Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Nettölva til sölu íhaust London. Reuter. TÆKI, sem hannað er í Bretlandi og á að veita ódýran og einfaldan aðgang að alnetinu (internetinu) um venjulegt sjónvarpstæki, verður sett á markað í haust. Tækið nefnist Acorn NetStation og er kallað fyrsta nettölva (NC) heims, sem verði seld almenningi. Tækið á að kosta 399 pund eða um 40.000 krónur og verður mark- aðssett í Bretlandi 11. október. Sala mun hefjast um svipað leyti í Banda- ríkjunum og á meginlandi Evrópu. NC-tæki eru vasaútgáfa af tölv- um, býður upp á tengingu við alnet- ið og e-tölvupóstkerfi, en getur ekki getur ekki geymt upplýsingar eins og PC-tölvur. „NetStöðin“ er svartur kassi sem er hafður ofan á sjónvarpstæki og fá netnotendur aðgang að netinu með því ýta á hnapp eða nota fjar- stýringu. Olivetti á rétt innan við 50% í Acorn-tölvufyrirtækinu, sem fram- leiðir NetStation. Smíðin hefur notið stuðnings Oracle í Bandaríkjunum — brautryðjanda í gerð NC. -----»-♦.■».-. Innflutningur eykstlangt umfram útflutning ÞJÓÐHAGSSTOFNUN áætlar að vöruskiptajöfnuður landsmanna verði hagstæður um 3,6 milljarða á þessu ári samanborið við 13,4 millj- arða í fyrra. Innflutningur hefur vaxið verulega að undanförnu og var um 21% meiri fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Almennur innflutningur jókst heldur minna, eða um 19%. Fram kemur í nýjasta hefti Hag- vísa Þjóðhagsstofnunar að innflutn- ingur fólksbíla jókst langmest fyrstu fjóra mánuðina, eða um 50%. Inn- flutningur matar- og drykkjarvöru jókst um 21% og innflutningur ann- arra neysluvara jókst um 15%. Stofnunin áætlar að vöruinnflutn- ingur verði 14,2% meiri á föstu verði á þessu ári en í fyrra og að vöruút- flutningur aukist um 5,5%. SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða, í hópi starfsmanna í merkinu. Flugleiðir stefna að 10% veltuaukningu á ári SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugieiða hf., kynnti á fundi á Reykjavíkurflugvelli í gær með um 800 starfsmönnum nýja stefnumörk- un og framtíðarsýn félagsins. Þar kom fram að stefnt er að því að auka arðsemi jafnt og þétt og að árið 2000 verði hagnaður af reglu- legri starfsemi fyrir skatta 5,5% af veltu. Gengur vinna við endurskipu- lagningu starfseminnar undir nafn- inu 5 'A þessu til áréttingar. Félagið hefur jafnframt sett sér það markmið að vaxa um 10% á ári frá og með 1997 og gerir ráð fyrir að veltan verði komin yfír 27 millj- arða króna árið 2000. Aætlanir um vöxt þýða í raun að félagið bætir þotu við flugflotann annað hvert ár auk fjölda nýrra starfsmanna. í frétt frá Flugleiðum kemur fram að megininntakið í máli Sigurðar á fundinum hafi verið að félaginu hafi miðað mjög vel í rekstrinum á undan- förnum árum. Það hefði endumýjað flugflotann, hótel, bílaleigu og önnur tæki og búnað auk allra þjónustu- þátta fyrir um 20 milljarða króna. Jafnframt hefði náðst veruleg hag- ræðing í rekstrinum með sparnaði og aukinni framleiðni. Þessi mikli UM 500 starfsmenn Flugleiða hf. mynduðu merki félagsins á flughlaðinu við flugskýlið á Reykjavíkurflugvelli eftir kynning- arfundinn í gær. árangur hefði tryggt að fyrirtækið komst án stóráfalla í gegnum erfíð- leika í alþjóðaflugrekstri. Sigurður Helgason sagði að nú snúi félagið sér að því að tryggja viðunandi arð- semi í öllum greinum ferðaþjónustu. Aukið hlutfall pakkaferða Félagið skiigreinir sig ekki lengur eingöngu sem flugfélag heldur sem ferðaþjónustufyrirtæki. Það endur- speglar áherslur fyrirtækisins á að efla aðra þætti starfseminnar, svo sem hótel, bílaleigu og ferðaskrif- stofurekstur til jafns við flugið. Jafn- framt vill félagið auka hlutfall þeirra sæta sem seld eru í pakkaferðum á kostnað þeirra sem seld eru á lægstu gjöldum í stórum upplögum til alþjóð- legra miðlara. Sigurður Helgason sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið ætl- aði sér taka meiri þátt í uppbyggingu á ferðaþjónustu á Islandi og fara nær viðskiptavinum erlendis. „Við ætlum að selja meira með sætunum en ekki sætin ein og sér eins og við höfum gert mikið erlendis. Jafnframt gerum við ráð fyrir að flugið til og frá ís- landi muni aukast um 5-6% á næstu árum. Við ætlum að taka þátt í því, en til viðbótar að gera það arðbær- ara.“ Þá benti Sigurður á að í náinni framtíð mætti búast við því að flug- félög erlendis rynnu saman í stórar samsteypur. Flugleiðir þyrftu því að búa sig undir erfiðari samkeppni. Til að geta tekið þátt í fyrirsjáanlegri aukningu þyrfti að bæta við einni vél annað hvert ár og verið væri að leggja drög að því. Flugleiðir hafa notið aðstoðar ráðagjafarfyrirtækisins Andersen Consulting við endurskipulagningu og stefnumörkun. Nýtt skipulag tók gildi 1. maí sem felur í sér að starf- seminni er skipt upp í ákveðna ferla. Sérstakt framleiðslusvið sér um framleiðslu á allri vöru og þjónustu, markaðssvið mótar þjónustuna en sölusviðið selur hana. Verð frá: 149.900! Staðgreitt Poweibook 190/190cs Nuferðu fyrir ferðina! Tölva týrír þá sem eru á ferö og flugi og vilja nýta tímann betur. ®.Apple-umboðið Skipholti 21 • Sími 511 5111 • Heimasíðan: http://www. apple. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.