Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórn Jámblendifélagsins tekur ákvörðun um stækkun í lok ársins Nýr raforkusamningiir gerður við Landsvirkjun DRÖG að nýjum samningi milli ís- lenska járnblendifélagsins og Landsvirkjunar um sölu á rafmagni liggja fyrir og stefna fyrirtækin að því að ganga frá honum í haust. Jón Sveinsson, formaður stjómar Islenska jámblendifélagsins, segir að stjóm félagsins muni í lok þessa árs taka ákvörðun um hvort verk- smiðjan verði stækkuð og þriðja ofninum bætt við. „Það hafa staðið yfír í nokkuð langan tíma viðræður við Lands- virkjun um raforkukaup. Það hefur miðað ágætlega á síðustu fundum og samningsaðilar hafa ákveðið að kynna sljómum fyrirtækjanna árangur viðræðnanna. Hugmynd- imar vom kynntar í stjóm Lands- virkjunar á miðvikudag og þær verða kynntar í stjórn Jámblendi- félagsins á næsta fundi,“ sagði Jón. Jón sagði að Landsvirkjun og íslenska jámblendifélagið myndu gera með sér nýjan raforkusamning óháð því hvort Jámblendifélagið tæki ákvörðun um að stækka verk- smiðjuna. Það væm tiltekin atriði í gamla samningnum sem gerðu það að verkum að nauðsynlegt væri að gera nýjan samning. Hann sagði að stefnt væri að því að nýr orku- samningur yrði undirritaður í sept- ember eða október. Akvarðanir annarra hafa ekki áhrif Jón sagði að ákvarðanir annarra fyrirtækja um að ráðast í byggingu stóriðju á íslandi myndu ekki hafa áhrif á ákvarðanir stjómenda Jám- blendifélagsins um hugsanlega stækkun verksmiðjunnar. „Við munum byggja okkar ákvarðanir m.a. á nýjum orkusamningi. Þegar við höfum náð slíkum samningi við Landsvirkjun skiptir það okkur engu máli hvaða aðra samninga Landsvirkjun gerir. En meðan ekki er búið að ganga frá nýjum orku- samningi em þessir hlutir auðvitað opnir," sagði Jón. Stjóm Jámblendifélagsins sam- þykkti á fundi sínum í vor að láta kanna hagkvæmni þess að bæta ofni við verksmiðjuna, en þeir em tveir í dag. Jón sagði útlit fyrir að þessi vinna tæki lengri tíma en vonast hefði verið eftir. Þess vegna yrði næsti stjómarfundur, sem hafði verið ákveðinn í ágúst, líklega ekki haldinn fyrr en í september. Hann sagði að fyrirhugað væri að fara almennt yfír stöðu málsins á fundinum. Stefnt væri að því að halda_ annan stjómarfund í nóvem- ber. Akvörðun um hvort farið yrði út í stækkun verksmiðjunnar yrði væntanlega tekin einhvem tímann um áramótin. Verði ákveðið að bæta við nýjum ofni við verksmiðjuna gera áætlanir ráð fyrir að hann verði tekinn í notkun 1998-99. Ef bætt verður við nýjum ofni mun Jámblendifé- lagið auka kaup á raforku frá Landsvirkjun um 370 GWst á ári, en fyrirtækið kaupir í dag um 650 GWst. • • Olvaður, réttindalaus á stolnum bíl LÖGREGLAN í Reykjavík handtók 17 ára pilt í gærmorgun á stolnum bíl, réttindalausan og gmnaðan um ölvun við akstur. Félagi piltsins komst undan á hlaupum. Tveir lögreglumenn á ómerktum bíl veittu bílnum og tveimur piltum athygli og töldu að þeir gætu tengst máli sem er í rannsókn. Þegar þeir ætluðu að stöðva bílinn reyndi bílstjórinn að stinga af og eftir nokkra eftirför var bílnum ekið út af götunni í Norðurfelli og í gegnum tijábeð. Þar tókst far- þeganum að stökka út og hlaupa í burtu. Bílstjórinn hugðist gera það líka en hann festist í öryggis- belti og náðist. Hann reyndist vera á stolnum bíl og vera ökuréttindalaus. Hann er auk þess gmnaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Pilturinn var handtekinn og var hann yfírheyrður í gær. Hann gekkst við að hafa á miðvikudag stolið bílnum, sem er töluvert skemmdur eftir ökuferðina. íslendingar í 2. sæti á NM í bríds Rafmagnsveita Reykjavíkur minntist 75 ára afmælis í gær Svíar sterkastir á endasprettinum Faaborg, Danmörku. Morgunblaðið. ÍSLENDINGAR enduðu í 2. sæti í opna flokknum á Norðurlanda- mótinu í brids, sem lauk í gær í Danmörku. íslenska kvennaliðið endaði í 5. sæti í kvennaflokki. Opni flokkurinn var æsispenn- andi ailt til loka. í næstsíðustu umferð unnu íslendingar Dani 25-0 og fyrir síðustu umferðina höfðu Svíar háíft stig yfir íslend- inga en aðeins þessar þjóðir gátu unnið mótið. En í síðasta leiknum unnu Svíar Dani meðan íslending- ar töpuðu fyrir Finnum og þá var sigurinn Svía. Þeir enduðu með 193,5 stig, íslendingar fengu 183 stig, Norðmenn 180, Finnar 137,5 Danir 107 og Færeyingar 82,5 stig. „Þetta var að mörgu leyti gott mót og við vorum lengst af að spila mjög vel þótt nokkur slysaspil, eink- um í leikjunum gegn Svíum, settu strik í reikninginn. En Svíamir gáfu lftál færi á sér og