Morgunblaðið - 28.06.1996, Page 22

Morgunblaðið - 28.06.1996, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 FORSETAKJÖR MORGUNBLAÐLÐ Ástþór Magnússon Wium Forseti verði vísitala á velmegun Ástþór Magnússon Wium forsetaframbjóðandi kveðst í samtali við Sindra Freysson ekki spá í möguleika sína á að ná kjöri, hann hafí farið í framboð til að koma friðarboðskap á framfæri. ASTÞOR kveðst vera íylgjandi því að ísland sé í NATO, en telur að íslendingar eigi að beita sér fyrir breytingum á bandalaginu og gera það að alþjóðlegu friðar- bandalagi og bæta inn deildum sem hafi á hendi ijölmiðlun og ýmsa mannlega hjálp. Þar á meðal fyrirbyggjandi starf í sam- bandi við friðarmál. Mér finnst ekki nóg að vinna að því koma á friði eftir að ófriðurinn hefur skollið á og millj- ónir manna hafa jafnvel látið lífið. Mér finnst að NATO eigi að reyna að koma í veg fyrir að styijaidir bijötist út, og þá gæti bandalag- ið sem hluti af Sþ eða í nánu samstarfi við þær, tekið virkan þátt í slíku. Það er líka al- veg ljóst að endurskoða þarf ýmsa afstöðu NATO, svo sem til kjamorkuvopna. Ég held að kjamorkuvopn eigi að vera und- ir alþjóðlegri stjóm en einstök riki megi ekki vera með þau. Meðan einstök ríki ráða yfir kjamorkuvopnum bíður okkar bráð hætta af þeim. Sú stefna sem nú rikir, að ákveðin ríki séu í einhveiju forréttindafélagi sem ráði yfir kjamorkuvopnum, ýtir undir að aðrar þjóðir, oft óstöðugar, sæki í slík vopn því að þau eru orðin pólitískt þiýstitæki tfl að nota í ýmiss konar samningaviðræðum. En hefur NATO ekki stuðlað að stöðugleika í Vestur-Evrópu, þ. á m. í ríkjum fyrrverandi Júgóslavíu? Það hefur ekki ríkt neinn friður í heiminum undanfarin 50 ár, í raun aldrei geisað fleiri styijaldir en á þeim tíma, eða um 300 talsins. Það er því stjómmálalegt þvaður að friður hafi ríkt, eins og sést t.d. á skæruhemaðinum örskammt fyrir sunnan okkur í írlandi og Bretlandi. Þetta ástand kalla ég ekki frið. Ég tel ekki að NATO muni koma á friði í fyrrverandi Júgóslavíu eins og það starfar í dag. Þar er algjörlega farið eftir rangri stefnu. Hermenn merktir NATO þar eru víst um 60 þúsund, en að mínu viti hefði þurft að senda 120 þúsund óvopnaða aðila þangað, kennara og sálusorgara, fólk sem hefði getað komið af stað jákvæðri Qölmiðlun og kennt fólkinu þar að fyrirgefa, líta lífið öðrum augum og umgangast önnur þjóðarbrot á annan hátt en gert er í dag. Þetta starf verður aldrei unnið með vopnum. Það er enginn friður í gömlu Júgóslavíu og hafðu þau orð hugföst, að þar mun aftur bijótast út stríð nema farið verði að vinna í mannlegum þáttum. Trúirðu því í raun að smáríki á borð við ísiand hafi eitthvað raunhæft að leggja af mörkum til heimsfriðar? Ég vil benda á að einn maður kom kristinni trú hingað til jarðarinnar með boðskap sínum. Styrkur okkar Islendinga felst í hvað við erum fámenn þjóð. Þess vegna getum við staðið betur saman að verkefnum sem þessum, eins og kom glögglega í ljós á Súðavík og Flat- eyri. Ég held að þær hörmungar hafi sýnt þjóðinni hvað hún getur í sameiningu á örlaga- stundu. Nú eru örlagastundir víða um heim og heimurinn þarf á okkur að halda. Island á að stuðla að friði á heimsvísu með áhrifa- mætti sínum, með