Morgunblaðið - 28.06.1996, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FORSETAKJÖR
Olafur Ragnar Grímsson
Embættið
ekki átaka-
vettvangur
Qlafur Ragnar Grímsson gefur nú kost á sér í
___embætti forseta og hyggst yfírgefa hringiðu
stjómmálanna. Karl Blöndal ræddi við hann um
embættið og frambjóðandann.
Morgunblaðið/Kristinn
ÓLAFUR Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, eiginkona hans.
— Hvert er að þinni hyggju hlutverk for-
setaembaettisins?
HLUTVERK forsetaembættisins
er að mínum dómi þríþætt. í
fyrsta lagi að sinna skyldum
samkvæmt stjómskipan lands-
ins, í samræmi við ákvæði í
stjómarskrá og lögum og þær
hefðir, sem myndast hafa, í öðm lagi að
vera virkur þátttakandi í þjóðlífinu og tengja
þjóðina saman til margvíslegra, mikilvægra
verka og í þriðja lagi að efla í senn hags-
muni og orðstír íslendinga á alþjóðlegum
vettvangi, bæði til þess að auka þjóðartekjur
og bæta lífskjör landsmanna og eins til þess
að virðing þjóðarinnar fari vaxandi.
— Þú nefnir það að tengja saman þjóðina,
að vera sameiningartákn. Þú hefur verið
umdeildur stjómmálamaður og í þessari kosn-
ingaumræðu hafa komið fram sterkar skoð-
anir um þig. Hvemig hyggst þú lægja þessar
ðldur að kosningum loknum verðir þú kjörinn?
Sagan kennir okkur að enginn forseta
okkar var sameiningartákn á kjördegi. Það
er eðli kosninga að þá takast menn á um þá
einstaklinga, sem í boði em. Hins vegar tel
ég að su fylgissveit, sem um mig hefur safn-
ast, sýni það að mitt framboð umfram önnur
er líklegt til að bera í sér efnivið til þess að
gegna sameiningarhlutverkinu. Með fullri
virðingu fyrir öðmm frambjóðendum þá er
það staðreynd að skoðanakannanir hafa sýnt
í röska tvo mánuði, sérhver könnun, að fylgis-
sveit mín endurspeglar þjóðina alla og mitt
framboð er það eina, sem ber í sér slíka endur-
speglun.
Þar er fólk úr öilum stjómmálaflokkum,
öllum starfsstéttum, öllum landshlutum, öll-
um aldurshópum og þess vegna finnst mér
dálítið sérkennileg sú umræða að eini fram-
bjóðandinn, sem hefur nú þegar sannað það
að hann getur safnað um sig fylgissveit, sem
endurspeglar þjóðina alla, sé síður hæfur, en
þeir, sem samkvæmt könnunum eru með mun
þrengri fylgishóp, til þess að tengja þjóðina
saman.
— Stuðningsmenn þínir hafa svarað gagn-
rýni andstæðinga þinna með því að kalla
hana róg. Þessi umijöllun hefur kannski fyrst
og fremst Ijallað um framgöngu þína í emb-
ætti eða sem stjómmálamaður eða verið er
að tala um hluti, sem þú hefur sagt opinber-
lega í viðtölum. Þú varst einmitt gagnrýndur
fyrir að spyija ráðamenn spurninga á sínum
tíma og segir enn í viðtölum að þú sért Iík-
lega eini maðurinn, sem hefur verið bannaður
bæði í útvarpi og sjónvarpi á íslandi. Er þessi
umræða nú af öðrum toga heldur en þá?
Ég kannast ekki við það að fylgismenn
mínir hafi kallað þessa umræðu róg. Eg held
þvert á móti að það sé einkenni á málflutn-
ingi minna stuðningsmanna frá upphafí og
allt til þessa dags og ég er mjög ánægður
með það að við höfum gætt þess í hvívetna
að sýna heiðarleika og dregnskap gagnvart
öðrum frambjóðendum. Ég held að það sé
ekki hægt að fínna dæmi um eina einustu
grein í blöðum þar sem menn úr minni stuðn-
ingssveit hafa ráðist gegn öðrum frambjóð-
endum.
