Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Grafísk mál-
lýska New
York borgar
GRAFÍSK mállýska New York
borgar, nefnist fyrsta einkasýning
Guðbjargar Gissurardóttur grafísks
hönnuðar, sem opnuð verður i Gall-
erí Greip, Hverfisgötu 82 (Vitastígs
megin), laugardaginn 29. júní.
I kynningu segir: „Með ljósmynd-
um, munum og tónlist verður skap-
að andrúmsloft hliðargötunnar í
New York, þar sem íbúamir sjálfir
hafa skapað myndræna list, hver
með sínu lagi, í formi skilta, merk-
inga og skreytinga. Með sýningunni
veltir Guðbjörg meðal annars upp
spurningunni hvort grafískir hönn-
uðir nútímans séu að verða of háð-
ir tölvutækni og mótuðum forskrift-
um“.
Guðbjörg sem útskrifaðist sem
grafískur hönnuður frá Myndlista-
og handíðaskóla íslans árið 1994,
stundar nú Mastersnám í Com-
munication Design, við Pratt Insti-
tute í New York.
Sýningin verður opin daglega frá
kl. 14-18 fram til 10. júlí.
------♦ ♦ ♦-----
Sýningu frá
Grænlandi
að ljúka
SÝNINGU á verkum grænlenskra
listamanna í listasetrinu Kirkju-
hvoli Akranesi, lýkur sunnudaginn
30. júní.
Á sýningunni eru meðal annars
klippiverk eftir grænlensku lista-
konuna Helene Petersen frá Qaq-
ortoq ásamt munum unnum úr tré,
beini, tálgusteini og selskinni. Þá
er einnig fjölda ljósmynda frá
Græniandi, grænienskur hunda-
sleði, landakort og bækur.
Bókastofan er einnig opin, en þar
eru verk starfandi höfunda á Akra-
nesi.
Listasetrið er opið alla daga frá
kl. 14-16.30.
----------------
Síðasta tæki-
færi að sjá
dauðann
FÁAR sýningar á Listahátíð í
Reykjavík að þessu sinni hafa vakið
meiri eftirtekt en þær tvær sem
standa yfir í Mokka og Sjónarhóli
Hverfisgötu 12 undir yfirskriftinni
„Eitt sinn skal hver deyja“, en þeim
íýkur báðum um helgina. Sú á
Mokka, Dauðinn í islenskum veru-
leika, hefur verið sérstaklega íjöl-
sótt. Er þetta mesta aðsókn í 38
ára sögu Mokka sem þó hefur ekki
hýst færri en 450 myndlistarsýn-
ingar í gegnum tíðina.
Að gefnu tilefni skal tekið fram
að sýning Andres Serranos, Úr lík-
húsi, á Sjónarhóli er bönnuð innan
18 ára, en á Mokka er öllum heim-
ill aðgangur. Sýningunum er fylgt
úr hlaði með 182 blaðsíðna bók frá
Mokka-Press sem í er að fínna
þverfaglega umfjöllun um dauðann.
Kostar hún 1.500 kr.
Þýska sinfóníuhljómsveitin í Berlín á Listahátíð
Glæstur ferill
Þýska sinfóníuhljómsveitin í Berlín leikur
undir stjórn Vladimirs Ashkenazy á Listahá-
tíð í Laugardalshöllinni á morgun. Rósa
Guðrún Erlingsdóttir segir frá sögu hljóm-
sveitarinnar, stjómanda hennar og einleikara
en á efnisskrá tónleikanna verða þriðja sin-
fónía Mendelsohns, Erocia eftir Beethoven
o g Colombine eftir Þorkel Sigurbjömsson.
SINFÓNÍUHUÓMSVEITIN „Das
Deutsche Synphonie-Orchester
Berlin“ mun á næsta leikári,
1996/97, fagna 50 ára starfsaf-
mæli sínu. Það er ekki ofsögum
sagt að hljómsveitin geti verið stolt
af glæstum ferli sínum. 15. nóvem-
ber 1946 var hljómsveitin stofnuð
undir nafninu RIAS-Symphonie-
Orchester, sem gefur samvinnu
hljómsveitarinnar við bandaríska
útvárpsstöð í Berlín til kynna. Við
lok þeirrar samvinnu 1956 var
nafninu breytt í „Radio Symphonie
Orchester Berlin". Til að forðast
misskilning við fall Berlínarmúrsins
1989, sem leiddi til stækkunar
menningarsenu borgarinnar þar
sem skyndilega var til tvennt af
öllu, var heiti hljómsveitarinnar
breytt aftur í núverandi nafn. í
nöfnunum þremur endurspeglast
svo að segja saga stjórnmála og
menningar þýsku höfuðborgarinnar
Berlín.