því að segja frá reynslu af friði og vopnleysi. Rödd okkar er mjög sterk, því að í henni gætir ekki tvískinnungs sökum þess að við erum óvopnuð og sú þjóð ein sem hefur búið við frið í nær 1000 ár. Ég held því að forseti íslands, sameiningartákn íslensku þjóðarinnar, gæti orðið sameiningartákn alls heimsins. Er samt sem áður ekki ofmælt að segja okkur fríðelskandi, þótt ekki sé litið lengra en til miðbæjar Reykjavíkur um helgar? Sú staðreynd er ógnvænleg að um allan heim er ofbeldi vaxandi í þjóðfélaginu og við erum að kynnast aðeins því sem er að gerast annars staðar, t.d. í Bandaríkjunum þar sem talið er að 100 þúsund böm mæti vopnuð í skólann og 40 þeirra deyi eða siasist alvarlega vegna notkunar skotvopna eða annarra vopna í skólanum. Ég held að þetta séu bein áhrif frá þeim kvikmyndum og sjónvarpsefni sem framleitt er í Hollywood og víða annars stað- ar, þar sem ofbeldi er meginuppistaðan. Telurðu aðild að ESB koma til greina? Mér finnst að athuga þurfi það mál mjög, og auðvitað kemur aðild til greina, en ég er ekki með neina endanlega skoðun á því hér og nú. Væri ég forseti, væri ég hlutlaus í því máli og ef kæmu lög frá Alþingi um inn- göngu, og margar áskoranir frá þjóðinni bær- ust um að þeim yrði vísað til þjóðaratkvæðis, myndi ég láta þjóðina ráða. Ef á að athuga þetta mál á næstu árum, væri í raun tilvalið að taka það upp við næstu Alþingiskosningar og hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu íslendinga samhliða þeim. Hvert er meginhlutverk forseta íslands í þínum huga? Fyrst og fremst tel ég að forsetinn sé sam- einingartákn og fulltrúi þjóðarinnar. Mér finnst að hann eigi að vera hlutlaus aðili sem þjóðin getur kallað til á örlagastundum og líka þegar vandamál koma upp í stjómkerfinu, þannig að forseti má ekki vera í vasanum á stjómkerfinu. Forseti þarf að vera sjálfstæður aðili og því er mjög mikið atriði að í forseta- stól veljist maður sem er hvorki stjómmála- maður né á nokkum hátt handbendi ríkis- stjómarinnar. En hvaða skilning leggurðu í orðið samein- ingartákn? Hvemig telurðu Ld. að þú getir sameinað þjóðina á bak við þig? Ég myndi gera það með því að vera sá aðili sem fólk getur komið til með vandamál úr þjóðfélaginu. Ef við tökum dæmi af stöð- unni sem kom upp þegar stórt hlutfall þjóðar- innar, eða yfir 30 þúsund manns, leitaði til Vigdísar Finnbogadóttur vegna EES-samn- ingsins og skoraði á hana að beita málskots- valdinu, gerði hún það ekki, sem mér finnst vera misnotkun á forsetaembættinu. Þama hefði tvímælalaust átt að fara fram þjóðarat- kvæðagreiðsla. Þegar ólíkar fylkingar deila, verður forsetinn að vera sá sem er tilbúinn að leiða málin til lykta á farsælan hátt. Víðtæk krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu er þó ekki líkleg til að koma oft upp á embættis- tíma forseta? Nei, en ég tek þetta sem eitt dæmi. Mér finnst líka að laun forseta eigi að samsvara meðallaunum Qölskyldna í landinu. Það er ekki við hæfi að forsetinn sitji á Bessastöðum með margföld meðallaun þeirra, því að hann er ekki sameiningartákn þeirra ef hann situr ekki við sama borð og fjölskyldumar í land- inu. Forsetinn þarf að vera einhvers konar vísitala á þá velmegun sem ríkir í