Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF•FORSETAKJÖR I DAG Tek ekki þátt 1 lágkúrunni Frá Sveinbjörgu Guðmundsdóttur: ÉG HEF yfirleitt lesið þau skrif sem birst hafa í Morgunblaðinu og fjalla um komandi forsetakosn- ingar og þau forsetaefni sem í framboði eru. Þar hefur aðallega tvennt vakið athygli mína. Margt hefur þar birst um eið- stafi Ólafs Ragnars Grímssonar í tilteknu dómsmáli og hann talinn trúlaus maður vegna þess að hann vildi ekki vinna eið við nafn Guðs. Um trú hans eða trúleysi ætla ég ekki að dæma, en í þessum skrif- um kom fram að í sama máli, að ég held, hafi þess einnig verið krafíst að Guðrún Helgadóttir þingmaður staðfesti framburð sinn með eiði. Hún hafði aðspurð sagst hafa sína barnatrú en farið fram á að svetja við drengskap sinn, en henni synjað um þá ósk. Þetta vekur furðu mína. I Gamla testa- mentinu má víða lesa um svardaga ísraelsmanna því þeir sóru iðulega við nafn Guðs, slíkt tíðkaðist und- ir Móselögmálinu. En Kristur, sem við kennum okkur við sem kristin þjóð, kom og uppfyllti Móselög- málið og leiðrétti þar margt. I Matteusarguðspjalli, íjallræðunni, segir hann: „Enn hafið þér heyrt, að sagt var við forfeðurna: Þú skalt ekki ekki vinna rangan eið, en þú skalt halda eiða þína við Drottinn. En ég segi yður: Þér eigið alls ekki að sveija, hvorki við himinn, því að hann er hásæti Guðs, né við jörðina, því að hún er skör fóta hans.“ (Matt 5:33-34.) Þessi orð eru staðfest í Jakobsbréf- inu. Ég á sterka trú á Guð og son hans, Jesú Krist, og ef ég yrði að staðfesta framburð minn þætti mér hart að verða neydd til þess að sverja við nafn Guðs, sem ég tigna, tilbið og ber mikla lotningu fyrir. Það væri andstætt trú minni. Annað sem vakið hefur athygli mína í áðurnefndum skrifum um forsetakosningarnar er það skítk- ast sem þar birtist og beinist eink- um að einu forsetaefni. Mig furðar að þeim sem láta slíkt frá sér fara skuli ekki Ijóst að þeir lítillækka og niðurlægja fyrst og fremst sjálfa sig. Þeir sem ekki geta unn- ið fólki sínu brautargengi án þess að rakka aðra niður ættu að mínu mati að láta það vera. Þessi níð- skrif hafa þó hjálpað mér að taka ákvörðun og velja milli þess mæta fólks sem í framboði er, því ég vil ekki fylla þann flokk eða fylkja liði með þeim sem slíka lágkúru stunda. Með þökk fyrir birtinguna. SVEINBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hlíðarhjalla 44, Kópavogi. „Svo mælti Gunnar Dal um Ólaf Ragnar Frá Guðjóni Leifi Gunnarssyni: BÓKIN Að lifa er að elska er frá- sögn unnip úr viðtölum Hans Kristjáns Árnasonar við einn af ástsælustu hugsuðum þjóðarinn- ar, Gunnar Dal. Það vakti eftir- tekt undirritaðs að þar sem heim- spekingurinn vitnar sífellt til margra merkustu manna mann- kynssögunnar máli sínu til stuðn- ings bregður hann í tvígang upp frásögn sem tengist Ólafi Ragn- ari Grímssyni forsetaframbjóð- anda. Á blaðsíðu 24 er kaflafyrir- sögnin „Reykjavíkurfundurinn og Ólafur Ragnar Grímsson". Þar telur Gunnar að tveir atburðir íslandssögunnar hafi öðrum fremur markað spor sitt í mann- kynssöguna. Sá fyrri er fundur Leifs heppna á Ameríku og hinn síðari er leiðtogafundur þeirra Reagans og Gorbatsjovs í Reykja- vík. En hvernig stóð á því að fund- urinn fór fram á íslandi? Á þess- um tíma var Ólafur Raganr með tillögur um friðun Norður-Atl- antshafs og Norðurlanda sem hann ku hafa sent Gorbatsjov skömmu áður en ákvörðun um staðsetningu fundarins var tekin. Gunnar vill meina að Gorbatsjov hafi litið á þær tillögur sem stuðn- ing við sínar eigin og þannig hafi staðsetning fundarins á íslandi verið ákveðin. Því lítur Gunnar svo á að maðurinn á bak við leið- togafundinn í Reykjavík sé Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi for- setaf rambj óðandi. Læsi og ólæsi íslendinga er annað mál sem tekið er fyrir í bókinni og í samnefndum kafla vitnar Gunnar til orða Marks Twa- ins þar sem hann segir: „Það er enginn munur á manni sem ekki kann að lesa bækur og manni sem ekki les bækur.