Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 29

Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 29
C-IC-'A I3KUC5-OV MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16, JÚNÍ 1996 D 29 SUMARFRÍ Á ÍSLANDI i gönguskóm ú Laugorvotni LAUGARVATN í Laugardalshreppi er vinsæll ferðamannastaður. Þar er nokkur byggðakjarni, en til skamms tíma voru starfræktir fímm skólar við Laugarvatn. Þungamiðja skólastaðarins er Héraðsskólinn sem var byggður í burstabæjarstíl árið 1928 en aðrir skólar voru stofnaðir síðar í tengslum við Héraðsskólann. Þeir eru íþróttakennaraskóli íslands, sem var byggður árið 1932, Hús- mæðraskóli árið 1944, Menntaskól- inn á Laugarvatni árið 1953 og barnaskóli, sem var um árabil í fóstri Héraðsskólans en í eigin húsnæði frá 1962. Húsmæðraskólinn lagðist af fyrir nokkrum árum, en aðrir skóiar staðarins starfa enn af fullum krafti. Rekstur þeirra hefur leitt til aukinnar byggðar og þjónustu á Laugarvatni og má þar nefna versl- un, banka, pósthús, símstöð o.fl. Þegar Héraðs- skólinn á Laugar- vatni hafði starfað í nokkur ár og vega- samgöngur voru orðnar viðunandi fóru ferðamenn að streyma til Laugar- vatns og hefur sá straumur staðið óslitið síðan. Margir ferðamenn nýta dvölina til göngu- ferða um staðinn enda er það ýmislegt að sjá. Niðri við vatnið er Vígðalaug þar sem menn voru skírðir til foma og lík þeirra Hólafeðga voru lauguð vorið 1551, áður þeir þau voru flutt til greftr- unar fyrir norðan. Jónasarlundur er skjólgóður staður, kjörinn til að njóta sólar, í kjarrlendinu fyrir ofan þorp- ið. Þar er bijóstmynd af Jónasi Jóns- syni frá Hriflu. Stóragil vestra. Einfaldasta gönguleiðin að Stóragili er að ganga vestur Gjábakkaveg, upp á brekku- brún fyrir ofan vatnsgeymi Laugar- vatns, í námunda við skíðalyftu hreppsbúa. Laugarvatnsfjall. Þaðan er víð- áttumikið útsýni. Frá fjallsrótum em um 500 metrar upp á brún og er það tilvalin fjölskyldugönguleið. Styst er að fara upp frá Pósti og síma en auðveldara er að ganga öxlina ofan skíðalyftu. Fjallið er flat- lent að ofan svo ganga verður all- mikið um ef útsýni á að fást til allra átta. Stóragil eystra. Frá Laugarvatni er 15-20 mínútna gangur í þennan gilskoming milli Laugarvatnsfjalls og Snorrastaðafjalls, rétt ofan við tjaldstæðið. Inni í gilinu em hellar og klettar sem em skemmtilegir fyrir klifurgarpa. Neðan við hellana er Reyniviðarbrekkar, þar sem svo- nefnd Trúlofunarhrísla er. Það er sagt að henni fylgi álög ef tekin er af henni grein - en það er ekki vitað hvort álögin feli í sér gæfu eða ógæfu. Skillandsárgljúfur. Ein fegursta gönguleið í Laugardal er upp með Skilllandsá. Farið er út af þjóðvegin- um móts við bæinn Ketilvelli, um 4 km. í norðaustur af Laugarvatni. Gullkista. Upp frá Miðdal, sem er í um 5 km. fjarlægð frá Laugar- vatni, er tíðfamasta gönguleiðin upp að Gullkistu. Vegurinn upp að Mið- dalsfjalli er fær jeppum að sum- arlagi. Kóngsvegur. Þessi gamli reið- vegur liggur í gegn- um skóginn allt frá Miðdalskoti austur