Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ ly96 47 Mynd/Bjarni Atlason Lúðrasveit Akureyrar Tvennir tónleikar á Austurlandi LÚÐRASVEIT AJcureyrar held- ur tónleika í Egilsbúð á Nes- kaupsstað næstkomandi laugar- dag, 29.júní kl. 15. Auk lúðrasveitarinnar leikur Dixilandhljómsveit skipuð hljóð- færaleikurum úr lúðrasveitinni sem og einnig Léttsveit Lúðra- sveitar Akureyrar. Á efnis- skránni er lúðrasveitartónlist sakamann sem Skúli hét og komst á hesti sínum undan vörðum lag- anna. Kvæðið er því ekki um Skúla fógeta. En fógetinn, sem setti svo mikinn svip á Viðey, var lengi léttur á fæti. Því var talið rétt að kenna þetta fjölskyldu- hlaup við hann og nýta hið þekkta nafn Skúlaskeið", segir í fréttatil- kynningu. Á sunnudag verður að venju staðarskoðun í Viðey kl. 14.15. Ljósmyndasýning í Viðeyjarstofu er opin alla daga og hestaleigan að starfi. Veitingar eru í Viðeyjar- stofu og á sunnudögum er þar sérlega gott kaffihlaðborð. Al- mennar bátsferðir eru á klukku- stundarfresti frá kl. 13. Námskeið í plöntu- greiningu HIÐ íslenska náttúrufræðifélag efnir til námskeiðs í plöntugrein- ingu laugardaginn 6. júlí kl. 13-18. Þátttakendur mæti við Náttúrufræðistofnun Islands á Hlemmi 3 v/Hlemmtorg. Ekið verður um Mosfellsheiði til Þingvalla og staðnæmst í mis- munandi gróðursamfélögum til að æfa sig að þekkja plöntur. Æski- legt er að fólk hafi plöntugrein- ingahandbók með sér. Leiðbein- andi verður Eyþór Einarsson grasafræðingur. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á skrifstofu JÓHANNES Elíasson eigandi rakarastofunnar. Ný rakara- og hársnyrtistofa af ýmsu tagi, dixiland og djass, m.a. eftir Ellington og Hoagy Carmiachel og fleiri. Þessar hljómsveitir koma einnig fram á lokatónieikum Djasshátíðar á Egilsstöðum á sunnudag, 30. júní kl. 15 í Vala- skjálf. Sljórnandi er Atli Guðlaugs- son. HÍN á Hlemmi 3. Hún er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9-12. Þátttakan er öllum heimil og hún kostar 1.500 kr. fyrir full- orðna. Geðfatlaðir á Norður- landamóti HÓPUR geðfatlaðra fór sl. laug- ardag á Norðurlandamót í Finn- landi sem er árlegur viðburður á hverju ári. Þetta eru einu samskipti geð- fatlaðra á Norðurlöndum og styrkti Geðhjálp hópinn til farar- innar. Þessa vikuna koma geðfatl- aðir með sitt framlag sem er söng- ur, skemmtiatriði o.fl. Fararstjórar í ferðinni með ís- lenska hópnum eru Karl Valdi- marsson og Sigurður Gunnarsson. LEIÐRÉTT Nafn vantaði í GREIN Ingiríðar Lúðvíksdóttur, „íbúar í Laugarneshverfí, opnið augun“ sem birtist í blaðinu í gær, vantaði síðustu setninguna. Hún átti að vera eftirfarandi: „Vanti ykkur undirskriftalista haf- ið þá samband við undirritaða, Sigurð Þorbergsson, Laugames- vegi 104 eða Karl Lúðvíksson, Otrateigi 52.“ Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Hj ólreiðahátíðin á Hvolsvelli er orðin föst í sessi Hellu. Morgunblaðið. Almenna mótið í Vatnaskógi KRISTNIBOÐSSAMBANDIÐ gengst fyrir almennu kristilegu móti í Vatnaskógi um næstu helgi, frá föstudegi til sunnudags. Al- mennu mótin hafa verið haldin í 50 ár og verður þetta hið 51. í röðinni. KFUM rekur sumarbúðir fyrir drengi í Vatnaskógi og hefur að- sókn verið mikil í sumar. Gert er hlé á drengjastarfinu meðan mót- ið stendur yfir. Yfirskrift mótsins er Ham- ingjuleiðin og er þar vitnað til ritn- ingarorðs. Mótið hefst kl. 21.30 föstudaginn 28. júní og lýkur með samkomu sem byijar kl. 14 sunnudaginn 30. júní. Sérstök fjölskyldusamkoma verður á laug- ardeginum í umsjón tvennra hjóna sem starfað hafa í Afríku. Mikill almennur söngur verður á mótinu og lífleg tónlist. Ræðu- menn verða Ragnar Gunnarsson, Hrönn Sigurðardóttir, Skúli Svav- arsson, Susie Bachmann, Sigurð- ur Pálsson og Kjartan Jónsson. Jafnan er leitast við á þessum mótum að fljdja einfaldan og skýran boðskap og hvetja fólk til þátttöku í útbreiðslu kristinnar trúar. Hægt verður að tjalda í Vatna- skógi eða fá svefnpokapláss inni í skálum. Einnig eru veitingar á boðstólum. Rúmur tími er á milli samverustunda svo fólk getur notið útivistar í fögru umhverfi. Leitað að „herra Islandi“ FEGURÐARSAMKEPPNI ís- lands stendur nú fyrir því að velja Herra Island 1996 og munu und- ankeppnir fara fram í öllum lands- hlutum í júlí og ágúst í sumar. Úrslitakeppnin verður síðan hald- in á Hótel