Morgunblaðið - 28.06.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 28.06.1996, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Fjögnr skip komin með meira en 5.000 tonn af síld FJÖGUR skip eru nú komin yfir 5.000 tonn af síld úr norsk- íslenzka síldarstofninum. Veið- amar hafa gengið illa að undan- förnu og vantar um 25.000 tonn upp á að heiidarkvóta sé náð. Því hefur nokkru magni verið endur- úthlutað og samkvæmt því eru kvótahæstu skipin með rúmlega 5.800 tonna kvóta. Um miðja vikuna var staðan sú, að Sigurður VE var kominn með 5.281 tonn, mest íslenzku skipanna, en Víkingur AK var með nánast sama afla, 5.275 tonn. Næstu skip eru svo Jón Kjartansson SU með 5.153 tonn og Hákon ÞH með 5.039 tonn. Þessi skip eiga mjög lítið eftir af kvóta, minna en sem svarar til hálfrar burðargetu þeirra og því óvíst að þau fari meira til síld- veiða. Heimilt að framselja eftir- stöðvar af kvóta skipanna, svo fremi sem þær eru ekki ná ekki hálfri burðargetu þeirra. Loðnu- skipin eru öll á búa sig til loðnu- veiða, en smærri nótaskipin reyna líklega áfram við síldina. Hér fer á eftir yfirlit Fiskistofu yfir kvóta og afla síldarskipanna. Nafn skipanna kemur fremst, þá síðasta úthlutun, en þá var 18.000 tonnum deilt niður á þau skip, sem landað höfðu helmingi eða meiru af aflaheimildum sínum. Þá kem- ur heildar kvóti hvers skips, loks afli og að endingu það, sem hvert þeirra á eftir af kvótanum. Nafn 3. úthl. Heildarúthl. Afli* Kvótastaða Júpiter ÞH-61 488 4976 4.932 44 Jón Kjartansson SU-111 549 5616 5.153 463 Sigurður Ólafsson SF-44 0 2206 0 2.206 Sigurður VE-15 567 5812 5.281 531 Víkingur Ak-100 567 5812 5.275 537 Beitir NK-123 504 5141 4.052 1.089 Júlli Dan GK-197 284 2834 2.334 500 Hrungnir GK-50 0 2497 1.140 1.357 Glófaxi II VE-301 0 2212 207 2.005 Sæborg GK-457 0 2517 60 2.457 Þórður Jónasson EA-350 322 3237 2.802 435 Bergur Vigfús GK-53 290 2894 2.673 221 Glófaxi VE-300 286 2858 1.699 1.159 Sigla SI-60 290 2894 2.617 277 Sighvatur GK-57 0 2442 856 1.586 Flosi ÍS-15 0 2442 74 2.368 Víkurberg GK-1 304 3046 2.580 466 Sunnuberg GK-199 336 3382 2.579 803 Háberg GK-299 319 3201 2.647 554 Gígja VE-340 330 3315 3.151 164 Örn KE-13 326 3273 2.883 390 Auðunn ÍS-110 0 2341 0 2.341 Guðmundur Ólafur ÓF-91 307 3075 2.860 215 Sæljón SU-104 0 2572 0 2.572 Svanur RE-45 316 3174 2.781 393 Amþór EA-16 307 3075 2.713 362 Bergur VE-44 290 2904 2.575 329 Heimaey VE-1 287 2869 2.746 123 Dagfari GK-70 288 2882 2.581 301 Albert GK-81 324 3257 2.783 474 Faxi RE-241 317 3180 2.914 266 Súlan EA-300 346 3484 3.052 432 Sighv. Bjamas. VE-181 321 3223 2.925 298 Kap VE-4 336 3378 3.240 138 Húnaröst SF-550 323 3247 2.902 345 Guðrún Þorkelsd. SU-211 327 3284 2.883 401 Guðmundur VE-29 379 3834 3.675 159 Börkur NK-122 493 5031 4.692 339 Gullberg VE-292 353 3559 3.445 114 Huginn VE-55 353 3559 3.445 114 Höfrangur AK-91 349 3520 3.471 49 Amey KE-50 323 3247 2.888 359 Þórshamar GK-75 313 3143 2.713 430 Bjarni Ólafsson AK-70 417 4229 3.551 678 Björg Jónsdóttir ÞH-321 375 3791 3226 565 Grindvíkingur GK-606 417 4229 3.868 361 Hólmaborg SU-11 547 5592 4.962 630 Amarnúpur ÞH-272 354 3568 3.141 427 ísleifur VE-63 377 3817 3.460 357 Hákon ÞH-250 524 5359 5.039 320 Þorsteinn EA-810 509 5200 4.766 434 Jóna Eðvalds SF-20 322 3233 2.428 805 Elliði GK-445 378 3827 2.599 ' 1.228 Jón Sigurðsson GK-162 459 4670 4.191 479 Antares VE-18 400 4051 4.000 51 Sighvatur Bjamas. VE-81 510 5206 4.898 308 Samtals: 18.003 201.221 164.408 36.809 Allar tölur í tonnum •Afli samkvæmt upplýsingum frá löndunarhöfnum og skipstjórum. orötvnXifoííiíi - kjarni málsins! Reuter WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skoðar afleiðingar sprengingarinnar sem varð að minnsta kosti 19 manns að bana og særði rúmlega 100 alvarlega í bækistöð bandaríska hersins í austurhluta Saudi-Arabíu. Vilja úthýsa vestrænum áhrifum í Saudi-Arabíu HKtr,: i GÍGURINN sem myndaðist við sprenginguna var ellefu metra djúpur og 28 metra víður. Reuter Dubai. Reuter. ÞAÐ er stefna tilræðismannanna, sem urðu að minnsta kosti 19 manns að bana með