Allt frá byijun hefur hljómsveitin
getað státað af kunnum einleikur-
um eins og Elisabeth Griimmer,
Enrico Maindari, Geza Anda, Di-
etrich Fischer-Dieskau og Sergiu
Celibidache svo einhver dæmi séu
nefnd. Fyrsti stjórnandi hljómsveit-
arinnar var Ferenc Fricasy, aðeins
35 ára gamall mótaði hann verk
hinnar ungu hljómsveitar. Túlkun
hans á Mozart- og Barokk-verkum
var þungamiðja samstarfsins og
gildir allt til dagsins í dag sem
hápunktur listaferils Fricasys. Und-
ir hans stjórn æfði hljómsveitin
einnig túlkun og uppfærslu nútíma-
tónlistar og hefur æ síðan verið
þekkt fyrir margbreytileika í upp-
setningum sínum á 20. aldar verk-
um. 1964 tók Lorin Maazel við af
Ferenc Fricasy, undir hans stjórn
bættust við uppfærslur á róman-
tískum sjaldhöfnum og tónleikar
erlendis sem styrktu alþjóðlega við-
urkenningu sveitarinnar. Á árunum
1982-1989 undir stjórn Riccardo
Chailly var þungamiðja samstarfs-
ins lögð á klassískar-rómantískar
sinfóníur og hljóðupptökur af upp-
setningum síðustu áratuga.
Vladimir Ashkenasy
Síðan 1989 hefur Vladimir As-
hkenasy verið stjórnandi „Deutsche
Synphonie-Orchester Berlin".
Nægilegt er að líta á 40 ára glæsi-
legan feril Ashkenasy sem píanó-
leikara og hljómsveitarstjóra til að
vita að undir hans stjórn spilar
hljómsveitin tónlist eftir sem áður
á heimsmælikvarða. Á síðustu
þremur leikárum einkenndist sam-
vinnan af verkum eins og Mahlers
„Wunderhorn Werke“, hljómsveit-
arverkum eftir Tschaikowsky og
Skrjabin og túlkunum á Sinfóníum
Mendelsohns og Schostakowitsch.
Stór hluti uppfærslna síðustu ára
hefur verið hljóðritaður og er fáan-
legur á geisladiskum frá Decca.
íslandsferðin
„Deutsche Synphonie-Orchester
Berlin“ er, undir stjórn Ashkenasy,
gestasinfóníuhljómsveit listahátíðar
í Reykjavík 1996. Á morgun mun
hljómsveitin leika þriðju sinfóníu
Mendelsohns, Erociu eftir Beethov-
en og Colombine eftir Þorkel Sigur-
björnsson. Einleikari á tónleikunum
er flautuleikarinn Kornelia Brand-
kamp. Síðan 1993 er hún fyrsta
sólóflauta hljómsveitarinnar í Berl-
ín. Áður starfaði hún sem einleikari
hjá „Deutsche Kammerphilharm-
onie“ í Frankfurt og hjá útvarpssin-
fóníuhljómsveitinni í Hannover.
Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenn-
ingar í Þýskalandi sem og erlendis
og á að baki marga tónleika sem
einleikari.
ÞÝSKA sinfóníuhljómsveitin í Berlín á 50 ára afmæli á næsta starfsári en hljómsveitin heldur tónleika í Laugardalshöll á morgun.
Islenskir menning-
ardagar í Noregi
Suður-amer-
ísk gítartón-
list í ísafjarð-
arkirkju
GÍTARDÚETTINN Dou-de-mano
heldur tónleika á vegum Tónlist-
arfélags Isafjarðar í Isafjarðar-
kirkju á laugardag kl. 17. Á efnis-
skrá tónleikanna verða eingöngu
verk frá Suður-Ameríku. Verk sem
öll byggja á þjóðlegri dans- og
söngvahefð. Meðal höfunda má
nefna Kúbeijann Leo Brouwer,
argentíska tónskáldið Astor Piazz-
olla og Brasilíumanninn Celso
Machado.
Gítardúettinn Dou-de-mano var
stofnaður síðla árs 1994 og hann
skipa gítarleikararnir Hinrik
Bjarnason og Rúnar Þórisson. Báð-
ir luku þeir einleikara- og kennara-
prófi frá Tónskóla Sigursveins árið
1989, en stunduðu að því búnu
framhaldsnám erlendis.
Hinrik lauk prófi frá tónlistar-
í SMÍÐAR & Skart á Skólavörðu-
stíg 16a stendur nú yfir til 12. júlí
sýning á eldri verkum ívu Sigrúnar
Björnsdóttur.