landinu. Við sjáum það um allan heim hvemig stjóm- völd, embaettismenn og forsetar, lifa í alls- nægtum meðan þjóðimar svelta. Þessir menn em ekki sameiningartákn sinna þjóða. Hvaða kostum telurðu þig búinn, til að gegna þessu embætti ogverða umrætt samein- ingartákn? Ég er sterkur persónuleiki og læt ekki bug- ast þó á móti blási. Ég læt ekki hugfallast við hættur, eins og ég hef kynnst í flugi. Það hefur til dæmis kviknað í vél sem ég flaug í flugtaki þannig að ég slapp naumlega lifandi. Ég hef bmgðist mjög vel við kringumstæðum Morgunblaðið/Golli ÁSTÞOR Magnússon Wium og unnusta hans, Harpa Karlsdóttir. sem þessum og sömuleiðis hef ég tekið mjög vel á vandamálum i viðskiptum án þess að bugast. Það er mjög mikilvægt að forseti láti aldrei bugast, hvað sem á dynur, hvort sem um er að ræða efnahagslega örðugleika, hörm- ungar í þjóðfélaginu, náttúmhamfarir eða strið. Ég get boðið þjóðinni að standa alltaf uppréttur og beijast fyrir velferð hennar. Hvaða augum líturðu embætti forseta? Er það táknræn tignarstaða, valda- og áhrifalaus? Ef embættið heldur áfram að staðna, eins og það er búið að vera að gera undanfarin ár, verður það ekkert annað en táknræn tignar- staða, hvað svo sem menn segja. Aftur á móti, ef í embættið velst maður sem þorir að standa á rétti þjóðarinnar, gagnvart þeim sem ætla að ganga á hann, hefur þetta embætti mjög mikil áhrif. En það er algjörlega undir því komið að einstaklingurinn, sem velst í það, sé tilbúinn að taka á þessum málum af ábyrgð en sé ekki einhvers konar ódýr stimp- ill á allar aðgerðir sem ríkisstjóminnni dettur í hug að leiða yfir þjóðina. En þótt ég segi embættið vera að staðna er ekki þar með sagt að mér finnist allt sem Vigdís hefur gert vera slæmt eða að hún hafi orsakað stöðnun. Hún hefur kannski ekki ver- ið nægjanlega sterk til að bijótast úr viðjum þess kerfis sem er í kringum embættið. Aðrir í kringum hana hafa verið að móta embættið meira og meira, en ég tel sjálfan mig nægjan- lega sterkan einstakling til að bijótast út úr sKkum römmum sem er verið að setja utan um embætti forseta að óþörfu. Mér finnst jafnframt rétt að forsetinn kynni land og þjóð á erlendri grund og stuðli að því að opna dyr fyrir íslensk fyrirtæki ytra. Við þurfum á allri aðstoð að halda sem við getum fengið, og það væri mjög slæmt ef við værum með forseta sem sæti eingöngu á Bessastöðum að raka þar gras og ríða út. Skoðanakannanir hafa veríð ákaflega ríkur þáttur í kosningabaráttunni að þessu sinni. Hafa þær haft áhrif og hvernig þá? Það er mjög hættulegt ef skoðanakannanir eru famir að hafa bein áhrif á kosningar. Þegar ástandið er orðið þannig að fólk er far- ið að kjósa einhvem vissan mann til að hindra einhvem annan í að komast að, þá situr það uppi með forseta sem enginn vill. Ég tel þetta afar varhugavert og á margan hátt ábyrgðarlaust hvemig fjölmiðlar hafa slegið upp þessum könnunum. Jafnvel þótt aðeins hafi munað prósentubrotum á breyting- um á fylgi, koma stríðsfyrirsagnir um að þessi eða hinn sé að vinna á eða dragast aftur úr. Þetta finnst mér ekki vera ábyrg umfjöllun og vona að þjóðin hafi til að bera þá skynsemi að láta ekki kannanir hafa áhrif á sig, en kjósi þess í stað eftir innri