Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Örn Eiríksson fæddist á Akur- eyri 28. janúar 1926. Hann lést í Reykja- vík 15. júní síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 24. júni. í formála minninga- greina um Orn Ei- ríksson á bls. 32 í Morgunblaðinu á sunndag féll niður nafn Ernu Kristjáns- dóttur, systur Arnar, í upptalningu systk- inanna. Hlutaðeig- endur eru innilega beðnir af- sökunar á þessum leiðu mis- tökum. Afí Bassi. Við viljum þakka þér fyrir allar þær góðu og skemmtilegu sam- verustundir sem við áttum saman með kvæði sem þér þótti svo fal- legt. Snert hörpu mína himínboma dís svo hlusti engiar guðs í paradís. Við götu mína fann ég flalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. (Ðavíð Stef. frá FagraskógL) HQdur og Kristín Björk Eiríksdætur. Góður vinur minn, Öm Eiríks- son, er fallinn frá. Bassa Eiríks, eins og vinir hans kölluðu hann, þekkti ég og umgekkst frá bamæsku. Þegar slík hetja fellur frá rifjast upp í trega- fullum söknuði minningar, skemmtilegar og Ijóslifandi í tímans iðu. Mér er til dæm- is í fersku minni þegar Bassi, sem hafði gaman af því að gefa fólki titla, sæmdi mig heiðurst- itli og nafnbót sem ég hef borið stoltur æ síðan. Þegar ég starfaði í bögglaþjónustu Flugleiða hér á sumrum áður urðu mér á þau skemmtilegu mistök að innrita og ábyrgjast flutning á pakka til Kol- beinseyjar. Bassa þótti þetta sér- lega gott framtak og sæmdi mig jafnskjótt nafnbótinni „Hreppstjór- inn frá Kolbeinsey". Það kemur margt fleira upp í hugann þegar husgað er til baka. Fallegt er að minnast einlægrar hlýju og ástar sem ríkti alla tíð milli Bryndísar og Bassa og hversu samhent og samstiga þau hafa siglt gegnum lífsins ólgusjó. Fyrir um það bil ári vorum við Siggi, sonur þeirra, að fara í bfltúr og Bassi varð samferða okkur út og sagðist þurfa að skreppa í smá bfltúr einnig. Að gamni okkar elt- um við Bassa. Hann Iagði við Tjamargötu og labbaði áleiðis að Tjöminni. Það var fallegt kvöld í Reykjavík og Bassi staðnæmdist við gamla Iðnó og horfði yfir. Mér verður hugsað til þess núna þegar þessar Iínur era ritaðar að oft hef- ur þessi minn vinur horft yfir lífíð. Hann hefur hugsað til Dísu sinnar, um Eirík farsælan dósent við Há- skóla íslands, Pétur nýorðinn flug- stjóra, Sigga nýorðinn prest og öll bamabömin. Bassi stóð við Tjöm- ina og horfði yfir. Yfír farsælt og hamingjusamt líf. Stuttu síðar varð Öm veikur og þau veikindi hafa nú fært hann að altari himnaföður- ins. Dísa stóð sem klettur með Bassa sínum í veikindunum. Og þó hann væri afar veikur var stutt í brosið hans enda vildi Bassi hafa hlutina létta og eðlilega allt sitt líf. Allir menn vora jafnir í augum hans. Eg kveð þig, félagi og vinur, og þakka þér fyrir líf þitt og fyrir- mynd. Hirtu hvorki um lof né last né lyginnar streymandi iðukast. Vertu heill - ekld hálfur. Bliknaðu ekld, þó blási hvasst, og bregðist þér heilar álfur, en knýðu vængina og flugið fast, og fljúgðu til himins sjálfur. Ég fagna með þeim sme fljúga hátt. Fagurt er loftið og draumablátt, og hættunni hetjur gleyma. Gefðu þeim, faðir, meiri mátt, lát magn þitt um bijóstin streyma, svo þeir geti flogið djarft og dátt um draumanna undraheima. (Davíð Stef.) Ari Gísli Bragason. • Fleiri minningargreinar um Örn Eiríkason bíða birtingar og munu birtast í hlaðinu næstu daga. MIMNIIMGAR ÖRN EIRÍKSSON BMDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson B-landsliðið náði góðum árangri B-landsliðið, sem skipað er Páli Valdimarssyni, Ragnari Magússyni, Þresti Ingimarssyni og Þórði Björns- syni náði góðum árangri í sveita- keppni í Hollandi um síðustu helgi. Sveitín hlaut 227 stig og varð í 9.