Morgunblaðið - 28.06.1996, Side 6

Morgunblaðið - 28.06.1996, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þriggja daga prestastefnu í Digraneskirkju í Kópavogi lauk í gær Nefnd verði skip- uð um áherslur í sálgæslu SÉRA Þórir Jökull Þorsteinsson, sr. Gunnlaugur Stefánsson og hr. Olafur Skúlason, biskup íslands, við lok prestastefnu í gær. Afhentu upplýs- ingar um kynferð- isofbeldi , KONUR í samtökunum Stígamót- | um og aðrar utan samtakanna af- hentu fulltrúum á Prestastefnu ; skilgreiningar sínar á mismunandi formi kynferðisofbeldis á Presta- stefnu í gær. í bréfinu, sem ber yfirskriftina Til upplýsingar fyrir presta á Prestastefnu 1996, segir | að skilgreiningar þessar séu teknar saman að gefnu tilefni og til að auðvelda prestum á Prestastefnu að taka afstöðu í svokölluðu „bisk- upsmáli". „Allar tegundir kynferðisofbeld- is hafa alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir þolendur þeirra. Þunglyndi, léleg sjálfsmynd og sjálfsmat, erfiðleikar í nánum sam- skiptum við aðra, einangrun og sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstil- raunir eru dæmi um langtíma af- leiðingar þess. Kynferðisofbeldi er refsivert athæfi og Sameinuðu þjóðirnar hafa í samþykktum sínum lýst yfir að það sé mannréttinda- brot,“ segir í bréfinu. * Arekstrar í rigningunni MIKIÐ var um árekstra í Reykjavík í rigningunni síðdeg- is í gær. Engin alvarleg meiðsl urðu á fólki en talsvert eigna- tjón varð. Fjögurra bíla árekstur varð á Hringbraut á móts við BSÍ um þrjúleytið. Einn bílanna slapp óskemmdur en einn þurfti að fjarlægja með kranabíl. ÞRIGGJA daga prestastefnu var slit- ið í Digraneskirkju í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Undir liðn- um önnur mál samþykkti presta- stefnan tillögu um að brýnt væri að kirkjan mótaði skýra stefnu til stað- festrar samvistar samkynhneigðra. Samþykkt var að beina því til bisk- ups Islands að skipuð yrði nefnd til að standa fyrir fræðslu og umræðu um áherslur í sálgæslu kirkjunnar. Sr. Gunnar Björnsson o.fl. drógu til baka tillögu um stuðningsyfirlýsingu við sr. Flóka Kristinsson enda væri málið á viðkvæmu stigi. Sr. Flóki vildi ekki tjá sig um þá niðurstöðu í gær. Hins vegar samþykkti presta- stefnan tillögu til ályktunar frá sr. Flóka um að full þörf væri á því að mótaðar væru samræmdar reglur um þagnarskyldu starfsfólks kirkna og sóknarnefndarmanna. Presta- stefnan fól Kirkjuþingi að taka mál- ið til umfjöllunar og móta reglur fyrir kirkjuna í heild. Prestastefnan vísaði til Kirkjuráðs og Prestafélags íslands tillögu til ályktunar um að farið yrði yfir mál- efni prestembættisins og hlutverk prestsins í kirkjunni, m.a. verði skoð- aðir starfsmöguleikar hans í þjóðfé- lagi nútímans, búseta, fjölskyldu- mál, samskiptareglur við sóknarbörn og sóknarnefndir, presta og yfir- stjórn kirkjunnar og hvort presti verði sett erindisbréf. Niðurstöðu verði skilað til prestastefnu 1997. Samþykkt var tillaga frá sr. Jak- obi Ágústi Hjálmarssyni um eindreg- inn stuðning prestanna við störf Pjölskylduþjónustu kirkjunnar. Prestastefnan hvetur Kirkjuráð til að tryggja fjárhagsgrundvöll þessar- ar mikilvægu þjónustu kirkjunnar við fjölskyldurnar í landinu og nauð- synleg tækifæri stofnunarinnar til vaxtar og eflingar. í greinargerð kemur fram að framlög til íjöl- skylduþjónustunnar hafi dregist saman. Kirkjuráði standi vænt- anlega næst að kosta þjónustuna eða sjá til þess að henni séu með ákveðn- um hætti markaðir tekjustofnar. Prestarnir samþykktu tillögu til ályktunar frá vígslubiskupunum sr. Sigurði Sigurðarsyni og sr. Bolla Gústavssyni um andmæli við því hvernig æviráðning presta hefði ver- ið afnumin í lögum frá Alþingi