bílsprengju í Saudi-Arabíu á þriðjudagskvöld, að reka alla vestræna hermenn á brott frá konungdæminu, segja frétta- skýrendur. Sprengjan sprakk við fjölbýlishús í bækistöð bandaríkjahers í bænum Khobar í austurhluta Saudi-Arabíu, og var þetta í annað sinn á tæplega hálfu ári sem ráðist er gegn banda- rískum hermönnum í landinu. Bandaríkjamenn blasa við Terence Taylor, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Alþjóða herfræði- rannsóknastofnunarinnar í London, sagði að árásir á útlendinga, þá sérstaklega Bandaríkjamenn, væri helsta markmið þessara andstæð- inga erlendra áhrifa í Saudi-Arabíu. Bandaríkjamennirnir séu augljós- asta dæmið um slíkt, og því blasi þeir við sem skotmark. „Skilaboðin til ráðamanna eru að þeir megi ekki vera of mikið í vasanum á útlendingum, og er þá sérstaklega átt við Bandaríkja- menn,“ sagði Taylor. Samtök múslima sem kenna sig við píslarvottinn Abdullah al-Huza- ifi hafa lýst sig ábyrg fyrir tilræð- inu og hóta fleiri árásum ef stjórn Saudi-Arabíu rekur ekki á brott alla bandaríska hermenn „sem her- sitja heilagt land Sauda. Háðir erlendum her Hersveitum bandamanna var heimilað að setja upp bækistöðvar í Saudi-Arabíu 1990 til þess að vernda olíulindir landsins og reka íraka á brott frá Kúveit. Sfðan þá hefur vestrænn her, ásamt kaup- sýslu, verið augljósasta merkið um erlend áhrif í landinu. Gífurlegur olíuauður Saudi- Araba, sem eru mestu olíuframleið- eindur og útflytjendur heims, hefur gert þá að umfangsmiklum vopna- kaupendum, og leitt til þess að þeir eru að miklu leyti háðir erlendum her í varnarmálum. Segja frétta- skýrendur að alls séu í landinu um fimm þúsund flugmenn bandaríkja- hers, auk hundruða ráðgjafa og þjálfara. Er markmiðið með veru Bandaríkjahers að aftra því að írak- ar láti til skarar skríða og fyrir- byggja vopnaskak af hálfu írana. Stór hluti herliðsins hefur það hlut- verk að gæta flugbannsvæðis yfir suðurhluta íráks. Öfgamenn líta svo á, að öll nær- vera hermanna, sem ekki eru músl- imar, sé lítilsvirðing við ríkið, sem er stjórnað samkvæmt ströngum reglum Islam. Vestræn áhrif eru sterk, en hvergi augljós. í versla- namiðstöðvum eru vestrænar vörur auglýstar og seldar, og Saudar líta á bíla og jeppa frá Bandaríkjunum sem stöðutákn. Erlend tónlist, skyndibitar, og ritskoðaðir, enskir fjölmiðlar eru fáanlegir. Konur verða að lúta strönguin lögum um klæðaburð, og hvergi er fylgt jafn stranglega og í Saudi- Arabíu, þeim lögum Islam sem kveða á um að morðingjar, nauðg- arar og aðrir sem hafa verið fundn- ir sekir um alvarlega glæpi, skuli hálshöggnir á almannafæri. Algengt er að fólk sé svipt útlimum fyrir að stela, og konur mega ekki aka. Vilja islamskt ríki Vestræn áhrif eru lítt sjáanleg í stjórnmálum innanlands. Ríkis- stjómir á Vesturlöndum fögnuðu þeirri ákvörðun Fahds konungs að tilnefna ráðgjafa (shura) fyrir ríkis- stjórnina, en Saudi-Arabía lýtur þó algerlega valdi konungsins. Það virðist samt ekki vaka fyrir hermdaverkamönnunum að auka frelsi í stjórnmálum. „Markmið þeirra er að stofnað verði islamskt ríki í Saudi-Arabíu, og að vestræn áhrif verði gerð útlæg frá þessum heimshluta," segir stjómmálaskýr- andi í Kúveit. Tyrkir fella Kúrda í írak Tunceli í Tyrklandi. Reuter. ÞÚSUNDIR tyrkneskra hermanna nutu stuðnings flughers þegar þeir réðust inn í norðurhluta íraks í gær og felldu þar fimm kúrdíska uppreisnarmenn, að sögn emb- ættismanna í tyrkneska hemum. Var þetta umfangsmesta hern- aðaraðgerð Tyrkja á landamærum ríkjanna á undanförnum íjórum mánuðum. Að sögn embættis- manna kann að verða fjölgað í röðum hermanna. Tólf tyrkneskar hersveitir, sem hver um sig telur fimm til sex hundruð menn, og þyrlur og flug- vélar réðust gegn stærstu herbúð- um skæruliða Kúrda, sem hafa aðsetur nyrst í írak, og berjast fyrir sjálfstæði í suð-austur Tyrk- landi. Tyrkir hafa á undanförnum árum oft ráðist yfir landamærin gegn Kúrdum. í fyrra fóru þeir með 30 þúsund manna lið í sex vikna herför, en voru gagnrýndir harðlega af stjórnvöldum á Vest- urlöndum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.