Morgunblaðið - 28.06.1996, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Skrúðgarður til minning-
ar um þá sem fórust
Flateyri - Stofnað var til styrktar-
sjóðs á Flateyri um sl. mánaðamót
til minningar um þá sem fórust í
snjóflóðinu í fyrrahaust. Styrktar-
sjóðnum var gefið heitið Minn-
ingarsjóður Flateyrar og er hlut-
verk hans að byggja upp og varð-
veita minningarskrúðgarð sem
ætlað er að vera á svæðinu sem
fór undir flóðið.
Sigrún Gerða Gísladóttir, hjúkr-
unarfoi-stjóri Heilsugæslunnar á
Flateyri og einn stjómarmanna
sjóðsins, segir að ekki sé enn
ákveðið hversu stór garðurinn
verður. Byrjað verði á að hreinsa
grunnana og tyrfa yfir áður en
hafist er handa. „Tillögur að útliti
garðsins og stærð eru enn á um-
ræðustigi. Þetta er langtímaverk-
efni sem tekur líklega nokkur ár.
Markmiðið er að breyta rústunum
og því sem flóðið fór yfir í fallegan
garð til minningar um þá sem fór-
ust í snjóflóðinu," segir Sigrún
Gerða.
Tólf manns em í stjóra sjóðsins
og var stofnfé 500.000 krónur.
Þegar er sú upphæð orðin rúm 600
þúsund. Gíróseðlar munu liggja
frammi í Sparisjóði Onundarfjarð-
ar til fjáröflunar. Þegar hafa verið
haldnir þrennir tónleikar til fjár-
öflunar og er von á að fleiri verði
haldnir í framtíðinni auk annarra
menningarviðburða, segir Sigrún
Gterða.
„Fólk er mjög jákvætt gagnvart
þessu framtaki og er í mun að
fegra og bæta svæðið, því erfitt
er að horfa upp á eyðileggingu
flóðsins. Allar umræður verða
mjög opnar og æskilegt er að sem
fiestir verði með í ráðum um fyrir-
komulag garðsins," segir Sigrún
Gerða.
Þegar em komnar þijár um-
ræðutillögur að skrúðgarðinum
sem lagðar vom fram á stofnfund-
inum. Sigrún Gerða lagði áherslu
á að ákvarðanir tækju alltaf sinn
tíma og betra væri að vinna að
uppbyggingu garðsins hægt og
markvisst.
Morgunblaðið/Egill Egilsson
FUNDARMENN virða fyrir sér tillögur að minningarskrúðgarði á Flateyri.
120 ára verslunar
og byggðaraf-
mæli á Blönduósi
Nýr geisla-
diskur með
harmóníku-
tónlist
Egilsstöðum - Harmóníkufé-
lag Héraðsbúa á Fljótsdalshér-
aði hefur gefið út geisladiskinn
“Á tauginni". Inniheldur hann
16 lög eftir níu höfunda. Flytj-
andi tónlistarinnar er finnski
harmóníkusnillingurinn Tatu
Kantomaa en hann er aðeins
22 ára.
Útsetningar laga eru ýmist
í höndum höfunda sjálfra eða
Tatu. Upptökur fóru fram í
Stúdío Ris í Neskaupstað. Auk
geisladisksins er hægt að fá
tónlistina á hljóðsnældu.
Árið 1993 kom Tatu Kan-
tomaa á Landsmót Sambands
ísl. harmóníkuleikara sem þá
var haldið á Egilsstöðum. Síðan
þá hefur Tatu komið tvisvar
og dvalið hjá félögum í Harm-
óníkufélagið Héraðsbúa. Hann
hefur liðsinnt þeim m.a. í laga-
keppni, veitt þeim kennslu og
stjórnað stórsveit félagsins.
Blönduósi - Eitthundrað og tutt-
ugu ár eru liðin frá því að verslun
og þar með byggð hófst á Blöndu-
ósi. Af þessu tilefni verða hátíðar-
höld á Blönduósi dagana 3.-7. júlí
næstkomandi og er dagskráin afar
fjölbreytt.
Hátíðin hefst miðvikudaginn 3.
júlí með sýningu Þjóðleikhússins á
leikritinu „Taktu lagið Lóa“ en
formleg setning hátíðarinnar verð-
ur 4. júlí á sjálfan afmælisdaginn
við Hillebrandtshús sem er eitt
elsta hús á Islandi. Við setningar-
athöfnina verða boðin upp 20 tölu-
sett fyrstadagsumslög með fjórb-
lokkarfrímerkjum af Halldóru
Bjamadóttir, konu sem markar
djúp spor í sögu Blönduóss.
