Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ < ' >í ■ .■■ ■ ^ Morgunblaðið/Kristján Knatt- spyrnuleikir þeirra yngstu UM 120 ungar knattspyrnuhetj- ur í Þór og KA á aldrinum 5-8 ára voru saman komnar á fé- lagssvæði Þórs við Hamar í gærmorgun. Þar fóru fram ár- legir æfingaleikir félaganna í 7. flokki og gekk mikið á. Áhug- inn skein úr hverju andliti enda ekki á hveijum degi sem þau yngstu fá spila „alvöru“ leiki. Bæði strákar og stelpur sýndu góða takta enda eru þarna á ferðinni framtíðarleikmenn beggja félaganna. Kynning í Gallerí Allra- Handa KYNNING á verkum Elínar Ás- valdsdóttur verður í Gallerí Allra- Handa í Kaupvangsstræti á Ak- ureyri. Hún verður opnuð í dag, 28. júní og stendur til 15. júlí næstkomandi. Á sýningunni eru verk af ýmsu tagi, hekl, keramik, gler, eyrna- lokkar og olíumálun. Elín er fædd í Reykjavík árið 1972. Hún hefur dvalið í Banda- ríkjunum síðastliðin þijú ár bæði við módelstörf og háskólanám, m.a. í keramikgerð. Hætt við sölu hlutabréfa ÞORLEIFUR Ananíasson, fulltrúi starfsmanna Útgerðarféiags Ak- ureyringa, afhenti áskorun, sem 236 starfsmenn félagsins hafa skrifað undir, við upphaf bæjar- ráðsfundar í gær þar sem því er beint til meirihluta bæjarstjórnar að hætta við sölu á hlutabréfum í ÚA, sem eru í eigu bæjarins. „Við teljum að hagsmunum fyr- irtækisins og atvinnuöryggi starfsmanna sé best borgið með áframhaldandi meiriþlutaeign Ak- ureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa hf.“ segir í áskorun- inni. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00 I977-2.fi. 10.09.96- 10.09.97 kr. 1.206.648,60 1978-2.fl. 10.09.96- 10.09.97 kr. 770.845,70 1979-2.fl. 15.09.96- 15.09.97 kr. 502.528,10 INNLAUSNARVERÐ) FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL ÁKR. 10.000,00 1985-1. fl.A 10.07.96 - 10.01.97 kr. 75.512,10 1985-I.fl.B 10.07.96 - 10.01.97 kr. 34.682,00** 1986-1 .fl.A 3 ár 10.07.96- 10.01.97 kr. 52.049,50 1986-1 .fl.A 4 ár 10.07.96 kr. 60.242,00 1986-1.fl.A 6 ár 10.07.96 kr. 63.221,50 1986-1.fl.B 10.07.96 - 10.01.97 kr. 25.579,20** 1986-2.fl.A 4 ár 01.07.96-01.01.97 kr. 49.152,00 1986-2.fl.A 6 ár 01.07.96 kr. 51.486,50 1987-1.fl.A 2 ár 10.07.96 - 10.01.97 kr. 40.551,60 1987-1.fl.A 4 ár 10.07.96 - 10.01.97 kr. 40.551,60 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. júní 1996 SEÐLABANKIÍSLANDS Endurbætur og breytingar á ráðhúsinu Afgreiðsla bæjar- skrifstofu á jarðhæð I HAUST verður ráðist í umfangs- miklar breytingar og endurbætur á jarðhæð ráðhússins á Akureyri, auk þess sem byggð verður um 240 fer- metra viðbygging til vesturs með um 170 fermetra kjallara. Heildarkostn- aður framkvæmdanna er áætlaður rúmar 77,5 milljónir króna og þar af er hönnunarkostnaður rúmar 8,5 milljónir króna. í ráðhúsinu á Geisla- götu 9 eru m.a. bæjarskrifstofurnar, skrifstofur ýmissa tæknideilda og fundaraðstaða bæjarstjórnar. Á fundi framkvæmdanefndar ný- lega var veitt heimild til að ganga til samninga við Arkitektastofu Svans Eirfkssonar efh. um hönnun fyrirhugaðra breytinga og endur- bóta. Gísli Bragi Hjartarson, formað- ur framkvæmdanefndar, segir að nauðsynlegt sé að koma neðstu hæð ráðhússins í gagnið sem fyrst en hún hefur staðið ónotuð síðan Slökkvilið Akureyrar flutti sig um set. í fram- haldinu verður afgreiðsla bæjarskrif- stofunnar flutt á 1. hæð. Hönnunarvinnu vegna fyrsta áfanga, þ.e. endurbóta jarðhæðar