sannfæringu. Ertu hlynntur því að banna skoðanakannan- ir, alfarið eða t.d. viku fyrir kjördag? Ég er ekki mikið fyrir boð og bönn, en finnst mikilvægt að almenningur skoði kannanir meira til gamans en í alvöm. Ymsar kannanir stangast á og ég veit satt best að segja ekki hvað er að marka þær og held raunar að sér- staklega fyrir kosningamar nú gæti svo mikill- ar ðákveðni að allt geti gerst. Teiurðu þig eiga möguleika á að ná kjöri? Ég hef aldrei spáð í, hvorki fyrr né síðar, hvort ég eigi möguleika á kjöri eða ekki. Aðal- markmið mitt hefur verið að koma því til leið- ar að forseti vinni að þeim málum sem ég set á oddinn. Ég reyndi áður en ég fór í framboð að fá samstarf um þau mál, en það tókst ekki nægjanlega vel að vekja fólk til vitundar um að þetta væri eitthvað sem við íslendingar eigum að gera. Þess vegna fór ég í framboð og það hefur tekist æ betur að fá menn til að tala um þessi mál. Hvaða viðhorf hefurðu til umfjöllunar fjöl- miðla í baráttunni? Mér finnst þar hafa rikt mjög furðulegt fréttamat, að minnsta kosti framan af, þegar nær eingöngu var rætt um hvað kosningabar- áttan kostaði og önnur aukaatriði í því sam- bandi sem mér fannst minna á lágkúrulega fréttamennsku, í anda slúðurblaða. Boðskapur- inn drukknaði mikið í þessu í byijun og ég held að íjölmiðlar þurfi að skoða sinn gang. Ég er þó ekki að segja að ekki megi spyija um slík atriði, heldur aðeins að gengið hafi verið of langt að þessu leyti á tímabili. Ég held að það sé nokkuð ljóst að sumir fjölmiðlar eru hlutdrægir og hef t.d. spurt hvort Pétur Kr. Hafstein hafi keypt Morgun- blaðið nýlega. Þetta sagði ég vegna þess að flestar innsendar greinar seinustu daga hafa Ijallað um hvað hann er yndislegur og dásam- legur og okkur mönnum af guði færður til að vera forseti á íslandi. Á sama tíma hafa birst margar greinar með neikvæðum áróðri gagn- vart öðrum frambjóðanda og hvað mig sjálfan varðar, hringir fjöldi stuðningsmanna í okkur til að kvarta yfir því að Morgunblaðið birti ekki innsendar greinar frá þeim. íslensk menninghefur lítt verið rædd í kosn- ingabaráttunni. Hver er afstaða þín til hennar? Við þurfum menningu til að rækta hugann og hafa blómlegt ímyndunarafl, menning er mjög mikilvæg fyrir allt fagurt mannlíf. Við lifum ekki á brauði einu saman. Forsetinn getur þjónað sem útvörður menningarinnar með stuðningi sínum, t.d. við kvikmyndagerð sem á sér gífurlega framtíð á íslandi. Forseti þarf ekki aðeins að vera með fagurgala í þeim efnum, heldur líka að skilja eftir sig góð verk. Hver er afstaða þín til íslenskrar tungu — ekki síst í ljósi ásakana sem að þér hafa beinst um að kunnáttu í þeim efnum sé áfátt? Ég tel íslenska tungu mikilvæga til að treysta samstöðu þjóðarinnar og við megum ekki glata henni, ekki síst núna þegar svo mikið er um ensku í fjölmiðlum. Hvað hinn þáttinn varðar, mega menn mega ekki gleyma því að ég hef búið erlendis í 12 ár og lítið umgengist landa mína. Það tekur mig ein- hvern tíma að ná fullkomnu valdi á málinu, óhjákvæmilega, en ég er þess fullviss að ekki líði margir mánuðir áður en ég verð búinn að ná því jafn vel og áður og sennilega betur en margir aðrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.