Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ1996 41 Þegar endar æviskeið er sem vinir finni. Það var margt á lífsins leið sem lifir í minningunni. Þessi staka kemur fram í hugann þegar ég sest niður til að festa á blað minnispunkta um vinkonu okkar hjóna Lilju Ingólfsdóttur. (Vísan er sótt í minningargrein sem sonur okk- ar skrifaði um ömmu sína.) Hún Lilla, eins og flestir kölluðu hana í gamla daga, er fædd og uppalin í blómlegri sveit norður í Eyjafirði. Það var í vorgróandanum fyrir rúmum 50 árum sem fundum þeirra Hafsteins bar fyrst saman „Það var ást við fyrstu sýn.“ Mér er minnisstætt að stuttu eftir að ég kynntist þeim hjónum var ég staddur á heimili þeirra, þá bar á góma þeirra fyrstu kynni. Hafsteinn hafði frumkvæðið og færði frásögn sína í dramatískan búning eins og honum er lagið, Lilla lagði sitt til málanna og leiðrétti ef henni þótti ofsagt. Framhaldið var rökrétt, þá komu börnin, skilgetnir ávextir ástar- innar. Við blasti fjölskylda sem þurfti fæði, klæði og húsaskjói. Þetta var á fyrstu árunum eftir stríð, mikil vöntun á iðnaðarmönnum í byggingariðnaði, við Hafsteinn völd- um málarafagið. Reykjavík var mið- depill athafnanna, þangað fluttist fólk úr öllum landshlutum, þá hófst kapphlaup um leiguhúsnæði. Það fólk sem var að stofna sitt fyrsta heimili með tvær hendur tómar, var dæmt til að verða undir í þeirri samkeppni, ég var einn af þeim og engin lausn í sjónmáli. A þessum tíma höfðu þau Hafsteinn og Lilla yfirstigið sinn byij- unarvanda með húsnæði og fengið úthlutað tveggja herbergja íbúð í Bústaðahverfi. Okkar húsnæðis- vanda bar oft á góma á vinnustaðn- um. Einn daginn víkur Hafsteinn sér að mér og segist vera búinn að fá samþykki konunnar fyrir að við flytt- um inn í íbúðina til þeirra og værum þar á meðan við útveguðum okkur húsnæði. Þetta var freistandi tilboð fyrir eignalaust fólk með tvö ung böm á götunni og fyrirsjáanlegt at- vinnuleysi á komandi vetri. Þá vaknar spuming: Var þetta mögulegt? Ég þekkti Hafstein af þv! að vera fljótur að hugsa og fram- kvæma, en gat verið að hún Lilla, sem við þekktum lítið þá, samþykkti að taka fjögurra manna fjölskyldu, vandalaust fólk, inn í þessa litlu íbúð þar sem fimm voru fyrir? Við fluttum inn, þá kom sér vel að búslóðin var lítil og þarna vomm við í sátt og samlyndi í sjö mánuði. Þá var fundin önnur bráðabirgðalausn á okkar hús- næðisvanda. Þegar ég nú, 45 ámm síðar, hugsa um þessa tíma og ber saman við nútímann, þá sýnist frá- leitt að svona geti gerst í dag. Kröf- ur fólks til samfélagsins em allt aðr- ar og samkennd í samskiptum væri vart fyrir hendi í svona tilviki. Það vekur furðu þegar horft er til baka, hvað við höfum lítið gert af því að rækta okkar vináttu á þeim langa tíma sem liðinn er, ekki hist árum saman, látið nægja að senda jólakort. Og nú þegar hún Lilla er horfin af sjónarsviðinu þá finn ég fyrir sektarkennd. Hvers vegna höfð- um við nú ekki frumkvæði um nán- ari samskipti á liðnum ámm? Hve gjarnan hefði ég viljað eiga eina kvöldstund með þeim hjónum, þar sem rifjað væri upp þetta tímabil og við fengið tækifæri til að sýna að við höfum ekki gleymt vetrinum 1951 og 52. Það sem hér að framan hefur ver- ið sagt lýsir henni Lillu betur en löng lofræða. Hún Lilla var glaðvær, traust og staðföst þegar þess þurfti með. Hún var umhyggjusöm móðir um það vitna hennar fjögur börn. Hún hefur reynst Hafsteini dyggur lífsförunautur í gegnum sviptivinda lífsins. Mér lætur ekki vel í munni að tala um eilífðarmál og það sem gerist utan þeirra marka sein að- skilja líf og dauða. Ég sé þó í hylling- um heimasætuna frá Uppsölum unga og glæsilega, tilbúna til endurfunda við draumaprinsinn sem birtist henni í árdaga í Eyjafirði norður. Við vottum Hafsteini, börnum og öðrum nákomnum dýpstu samúð og þökk fyrir margar góðar stundir sem geymdar eru í sjóði minninganna. Iíjálmar. VALDIMAR FRIÐBJÖRNSSON + Valdimar Frið- björnsson fædd- ist í Hrísey 6. jan- úar 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 19. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðbjörn Björnsson, f. 1886, d. 1934, verslunar- stjóri og útgerðar- maður í Hrísey og kona hans Björg Valdimarsdóttir, f. 1900, sem lifir son sinn. Alsystkini Valdimars eru Björn, f. 1922, lengst af verk- sljóri á Siglufirði, nú búsettur á Akureyri; Guðrún Margrét, f. 1928, starfsmaður hjá Essó í Reykjavík; Óli Dalman, f. 1930, skrifstofumaður á Akureyri; Valdimar, dó í æsku; Pálmi, dó í æsku. Hálfsystir Valdimars er Dagbjört, f. 1942, húsmóðir í Reykja- vík. Valdimar kvænt- ist 28.7. 1951 Sigur- laugu Barðadóttur, f. 20.5. 1931, banka- starfsmanni. Hún er dóttir Barða Barða- sonar, skipstjóra á Siglufirði, og 'konu hans, Helgu Þor- steinsdóttur hús- móður en þau eru bæði látin. Börn Valdimars og Sig- urlaugar eru Helga, f. 4.3. 1952, búsett í Kópavogi; Björg, f. 19.11. 1953, búsett í Kópavogi; Barði, f. 2.4. 1959, búsettur í Danmörku; Guðrún Margrét, f. 17.12. 1962, búsett í Kópavogi. Utför Valdimars fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var í janúar 1972 sem ég hitti Valdimar í fyrsta sinn. Fjöl- skyldan var þá nýlega flutt í Sel- brekku 1 í Kópavogi. Húsið var enn á byggingarstigi með „rússneskum" loftklæðningum og ljósum auk þess sem hurðir og innréttingar vantaði, utanhúss var allt ófrágengið, en heimilið var löngu fullmótað með þeim kærleika og hamingju sem þar ríkti. Það var þessi einstaki heimilis- andi sem gerði það að verkum að einhvern veginn fann maður ekki fyrir því að húsið væri hálfbyggt. Þegar Helga kynnti mig fyrir foreldrum sínum, opnuðu þau ekki aðeins húsið sitt fyrir mér, heldur einnig hjörtu sín. Þó svo að örlögin hafi hagað því þannig að eiginleg fjölskyldubönd okkar hafi rofnað tveim áratugum síðar, hafa þau tilfinningabönd sem stofnað var til í upphafi aldrei rofnað. Með hlýju viðmóti sínu hafa þau Valdimar og Sissa margoft sýnt mér sinn hug. Mínar tilfinningar eru með þeim hætti að fráfall Valdimars er mér nánast sem föðurmissir. Þegar ég kynntist Valdimari var hann hættur sjómennsku af heilsu- farsástæðum, en það duldist engum að hann var skipstjóri af lífi og sál. Hann var stefnufastur, rökfast- ur og stóð við sitt eins og góðum skipstjóra sæmir. Þessi eiginleiki nýttist honum vel þótt ekkert væri skipið. Hann átti einstaklega gott með að umgangast fólk og hafði stjórn á því sem hann vildi stjórna án óþarfa stjórnmennsku. Hann var greindur maður og vel lesinn, til hans var gott að sækja fróðleik og góð ráð. Eftir farsælan feril sem sjómað- ur og skipstjóri hóf hann störf við fiskvinnslu í landi og starfaði um tíma sem yfirverkstjóri í Sænska frystihúsinu. Síðar starfaði hann í nokkur á hjá Olíuverslun íslands en síðustu tvo áratugina starfaði hann hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Valdimar var traustur og farsæll í starfi og virtur á meðal samstarfsmanna sinna. Hann naut einnig mikillar virðingar hjá stjórn- endum fiskvinnslufyrirtækja, það leyndi sér ekki, því þegar ég um tíma starfaði við útflutning sjávar- afurða varð það oft til þess að greiða götu mína í samskiptum við framleiðendur er ég kynnti mig sem tengdason hans. Valdimar var einstaklega gestrisinn og gjafmildur maður, hluti af hans lífsviðhorfí var að sælla sé að gefa en þiggja. Þeir eru margir sem í dag minnast með þakklæti hvernig þau Valdimar