og viðbyggingar, skal lokið fyrir 5. sept- ember nk. og í framhaldinu verður verkið boðið út. í öðrum áfanga verð- ur ráðist í breytingar og endurbætur á hinum þremur hæðum ráðhússins og skal hönnunarvinnu vegna verks- ins lokið fyrir 1. júlí á næsta ári. Einnig viðbygging til austurs Við afgreiðslu málsins í fram- kvæmdanefnd lét Heimir Ingimars- son bóka að hann tæki þátt I af- greiðslunni en hann taldi kostnaðar- hlutfall hönnunar þ.e. 11% af fram- kvæmdakostnaði, of hátt. Gísli Bragi sagðist ósammála Heimi og hann telur ekkert óeðlilegt við kostnað vegna hönnunar. Viðbygging til austurs svo og tengigangur yfir í aðalbygginguna er þriðji áfangi fyrirhugaðra breyt- inga og endurbóta ráðhússins. Ágúst Berg, húsameistari bæjarins, segir í þeirri nýbyggingu verði stjórnun og þjónusta bæjarins, aðstaða fyrir bæj- arráð og bæjarfulltrúa, eldhús og mötuneyti og ýmislegt fleira. Húsið verður á tveimur hæðum og er grunnflöturinn um 485 fermetrar. Efri hæðin verður um 365 fermetr- ar, þar sem bæjarstjórnarsalurinn, um 120 fermetrar, gengur upp í gegnum efri hæðina. Morgunblaðið/Morgunblaðið Nótaskipið Oddeyrin EA til heimahafnar NÓTASKIPIÐ Oddeyrin EA, sem Oddeyri hf., dótturfyrirtæki Samherja keypti fyrir skömmu úr Grindavík kom til heimahafn- ar á Akureyri í gærmorgun. Skipið sem áður hét Albert GK hefir verið málað í litum Sam- heija og er hið glæsilegasta á að líta. Skipinu fylgir loðnu-, síld- ar- og rækjukvóti og samkvæmt því sem Morgunblaðið kemst næst, heldur skipið til loðnuveiða um helgina, undir stjórn Eggerts Þorfinnssonar skipstjóra. Á síð- asta ári var skipið með um 20.000 tonna loðnukvóta, 2.700 tonna síldarkvóta og um 70 tonna rækjukvóta. Skipið ber hins veg- ar um 750 tonn af loðnu. Oddeyr- in EA er 335 brúttólesta stálskip smíðað í Noregi árið 1967. Byggt var yfir skipið árið 1976 og það lengt sama ár og svo aftur árið 1978. Umhverfis- tónleikar UMHVERFISTÓNLEIKAR verða haldnir á Ráðhústorgi á morgun, laugardaginn 29. júní kl. 16. Þeir eru haldnir í tengslum við átakið „Flöggum hreinu landi 17. júní“ sem Úmhverfissjóður verslunarinnar og Ungmennafélag Islands stóðu að. Hljómsveitin Endurvinnslan verð- ur í fararbroddi á tónleikunum, en hún vekur athygli á mikilvægi um- hverfisverndar á ferð sinni um land- ið. Sumarlistaskólinn verður jafn- framt með uppákomu á torginu sem nefnist „Sjö stúlkur og sjö stólar". Alls tóku um 10 þúsund manns þátt í umhverfsátakinu, en ung- mennafélög víða um land efndu til hreinsunardaga og jafnvel heil bæj- arfélög. Sumarhátíö framsóknar ÁRLEG sumarhátíð kjördæmissam- bands framsóknarmanna á Norður- landi eystra verður haldin í Stóra- ijóðri í Vaglaskógi um helgina. Á laugardag kl. 11 verður farin skoðunarferð um skóginn undir leið- sögn skógarvarðar. Gróðursett verð- ur að Illugastöðum kl. 14 og að því loknu farið í sund á staðnum. Leikir fyrir börn á öllum aldri verða í skóg- inum síðdegis, kl. 19 hefst grillveisla. ---------» ♦ ♦--- Utgáfu Islensks máls seinkar AF óviðráðanlegum ástæðum hefur útkomu bókar sem inniheldur þætti Gísla Jónssonar um íslenskt mál seinkað. Gert er ráð fyrir að bókin komi út um miðjan júlí og verður hún þá send áskrifendum jafnskjótt. Bókin er gefin út í tilefni af 50 ára stúdentsafmæli Gísla 17. júní síðast- liðinn og 70 ára afmæli hans á liðnu hausti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.