bergþóra Sölvadóttir, gefur honum ekkert eftir: Æðimarga um aflakló er til hetjusaga. Þá Sindri: Kvótagatan kræklótt, mjó köppum veldur baga Birgir Bragason botnar: Ekki leyfist þetta þó og Þorsteinn nmn þá klaga. Loks Pétur Stefánsson: við slæman hag og hrelldir nóg, í hlekkjum kvótalaga. Og hann er kominn á flug: Við ferskeytlunnar fagran hljóm, finnst mér öllu borgið. Sækir hugur helgjdóm helst á Vísnatorgið. Um leið og umsjónarmaður þakkar þeim sem lögðu leið sína á Vísnatorg kastar hann fram fyrripartinum: Forsetann_ brátt fáum við i forsvar íslendingar • Póstfang þáttaríns er: Vísnatorg/Morgunblaðinu, Krínglunni 1, 103 Reykjavík Netfang: pebPmbl.is : . ?¦ Ferðaþjónusta Austurlands tekur til starfa á Seyðisfirði Seyðisfirði. Morgunblaðið. JSJYTT fyrirtæki á sviði flutninga og ferðaþjónustu er tekið til starfa á Seyðisfirði. Fyrirtækið er hlutafé- lag og heitir Ferðaþjónusta Austur- lands. Eigendur fyrirtækisins eru Vélsmiðjan Stál hf., Ferðamiðstöð Austurlands, Austfar hf. og ein- staklingarnir Bergur, Sigurður og Emil Tómassynir og Sigmar Svav- 'arsson. Aðalstarfsemin verður rekstur langferðabfla og ferðaþjónustustarf- semi almennt og mun fyrirtækið hafa fimm rútur í rekstri nú í sum- ar. Stál hf. hafði áður sérleyfi um Fjarðarheiði, sem nú verður í hönd- um nýja fyrirtækisins. Aðsetur Ferðaþjónustu Austurlands er í elsta húsi Seyðisfjarðarkaupstaðar, sem er talið byggt 1848. Húsið var upp- runalega byggt sem pakkhús, varð síðan að sláturhúsi, því næst bíóhús og danshús. Á síldarárunum var húsið notað sem verbúð fyrir söltun- arstúlkur og hlaut þá nafnið Meyjar- skemman sem haldist hefur síðan. Vélsmiðjan Stál hefur átt húsið um árabil og haft þar ýmist geymsl- ur eða trésmíðaverkstæði þar til nú að húsið hefur verið endurbætt til að geta hýst verkstæði og þjónustu- miðstöð fyrir bílaflota Ferðaþjón- ustu Austurlands. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson FRÁ opnun Ferðaþjónustu Austurlands. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.