yfír Brúará, en á henni er gömul göngubrú. Þama í skóginum er mjög friðsælt og fallegt á ljúfum sumardegi. Gist ð Laugarvatni Þeir era fjölmargir sem yfir sumarið gista í sumarbústöð- um við Laugarvatn eða í nágrenninu. Þá er tjaldbúum ekki í kot vísað því við austurenda þorpsins em falleg tjaldstæði í kjarri- vöxnu umhverfí og í tengslum við þau er rekin þjónustu- miðstöð með hreinlætisaðstöðu og verslun. Þá em rekin tvö sumarhótel á Laugarvatni á vegum Ferðaskrif- stofu Islands. Þau veita alla almenna þjónustu, auk þess sem annað þeirra býður upp á svefnpokapláss. Það er auðvelt að finna annað sér til dægradvalar á Laugarvatni en gönguferðir. Við vatnsbakkann er til dæmis rekin margs konar þjón- usta og ber þar fyrst að nefna gufu- baðið víðfræga sem byggt er yfír hver. Báta- og seglbrettaieigan leig- ir ýmsar gerðir af vatnafarkostum auk þess sem hún stendur fyrir nám- skeiðum í seglbrettasiglingum. Þá em nokkrar minigolfbrautir á vatns- bakkanum. Við nýja íþróttahúsið er sundlaug sem er opin almenningi og hægt er að fá veiðileyfí hjá landeig- endum í ár og vöm á svæðinu. Þá er golfklúbbur starfandi og unnið er að gerð golfvallar, en 9 holu golf- völl er að fínna í Miðdal, í um 5 km. fjarlægð frá Laugarvatni. ■ KOMINN alla leið á toppinn eftir hraustlega göngu. Höfum opnað lambasteikhús í veitingahúsinu Aratungu OPIÐ AUAN DAGINN í SUMAR. EINNIG IÉTTIR RÉTTIR, PIZZA, PASTA, HEIMARÆKTAÐ GRÆNMHTl OG KAFFI. KOMIÐ OG SMAKKIÐ OKKAR GÓMSÆTU EAMBBORGARA. Aratunga veitingahús Reykholti Biskupstungum sími 486 8811/486 8810 Myndin er úr lei&angri yfir Grœnlandsjökul ALLT I ÚTILÍFIÐ! _ llfif, bakpokar. pottasett. tleece peysur. grlll, gönsutloid. svefnpokar, SHOtS (UK AtíIVES nmsrn/ KOMPCkDCLI Qönguskór í bama, dömu og herrastæröum. MountaiN HOUSE* Bragðgóður og næringaríkur frostþurkaður matur. . Ómissandi í allar fjallaferðir. Qöngutjöld og svefnpokar. Norsk hágæðavara prófuð við erfiðustu aðstæður. Löngu • heimsþekktur fatnaður fyrir fjailafólk. mmuTiuFP GLÆSIBÆ . SÍMI681 2922 Göngustafir með stillanlegri lengd. r. THERMAREST Loftfylltar einangmnardýnur í sérflokki. ... með hápimkti um verslunarmannahelgina ‘6.6. ' 5kr alló þið ölll Þið verðið bara að koma í heimsókn og vera með. kkur á Sigló oS"- I , ð ætlum að skemf við söltum síld 1 jyieð síldarkveðjU verja helg> > hverjum föstudegiog \ ^ Siglð. lansi. oioan kvöld. L aUanb* langt fram a kvo>° V S- Auðvitað verður svo æðislegt fjör aUa verslunarmannahelgmæ A Siglufirði er fjölbreytt verslim og þjónusta. Gisting við allra hæfi (Hótel - gistiheimili - íbúðir - svefnpokapláss - tjaldstæði) einnig margvísleg veitingaþjónusta. Ef ykkur vantar aðstoð varðandi t.d. bátsferð, veiði, gönguleiðir o.s.fr. þá er bara að hringja í Jón Björgvinsson ferðamálafulltrúa í síma 467 - 1888 (allt er mögulegt). Ferðamálasamtök Siglufjarðar Sími / Fax 467-1888 Síldarminjasafn Sími 467-1604 Fax 467-1888 0S- V -inm % •jt “í © / SÚ-Svanur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.