Dagskrá föstudagsins einkenn-
ist af útihátíðar- og markaðs-
stemningu. Vörusýning og mark-
aður verður í íþróttamiðstöðinni,
grillveisla, leikir hverskonar og
leiðsögn verður um náttúruperluna
Hrútey. Umhverfisverkefni leik-
skólans sem vakið hefur athygli
verður til sýnis. Um kvöldið verður
dagskrá í umsjá leikfélags Blöndu-
óss er ber nafnið Tónlist og tíðar-
andi og koma þar fram hljómsveit-
ir sem starfað hafa á Blönduósi
frá árinu 1966 til dagsins í dag.
Á laugardaginn geta hátíðar-
gestir m.a. séð Blönduósmynd Sig-
ursteins Guðmundssonar og hlýtt
á söng Bjarkarkórsins. Á sunnu-
daginn verður sérstök afmælis-
messa og verður hún utandyra ef
veður leyfir. Auk þess sem að
framan greinir verður alla dagana
ljósmyndasýning á Sveitasetrinu
og dansleikir verða bæði á föstu-
dags- og laugardagskvöld. Heimil-
isiðnaðarsafnið verður opið hátíð-
ardaganna og áfram í allt sumar.
Að sögn Unnar Kristjánsdóttur
framkvæmdastjóra afmælishá-
tíðarinnar hefur verið lögð áhersla
á að leita samstarfs við félög, fyr-
irtæki og einstaklinga um fjöl-
breytilega dagskrá þar sem lögð
er áhersla á skemmtun, menning-
arefni og sögu staðarins. „Afmæl-
ishátíð Blönduóss verður fjöl-
skylduhátíð og eru allir velkomnir“
sagði Unnur. Formaður afmælis-
nefndar er Sigurlaug Hermanns-
dóttir formaður bæjarráðs Blöndu-
óss.
Morgunblaðið/Ámi Helgason
KVENFÉLAGSKONUR afhentu tækin. Sesselja Pálsdóttir, Alma
Diego og Kristbjörg Haraldsdóttir frá kvenfélaginu ásamt Odd-
fríði Traustadóttur heimilisfræðikennara.
Gjafir til Gmnnskólans
í Stykkishólmi
Stykkishólmi - Kvenfélagið
Hringurinn ákvað í vetur að
gefa Grunnskólanum í Stykkis-
hólmi áhöld og tæki í skólaeld-
húsið. Gjöfin var að upphæð
100.000 kr. og sá heimilisfræði-
kennari skólans, Oddfríður
Traustadóttir, um að velja og
kaupa áhöldin.
Fyrir nokkru var gjöfin form-
lega afhent í skólanum. Ótrúlegt
var hve mikið hafði fengist fyrir
þessa upphæð. Keypt var hræri-
vél, örbylgjuofn, tefal-áhöld, 5
stk. af pönnum og pottum ásamt
ýmsum öðrum eldhúsáhöldum.
Gjöfin kemur að góðum notum
í eldhúsinu og geta fleiri nem-
endur komist að vinnu í eldhús-
inu á næsta skólaári.
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
Golfskáli tekinn í notkun
við Kálftatjörn
, Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
ANDRÉS Guðmundsson dró fána félagsins að húni,
golfskálinn í baksýn og gestir.
Vogum - Golfklúbbur Vatnsleysu-
strandar tók formlega í notkun
golfskála við golfvöll félagsins í
landi kirkjujarðarinnar að Kálfa-
tjörn að Vatnsleysuströnd föstu-
daginn 21. júní sl. með því að einn
félagi í klúbbnum, Andrés Guð-
mundsson, dró fána félagsins að
húni á flaggstöng sem klúbbnum
var gefin í tilefni dagsins einnig
bárust margar gjafír og heillaóskir.
Golfklúbburinn hefur komið sér
upp 6 holu golfvelli á löndum
tveggja hjáleiga, Fjósakoti og Há-
túni, frá kirkjujörðinni Kálfatjörn
og hefur völlurinn verið hannaður
með það fyrir augum að fomar
rústir húsa og garða fái að njóta
sín. Fyrir þær sakir þykir völlurinn
nokkur sérstakur. Það eru vonir
klúbbfélaga að á næstu árum takist
að stækka völlinn í 9 holur.
Framkvæmdir við golfskálann
hófstu fyrir ári síðan. Klúbburinn
fékk skálann fokheldan frá húsa-
smíðameistara en klúbbfélagar sáu
um alla vinnu að innan í sjálfboða-
vinnu auk vinnu við undirstöður.
Við þetta tækifæri færði golf-
klúbburinn velunnurum sínum við-
urkenningar og voru það á annan
tug manna sem fékk viðurkenning-
ar sem voru fáni félagsins. Golf-
klúbbur Vatnsleysustrandar var
stofnaður í maí 1991 og því 5 ára
á þessu ári.