Íslandi 13. september nk. og mun Stöð 3 sýna beint frá henni. Sigurvegarinn hlýtur auk fjölda glæsilegra verðlauna þátttökurétt í keppnini Mr. Europe sem fram fer í Kaupmannahöfn í október og verður sýnd í Eurosport. Sigur- vegari þeirrar keppni fær m.a. eins árs módelsamning við PH- One-módelskrifstofuna í París. Leitað verður eftir sportlegum herrum á aldrinum 18—36 ára, 184 sm eða hærri og er tekið á móti ábendingum á Hótel íslandi. Skúlaskeið, fjölskyldu- hlaup í Yiðey EFNT verður til fjölskylduhlaups í Viðey laugardaginn 29. júní. Það hefst kl. 14 en bátsferðir verða á 20 mínútna fresti frá kl. 12. Þátt- tökugjald er ekki annað en feiju- tollurinn sem er 400 kr. fyrir full- orðna og 200 kr. fyrir börn. Skúla- skeiðið er hugsað sem allt í senn, ganga, skokk eða hlaup. Vega- lengdin er 3 km. Farið verður frá Viðeyjarstofu austur fyrir skólann og þar beygt yfír á suðurströndina. Henni verð- ur fylgt heim undir Stofu en það- an verður haldið vestur að grill- skálanum Viðeyjarnausti þar sem hlaupið endar. Þar fá allir þátttak- endur verðlaunapening með mynd af innsigli Skúla fógeta. Einnig verður boðið upp á grillaðar pyls- ur og kalda drykki til að hressa sig á. Ferðir í land aftur hefjast upp úr kl. 15. Öll skipulagning og umsjón Skúlaskeiðs er í höndum Reykjavíkurmaraþons. „Nafnið Skúlaskeið er dregið af kvæði Gríms Thomsen um JÓHANNES Elíasson, hár- skurðarmeistari, hefur opnað nýja rakara- og hársnyrtistofu að Starmýri 2 (áður Hársnyrti- stofa Úlfar). Boðið er upp á vandaða alhliða hársnyrtingu. Opið er alla virka daga frá kl. 9-18. UM helgina fer fram í fjórða sinn hjólreiðahátíðin „Tour de Hvols- völlur“, en dagskrá hátíðarinnar hefst á laugardagmorgun með 14 km götuhjólreiðum frá Hellu til Hvolsvallar. Keppnin er haldin í samvinnu við Hjólreiðafélag Reykjavíkur og er hluti af Bik- armeistaramóti íslands. Hjólað um Njáluslóðir á Fljótshlíðarvegi Að lokinni mótssetningu á Hvolsvelli hefst bikarmeistaramót á götuhjólum og fjallahjólum, þar sem m.a. verður hjólað um Njálu- slóðir á Fljótshlíðarvegi. Sex ára börn hjóla Dagrenningarrall, en slysavarnadeildin Dagrenning ætl- ar að færa öllum sex ára börnum í sýslunni reiðhjólahjálma. Þá má nefna Torfærukeppni barna og Bjallaklifur sem er 4 km hringur og er hluti af Bikarmeistaramóti á fjallahjólum. Keppt verður í fimm flokkum, unglinga, kvenna og meistara. Um kvöldið verður grillveisla við markaðstjald en í tjaldinu FÉLAGAR í Lionsklúbbnum Nirði í Reykjavík voru á ferð í Önundarfirði 19. júní sl. Færðu þeir Lionsklúbbi Ónundarfjarð- ar að gjöf 500.000 kr. sem varið skal til uppbyggingar á Flat- eyri. Gestimir vom viðstaddir helgistund í Holtskirkju þar sem rifjaðir vom upp þættir úr sögu byggðarlagsins. Á mynd- munu fyrirtæki og félagasamtök sýna og selja framleiðslu sína. Þá verður fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna, varðeldur og hljómlist að hætti heimamanna. Á sunnudag verður Krappa- keppni á fjallahjólum 35 km, auk þess sem fram fer tvíkeppni í fjallahjóireiðum, en stigahæsti keppandi hlýtur titilinn Hvolsvall- armeistari í íjallahjólreiðum 1996 ásamt peningaverðlaunum. Búist við að 300 keppendur mæti til leiks Að sögn Sóleyjar Ástvaldsdótt- ur hjá Ferðaþjónustu Sælubúsins á Hvolsvelli, sem sér um fram- kvæmd hátíðarinnar, er búist við a.m.k. þijú hundruð þátttakendum og enn fleiri áhorfendum, en mik- ið er lagt uppúr að gera keppnina spennandi fyrir þá. Hjólreiðahátíð- inni lýkur um hádegi á sunnudag með mótsslitum og verðlaunaaf- hendingum, en að þeim loknum verður farið hjólandi í fjölskyldu- ferð að Tumastöðum í Fljótshlíð. inni, sem tekin var undir kirkju- vegg í Holti, eru f.h. Ólafur J. Straumland, Sigfús Almarsson, Sigurður Sigurdórsson, formað- ur Lionsklúbbs Önundarfjarðar, Úlfar Eysteinsson, formaður Lionsklúbbsins Njarðar, Daníel Þórarinsson, Gunnlaugur Mel- steð og Gunnar Björnsson, stað- arprestur. LOKAÐIR FJALLVEGIR 27. JÚNÍ 1996 Vegagerðin og Náttúruverndarráð hafa sent frá sér upplýsingar um hvaða svæöi á hálendinu eru lokuð allri umferð vegna snjóa og/eða aurbieytu. Vegir á skyggðu svæðunum eru lokaðir allri umferð þar til annaö verður auglýst. Símar vegagerðarinnar eru: 563-1500 og grænt númer, 800-6315. Hálf milljón til Flateyrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.