Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.05.1996, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 1 MINNINGAR t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, frá Kjalveg, lést í Seljahlíð þann 24. maí. Atli Snædal Sigurðsson, Stefanía Baldursdóttir, Júlfus Snædal Sigurðsson, Laufey Valdimarsdóttir, JónHallgrímurSigurðsson, Maríanna Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFURÁRNASON frá Oddgeirshólum, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, aðfaranótt 19. maí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 29. maí kl. 13.30. Guðmunda Jóhannsdóttir, börn,tengdabörn og barnabörn. t Maðurinn minn og faðir okkar, MAREL KRISTINN MAGNÚSSON, andaðist í Landspítalanum föstudaginn 24. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Guðbjörg Pálsdóttir, Erna Marelsdóttir, Alfreð Júlíusson, Guðmar Marelsson, Pálína Jónasdóttir. t Bróðir okkar og mágur, EGGERT ÓLAFSSON frá Miðvogi, dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 29. maí kl. 13.30. Ragnhildur Ólafsdóttir, Jóna Ólafsdóttir, Páll Guðmundsson. t Faðir okkar, bróðir, afi, langafi og tengdafaðir, PÉTUR PÉTURSSON stórkaupmaður, andaðist í Landspítalanum þann 17. maí síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 28. maí og hefst athöfnin kl. 15.00. Einar A. Pétursson, Pétur G. Pétursson, Steindór Pétursson, Guðrún S. Grétarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, Helga Pétursdóttir, Theodor Rósantsson, Guðrún S. Jónsdóttir, Guðmundur T. Friðriksson. t BJÖRGVIN MAGNÚSSON frá Geirastöftum ¦ Hróarstungu, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. maí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Ingólfsdóttir, Svali Hrannar Björgvinsson, Zóphónías Hróar Björgvinsson, Margrét Björgvinsdóttir. BJORGVIN MAGNÚSSON + Björgvin Magn- ússon lést að heimili sínu í Reykja- vík þann 17. mai sl. Hann var fæddur í Eyjaseli í Jökulsár- hlíð. Foreldrar hans: Magnús Eiríksson í Eyjaseli og síðar bóndi á Geirastöðum í Hróarstungu og kona hans Margrét Eyjólfsdóttir frá Arnheiðarstöðum i Fh'ótsdal. Björgvin ólst upp á Geirastöð- um. Systkini hans: Guðrún (lálin), Jón og Eyþór. Hann fluttist ungur tíl Reykja- víkur, varð pípulagningameist- ari og síðar leigubílsljóri (einn af stofnendum Bæjarleiða) þar í borg. Fyrri kona: Kristín Pét- ursdóttir. Dóttir þeirra Mar- grét. Fyrri maður Margrétar: Olafur Sigurðsson. Börn þeirra: Guðrún og Brandur (búsett í Toronto). Sonur Guðrúnar og Greg Chapman sambýlismanns hennar: Brynjar Björgvin. Seinni maður Margrétar Björg- Björgvin Magnússon ólst upp á Geirastöðum í Hróarstungu, eins og um getur í framangreindu ágripi. Þangað leitaði hugur hans jafnan, austur yfir Jökulsá og í áttina að Dyrfjöllum, og hvergi þótti honum betra að dveljast um stund en við Geirastaðakletta í túninu heima. í æsku vann hann hefðbundin sveitastörf, var vel á sig kominn til sálar og líkama og þótti gaman að íþróttum. Hann naut góðs uppeldis, enda Geira- staðaheimilið annálað fyrir menn- ingarbrag. Margrét móðir hans var kona sístarfandi sem hlynnti að fjölskyldu sinni og samtíðarfólki af hógværð og góðgirni. í þeim verkum öllum var Magnús bóndi konu sinni mjög samhentur. Voru þau hjón þó ekki steypt í sama mót, hún hversdagslega hljóðlát kona, en hann örari í lund, félags- lyndur og fundaglaður. Var haft á orði þar eystra að á málþingum tæki Magnús á Geirastöðum öðr- um fram um mælsku og orðkringi. Eins og lög mæla fyrir um svip- aði Björgvin til bæði móður og föð- ur. Hversdagslega var hann