Morgunblaðið - 28.06.1996, Síða 30

Morgunblaðið - 28.06.1996, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ1996 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRl: Haligrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KOSNINGABAR- ÁTTAN OG AUGLÝSINGAR NOTKUN auglýsinga hefur aukizt jafnt og þétt í kosningum hér á landi en sennilega hefur þeim aldrei verið beitt í jafnríkum mæli og í forsetakosningunum nú. Gera má ráð fyr- ir, að auglýsingar verði framvegis mikill þáttur í stjórnmálabar- áttunni. Auglýsingar hafa verið notaðar í sveitarstjórnarkosn- ingum, þingkosningum og prófkjörsbaráttu innan einstakra flokka. Vaxandi notkun þeirra bendir til, að stjórnmálaflokkar og einstakir frambjóðendur telji, að þær hafi áhrif á kjósendur. Auglýsingar kosta hins vegar mikið fé og það er auðvitað áhyggjuefni, ef svo er komið hér sem víða annars staðar, að þjóðfélagsþegnar treysti sér ekki í framboð til opinberra trúnað- arstarfa af fjárhagsástæðum. í aðdraganda forsetakosninga kom fram, að einstaklingar, sem nefndir höfðu verið til fram- boðs töldu sig ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til þess. Það er líka umhugsunarefni, hvort máttur auglýsinganna sé orðinn svo mikill, að með því að eyða nægilega miklum fjármunum í þær geti menn keypt sér aðgang að sveitarstjórnum, Alþingi eða jafnvel Bessastöðum. Víða erlendis og þá ekki sízt í Bandaríkjunum hefur auglýs- ingum ekki aðeins verið beitt í þágu einstakra frambjóðenda heldur gegn öðrum frambjóðendum. Sumir telja, að slíkar aug- lýsingar geti haft mikil áhrif. Dæmi um auglýsingar af þessu tagi birtust í Morgunblaðinu í gær, þar sem birtar voru auglýs- ingar, sem beindust gegn einum fjögurra frambjóðenda til for- setakjörs. Spyrja má hvers vegna slíkar auglýsingar séu yfirleitt birtar í Morgunblaðinu. Því er til að svara, að um efni auglýsinga gilda út af fyrir sig sömu reglur og um ritstjórnarefni. Ritstjór- ar Morgunblaðsins, sem jafnframt eru ábyrgðarmenn blaðsins, bera því ábyrgð á efni auglýsinga ekki síður en ritstjórnar- efni. Þegar einstaklingar óska eftir birtingu á greinum í Morg- unblaðinu er lagt mat á efni greinanna. Þótt í þeim birtist oft harkaleg gagnrýni á nafngreinda menn, eru þær birtar, ef það er mat blaðsins, að þær brjóti ekki í bága við meiðyrðalöggjöf- ina. Fyrir rúmum einum og hálfum áratug fóru Morgunblaðinu að berast auglýsingar, þar sem ekki var um kynningu á vöru eða þjónustu að ræða heldur skoðunum. í langflestum tilvikum hefur verið um að ræða viðleitni til þess að koma ákveðnum skoðunum á framfæri, þ.e. baráttu fyrir einhverjum málstað. Sjaldnar hefur verið um að ræða gagnrýni á nafngreinda ein- staklinga, stofnanir, fyrirtæki eða aðra í formi auglýsinga. Þó eru dæmi um slíkt, bæði gömul og ný. Efni slíkra auglýsinga er metið á sama hátt og efni t.d. aðsendra greina. Ef ekki er um að ræða brot á meiðyrðalöggjöf eru engin efnisleg rök fyr- ir því að hafna birtingu auglýsinga, þótt í þeim felist gagnrýni á nafngreinda einstaklinga. í Morgunblaðinu í gær birtust tvær heilsíðuauglýsingar frá samtökum, sem nefna sig „óháða áhugamenn um forsetakjör 1996“ og ein minni auglýsing frá samtökum sem nefna sig „í guðs bænum ekki...