Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ1996 45 I I I ) I í 1 ! ! i 1 I I I ! ! : < ; ( ; i ( i 1 i Norðurlandamótið í brids tímamótabílnum frá Chrysler. Mikil spenna í lokaumfer ðunum BRIDS Austur gefur, AV á hættu Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! Faaborg, Danmörku NORÐURLANDAMÓTIÐ Norðurlandamótið í brids er haldið í Faaborg á Fjóni dagana 22.-27. júní, bæði í opnum flokki og kvennaflokki. ÞAÐ ríkti mikil spenna fyrir loka- umferðirnar á Norðurlandamótinu í brids, því í opnum flokki voru þijár þjóðir nánast jafnar eftir 8 umferðir af 10. Svíar höfðu 152,5 stig, íslendingar 146 og Norðmenn 144. Aðrar þjóðir gátu ekki ógnað þeim því Danir komu í 4. sæti með 99 stig, Finnar voru í 5. sæti með 94,5 og Færeyingar ráku lestina me_ð 74,5 stig. í kvennaflokki var einnig spenna því Svíar höfðu 163 stig og Norð- menn 153 en Danir komu í 3. sæti með 129,5. Finnar höfðu 122, íslendingar 89 og Færeyingar 52 . Norðmenn komu nokkuð á óvart í Faaborg. Liðið í opna flokknum var skipað ungum spilurum, sem Norðmenn virðast eiga óþijótandi uppsprettu af, og þeir spiluðu sér- lega vel gegn íslendingum í síðari leiknum sem þeir unnu 18-12. Þetta spil kom fyrir í fyrri leik þessara þjóða sem íslendingar unnu 20-10. Norður ♦ G6 ♦ K75 ♦ ÁKD10 + G765 Vestur Austur ♦ D82 ♦ 107543 ♦ DG1043 ♦ Á6 ♦ 9 ♦ 87643 ♦ D943 +10 Suður ♦ ÁK9 ♦ 982 ♦ G52 ♦ ÁK82 Bæði lið spiluðu 3 grönd í suð- ur. Bræðurnir Sam Olai Hoyland og Sam Inge Hoyland voru í vörn- inni gegn Þorláki og útspilið var hjartadrottning sem fékk að eiga slag. Næst kom hjartagosi og Þor- lákur stakk upp kóng og austur fékk á ásinn. Hann skipti í spaða og Þorlákur stakk upp ás. Þorlákur spilaði næst laufi á ásinn og 10 austurs var nokkuð grunsamleg. Nú tók Þorlákur tíg- ulslagina og Sam Inge í vestur þurfti að finna þijú afköst. Hann henti fyrst spaða, síðan laufi en varð loks að henda hjarta. Það dugði Þorláki sem tók spaðakóng, og spilaði vestri inn á hjarta. Hann átti tvo hjartaslagi en varð síðan að spila laufi og þegar Þorlákur stakk upp gosa var spilið unnið. Við hitt borðið var Egil Sælens- minde sagnhafi með Jón Baldurs- son og Sævar Þorbjörnsson í vörn- inni og spilið þróaðist á svipaðan hátt, svo það féll. Færeyingar í framför Færeyingar eiga ýmislegt ólært í bridslistinni en þeir eru þó í greinilegri framför. Þeir unnu tvo leiki í fyrri umferðinni hér í Faa- borg, gegn Danmörku og Finn- landi, en fram að því höfðu þeir aðeins unnið einn leik á Norður- landamótum. íslenska liðið átti þó ekki í erfiðleikum með Færeying- ana og vann fullnaðarsigur í báð- um leikjunum við þá. I fyrri umferðinni hafði íslenska liðið forystu, 94-10, í hálfleik en síðari hálfleiknum byijuðu fær- eysku spilararnir Marner Joensen og Árni Dam vel gegn Sævari Þorbjörnssyni og Jóni Baldurssyni og þeir vöru ekki óánægðir með þetta spil: Norður ♦ 987 ♦ DG832 ♦ 2 ♦ ÁG98 Vestur Austur ♦ 1043 ♦ D652 ♦ K10765 ¥4 ♦ K106 ♦ 8743 ♦ K6 ♦ 10752 Suður ♦ ÁKG ♦ Á9 ♦ ÁDG95 ♦ D43 Færeyingarnir lentu í spurnar- sagnafrumskógi og náðu ekki að fóta sig fyrr en í 5 hjörtum. Sæv- ar í vestur var harla ánægður með þróun mála og spilaði út spaða, sem Dam drap heima. Hann svín- aði laufagosa, spilaði tígli á ás og síðan hjartaás og meira hjarta á drottningu þegar Sævar gaf. Jón henti spaða og útlitið var því ekki gott hjá sagnhafa. En hann fór heim á spaða, spil- aði tíguldrottningu og trompaði í borði þegar Sævar lagði kónginn á. Síðan fór Dam aftur heim á spaða og spilaði tígulgosa og þeg- ar Sævar fylgdi með tíunni fór landið að rísa. Dam spilaði áfram tíglum þar til Sævar trompaði en þá gat Dam yfirtrompað og Sæv- ar fékk aðeins tvo slagi á tromp. Slétt staðið og 450 til Færeying- anna. En samanburðurinn við hitt borðið var ekki sérlega ánægjuleg- ur. Þar hætti Egil Sondum í vest- ur sér inn á sagnir eftir að Þorlák- ur Jónsson í suður opnaði á sterku laufi. Þorlákur og Björn Eysteins- son, sem leysti Guðmund Pál Arn- arson af í hálfleiknum, byijuðu strax að dobla og sögnum lauk í 1 spaða dobluðum í vestur. Og sagnhafi fékk aðeins 2 slagi en íslendingarnir 1.400 og 14 impa. Spilamennska Dams við hitt borð- ið bjargaði því aðeins þremur imp- um. EINSTAKT TÆKIFÆRI! Chrysler Neon Timamot fra Ameriku M 2,0 lítra, 16 ventla, 133 ho., sjaltskiptur, loftpúði fyrir ökumann og farþega í framsæti, samlæsing, rafmagn í rúðum Verð aðeins 780 000 kr Komdu og reynsluaktu Vorum að taka heim ný stórglæsileg fyrsta flokks sófasett alklædd leðri. Sófasett 3+1+1 aðeins stgr. kr. 159.000 Sérstakt kynningarverð með ÞKmiiHlTH afslættl. utir: Svart, brúnt, Hornsóffasett 2+horn+2 grænt, rautt, Alklætt leðrÍITHLlHlIlIllStar. vínrautt, bleikt og Ijósbrúnt. Ath. Takmarkað magn. Greiðslukjör við allra hæfi. Valhusgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.