maður fárra orða. Hins vegar kunni hann líka listina að njóta góðs félags- skapar, var stemmningsmaður og fór á kostum þegar tilefnin kröfð- ust þess af honum og hversdags- leiki rofinn með einum eða öðrum hætti. Á slíkum stundum átti hann um öndvegi eitt að velja. Kom þar til þekking hans, kunnátta og smekkvísi á það sem andann gleð- ur. Minningar um þessa samfundi geyma nú vinir og vandamenn í sjóði sem seint mun þrjóta. BhmuMMÍqfa rrmjmtm SuðurlandSurautlO 108 Reykjavík • Si'mi 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig ura helgar. Skteytirjgar fyrír öll tílefni. Gjafavömr. vinsdóttur: Harald- ur Bessason. Þeirra dóttir: Sigrún Stella. Seinni kona Björgvins Magnús- sonar: Jóhanna Ingólfsdóttir. Þeirra synir: Zóp- hónías Hróar og Svali Hrannar. Sambýliskona Zóp- hóniasar Hróars: Judy-Gale Victor. Á heimili Björgvins ólust upp að nokkru eða öllu leyti tvö börn: 1) sonur Kristínar Pétursdóttur, Pétur Ólafsson. Kona hans: Lísa Bang. Þeirra börn: Stefán Örn og Anna Kristin. Sonur Stefáns: Pétur Arnar. 2) Dóttir Jóhönnu Ingólfsdóttur: Þórunn Friðriks- dóttir. Maður hennar: Árni Eð- valdsson. Þeirra dætur: Jóhanna og Anna Rán. Sonur Þórunnar Friðriksdóttur er Hrafnkell Tumi Kolbeinsson. Björgvin verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudag- inn 28. maí kl. 13.30. Þau Geirastaðahjón, Margrét og Magnús, áttu góðar bækur sem Björgvin kynntist í æsku. í heima- húsum kviknaði því ævilangur áhugi hans á íslenskum bókmennt- um, ekki hvað síst ljóðum önd- vegisskálda á borð við Jónas Hall- grímsson og Pál Ólafsson, sem líka var Austfirðingur og hafði átt heima í Tungunni. Stórbrotið um- hverfi þar eystra hafði sterk áhrif á Björgvin og þar að leita skýring- ar á djúpstæðum áhuga hans á íslenskri náttúru og myndlist. Hugurinn stefndi snemma til mennta. Úr skólagöngu varð þó minna en ætlað var, því að um tvítugt veiktist Björgvin af berkl- um i mjöðm. Varð það honum þungt áfall sem leiddi til langdvala á Vífilsstöðum og sjúkrahúsum. Afleiðingar sjúkdómsins urðu hon- um varanlegur fjötur um fót sem kreppti ómjúklega að á lokaáfanga ævinnar. Eftir sjúkradvöl fluttist Björgvin til Reykjavíkur og átti þar heima síðan. Hann lauk iðnskólaprófi og varð pípulagningameistari. Heilsa hans leyfði þó ekki að hann stund- aði þá iðn til langframa. Gerðist hann þá leigubílstjóri og hélt því starfí áfram af miklum dugnaði meðan kraftar entust. Enn er óget- ið annarra starfa Björgvins sem urðu umfangsmeiri en frá verði skýrt í stuttu máli. Snemma gerð- ist hann bókasafnari ogtókst sinám saman að byggja upp eitt af vand- aðri bókasöfnum í einstaklings eigu. Var kona hans frú Jóhanna honum mjög samhent á þeim vett- vangi. Bækur sínar og tímarit bundu þau" hjónin sjálf og gættu ýtrustu vandvirkni við frágang þeirra og uppröðun. Um Björgvin mátti því segja að hann væri ekki einungis vel að sér í íslenskum bókmenntum bæði fornum og nýj- um, heldur var hann með afbrigð- um fróður um bækur og tímarit og allt sem laut að útgáfustarfsemi hér á landi frá upphafi vega. Eins og fyrr greinir var myndlist honum hugleikin og gegnum tíðina tókst honum að koma sér upp frábærlega vönduðu mályerkasafni og dró þá ekki af sér. í stofum þeirra hjóna í Eskihlíð 8A getur að líta málverk eftir helstu meistara íslensku þjóð- arinnar. Síðustu ár ævinnar átti Bjórgvin þess ekki kost að heimsækja bóka- markaði og málverkasýningar. Hann hélt sig þá heima við og orti sér til hugarhægðar. Stundum felldi hann staðháttarlýsingar í löng kvæði eins og hann yæri að auka við