Morgunblaðið - 28.06.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 23
FORSETAKJÖR
Guðrún Agnarsdóttir
Forsetinn
á að styrkj a
innviðina
Guðrún Agnarsdóttir, frambi'óðandi til forseta íslands,
hefur m.a. lagt á það áherslu að forsetinn eigi að
nota áhrifavald sitt með því að vera málshefjandi
á ýmsum málum og veita þeim byr. Kristinn Briem
ræddi við hana um áherslumál hennar og kosninga-
baráttuna sem nú er senn á enda
GUÐRÚN Agnarsdóttir var algjör-
lega fallin frá þeirri hugmynd fyrr
á þessu ári að bjóða sig fram í
kjör til forseta íslands. Eftir fjölda
áskorana og undirskriftasöfnun
endurskoðaði hún hug sinn og
komst að þeirri niðurstöðu að hún gæti látið
til sín taka í embættinu og haft frumkvæði til
að bæta samfélagið, eftir því sem hún segir
sjálf. Það hefur verið í nógu að snúast undan-
farið og hver uppákoman hefur rekið aðra í
kosningabaráttunni frá morgni til kvölds.
Þegar við hittum Guðrúnu á heimili hennar
og Helga Valdimarsssonar í Árbæ í vikunni
var hún rétt komin inn úr dyrunum eftir að
hafa verið að grilla pylsur með stuðningsfólki
sínu í kosningamiðstöðinni í Ingólfsstræti.
Deginum hafði hún annars að mestu varið í
vinnustaðaheimsóknir. Það var við hæfi að
spyija fyrst um hvert hún teldi vera meginhlut-
verk forseta íslands.
„Meginhlutverk forseta íslands er að upp-
fylla skyldur sínar samkvæmt stjórnarskránni
og þess utan að styrkja innviði íslensks samfé-
lags og treysta sess okkar á alþjóðavettvangi."
— Af hveiju telur þú þig sjálfa geta verið
sameiningartákn fyrir þjóðina?
„Ég á ákveðið erindi í þessar kosningar
vegna gildismats míns sem ég held að verði
gagnlegt sem kjölfesta í framtíðarstefnu þjóð-
arinnar. Síðan hef ég tekið eftir því í skoðana-
könnunum að þeir sem setja mig í fyrsta sæti
eru mjög sáttir við sitt val. Þar að auki setja
flestir mig í annað sæti sem í mínum huga
þýðir einnig að sátt ríkir um mína persónu.
Það stendur ekki styrr um mig og ég á mér
ekki óvildarmenn. Þess vegna held ég að ég
gæti verið sá kostur sem sátt næðist frekast
um og gæti því átt auðveldast með að sameina
þjóðina."
Sækist ekki eftir
valdalausri tignarstöðu
— En er ekki forsetaembættið aðeins tákn-
ræn tignarstaða og algjörlega valdalaus?
„Ég sækist ekki eftir valdalausri tignarstöðu
og hef engan áhuga á slíkri stöðu. Ég hef
þegar fullar hendur af áhugaverðum verkefum
og held einmitt að það sem sé áhugaverðast
við forsetaembættið sé áhrifavaldið sem býr
með embættinu. Áhrifavaldið sem býður upp
á tækifæri til að hafa áhrif á hugmyndir, hug-
arfar og stefnumótun í samfélaginu finnst mér
vera mikilvægast. Það finnst mér gefa mesta
möguleika í þessu embætti. Þetta áhrifavald
er hægt að nýta með margvíslegum hætti. Það
er t.d. hægt að vera málshefjandi sem er mjög
árangursríkt.
I upphafi kosningabaráttunnar kom ég fram
með ýmis málefni sem mín stefnumál eða
áherslur. Þar á meðal lýsti ég því yfir að mér
fyndist að það ætti að vera ákvæði í lögum
um þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál.
Allir forsetaframbjóðendur hafa tekið undir
þetta sem veitir þessu málefni styrk og byr.