“ Menn eru nú á dögum margir hveijir svo önnum kafnir að lítill eða enginn tími gefst fyrir bókalestur. Sem dæmi um svo önnum kafinn mann nefn- ir Gunnar Ólaf Ragnar Grímsson, þáverandi prófessor, ráðherra, al- þingismann og flokksformann, sem hann segir þó vera einn gáfað- asta mann sem hann hafi haft spurnir af og bætir síðan við að líklega sé Ólafur einn fárra undan- tekninga þessarar reglu þar sem þegar til hans sjáist í útsendingum sjónvarps frá Alþingi sé hann alla- jafna niðursokkinn í lestur breskra gáfumannablaða, tímarita og dag- blaða. Þannig reyni hann að nota tímann þegar færi gefist til að viðhalda og auka á víðsýni sína og þekkingu. GUÐJÓN LEIFUR GUNNARSSON, Víðigrund 59, Kópavogi. Alþýðubandalagsmenn styðja Pétur Hafstein Frá Jónínu Margréti Jónsdóttur og Snjáfríði Jónsdóttur: VEGNA misskilnings í umræðum um forsetaframboð Péturs Hafstein, vilj- um við koma því á framfæri, að það ' eru ekki aðeins sjálfstæðismenn sem styðja Pétur. Við vitum að meirihluti þess fólks sem hvatti hann í upphafi til forsetaframboðs voru stuðnings- menn annarra flokka. Við höfum verið stuðningsmenn Alþýðubanda- lagsins til þessa og þó að margt hefði mátt betur fara í þeim flokki, komum við líklega til með að vera það áfram. Hitt er annað mál að við höfum ekki áhuga á að kjósa mann sem hefur tekist að gera flokkinn nánast að engu. Ekki er ætlunin að fara út í persónulegt skítkast í garð ákveðinna frambjóðanda enda eng- um til sóma. í þessum kosningum erum við að kjósa mann, ekki flokk. Við teljum að Pétur Hafstein hafí heiðarleika, styrk og traust til þess að verða forseti Islands. Þess vegna styðjum við hann. JÓNÍNA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Blönduhlíð 23, Reykjavík, SNJÁFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Framnesvegi 27, Reykjavík. Ættarmót Helgina 28.-30. júní nk. verður haldið niðjamót afkomenda Borgars Bjarnasonar f. 19. janúar 1865, d. 22. maí 1910 og Guðnýjar Pálsdóttur f. 21. maí 1858, d. 10. janúar 1925. Þau giftust 7. nóvember 1886 og bjuggu fyrst á Skarði á Snæfjallaströnd og síðar í Borgarshúsi við Beija- dalsá. Þau eignuðust átta börn og eru afkomendur þeirra komnir á þriðja hundraðið. Ættarmótið hefst á föstudags- kvöld í Árbliki, Dalasýslu og verður sameiginlegur kvöld- verður á laugardag. Mótinu lýkur svo á sunnudag. Fólk er beðið að láta vita um þátttöku í síma 554-4849. Farsi „ SJjdrnin, seg'/r&Js kaJft'timarsi/r' okkar seu of LasUf/r." VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Léleg þjónusta FYRIR nokkru fór ég á bensínstöð Shell í Skógarhlíð, Loftleiða- megin. Klukkan var á slaginu 23.30, ekki mín- útu seinna, og mig vant- aði olíu á bílinn minn. Pilturinn sem var á vakt kom gangandi að dyr- unum í versluninni í sömu andrá og ég opnaði hana. Ég ætlaði að biðja hann að setja olíu á bílinn minn, en hann sagði það væri búið að loka og ýtti mér út úr versluninni og læsti á eftir mér. Á sama tíma og Shell- stöðvarnar eru með aug- lýsingaherferð um að starfsfólk þeirra taki svo vel á móti viðskiptavin- um sínum fær maður svona viðmót. Ég vildi bara vekja athygli á þessu því það samræmist ekki loforð- um þeirra í fjölmiðlum. Elsa G. Jóhannesdóttlr Gæludýr Saknað! FRESSIÐ okkar, hann Grímfía, fór að heiman úr Norðurmýrinni seint í apríl og hefur ekki skilað sér síðan. Hann er svart- ur, fremur smágerður af fressi að vera og nokkuð loðinn. Hann er tveggja ára og var með rauða hálsól þegar hann fór. Hann er eyrnamerktur og ber markið: R-5007. Ef einhver