um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna í vor. Prestastefnan beinir því til kirkjumálaráðherra að hann beiti sér fyrir því við Alþingi að prestar verði undanþegnir reglunni um fimm ára skipunartíma emb- ættismanna enda valdi sérstaða prestþjónustunnnar því að hin al- mennu rök fyrir fimm ára ráðningar- tíma opinberra starfsmanna geti ekki átt við um presta. Sjónum beint að sálgæslu Frá sr. Solveigu Láru Guðmunds- 'dóttur o.fl. var samþykkt tillaga til ályktunar í tengslum við réttarbætur varðandi samvist samkynhneigðra. í henni kemur fram að prestastefnan telji brýnt að kirkjan móti skýra stefnu til staðfestrar samvistar sam- kynhneigðra og nefnd sú er skipuð hafi verið til þess skili áliti hið fyrsta. Ljóst sé að nokkrir prestar hafi þeg- ar lýst sig fúsa til að biðja fyrir og blessa þau sambönd, sem hlotið hafi staðfesta samvist, og því sé afar mikilvægt að afstaða kirkjunnar til málsins í heild liggi fyrir. Sr. Carlos A. Ferrer o.fl. fluttu tillögu í tengslum við yfirlitsræðu biskups. í samþykktri gerð tillög- unnar kemur fram að prestastefnan vilji stefna að vandaðri umfjöllun á kirkjulegum vettvangi um hin erfiðu og sífellt flóknari mál sem blasi við í sálgæslu presta. Sérstaklega er bent á gerendur og þolendur and- legs-, líkamlegs- og kynferðislegs ofbeldis og íjölskyldur þeirra og þann vanda sem skapist þegar mál tengist þjónum kirkjunnar. Æskilegt sé að fram fari fagleg vinna á vegum kirkjunnar og hafi það að markmiði að styrkja þjóna kirkjunnar í sál- gæsluþjónustu sinni. Er því beint til biskups íslands að skipuð verði nefnd sem standi fyrir fræðslu og umræðu um áhersl- ur í sálgæslu kirkjunnar. Nefndina skipi einn fulltrúi PÍ, einn fulltrúi biskups íslands og einn fulltrúi Djáknafélags íslands. Nefndin skili áliti til prestastefnu árið 1997 og verði málið tekið þar á dagskrá. Krafist afsagnar biskups Undir lok dagskrárliðarins önnur mál sté sr. Sigfús J. Árnason í pontu og bar fram fyrirspurn til biskups. Hann vildi vita hvort rétt væri að biskup hefði á sáttafundi með Sigr- únu Pálínu Ingvarsdóttur í Grafar- vogskirkju sagt að á hans borð hefðu komið fimm mál þar sem prestar hefðu verið sakaðir um kynferðis- lega áreitni. Ef svo væri spyrði hann hvað gert hefði verið í máli prest- anna, hvort prestarnir væru starf- andi prestar og hvað upplýsingarnar hefðu átt að þýða á sáttafundi hans sjálfs frammi fyrir sambærilegum eða verri ásökunum. Hr. Ólafur Skúlason, biskup ís- lands, svaraði því til að eftir að hann hefði fengið staðfestingu á því frá sambýlismanni og vinkonu Sigrúnu Pálínu að fundurinn væri trúnaðar- mál hefði hann skýrt þremenningun- um frá því að ekki væri einstakt að svona mál kæmu upp. Hins vegar sagði hann ekki hvarfla að sér að skýra frá einstökum málum. Næst síðastur á mælendaskrá var sr. Þorgrímur Daníelsson. Hann sagði stöðu kvenna fyrir utan kirkj- una lýsa því hversu biskupsmálið væri alvarlegt. Ekki væri nægilegt að biskup léti af störfum eftir eitt og hálft ár. Biskup ætti kirkjunnar vegna að fara frá þegar í stað. Síð- astur á mælendaskrá var sr. Halldór Gunnarsson. Farið var að ósk hans um að fundurinn yrði lokaður fjölm- iðlafólki á meðan hann talaði, án atkvæðagreiðslu. Við upphaf um- ræðunnar hafði hins vegar verið samþykkt með atkvæðagreiðslu að fundurinn yrði fjölmiðlafólki opinn. Aðalfundur Prestafélags Islands Hjúskaparlöggjöf fyrir samkynhneigða hefur tekið gildi i Morgunblaðið/Þorkell Sigurður Rúnar Sigurðsson og Percy B. Stefánsson og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og Sólveig Magnea Jónsdóttir gæða sér á brúðkaupstertunni. um hvernig fer,“ sagði hann. „Það er svo margt sem hefur áhrif eins og ástandið í kirkjunni al- mennt. Sumum finnst ekki rétt að breyta um Séra Gunnar formann núna en Kristjánsson öðrum fínnst það nauðsynlegt eftir að biskup ákvað að hætta eftir eitt og hálft ár, að þá kæmi nýr formaður og annar tónn, viðhorf og aðrar starfsaðferð- ir.