Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Glattá hjalla í Ar- bæjarsafni UM HELGINA verður Árbæjarsafn opið frá kl. 10-18. Á laugardeginum verður teymt undir börnum frá kl. 14-15. Leiðsögn verður um leik- fangasýninguna fyrir yngstu safn- gestina og farið verður í gamla leiki fyrir framan Læknisbústaðinn frá Kleppi kl. 15. Hægt verður að spreyta sig á léttum spurningaleik en dregið verður úr réttum svörum 1. júlí og fá vinningshafar sendan glaðning frá safninu. Á sunnudeginum verður hins vegar dagskráin „Glatt á hjalla“ en þá munu eldri borgarar í Gerðu- bergi kynna handverk fyrri tíma. Gestum gefst kostur á að skoða útskurð, tógvinnu og roðskógerð í Árbænum. Þar munu einnig verða í boði nýbakaðar lummur og harm- óníkuleikur. Handavinna og gull- smíði verða í Suðurgötu 7, en við Nýlendu verða hnýtt net og bók- bindari að störfum í Miðhúsi. Bazar verður á Kornhúsloftinu en þar mun einnig verða leikið á ýmis hljóðfæri og kór eldri borgara í Gerðubergi tekur lagið. Dans og leikur verður á svæðinu kl. 15. Einnig er hægt að fylgjast með mjöltum á gamla mátann í Árbænum kl. 17. -----♦ ♦ ♦----- Sýningu Karls Kvaran að ljúka TVÆR sýningar hafa staðið yfir í Norræna húsinu í júnímánuði í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Félag íslenskra myndlistarmanna og Norræna húsið stóðu sameigin- lega að sýningu á málverkum eftir Karl Kvaran og eru þau frá 1985- 1989, sem var síðasta tímabilið í lífi og á listferli málarans. Sýningunni lýkur á sunnudag og er hún opin frá kl. 13-19. Fyrirlestur um glerlist í anddyri og kaffístofu hefur Pia Rakel Sverrisdóttir sýnt glerlista- verk undir heitinu Jöklar og hraun. Pia Rakel heldur fyrirlestur i fund- arsal Norræna hússins á sunnudag 30. júní kl. 16. Hún ætlar að segja frá vinnuað- ferðum sínum og lýsa því hvernig breyta má venjulegu gleri í lista- verk með sandblæstri eða hitun í keramikofni og fleiri aðferðum. Sýningu Piu Rakelar lýkur einnig á sunnudag. SUMAR liggja þar sem síst mætti við þeim búast. Mannsand- lit í grasinu. KÖTTUR Sigurjóns. Ein af vættunum sem Páll valdi á sýninguna. Vættir í verkum tveggja manna Mynd af Hallgerði Langbrók er höggvin í stein fyrír utan Listasafn Sigurjóns. Þóroddur Bjamason sá hana og ýmsa drauga og dýr í heimsókn sinni í safnið FYRIR utan Listasafn Siguijóns í Laugarnesi má sjá margskonar verur og vættir gægjast úr marg- litum steinum sem sumir liggja þar sem síst mætti við þeim bú- ast en aðrir í öndvegi á grasflöt- um framan við safnið. Listamað- urinn sem kallar fram þessar verur heitir Páll Guðmundsson frá Húsafelli en hann segir að myndirnar búi í steinunum og hans hlutverk sé að gera þær sýnilegar með hamri sínum og meitli. Vættirnar eru margar rammíslenskar eins og Marbend- illinn og Maður í skötulíki sem staðsettur er þar sem kletta- fjaran byijar á bakvið safnið. Framandleg íslenskri náttúru eru verkin „Api“ og „Örn og ljón“. Ekki eru eingöngu þjóðsagnaver- ur eða dýr í steinunum. Mynd Hallgerðar Langbrókar er fyrir utan safnið og er það viðeigandi því talið er að Hallgerður hafi búið á Laugarnestanga og munn- mæli herma að hún hvíli í kirkju- garðinum á Laugarnesi. Stund- um er lítið átt við steinana og til dæmis hélt blaðamaður að í verkinu Hnefí hefði listamaður- inn látið nægja að gefa