málverkasafn sitt. íslensk tunga var honum ljúf í taumi og hagyrðingur var hann góður og sendi oft vinum sínum skemmti- legar vísur. Stundum fannst hon- um lágskýjað hjá íslenskri þjóð og kom þá fyrir að nokkurrar svart- sýni gætti í vísnagerðinni. Fyrir allmörgum árum kvað hann til að mynda þessa stöku: Ef ég himna höllu gisti heljar díkis laus við glóðir, yrði ég vísast einhver fyrsti Islendingur þar um slóðir. Síðar orti hann fjöldartn allan af bjartsýnisvísum. Nokkuð snemma fór Björgvin að kenna heyrnardeyfu og ágerðist sá kvilli með aldrinum. Gat hann þá ekki notið söngs og tónlistar nema að takmörkuðu leyti. Engu að síður var honum alltaf ljóst að fagrir tónar og hagleg myndverk sameinast í orðlistinni. Sautjánda maí á þessu vori var Björgvin snemma á fótum að vanda. Hann átti von á sonum sín- um heim frá New York næsta dag, þeim Zóphóníasi Hróari arkitekt og Svali Hrannari sálfræðingi. Síð- ar í sumar ætluðu barnabörn og barnabarnabarn hans í Toronto að gera honum heimsókn. Vafalaust hefur hann hlakkað til þessara samfunda og verið byrjaður að yrkja vorljóð. En þá kom kallið frá himnahöllu fyrirvaralaust. Vænta nú vinir Björgvins og vandamenn að sú höll verði honum góð og að þar séu íslendingar ekki jafnfálið- aðir og hann eitt sinn ugði, heldur bíði hans Austfirðingar og einhver slæðingur af fólki úr öðrum lands- fjórðungum. Umfram allt vonumst við til þess að í höllinni verði „smá- vinir fagrir" og að þar haldi „sum- arsól" Páls Olafssonar áfram að skína. Haraldur Bessason. Hann var orðinn þreyttur, fannst nóg lifað. Lífsþorstinn horfinn, þessi löngun til að njóta skáldskap- ar, velortra ljóða, fagurs landslags, nóttlausrar veraídar, allt hæfilega kryddað með ljúfum miði. Það eru um þrjátíu og fimm ár síðan ég kynntist honum, hann var maðurinn sem móðir mín varð hrif- inn af. Ég var ekkert alltof ánægð í upphafi, mér hefur sennilega fundist hann óþarfa viðbót við kunningjahópinn, jafnvel ógnun. Hann gerði enga tilraun til að kaupa hylli mína eða koma sér í mjúkinn hjá mér. En smám saman lærðist mér að meta hann. Við vorum hreint ekki alltaf sammála, en þó að skoðanaágreiningurinn yrði stundum töluverður var það aldrei erft. Hann var fáskiptinn en raungóð- ur, maður þess tíma er vinnan var réttlæting lífsins og fjölskyldan hornsteinninn. Hann átti svolítið bágt með að skilja að lífið þarfnast ekki réttlætingar, því reyndust síð- ustu árin honum þung í skauti. Hann hvatti okkur systkinin til náms, okkur til lífsfyllingar og til þess að við gætum séð sómasam- lega fyrir okkur án óhóflegs vinnu- álags. Jafnframt var hann alls ekki sáttur við að menntafólk hefði margfaldar tekjur verkafólks fyrir mun skemmri vinnudag. Stundum benti hann mér á að erfiðisvinnu- fólk ætti að fá betra kaup en ég sem hefði þrifalega vinnu og hóf- legan vinnudag. Eg benti honum á á móti að hann hefði hvatt mig til náms til þess að ég þyrfti ekki að lúta kjörum erfiðisvinnufólksins. Við urðum yfirleitt sammála um að þetta væri bara millibilsástand, framtíðin tæki á slíkum vandamál- um, vinnan væri samfélaginu dýr- mæt, enginn gæti án annars verið. Samfélag jöfnuðar og réttlætis var sú þjóðfélagsskipan er hann vildi stefna að. Nóttlaus veröldin, síkvik birtan, tíminn gat ekki verið betur valinn. Gátuna óráðnu sem flesta lifandi skelfír og við ræddum stundum, hvort eitthvað tæki við eða það sem honum hugnaðist ekki síður hvort ailífur svefninn biði, þá gátu hefur hann nú leyst. Þórunn Friðriksdóttir. : 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.