— Ég á ekki við frambjóðendur heldur þá
umræðu, sem á sér stað í dagblöðum milli
stuðningsmanna.
Já, ég kannast ekki við það að menn hafí
kallað það róg. Satt að segja finnst mér þetta
hafa verið afar þröngur hópur manna, sem
hefur verið að skrifa gegn mér. Ég held að
þetta sé lítili kunningjahópur, sem myndi rúm-
ast í einum fólksbíl. Þeir hafa hins vegar
skrifað aftur og aftur, fjölda greina.
Ef ég lít til baka til þeirra forsetakosn-
inga, sem fram hafa farið áður, sérstaklega
1952 og 1968, en einnig 1980, þá finnst
mér kosningabaráttan nú hafa verið frekar
huggulegt teboð í samanburði við það, sem
þá var sagt og skrifað. Ég held til dæmis
að árásimar á Vigdísi Finnbogadóttur hafi
að ýmsu leyti verið harðsvíraðri 1980 heldur
en þær árásir, sem hafa beinst að mér frá
þessum fámenna hópi manna á síðustu vik-
um.
En ég sé engin merki þess að ég ætti
ekki að geta borið gæfu til þess eins og
þeir, sem áður hafa borið sigur úr býtum í
forsetakjöri, að gegna þeim sameiningar-
skyldum við þjóðina, sem forsetaembættið
þarf að sinna, heldur þvert á móti.
— Lítur þú á forsetaembættið, sem tákn-
ræna tignarstöðu, sem er að mestu leyti
valdalaus og áhrifalítil eða áhrifalaus?
Þessi orðanotkun var búin til af einstakl-
ingum, sem voru að réttlæta það af hverju
þeir færu ekki í framboð og er á engan
hátt eðlileg lýsing á embætti forseta íslands
þótt þeir hafi kosið að nota hana til að af-
saka af hveiju þeir _gáfu ekki kost á sér.
Embætti forseta Islands er þvert á móti
ein af máttarstoðum okkar lýðræðislegu
stjórnskipunar og það er hægt að nefna fyöl-
mörg dæmi úr sögu síðustu fímmtíu ára,
sem sýna hve mikilvægur atbeini forsetans
hefur verið að ákvörðunum og framgangi
mála á vettvangi stjórnkerfisins. Auk þess
felur stjómarskráin forsetanum mikilvægan
rétt til þess að tryggja þjóðinni að hún geti
sjálf ráðið til lykta hinum mikilvægustu
málum og það er greinilegt að í huga þjóðar-
innar er þessi réttur forsetans mikilvægt
öryggisákvæði.
— I Alþýðublaðinu á þriðjudag er því
slegið upp að þú sért andvígur inngöngu í
Evrópusambandið og í viðtali þar segir þú
að leggja eigi áherslu á Asíu. Telur þú að
það hafí komið sér illa að ganga í evrópska
efnahagssvæðið?
Það, sem ég lýsti í þessu viðtali, þar sem
ég sagði að miðað við óbreytt stjómskipulag
Evrópusambandsins þjónaði það ekki efna-
hagslegum hagsmunum Islands að ganga í
Evrópusambandið, er í raun og veru í hnot-
skum sú stefna, sem núverandi ríkisstjóm
fylgir og nýtur stuðnings yfirgnæfandi
meirihluta á Alþingi. Hún er hin opinbera
stefna íslands gagnvart sambandinu.
Ég á dálítið bágt með að skilja hvers
vegna ég er gagnrýndur fyrir það í Alþýðu-
blaðinu að flytja fram hina opinberu stefnu
íslands í þessu máli, einkum í ljósi þess að
formaður Alþýðuflokksins skrifaði langa
greinargerð þegar hann var að útskýra
hvers vegna hann gaf ekki kost á sér til
embættis forseta þar sem hann lagði meðal
annars ríka áherslu á það að forseti ætti
að túlka hina ríkjandi stefnu. Það gerði ég
í þessu Alþýðublaðsviðtali.