steininum nafn. Æska, elli og dauði í hring Páll notar líparít, flikruberg og rauðagijót í verkin. Þau eru öll ný og vann hann þau eftir að hafa kynnt sér verk Siguijóns og valið þau sem samræmdust hans hugmynd um sýninguna. Morgunblaðið/Golli MANNSINS ævi ,eftir Sigurjón Ólafsson, í miðju. Umhverf- is er Mannnsins ævi eftir Pál, æskan, ellin og dauðinn. Verk Siguijóns eru jafnt úr steini og tré. Á efri hæð safnsins má líta eins konar innsetningu þar sem höggmynd Siguijóns, Mannsins ævi, stendur í miðju og umhverfis það eru steinar sem Páll hefur unnið um mannsins ævi. Æskan er táknuð með litlum úthöggnum höndum og fótum og ellin með gömlum manni. Dauðinn er í líki hauskúpu. Á neðri hæð kallast á vættir beggja listamannanna. Köttur Siguijóns og Ugla Páls, Naut og fuglar við Dreka og dýr. Það er ekki laust við að maður trúi því að vættir búi í steinum eftir að hafa heimsótt sýninguna og nánd þeirra í verkum beggja listamannanna er rík. Leikfélag Reykjavíkur Largo desolato eftir Havel sýnt í haust EINS og flestir vita er Vaclav Havel ekki einungis andófsmaður sem sat í fjölda ára í fangelsi og varð svo forseti Tékklands, heldur einnig leikritaskáld. Hann var ungur maður er fyrstu leikrit hans voru frumsýnd í Prag og æ síðan hefur hann verið tengdur leikhús- jöfrinum Samuel Beckett og leik- ritum hans. Largo desolato er skrifað 1984 eftir fimm ára fangelsisvist og þrælkunarvinnu og var frumsýnt í Vínarborg í upphafi árs 1985. í leikritinu er sagt frá heimspekingi nokkrum er misst hefur stjórn á lífi sínu, fær engan frið við störf sín, meðal annars vegna afskipta- semi annarra. Laro desolato er einstaklega áhrifamikið verk þar sem á yfir- borði er óborganlegt skop en djúp- ur harmur býr undir. Hér er skáld- ið hvorki að fjalia beinlínis um eigið líf né umhverfi og samfélag lands síns. Verkið hefur víðtækar skírskotanir í okkar eigin þver- sagnakennda heim. Leikendur verða Ari Matthías- son, Árni Pétur Guðjónsson, Björn Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingi- mundarson, Jón Hjartarson, María Ellingsen, Ragnheiður Arnardótt- ir, Theódór Júlíusson, Valgerður Teikningar og olíumál- verk í sýning- arsölum MÍR AÐSTANDENDUR Largo desolato. Dan og Þorsteinn Gunnarsson. Höfundur leikmyndar og búninga er Helga I. Stefánsdóttir og leik- stjóri er Brynja Benediktsdóttir. Þýðendur eru Baldur Sigurðsson og Olga María Fransdóttir auk Brynju Benediktsdóttur. Frumsýnt verður á Litla sviði Borgarleikhússins í lok september næstkomandi. SÝNING á teikningum og olíumál- verkum rússneska listamannsins Mansúr Sattarovs verður opnuð í sýningarsölum MÍR, Vatnsstíg 10 í Reykjavík á laugardag kl. 15. Mansúr Mannúrovits Sattarov er fæddur 1948 í borginni Kazan við Volgu. Hann stundaði nám við myndlistarskóla í borginni Úfa í Úralhéraði og lauk þaðan burtfarar- prófi, en síðustu tvo áratugina hef- ur hann verið búsettur í Moskvu. Mansúr er þekktur í heimalandi sínu fyrir landslagsmyndir, einkum frá norðlægum slóðum, sem og portrettmyndir. Á sýningunni í MÍR-salnum eru um 20 teikningar og 15 olíumálverk (tempera), lands- lagsmyndir, uppstillingar og port- rettmyndir, m.a. af frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands. Aðgangur að sýningunni er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.