-10. sæti af 120 sveitum. Sigursveitin var bresk og hlaut samtals 251 stig. Skammt var í 5. sætið því sveitimar sem urðu í 5.-8. sæti voru allar með 229 stig. Þessar mögra fréttir verða að duga en ferðin mun hafa orðið nokk- uð endaslepp þar sem einn spilarinn varð fyrir því óláni að fá matareitran ytra og komst ekki heim á tilsettum tíma. Góð þátttaka í sumarbrids GÓÐ þátttaka hefur verið í Sum- arbrids 1996 þrátt fyrir annatíma hjá fótboltaaðdáendum. Mánudaginn 25. júní spiluðu 28 pör tölvureiknað- an Mitchell-tvímenning með forgefn- um spilum. Meðalskor var 270 og efstu pör urðu: NS SigurðurB.Þorsteinss.-SverrirArmannss. 353 Sigfus Þórðarson - Gunnar Þórðarson 349 ísakÖrnSigurðsson-BjömSvavarBjömsson 340 BjömAmareon-HaukurHarðarson 319 AV KristjánKristjánsson-GarðarGarðarsson 307 Sigrún Pétursdóttir—Halla Ólafsdóttir 295 GuðmundurBaldursson-JensJensson 291 Friðrik Egilsson - Ingimundur Guðmundsson 291 Þess má geta að skorið í NS átt- ina var óvenju gott. Sigurður og Sverrir náðu 2. hæsta skorinu í sum- ar, 65,37%. Sigfús og Gunnar urðu að sætta sig við 2. sætið með 64,63% sem er 8. besta skorið í sumar. ísak og Svavar náðu 18. hæsta skorið í sumar (62,96%) en urðu að bíta í það súra epli að enda í 3. sæti. A þriðjudaginn 4. júní mættu 30 pör til leiks. Spilaður var tölvureikn- aður Mitchell-tvímenningur með for- gefnum spilum. Meðalskor var 420 og efstu pör urðu: NS GuðmundurBaldursson - GuðbjömÞórðarson 514 MagnúsIngimarsson-GuðlaugurNielsen 491 Erla Siguijónsdóttir - Esther Jakobsdóttir+ 483 Jón V. Jónmundss. - Vilhjálmur Sigurðss. jr. 482 Magnús Aspelund - Steingrimur Jónasson 529 Jón SteinarGunnlaugss. - Björgvin Vígiundss. 484 Sigrún Pétursdóttir - Margrét Margeirsdóttir 470 Hanna Friðriksdóttir - Helgi Samúelsson 468 Þröstur og Þórður enn efstir í Hornafjarðarleiknum Þeir 2 spilarar sem fá flest brons- stig á samliggjandi fjögurra daga tímabili í sumar fá að launum ókeyp- is þátttökugjald á Homafjarðarmótið í tvímenningi sem spilað verður síð- ustu helgina í september, ferðir fram og til baka, gistingu og uppihald. Þessi verðlaun era gefin af Bridsfé- lagi Homafjarðar og Hótel Höfn. Eins og staðan er í dag fara Þröstur Ingimarsson og Þórður Bjömsson til Homafjarðar í haust. Þeir skoraðu 66 stig á tímabilinu 12.-16. júní. Hver fer fram úr þeim á leiðinni til Homafjarðar? Sumarbrids í textavarpið Með góðfúslegu leyfi frá BR hefur Sumarbrids fengið leyfi til að nota síðu 246 og verður staðan eftir hvert kvöld sett inn á textavarpið að spila- mennsku Iokinni. Spilamennskan í Sumarbrids 1996 hefst kl. 19 sex daga vikunnar (ekki laugardaga) og er spilað í húsnæði Bridssambandsins í Þönglabakka 1, 3. hæð. Á sunnudagskvöldum verður spilaður Monrad-Barómeter ef þátt- taka fæst, en annars hefðbundinn Barómeter. Aðra daga er Mitchell- tvímenningur. Spilin era alltaf for- gefin. Keppnisstjórar era Sveinn R. Eiríksson og Matthías G. Þorvalds- son og taka þeir vel á móti öllum spilurum. A TVINNUAUGL ÝSINGAR Kennarar Kennara vantar í eina stöðu við almenna kennslu við Svalbarðsskóla í Þistilfirði. Umsóknarfrestur til 12. júlí 1996. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 562 1806. Skólanefnd. Sérfræðiráðgjöf Alþjóðlegt fyrirtæki leitar að einstaklingi með ítarlega þekkingu á hvernig fullvinna megi hálfunnin hrogn (hrognkelsi, loðnu) í kavíar í dósum (og hugsanlega einnig hvernig fram- leiða eigi rækjur í pækli) og getur aðstoðað okkur við að velja rétt hráefni, réttan tækja- búnað og réttar aðferðir. Vinsamlegast sendið æviágrip til afgreiðslu Mbl., merkt: „R - 4316“. Sma auglýsingor Litaljósritun Opið frá ki. 13.30-18.00. Ljósfell, Laugavegí 168, Brautarholtsmegin. SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaieitisbraut 58-60 Almenna kristilega mótið í Vatnaskógi hefst í dag, föstu- dag, kl. 21.30. Samkomur og samverustundir með fjölbreyttri dagskrá verða alla helgina. Mótmu lýkur með kristniboðssamkomu á sunnu- dag kl. 14.00. Tjaldstæði og svefnpokapláss. Mótið er opið öllum, sem vilja eiga góða helgi í fögru umhverfi. (Munið að kjósa áðurl) Kristniboðssambandið. Þingvellir - þjóðgarður Laugardagur 29. júní: Kl. 13.30 Öxarárfoss - Skógarkot Gönguferð um Fögrubrekku að Öxarárfossi og þaðan í eyðibýlið Skógarkot. Hugað að búsetu og náttúrufari. Hefst og endar i þjónustumiðstöð. Tekur um það ; bil 3r/z klst. Munið að taka með ykkur nesti og góðan skófatnað. Sunnudagur 30. júní: Kl. 11.00 Leikur er barna yndi. Barnastund í Hvannagjá. Söngur, leikír, náttúruskoðun. Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þingvallakirkju. Sr. Jón Ragnarsson þjónar fyrir altari. Kl. 15.15 Þinghelgarganga. Rölt um hinn forna þingstað og næsta nágrenni Þingvallabæjar. Hefst við kirkju og tekur um Vh klst. Allar nánari upplýsingar um dagskrá þjóðgarðsins fást í þjónustumiðstöð. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 568-2533 Dagsferðir Ferðafélagsins: Laugardaginn 29. júnf kl. 10.30: „Leggjabrjótur" (gömul þjóð- leið). Gengið frá Svartagili, Ping- vallasveit, í Botnsdal (um 6 klst.). Verð kr. 1.200. Sunnudaginn 30. júní: 1) Kl. 08.00 Þórsmörk - dags- ferð. Verð kr. 2.700. 2) Kl. 10.30 Reykjavegur 5. ferð. Gengið frá Kaldárseli í Bláfjöll. Verð kr. 1.000. Miðvikudaginn 3. juli kl. 08.00: Þórsmörk - dagsferö. Kynnið ykk- ur hagstætt verð á sumarleyfi í Pórsmörk. Brottför frá Umferöarmiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Ferðafélag (slands. FERÐAFELAG # ÍSLANOS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Þórsmörk um helgina 28.-30. júní Fjölskylduhelgi og Fimmvörðuháls 1. Fjölskylduhelgi í Þórsmörk Brottför föstud. kl. 20.00. Fjöl- breytt dagskrá fyrir alla. Léttar gönguferðir, ratleikur, grill, kvöldvaka. Góð gisting í skála eða tjöldum í Langadal. 2. Fimmvörðuháls - Þórsmörk Bróttför föstud. kl. 20.00. Ný Fimmvörðuhálsganga í tengsl- um við fjölskylduhelgarferðina. Gengið verður úr Þórsmörk yfir hálsinn og komið niöur Hrúta- fellsheiði vestan Síogár. Farið í Seljavallalaug eftir gönguna. Tilboðsverð i ofangreindar ferðir. Tilvalið fyrir börn, ung- menni og foreldra að fjölmenna í skemmtilega ferð um helgina. Kosningaútvarp á laugardags- kvöldinu! Ferðafélag íslands. Auglýsing frá yfirkjörstjórn Norðuriands- kjördæmis eystra vegna forseta- kosninga 1996 Talning atkvæða úr Norðurlandskjördæmi eystra í forsetakosningunum 29. júní 1996 fer fram í Oddeyrarskólanum á Akureyri að loknum kjörfundi. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður á sama stað. Sími yfirkjörstjórnar er 462 2886. Akureyri, 26. júní 1996. Yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra. Ólafur Birgir Árnason, form., Inga Þöll Þórgnýsdóttir, Jóhann Sigurjónsson, Guðmundur Þór Benediktsson, Unnur Þorsteinsdóttir. Útboð Bæjarsjóður Stykkishólms óskar eftir tilboð- um í byggingu íbúða fyrir aldraða. Um er að ræða viðbyggingu við Dvalarheim- ili aldraðra við Skólastíg 14a. Viðbyggingin er um 320 fm að grunnfleti á tveimur hæð- um. Útboðið nær til uppsteypu húss ásamt frágangi á þaki og gluggum. Útboðsgögn verða seld á kr. 8.000 á skrif- stofu Stykkishólmsbæjar, Skólastíg 11, 340 Stykkishólmi. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 15. júlí 1996, kl. 11.00 á skrifstofu Stykkishólmsbæj- ar, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.