— Munt þú taka þér einhvern af fyrri
forsetum tslands til fyrirmyndar verðir þú
kjörinn?
Það má margt læra af þeim öllum. Ég
held að þeir hafi allir á sinn hátt mótað
nýja þætti í embættinu. Við þekkjum auðvit-
að tíð Vigdísar og Kristjáns best vegna
þess að hún er þjóðinni í fersku minni. Tími
Asgeirs og Sveins er meira viðfangsefni
okkar eins og það birtist okkur í bókum eða
fræðiritum. Eg tel að þeir hafi báðir, Sveinn
og Ásgeir, verið mjög merkir forsetar. Þjóð-
in var þá að ganga í gegnum mjög erfiða
tíma. Það var fyrst og fremst þeirra hlut-
verk að móta framgöngu forsetaembættisins
á slíkum tímum og ég tel að þeim hafi tek-
ist það mjög farsællega.
Ég tel einnig að Kristján hafi leyst það
verkefni vel að knýja fram stjómarmyndan-
ir þegar viðræður flokkanna voru í öng-
stræti, en þar að auki jók hann sérstaklega
menningarlega þáttinn í embætti forsetans.
Vigdís hefur síðan þróað embættið í takt
við þær breytingar, sem hafa orðið í heimin-
um.
Éjg held þess vegna að framganga Sveins
og Asgeirs á vettvangi stjórnkerfisins, fram-
lag Kristjáns til íslenskrar menningar og
alþjóðleg framganga Vigdísar séu góðir
þættir úr tíð hvers forseta til að hafa að
ieiðarljósi.
— Þú nefndir stjómarmyndanir og Krist-
ján. Hvemig mundir þú beita þér þegar
stjórnarmyndun er annars vegar? Það er
talað um að Ásgeir Ásgeirsson hafí beitt sér
pólitískt, en Kristján Eldjám og Vigdís Finn-
bogadóttir gengið á röðina.
Blessunarlega hefur orðið sú breyting að
forystumönnum flokkakerfisins á íslandi
hefur smátt og smátt lærst að mynda ríkis-
stjómir. Það sést meðal annars á því að þær
þijár ríkisstjórnir, sem síðast hafa verið
myndaðar hér á landi, ríkisstjórnir 1995,
1991 og 1988, voru allar myndaðar á um
það bil viku.
Það tel ég hið æskilega, að forystumenn
flokkanna á vettvangi Alþingis annist sjálfir
það verk að finna flöt til stjómarmyndunar.
Eg vona að sá lærdómur, sem þeir hafa til-
einkað sér, haldi áfram að móta störf þeirra
við stjómarmyndunina. Það er það leiðar-
ljós, sem ég mun fyrst og fremst hafa.
— Finnst þér að forsetinn eigi að vera
eins konar viðskiptafulltrúi íslands erlendis?
Ég hef aldrei notað það orð. Það er líka
orð, sem notað hefur verið af einhveijum
mönnum, sem hættu við að fara í framboð.
Auðvitað er forsetinn ekki viðskiptafull-
trúi, en það er mikill misskilningur ef menn
hafa ekki áttað sig á því hve mikilvægt
embætti þjóðhöfðingja getur verið til að
styrkja stöðu þjóðar í alþjóðlegum viðskipt-
um. Þeir, sem efast um það, ættu að kynna
sér hvað frændþjóðir okkar á Norðuriöndum
gera í þessum efnum eða kynna sér hvað
Frakkar, Þjóðveijar og Bandaríkjamenn
gera í þessum efnum.
Satt að segja er það þannig að það fer
fram núna í heiminum mjög hörð sam-
keppni milli um það bil tvö hundruð þjóð-
ríkja í veröldinni um þau efnahagslegu gæði,
sem mannkynið skapar, og velflestar þjóðir,
sérstaklega þær sterkustu og öflugustu eins
og til dæmis Frakkar, Þjóðveijar og Banda-
ríkjamenn, beita sínum forseta og ráða-
mönnum með mjög markvissum hætti til
þess að styrkja stöðu sinna þjóða í þessari
samkeppni.