Ég vona að þingmenn taki þetta mál upp aftur
á næsta þingi og vonandi verður það samþykkt.
Ég hóf umræðu um kjaramál þó mér detti
alls ekki í hug að forseti geti hækkað launin
í landinu eða eigi yfírleitt að vera blanda sér
í kjaradeilur. Mér finnst hins vegar mikilvægt
að talað sé um það hveijir eiga að vera mæli-
kvarðar siðmenningar í þjóðfélaginu. Er það
siðlegt að fólk geti ekki séð fyrir sér á dag-
vinnulaunum þó það vinni fullan vinnudag?
Allir forsetaframbjóðendur hafa tekið undir það
að lágmarkslaun í landinu séu of lág og það
styrkir málefnið.
Með því að vera málshefjandi er hægt að
vekja athygli á málum, beina sjónum að þeim,
vinna þeim gagn og veita þeim byr. Það skipt-
ir máli að forseti taki þátt í umræðum og sé
á vettvangi þar sem verið er að vinna að mál-
um. Það skiptir máli hvar forseti sést og hvar
hann leggst á sveif. Forseti þarf einmitt að
minna okkur á þau gildi og markmið sem eru
heillavænleg fyrir samfélagið."
Forseti má ekki vera símalandi
— Nú hefur Vígdís Finnbogadóttir m.a. get-
ið sér gott orð fyrir framgöngu sína erlendis.
Sérðu einhveija slíka fyrirmynd í fyrrverandi
forsetum?
„Þó að allir fyrri forsetar geti hver með sín-
um hætti orðið fyrirmynd fyrir þann sem næst
kemur, þá held ég að hver verði að sinna þessu
starfi með sínum hætti. Forseti verður að finna
sér sitt eigið svipmót, sinn eigin farveg og
áherslur. Hann gerir best í því að vera hann
sjálfur. Það væri mikill misskilningur og mistök
að ætla sér að fara að herma eftir einhveijum
öðrum, þó að fólk þurfi að vera opið fyrir góðu
fordæmi."
— Hvernig sérðu annars fyrir þér hlutverk
forsetans erlendis? Á hann ekki að vera sölu-
maður fyrir íslenskar vörur á ferðum sínum
erlendis?
„Ég held að það sé mjög mikilvægt að for-
seti kynni á erlendri grundu það sem íslenskt
er til að auka hagsæld okkar. Ef um er að
ræða kynningu á íslenskri framleiðslu þarf jafn-
framt að nýta tækifærið til að kynna íslenska
menningu, tungu og sérstöðu. Hann á að gæta
jafnræðis í þeim efnum. Forseti á ekki og get-
ur ekki verið manneskja sem fer út í heim til
að afla viðskiptasambanda fyrir aðila á ís-
landi. Ég hef rætt við mjög marga burðuga
viðskiptaaðila á íslandi sem segja mér að við-
skipti fari fram með þeim hætti að fólk hér
heima hafi bæði ráð og vit til að mynda slík
sambönd sjálft. Síðan getur það vegið mjög
þungt ef forseti eða forsætisráðherra komi,
fylgi málum eftir, veiti þeim ákveðinn byr og
komi þeim í höfn.“
Stjórnarmyndanir reyna
ekki mikið á forseta
— Hvert er viðhorf þitt til afskipta forseta
af stjórnarmyndunum?
„Nú hafa afskipti forseta af stjórnarmynd-
unum verið tiltölulega lítil á undanförnum
árum. Þær hafa gengið nokkuð sjálfkrafa fyrir
sig í samræmi við niðurstöður kosninga, Ég
held að þetta reyni ekki mikið á forseta. Úr-
slit kosninga hafa yfirleitt verið með þeim
hætti að það kemur af sjálfu sér hvernig frum-
kvæði skiptist á milli manna við að reyna að
mynda stjórn.