og Sissa hafa alla tíð tekið höfðinglega á móti gestum sínum með fádæma myndarskap. Það kom því engum á óvart sem til þekkti að barnabörn- in töluðu um að fara „heim í Sel- brekku“ þegar til stóð heimsókn til afa Dadda og ömmu Sissu. Þegar tímabilsástand skapaðist hjá okkur vegna húsbygginga eða námsdvalar erlendis áttum við ávallt í öruggt skjól að leita sem var Selbrekkan, þar var gott að vera. Auk þess sem Valdimar reyndist mér traustur og góður tengdafaðir, var hann mér einnig góður vinur og félagi. Hann reyndist börnum mínum góður afi, hann gaf þeim ást og kærleik sem þeim þótti gott að njóta, þau sóttu til hans fróðleik og mikla hlýju. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Valdimar hefur nú ýtt skipi sínu úr vör í hinsta sinn, í þá för sem bíður okkar allra. Ég bið góðan Guð að blessa og styrkja ástvini alla. Sigurður Ag. Jensson. Það er ótrúlegt og óraunverulegt til þess að hugsa að afi Daddi sé horfinn á braut. Það er svo stutt síðan við sátum saman og hlógum að lífinu og tilverunnir Á svona stundu er erfitt að koma tilfinning- um sínum í orð. Tómið er algert innanbijósts og mér líður eins og það vanti einhvern part á líkama minn. Það er sjaldan á lífsleiðinni að við fáum að kynnast jafn ljúfum og indælum manni og Valdimar Friðbjörnssyni og var það mitt lán að hafa átt hann fyrir afa. Hann reyndist mér góður uppalandi og kennari en fyrst og fremst vinur í raun. Allar samverustundir mínar með honum voru ánægjulegar og gefandi. Fyrsti lykillinn sem ég eignaðist var að húsi afa og ömmu og þang- að var ávallt gott að leita með öll vandamál og eftir hveija heimsókn til þeirra leið mér alltaf vel og fannst ég vera betri manneskja. Afi var víðfróður maður og gam- an að tala við hann um heima og geima. Sérstaklega var gaman að horfa á fréttir með honum því hann hafði svo skemmtilegar og ákveðn- ar skoðanir á þjóðmálunum og duldi þær aldrei. Hann lagði fyrir mig lífsreglumar og kenndi mér rétt- sýni. Ég á honum svo margt að þakka. Hann var mér stoð og stytta. Nú á ég minninguna eina og hún er góð. Hans verður sárt saknað um ókomna tíð og ég veit að ég mæli fyrir hönd allra barnabarna hans þegar ég segi: „Við áttum besta afa í heimi.“ Jens Sigurðsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Daddi frændi. Með þessum fáu línum langar mig til að kveðja þig með þakklæti og hlýju fyrir stundirnar sem við áttum, og fyrir góðu minningarnar sem hjálpa mér að hafa þig nærri. Þegar ég var lítil var Selbrekkan eins og höll þar sem ég var leyst út með alls kyns framandi góðgæti sem hvergi fékkst annars staðar. Eftir að ég varð eldri gerði ég mér grein fyrir því að smáhlutirnir áttu vissulega þátt í því hve gaman var að heimsækja ykkur Sissu, en það voru ekki síst hlýju straumarnir, allt knúsið og kossarnir sem gerðu heimili ykkar að dásamlegum stað. Það verður skrítið að koma i Voga- tunguna og knúsa bara Sissu, en ég veit að þú verður ekki svo fjarri og jafnvel laumar inn smástríðni við og við sem kemur okkur til að brosa. Mér verður sérstaklega hugsað til jólanna. Hátíðinni eyðum við með þeim sem okkur þykir vænst um. Fyrir mér voru jólin ekki fullkomn- uð fýrr en ég var búin að koma til ykkar. Þær stundir voru mér mjög kærar. Elsku frændi minn, með saknað- arkveðju frá okkur í Hraunbæ 18 bið ég Guð að blessa þig og íjöl- skyldu þína á þessari stundu og um ókomna framtíð. Vertu sæll þangað til við hittumst aftur. Þín frænka, Fjóla. Þegar Valdimar Friðbjörnsson réðst til Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna í ársbyijun 1974, þá 48 ára gamall, hafði hann með sér veganesti sem kom að góðu haldi við störf þau sem biðu hans, víð- tæka