athugull hefur komið auga á kött sem svipar til þessa þá væri gott ef sá hinn sami gæti hringt í okkur. Grímur og Soffía 551-0981. Kettlingur ÁTTA vikna fallega, blíða og góða læðu vant- ar heimili. Vinsamlega talið inn á símsvara í númerinu 551-9243 ef enginn er heima. Kettlingar FALLEGIR 10 vikna kettlingar fást gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 567-2168. Tapað/fundið Lyklar fundust LYKLAR á kippu fund- ust á Borgarholtsbraut sl. miðvikudagsmorgun. Upplýsingar í síma 554-4338. Með morgunkaffinu ÞAÐ sem þú þarft á að halda núna er svolítil hreyf- ing og ferskt loft í lungun. Það vill svo skemmtilega til að mig vantar einmitt mann núna til að vinna í garðinum hjá mér. Víkverji skrifar... TALSVERÐAR umræður urðu á dögunum um áfengiskaupa- aldur ungs fólks og hvort ekki væri eðlilegt að skyldur og réttindi fylgd- ust að. Þá heyrðist m.a. það sjónar- mið, hvort eðlilegt væri að menn mættu kjósa, væru ennfremur kjör- gengir, mættu stofna til hjúskapar, Ijölkyldu, skulda og annars sem fylgir réttindum fullorðins fólks, en ekki kaupa áfengi. Þama er vissu- lega misræmi, sem ekki virðist fara saman við mannlega skynsemi og er brýnt að það verði leiðrétt. Víkveiji er með þessu ekki að taka afstöðu til málsins, nema að því leyti að honum finnst misræmið til vanza. Honum er sama á hvorn veginn það verður leiðrétt, hvort sjálfræðisaldur verður hækkaður í 20 ár eða áfengiskaupaaldur lækk- aður í 18 ár. En þetta misræmi gengur ekki gagnvart ungu fólki. Skyldur og réttindi verða að fylgj- ast að. xxx NÝLEGA brautskráðist ungur maður sem stúdent frá einum af menntaskólum borgarinnar. Svo sem nú er venja í framhaldsskólum fór þorri hópsins í svokallað út- skriftarferðalag og var haldið á sólarströnd. Ferðin var skemmtileg og heim komu nýstúdentarnir brún- ir og sællegir eftir dvölina á bað- ströndum Miðjarðarhafsins. Var töluverður munur á hópnum, sem utan fór en þeim sem kom heim eins og nærri má geta eftir inniveru langs og strangs upplestrarfrís. En þegar krakkarnir komust í fríhöfnina á Keflavíkurflugvelli, komust þau áþreifanlega í tæri við misrétti sem lagasmiðirnir á Alþingi bera ábyrgð á. Þótt krakkamir séu allir á sama aldri, rétt um tvítugt, kom í ljós, að aðeins hluti hópsins mátti kaupa áfenga drykki. Ferðin var farin rétt um mánaðamótin maí-júní og því voru það aðeins þeir, sem fæddir voru fyrir þessi tímamörk, sem máttu kaupa áfeng- ið, en ekki hinir, sem fæddir eru síðar á árinu. Reglur sem þessar skapa óánægju og unga fólkinu finnst þetta ekki vera réttlæti. I tilfelli unga mannsins, sem Vík- veiji gerði hér að umtalsefni, þá skildu aðeins fjórar vikur milli þess að hann fengi að kaupa áfengi í fríhöfninni. Hins vegar gat hann keypt allt það áfengi, sem hann lysti á ströndinni við Miðjarðarhaf- ið, þar var ekki spurt um aldur. Hér er um fáranlegar reglur að ræða. Auðvitað eiga reglurnar að segja að allir þeir, sem nái tvítugs- aldri á árinu megi kaupa áfengi. Fáranlegt er að gera upp á milli tveggja jafnaldra hvað þessi rétt- indi snertir. XXX * Amorgun er komið að þeim stóra degi að þjóðin gengur til for- setakjörs og eru, eins og allir vita, fjórir í framboði. Kosningabaráttan hefur verið æði ströng og áreiðan- lega eru einhveijir, sem eru orðnir liálfjireyttir á allri kynningunni. Forsetakjör er að því leyti til ólíkt annarri kosningabaráttu, að það vill verða mun persónulegra, enda verið að velja einn forseta meðal frambjóðenda og sigurvegarinn er aðeins einn. En hvað sem því líður þá opna kjördeildir í fyrramálið og aðfaranótt sunnudagsins ætti að verða ljóst, hver verður bóndinn á Bessastöðum næstu fjögur ár. Von- andi mega landsmenn vænta spenn- andi kosninganætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.