Morgunblaðið - 28.06.1996, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 21
_________________ERLENT______________________
Breskir íhalds-
menn sækja
í sig veðrið
Klofningur í forystu Verkamanna-
flokksins í Skotlandsmálum
London. Reuter.
ÍHALDSFLOKKURINN breski
virðist vera að sækja í sig veðrið
samkvæmt nýjum skoðanakönnun-
um en þær sýna einnig, að forskot
Verkamannaflokksins fer minnk-
andi. Hefur fylgi íhaldsmanna ekki
mælst meira í þrjú ár og þykja lík-
ur aukast á því að ekki verði efnt
til þingkosninga áður en kjörtíma-
bilinu lýkur.
Samkvæmt könnun sem Mori-
stofnunin gerði fyrir The Times
og birt var í gær er fylgi íhalds-
flokksins 31% og hefur aukist um
fjögur prósent milli mánaða. Nýtur
Verkamannaflokkurinn fylgis 52%
kjósenda eða tveimur prósentum
minna en fyrir mánuði. Bilið milli
flokkanna hafði því minnkað úr
25% í 19% í könnunum blaðsins
milli mánaða.
Könnunin endurspeglar sams-
konar þróun og fram kom í könnun
annarrar stofnunar sem birtist í
Sunday Times um síðustu helgi.
Samkvæmt henni hafði bilið milli
flokkanna minnkað úr 25 prósent-
um í 19.
Menn sem greina niðurstöður
skoðanakannana sögðu einkum
tvennt hafa hjálpað til við að auka
fylgi íhaldsflokksins. Annars vegar
samkomulag sem stjórnin náði um
lyktir nautakjötsdeilunnar við Evr-
ópusambandið (ESB) og hins vegar
„velsældartilfínning" vegna góðrar
frammistöðu enska knattspyrnu-
landsliðsins í Evrópumótinu.
Kenneth Clark fjármálaráðherra
sagði í gær, að ríkisstjórnin væri
hægt og bítandi að njóta sannmæl-
is vegna árangursríkrar efnahags-
stefnu sinnar. John Major forsætis-
ráðherra verður að boða til þing-
kosninga í síðasta lagi í maí 1997
en talið hefur verið að vegna
naums þingmeirihluta neyddist
hann til að boða til þeirra á seinni
hluta þessa árs. Clark útilokaði það
ACompAir Holman
loftpressur
BROT AF ÞVÍ BESTA...
HOLMAN 20 - 2,0 rn/min. - 7 bar, 475 kg kr. 728.000 án/vsk.
HOLMAN 2150 - 4,2 rn/min. - 7 bar, 895 kg kr. 919.000 án/vsk.
HOLMAN 2260 - 7,8 m/min. - 7 bar, 1236 kg kr. 1.358.000 án/vsk.
Einnig fleigar og hamrar, stál o.fl. fylgihlutir.
V Skútuvogi 1 2a, sími 581 2530.
nánast og spáði því að eftir því sem
á liði næstu 12 mánuði myndi
stuðningur við stjórnina aukast er
kjósendur yrðu betur varir ávinn-
ings lágra vaxta og lítillrar verð-
bólgu ásamt því sem ráðstöfunarfé
þeirra færi vaxandi vegna efna-
hagsbatans.
Illdeilur í
Verkamannaflokki
Þá kemur alvarlegur klofningur
í Verkamannaflokknum í Skot-
landsmálum íhaidsmönnum til
góða. Tony Blair flokksleiðtogi
hefur snúið við blaðinu og boðar
nú þjóðaratkvæði um hvort stofna
beri sérstök þing fyrir Skotland
og Wales er fengju forræði í málum
landanna.
Hingað til hefur Blair verið and-
vígur þjóðaratkvæði um framtíð
Skotlands. Hafði hann boðað það,
að kæmist Verkamannaflokkurinn
til valda myndi hann beita sér fyr-
ir stofnun slíkra þinga og færa
þeim völd frá Westminster. Major
hefur alla tíð gagnrýnt þær hug-
myndir harðlega og sagt þær ávís-
un á upplausn konungdæmisins.
Saka reiðir samflokksmenn nú Bla-
ir um að hafa látið bugast vegna
gagnrýni Majors og einn af tals-
mönnum flokksins í Skotlandsmál-
um, John McAllion, sagðist í fjöl-
miðlum íhuga að mótmæla hug-
hvarfi Blairs með afsögn. Segja
stjórnmálaskýrendur, að hveiti-
brauðsdögum forystu Verkamann-
flokksins sé nú lokið en Blair tók
við leiðtogahlutverki í hitteðfyrra.
100
70
40
GB
X
NOATUN
Gott á meðan við
Veisluflögur bíðum.... fíjóma-
m. Ciiffi isow
159.-
Veislufiöflur
m. Dlll 15® r-
159.-
EjBs PHsner
1/2 Itr.
59.*
pepsí
Zltp.
1?9.-
°Vf.Hfe
485.-
Bugfas
Camembert i/zn
150 gr- foH'
189.- öm
Pk.
voga íövfur
30% wsunuR
Humap í skel
1.290r°
fautagúliash
799m1,9
Nuutasnitzei
899.-
tegnbogasfínn
9qo 9W'
Veisla fyrir litið:
Mexikókryddaðar
Svínakótllettur
799
pr.kg.
NOATUN
N0ATUN117 • R0FABÆ 39 • LAUGAVEG1116 •
ÞVERH0LTI 6, M0S. • HAMRAB0RG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • /
KLEIFARSEU 18 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 X