reynslu við veiðar og vinnslu meðal annars sem fiskiskipstjóri og verkstjóri í frystihúsum. Undirritaður kynntist Valda Friðbjörns, eins og við samstarfs- menn kölluðum hann gjarnan, fyrir um það bil 30 árum eða á sjöunda áratugnurn er hann var verkstjóri í Sænsk-íslenska frystihúsinu í Reykjavík. Húsið stóð á horni Kalk- ofnsvegar og Ingólfsstrætis, þar sem nú er Seðlabanki íslands. Mik- il vinnsla var í Sænska á þeim tima, humar á sumrin, síldarfrysting á haustin og vertíðarfiskur á vetrum, og þá var ís framleiddur þar í stór- um stíl, fyrir togaraflotann í Reykjavík. Valdimar var góður verkstjóri, duglegur, vinsæll og brennandi af áhuga, framfarasinnaður og fór gjarnan nýjar leiðir. Vegna þessara eiginleika hans og nálægðar frysti- hússins við aðalstöðvar Sölumið- stöðvarinnar i Aðalstræti var oft leitað aðstoðar Valdimars þegar prófa þurfti nýjar aðferðir, nýjar pakkningar eða sinna séróskum vandlátra kaupenda. Það var ein- mitt við slíkar aðstæður sem leiðir okkar Valda lágu saman. Á þeim árum var humarinn slitinn í landi og síðan skeldreginn og seldur sem skellausir halar. Vinnslan var afar mannfrek og frystihúsamenn veltu gjarnan fyrir sér leiðum til að vél- væða hana og hagræða. Það var því farið á fjörur við Sænska og , náðist góð samvinna með okkur Valda um verkefnið sem annars verður ekki rakið hér. Þegar Valdimar gekk til liðs við SH var hann fyrst í eftirlitsdeild, ferðaðist mikið og eignaðist marga vini um land allt. Auk þess að sinna eftirlitsstörfum var hann ætíð fús að leiðbeina og miðla af þekkingu sinni og reynslu. Hann var því færður til framleiðnideildar þar sem hæfileikar hans nýttust ein- staklega vel. Hann sótti námskeið í vinnurannsóknum og hafði um- sjón með ákvæðisvinnu í frystihús- unum. Tilraunir með nýjungar lagði Valdi aldrei á hilluna og varð sér- fræðingur í humarvinnslu. Eins og að framan greinir var humarinn í upphafi seldur sem skellausir hal- ar, síðar komu halar í skel, og enn síðar heill humar. Valdimar gegndi veigamiklu hlutverki við að innleiða heila humarinn í frystihúsunum og gerðist starfsmaður þróunardeildar eftir að sérstök deild var stofnuð til að annast það hlutverk Sölumið- stöðvarinnar. Eftir að Valdimar veiktist fyrir nokkrum árum varð hann að draga mjög úr vinnu en sinnti þó hluta- starfi, einkum í tengslum við hum- arvinnslu. Enn var hann áhuga- samur og þakklátur fyrir tækifærið en það varð brátt ljóst að hveiju dró og þrekið fór dvínandi. Valdimar Friðbjörnsson var Hríseyingur að uppruna og kynnt- ist þar sjósókn og fiskvinnslu, en sjómennsku hóf hann 15 ára gam- all. Hann varð snemma stýrimaður og skipstjóri, m.a. á tappatogaran- um Margréti sem hann var lengi með og sigldi oft til Englands í söluferðir. Eftirlifandi eiginkona Valdimars er Sigurlaug Barðadóttir. Henni ásamt aldraðri móður, systkinum, bömum, tengdabörnum og bama- bömum em færðar hugheilar sam- úðarkveðjur frá undirrituðum og öðmm samstarfsmönnum í Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna. Hans er einnig saknað af samstarfsmönnum dótturfyrirtækja SH í fjarlægum löndum og heimsálfum. Megi góður guð blessa minningu hans. Um Valdimar Friðbjörnsson eins og marga góða menn eiga eftirfar- andi orð Hávamála einstaklega vel við: Orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur. Hjalti Einarsson. Skilafrest- urminningar greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir há- degi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 INGÓLFS APÓTEK Kringlunní 8-12 eru opin til kl. 22 “fe" Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ingólfs Apótek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.