íva Sigrún er fædd árið 1970.
Hún lauk námi úr grafíkdeild Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands 1995
og í kennslu- og uppeldisfræði frá
Háskóla íslands 1996.
Grafíkverkin á sýningunni eru
GÍTARDÚETTINN Dou-de-
mano heldur tónleika í ísa-
fjarðarkirkju á laugardaginn
skólanum í Aachen í Þýskalandi
árið 1994 en auk náms í klassísk-
um gítarleik lagði Rúnar stund á
nám í tónlistarfræðum við Lundar-
háskóla í Svíþjóð og lauk þaðan
prófi 1993.
Auk hljóðfæraleiks starfa Hinrik
og Rúnar nú við gítarkennslu í
Reykjavík og nágrenni.
þáttur af vinnu á lokaverkefni henn-
ar í MHI, en hafa ekki komið fram
áður. Þema sýningarinnar eru
Mannlífsmyndir og eru allar mynd-
irnar einþrykk. Iva Sigrún hefur
tekið þátt í nokkrum samsýningum.
Sýningin er opin á verslunartíma
alla virka daga frá kl. 11-18 og
11-14 laugardaga.
LISTAHÁTÍÐIN Festpillerne i
Nord-Norge í Harstad í Norður-Nor-
egi, er vettvangur margskonar ís-
lenskra lista þessa dagana, því ís-
lenskir menningardagar hófust á
hátíðinni á miðvikudag og lýkur
þeim á morgun. Það er Norræna
húsið sem hefur í samstarfi við lista-
hátíðina staðið að menningardög-
unum.
Meðal íslensku dagskrárliðanna
er uppfærsla á Óperunni Rhodym-
enia Palmata eftir Hjálmar H. Ragn-
arsson við kvæðasyrpu Halldórs
Laxness í flutningi Frú Emelíu.
Sérstakur dagskrárliður á Fest-
pillerne í Nord-Norge verður kvik-
myndahátíð þar sem tæplega 20
kvikmyndir verða sýndar. Þar af
verða 9 íslenskar myndir sýndar;
Tár úr steini, Skýjahöllin, Bíódagar,
Rokk í Reykjavík, Á köldum klaka,
Benjamín dúfa, Karlakórinn Hekla,
Hin helgu vé og Hrafninn flýgur.
Þá mun Hrafn Gunnlaugsson flytja
fyrirlestur um kvikmyndagerð á Is-
landi.
Auk óperu Hjálmars H. Ragnars-
sonar verða þrennir tónleikar fluttir
af íslenskum listamönnum. Örn
Magnússon píanóleikari og Marta
G. Halldórsdóttir sópran munu halda
tvenna tónleika. Á þeim fyrri flytja
þau íslensk þjóðlög og vísur en á
þeim seinni flytja þau verk eftir ís-
lensk tónskáld og erlend. Þá munu
Sverrir Guðjónsson kontratenór,
Sigurður Halldórsson selló og Hjálm-
ar H. Ragnarsson orgel og píanó
flytja verk eftir Hafliða Hallgríms-
son, Jón Leifs og frumflutt verk eft-
ir Oliver Kentish tileinkað Sverri.
Á Festspillerne verða fjögur bók-
menntakvöld og eitt þeirra verður
tileinkað íslenskum bókmenntum.
Heimir Pálsson mun flytja fyrirlestur
um íslenskar bókmenntir eftir 1945
og að því loknu fjalla rithöfundarnir
Vigdís Grímsdóttir og Einar Kárason
um verk sín og lesa upp úr þeim.
Settar hafa verið upp þijár sýn-
ingar. Harpa Björnsdóttir sýnir
vatnslitamyndir og nefnist sýning
hennar Náttúra íslands. Eggert Þór
Bernharðsson sagnfræðingur hefur
útbúið íslenska sögusýningu og einn-
ig verður sýning á ljósmyndum og
náttúrulífsbókum eftir Guðmund Pál
Ólafsson.
------»■♦ ♦------
Sjónþingi
Birgis að ljúka
SJÓNÞINGI Birgis Andréssonar
lýkur um helgina í Gerðubergi. I
framhaldi af Sjónþinginu sjálfu sem
fram fór 12. maí voru opnaðar tvær
sýningar Birgis; á Sjónarhóli á
Hverfisgötu 12, þar sem hann sýn-
ir nýleg verk frá síðastliðnum fjór-
um árum, og í Gerðubergi, þar sem
fólki gefst tækifæri til að rekja
túlkun Birgis á túlkun fortíðarinnar
í endurtúlkun okkar sjálfra, eins
og segir í tilkynningu.
Mannlífsmy ndir