“ Eðlilegt að bjóða sig fram „Ég hef í sjálfu sér ekkert um mótframboðið að segja,“ sagði Geir. „Það er alveg eðlilegur hlutur að félagi í Prestafélaginu bjóði sig fram til forystu í því. En mér líkar það mjög miður í hvaða samhengi þetta framboð hefur verið sett og hvemig það hefur verið borið fram af ýmsum þeim sem að því standa. Því það er borið fram í beinu samhengi við þau mál sem hafa legið undir í allri umfjöllun á þessari prestastefnu og hafa ekki verið uppi á yfírborði svo mjög. Þar með er verið að melda það að þessi friður, sem biskupinn talaði um að þyrfti að verða og ráð- herrann skipaði okkur að búa til, eigi eingöngu að vera á annan veg- inn. Það líkar mér illa. Þetta er svona serbneskur friður.“ HJÚSKAPARLÖGGJÖF fyrir samkynhneigða, staðfest samvist, öðlaðist gildi hér á landi í gær - á alþjóðlegum frelsisdegi lesbía og homma. Fyrstu pörin voru vígð sam- dægurs. Að vígslunum loknum buðu Samtökin ’78 til móttöku í anddyri Borgarleikhússins. Guðrún Elísabet Jónsdóttir og Valgerður Marteinsdóttir voru fyrstar samkynhneigðra hér á iandi til að staðfesta samvist sína. Eftir athöfnina hjá sýslumannin- um í Reylyavík héldu þær á Snæ- fellsnes og voru því ekki viðstadd- ar móttökuna í Borgarleikhúsinu. Anna Sigríður Sigurjónsdóttir í og Sólveig Magnea Jónsdóttir Fyrstu pörin gefin saman voru einnig vígðar hjá sýslu- manni. Aðspurð hverju þessi op- inbera viðurkenning breyti fyrir samband þeirra segir Anna Sig- ríður: „Þetta breytir auðvitað heilmiklu, nú líður okkur loksins eins og fullgildum þegnum. Við lítum á þetta sem viðurkenningu samfélagsins á tilveru okkar og þetta gefur okkur miklu meira sjálfstraust." Sólveig Magnea bætti við: „Nú erum við búnar að gera sáttmála okkar á milli með öllum þeim skyidum sem því fylgja og það er það sem við höfum alltaf vilj- að. Þessu fylgir ótrúleg frelsistil- finning og það að vera loksins orðin sýnileg gefur manni ennþá meira frelsi.“ Percy B. Stefánsson og Sigurð- ur Rúnar Sigurðsson segja að eft- ir átján ára sambúð líði þeim eins og þeir séu að byrja upp á nýtt eftir átján réttlaus ár. „Það sem stóð upp úr í morgun var að finna fyrir þessu tilfinn- ingalega frelsi; að mega elska og segja það upphátt. Það er stærra fyrir okkur en nokkurn tíma laga- lega hliðin; skattarnir og allt það,“ segir Percy. Tveir í framboði til formennsku SÉRA Gunnar Kristjánsson, prestur á Reyni- völlum í Kjós, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Prestafélagi ís- lands gegn séra Geir Waage sitj- Séra Geir andi formanni Waage og sóknarpresti í Reykholti. Gunnar segir að framboð hans sé vegna styrs, sem staðið hafí um sitjandi formann. Geir segir mótframboðið eðlilegt en að honum líki ekki að það sé sett í samhengi við þau mál sem ekki komu upp á yfirborðið á prestastefnunni. „Það hafa margir skorað á mig að gefa kost á mér, sem stafar fyrst og fremst af því að lengi hefur stað- ið styr um séra Geir Waage og ekki eingöngu í vetur, en þá keyrði um þverbak," sagði Gunnar. „Það myndaðist eindregin krafa um að skipt yrði um formann og var þá leitað til mín og spurt hvort ég væri tilbúinn til að gefa kost á mér, sem ég gerði svo að lokurn." Erfitt að spá um úrslit Gunnar taldi erfitt að spá um úrslitin. Ekki væri hægt að segja að myndast hefðu tvær fylkingar innan félagsins en að baki Geir stæði harður kjarni en hann hefði breiðara fylgi. „Það er erfitt að spá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.