Ef erfiðlega gengur að mynda stjórn, þá
getur forseta verið vandi á höndum. Hann
getur þurft að hvetja menn eða greiða fyrir,
en ef það gengi ekki þyrfti ef til vill að grípa
til myndunar utanþingsstjórnar. Mér finnst það
vera neyðarráðstöfun, en auðvitað þarf forseti
að vera viðbúinn að taka á því hlutverki með
óhefðbundnum hætti ef nauðir rekur til.“
Morgunblaðið/Golli
GIJÐRÚN Agnarsdóttir og Helgi Valdimarsson.
— Ef við snúum okkur að utanríkismálum.
Hver er þín afstaða til Atlandshafsbandalags-
ins og aðildar íslands að bandalaginu?
„Ég sat í sjö ár á Alþingi og gerði engar
tillögur um að þeirri stöðu yrði breytt. Ég vann
hins vegar mikið að friðarmálum meðan ég var
á þingi með ýmsum hætti og flutti margar til-
lögur. Staðan í heiminum varðandi hernaðar-
bandalögin hefur breyst ótrúlega mikið. Þó að
ég telji að hernaðarbandalög tryggi ekki frið-
samleg samskipti milli fólks og séu ekki besta
leiðin til að rækta friðinn í samskiptum milli
manna, þá held ég að hlutverk Atlantshafs-
bandalagsins hafi breyst afar mikið. Ég tel að
líta eigi á það hvort ekki sé hægt að nýta þá
stofnun með einhveijum hætti til friðargæslu
eða til þess að auka friðsamleg samskipti vegna
þess að tilvistargrundvöllur Atlanthafsbanda-
lagsins gjörbreyttist við það að Berlínarmúrinn
hrundi og kalda stríðinu lauk. Bandalagið þurfti
því réttilega að endurskoða sinn grundvöll sem
hefur breyst mjög mikið. Þá er spurning hvern-
ig hægt sé að nýta það friðnum til raunverulegs
framdráttar."
Höfum hlutverk í friðarmálum
— En hefur Atlantshafsbandalagið ekki
reynst vera friðarbandalag t.d. með því að
koma á friði í Bosníu?
„Sameinuðu þjóðirnar brugðust með vissum
hætti í Bosníu. Það var treyst á þær en þær
dugðu ekki sem skyldi. Okkur er vandi á hönd-
um hvernig við eigum að bregðast við til að
reyna að koma í veg fyrir blóðbað og skelfingu
eins og var í Bosníu. Við verðum að líta til
þess hvernig hægt er að koma á fót friðar-
gæslusveitum sem duga í átökum eins og þeim.
Mér fínnst það vera umhugsunarvert og nauð-
synlegt að athuga það betur.“
— Það hefur nokkuð verið um það rætt að
undanförnu að ísland geti lagt töluvert af
mörkum til að tryggja frið i heiminum. Hins
vegar eru engin dæmi þess í veraldarsögunni
að 250 þúsund manna smáþjóð hafi verið ein-
hvers megnug í þessu efni. Trúir þú því að
Islendingar eigi einhveija raunhæfa möguleika
til að láta að sér kveða í friðarmálum?
„Ég er viss um að við eigum ýmsa mögu-
leika í krafti þess að við erum vopnlaus smá-
þjóð sem hefur ekki farið með ófriði á hendur
öðrum þjóðum. Við höfum verið gjaldgengir
aðilar að alþjóðasamtökum og verið þar jafn-
ingjar þrátt fyrir fámennið. Ég bendi á Samein-
uðu þjóðirnar þar sem við höfum atkvæðisrétt
á við önnur lönd, þrátt fyrir að vera miklu færri.