því fór sem fór,“ sagði Bjöm Eysteinsson, fyrir- liði íslenska liðsins. Island var að reyna við 3. Norð- urlandatitilinn í röð en það tókst ekki. Auk Bjöms vom í liðinu Guðmundur Páll Amarson, Þorlák- ur Jónsson, Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson. Þeir taka þátt í haust í Ólympíumótinu í brids og Björn sagði að þótt sigur hefði ekki náðst nú vissi spila- mennska íslendinganna á gott fyr- ir haustið. Islenska kvennaliðinu gekk illa á mótinu enda með litia reynslu í mótum af þessu tagi. Þær unnu þó Fínnland 20-10 í síðustu um- ferðinni og gerðu þar með út um vonir Finna um bronsverðiaun. ís- lenska liðið endaði í 5. sæti með 114 stig en Svíar urðu Evrópu- meistarar, eins og í opna flokknum, með 201 stig. I öðru sæti urðu Norðmenn með 187 stig og Danir urðu í 3. sæti með 164 stig. Finnar urðu í 4. sæti með 157 stig og Færeyingar í 6. sæti 62. íslenska kvennaliðið var skipað Gunnlaugu Einarsdóttur, Stefaníu Skarphéðinsdóttur, Hjördísi Sigur- jónsdóttur og Ragnheiði Nielsen. Guðmundur Sv. Hermannsson var fyrirliði. ■ Mikil spenna/45 Kosninga- skrifstofa Upplýsingar um forseta- kosningarnar eru gefhar á kosningaskrifstofunni í Borgartúni 20 og í síma 588 6688 Upplýsingar um kjörskrá og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru gefnar í síma 553 3209 Orkugreinar fámennar í Háskólanum BORGARSTJÓRANUM i Reykja- vík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, var í gær afhent fyrsta eintakið af sögu Rafmagnsveitu Reykjavíkur í tilefni 75 ára af- mælis fyrirtækisins Einnig var á afmælisdaginn tilkynnt um fjár- framlag frá RR til Háskóla ís- lands til þess að stofna embætti prófessors í rafmagnsverkfræði við skólann. Við þetta tækifæri benti Sveinbjörn Björnsson há- skólarektor á að orkumál hefðu ekki verið í tísku síðastliðinn áratug, sem gerði að verkum að fáir nemendur hefðu sýnt slíku námiáhuga. Háskólarektor sagði að í kjöl- farið væri að myndast stórt kyn- slóðabil í stétt orkuverkfræðinga og væri ástandið ekki ósvipað því í iðngreinunum. Þetta er ann- að prófessorsembættið við Há- skóla íslands sem stjórn veitu- stofnana hefur samþykkt að styrkja og lýtur hitt að hitaveitu- málum. A fundinum voru auk háskóla- rektors og borgarsfjóra Aðai- steinn Guðjohnsen rafveitustjóri og AJfreð Þorsteinsson, formað- ur stjómar veitustofnana. Rætt var um ný viðhorf í orkumálum Reykjavíkur og minntist Aðal- steinn í því sambandi á viðræður um hlutverk og eignaraðild Landsvirkjunar, endurskoðun nefndar í iðnaðarráðuneyti á orkulögum og orkumálum og reglur ESB um markað fyrir raforku sem ísland fellur undir. Mikið spurt um gufuafl lngibjörg Sólrún Gisladóttir borgarstjóri gat þess einnig að ekki hefði verið um árabil jafn- mikið á seyði varðandi orku- og orkuframleiðslu og sagði að fyr- irspumir um gufuafl væra miklu fleiri en áður. Ljóst verður í september hvort borgar sig að flyfja raforku um sæstreng til Hollands og sagði Ingibjörg Sólrún að nefnd um Icenet-verkefnið væri nú að kanna hagkvæmni þess að leiða 600 megavattstundir um streng- inn, í stað 1.100-1.500 megavatt- stunda. Hefði það reynst of stórt I sniðum og vart réttlætanlegt # Morgunblaðið/Ásdís SAGA RR, I straumsamband, er eftir Sumarliða B. ísleifsson sagnfræðing, og verður afhent öllum starfsmönnum Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Hér tekur borgarstjóri við fyrsta eintakinu frá Aðalsteini Guðjohnsen rafveitustjóra. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana, fylgist með. RAFMAGNSVEITAN styrkir stofnun prófessorsembættis við Háskóla íslands til að sinna rannsóknum og kennslu á sviði orkumála. Hér þakkar Sveinbjöm Bjömsson háskólarektor Al- freð Þorsteinssyni fyrir framlag RR. frá sjónarhóli umhverfísvemdar. Spurt var hvort útflutningur um sæstreng og framleiðsla á Nesjavöllum gætu orðið að vem- leika á sama tíma og sagði Aðal- steinn Guðjohnsen að Icenet- verkefnið yrði aldrei að vera- leika fyrr en árið 2005 eða 2006 ef af því yrði á annað borð. Nefndi hann einnig streng til Skotlands, eftir Englandi ogþað- an til Hollands. Þá Iagði Ingibjörg Sólrún áherslu á að arðsemi væri lykil- atriði yrði raforkuútflutningur að veruleika og nefndi að kapal- verksmiðja i Reykjavík væri for- senda þess að ráðist yrði í verk- efnið. Benti Aðalsteinn á að þótt gerð sæstrengs vegna Icenet- verkefnisins lyki á nokkmm ámm mætti flytja framleiðsluna ur landi því þar væm næg verk- efni til Jialda henni áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.