Ef við Islendingar ætlum allt í einu að
segja að okkar forseti eigi ekki að koma
nálægt því starfi, þá jafngildir það í mínum
huga að segja að við ætlum að takmarka
getu okkar til að bæta lífskjörin i landinu
því að þau munu á næstu árum fyrst og
fremst ráðast af því hvaða hlutdeild við
fáum í hinni alþjóðlegu samkeppni.
— Friðarmál hafa einnig verið ofarlega
á baugi fbessari kosningabaráttu. Er raun-
hæft að ísland geti lagt eitthvað af mörkum
í friðarbaráttu, 250 þúsund manna þjóð?
Friðarbarátta í veröldinni er mjög marg-
siungin. Það eru margir strengir í þeirri
hörpu og ég tel að ísland geti lagt margt
að mörkum. í fyrsta lagi er það nú svo að
í friðarumræðunni eru ýmis stærri ríki ávallt
tortryggð vegna þess að þau eru talin hafa
annarlega hagsmuni.
Smáríki, sem byggir á traustum lýðræðis-
grunni, langri hefð vopnleysis og friðar, býr
hins vegar yfir eiginleikum, sem vekja
traust. Við erum ekki grunuð_ um neina
annarlega hagsmuni. Því getur ísland kom-
ið mjög að gagni í almennum umræðum
milli ríkja og þjóða.
— En hvað með ágreining eins og í Bosn-
íu þar sem þurfti hernaðarmátt og fjármagn
Atlantshafsbandalagsins til að stilla til frið-
ar?
Það er reyndar mjög fróðlegt dæmi vegna
þess að ég hef f allmörg ár talað fyrir því
sjónarmiði að það ætti að tengja saman
starfsemi Atlantshafsbandalagsins annars
vegar og hins vegar viðleitni Sameinuðu
þjóðanna til þess að reyna að þróa nýtt ör-
yggiskerfi í heiminum, sem meðal annars
glímir við svæðisbundin vandamál eins og
til dæmis í fyrrum ríkjum Júgóslavíu.
— Þú hefur oft í þinni stjórnmálabaráttu
verið ómyrkur í máli. Muntu þurfa að halda
aftur af þér í forsetastóli og heldur þú að
það verði erfítt?
Nei, það tel ég nú ekki vera. Ég er í eðli
mínu mjög mildur og ljúfur maður. Þeir, sem
þekkja mig vel, þeim er fyllilega kunnugt
um þá eðliseiginleika mína. Þótt ég hafi á
vettvangi stjórnmálabaráttunnar, þegar ég
hef verið þar í forystu, tekið þátt í þeim
átökum, sem þar voru á dagskrá, þá merkir
það ekki að slíkir starfshættir fylgi mér í
öðrum verkum. Ég hef ávallt verið mjög
ánægður með það að þótt ég starfaði á vett-
vangi stjórnmála um leið og ég kenndi
stjórnmálafræði við Háskóla Islands getur
enginn nemandi minn borið það að ég hafi
nokkru sinni í kennslu minni eða fræðistörf-
um látið nokkur ummæli falla, sem kynnu
að endurspegla þau viðhorf, sem ég hafði á
vettvangi stjórnmálanna.
Þessi afstaða liggur einfaldlega í viðhorf-
um og ögun gagnvart því starfi, sem maður
gegnir hverju sinni. Alþingi íslands og sveit-
arstjómir eru skipulagðar út frá þeirri
grundvallarforsendu að vera átakavettvang-
ur. Menn þurfa þess vegna ekki að vera
undrandi á því að átökin birtist bæði í orða-
vali og ákvörðunum. En hvorki kennsla við
Háskóla íslands né embætti forseta íslands
er slíkur átakavettvangur.