Einstaklingarnir sem gerast málsvarar eða
sáttasemjarar skipta máli. Ég vil taka undir
það sem kom fram í máli Guðrúnar Pétursdótt-
ur og hún þekkir frá Noregi og ég þekki einn-
ig úr alþjóðlegum samskiptum mínum í friðar-
málum á undanförnum árum. Norðurlandaþjóð-
irnar hafa átt einstaklinga sem hafa gegnt
foryrstu og gerst sáttasemjarar í deilum er-
lendra ríkja í krafti þess að vera fulltrúar fá-
mennra menningarþjóða. Þá skiptir fólksfjöld-
inn ekki máli. Eg held að við getum átt hlut-
verk þarna í krafti einstaklinga sem eru fulltrú-
ar þjóðarinnar."
ESB-aðild kemur ekki til greina nú
— Telur þú að til greina komi að ísland
gerist aðili að Evrópusambandinu?
„Mér finnst það ekki koma til greina eins
og nú stendur af ýmsum ástæðum. Ég get
meðal annars nefnt það að mér finnst sjávar-
útvegsstefna Evrópusambandsins ósamræm-
anleg okkar sjávarútvegsstefnu, en ef til greina
kæmi aðild að sambandinu finnst mér það vera
ófrávíkjanleg grundvallarregla að þjóðin eigi
að greiða atkvæði um það. Þá myndi ég sem
forseti ekki þurfa beiðni frá þjóðinni um slíka
atkvæðagreiðslu, heldur myndi ég sjálf fara
fram á hana og nýta málskotsréttinn. Aðild
að Evrópusambandinu skerðir fullveldi íslands
og verður þess vegna að fara til afgreiðslu
þjóðarinnar."
íhuga þarf reglur um skoðanakannanir
— Skoðanakannanir hafa verið mjög áber-
andi í kosningabaráttunni. Hvaða áhrif telur
þú að þær hafi haft og ætti e.t.v. að setja regl-
ur um birtingu þeirra?
„Ég held að það væri skynsamlegt að íhuga
einhveijar reglur um skoðanakannanir. Ég tel
að þær hafi strax í upphafi, jafnvel áður en
frambjóðendur voru allir komnir fram, byijað
að stýra mjög miklu og verið mjög skoðana-
myndandi. Síðan hófust kynningar frambjóð-
enda og þær hafa auðvitað einnig áhrif á skoð-
anir fólks. Mér finnst vera mjög mikil deigla
núna og að fólk sé að skipta um skoðun sem
kannski mótaðist vegna skoðanakannana. Eftir
vinnustaðafundi sem ég hef haldið kemur fólk
iðulega til mín eftir á og segir að það hafi
ætlað að kjósa þennan eða hinn en hafi nú
skipt um skoðun. Það segir mér að fyrri skoðun-
in hafi ekki verið mjög ígrunduð og gripin úr
loftinu, e.t.v. vegna skoðanakannana. Ég er
alveg viss um það að skoðanakannanir eru
skoðanamyndandi. “
— Auglýsingar hafa jafnframt verið mjög
áberandi og svo virðist sem fylgi við Pétur Kr.
Hafstein hafi fyrst aukist í skoðanakönnunum
eftir að auglýsingaherferð hans hófst í maí.
Hvaða áhrif telur þú að allar þessar auglýsing-
ar hafi haft á kjósendur?
„Þeir sem vinna í auglýsingaheiminum segja
mér að fyrsta skrefið til glötunar sé að halda
að auglýsingar hafi ekki áhrif. En það eru
auðvitað margir sem segja að þeir láti ekki
auglýsingar hafa áhrif á sig. Hins vegar geta
þær líka haft öndverð áhrif. Ég held að ef þær
séu vel gerðar hafi þær tilætluð áhrif.“
— Telur þú að aldur frambjóðenda skipti
einhveiju máli í kosningabaráttunni?
„Nei, það held ég ekki. Aldur frambjóðenda
hefur ekki verið neinum þeirra fjötur um fót
að mínu mati. Ég held að við séum öll meira
eða minna í blóma lífsins. Það sem skiptir
mestu máli er að vera heilbrigður og eiga er-
indi við þjóðina. Þá sakar ekki sú lífsreynsla
að eiga uppkomin börn og vera orðin amma.“