“. I texta auglýsinga þessara var ekki að mati Morgunblaðsins um að ræða brot á meiðyrðalöggjöf enda hafa birzt hér í blaðinu síðustu vikur aðsendar greinar þar sem höfð er uppi mun harkalegri gagnrýni á einstaka forsetafram- bjóðendur en í auglýsingunum. Hins vegar voru þau samtök, sem stóðu að baki auglýsingun- um ekki kunn meðal þjóðarinnar. Þess vegna tilkynnti Morgun- blaðið þeim aðilum, sem óskuðu eftir birtingu auglýsinganna, að forsenda fyrir birtingu þeirra væri að nöfn forsvarsmanna þessara samtaka yrðu birt í frétt í blaðinu sama dag. Þessi nöfn voru birt á bls. 2 í Mörgunblaðinu í gær. Það gildir einu, hvort um er að ræða almennt ritstjórnar- efni, aðsendar greinar eða auglýsingar af ofangreindu tagi, til þess að hafna birtingu verður viðkomandi fjölmiðill að hafa efnisleg rök. Þau voru ekki fyrir hendi í þessu tilviki. Og ekki heldur í sambandi við þær auglýsingar, sem birtast í Morgun- blaðinu í dag. Hitt er svo annað mál, að það stuðlar ekki að geðfelldri kosningabaráttu að beita auglýsingum sem þessum gegn ein- stökum frambjóðendum, hveijir sem þeir eru, hveiju sinni. Þvert á móti eiga slíkar auglýsingar þátt í að fara með kosn- ingabaráttu niður á plan, sem fáir hafa áhuga á. Og ekki er víst, að þær hafi þau áhrif, sem að er stefnt. Það breytir hins vegar ekki því, að ffölmiðlar hljóta að teygja sig býsna langt til þess að vernda tjáningarfrelsi landsmanna. Almenningur á Islandi hefur líklega greiðari aðgang að fjölmiðl- um, hvort sem um er að ræða dagblöð eða ljósvakamiðla en almennt tíðkast í öðrum löndum. Þessi aðstaða til þess að tjá skoðanir sínar, hugsanir, tilfinningar og hugmyndir er afar mikilvæg. I langflestum tilvikum er hún til góðs. Fyrir kemur að þetta frelsi er notað úr hófi fram. En þau fáu dæmi mega ekki verða til þess, að þrengt verði að tjáningarfrelsinu. LOÐNUVERTÍÐIN Jarðvísindamenn frá Orkustofnun hafa unnið að verkefnum í Mið-Ameríku í 30 ár BYRJAÐ er á framkvæmdum við byggingu nýrrar loðnuverksmiðju SR-mjöls hf. í Helguvík. Framkvæmdir ganga vel og er reiknað með að hægt verði að prufukeyra verksmiðjuna fyrir áramót, að sögn Hlyns Jónssonar, framkvæmdasljóra fjármálasviðs SR-mjöls. Heildarkostnaður við byggingu verksmiðjunnar er áætlaður 700 til 750 milljónir og á hún að verða komin í gagnið fyrir næstu loðnuvertíð. Verksmiðjan verð- ur aðeins stærri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir, verður hún með tveimur lofthitaþurrkurum og afkastagetan um 800 tonn á sólarhring. Gott útlit við upphaf loðnuvertíðar og flotinn er að halda á miðin Afkastageta verksmiðja aukin um 2.500-3.0001 UM ALLT land keppast menn nú við að búa skip sín á loðnuvertíðina sem byrjar á mánu- * A daginn. I samantekt Omars Friðrikssonar kemur fram að sumar- og haustvertíðin leggst vel í menn, Víða um land standa yfír endur- bætur eða stækkun fiskimjölsverksmiðja sem mun auka afkastagetu þeirra verulega á næstu vetrarvertíð. IFYRRA hófust loðnuveiðarnar í júlíbyijun úti af vestanverðu Norðurlandi og norður af Vest- fjörðun, Mikið var um smáa loðnu á miðunum og versnaði ástand- ið eftir því sem á leið. Lítið fannst af loðnu fram eftir hausti og var afli tregur allt til áramóta. Heildar- afli íslenskra skipa á sumar- og haustvertíð í fyrra var um 175 þús. tonn. „Útlitið núna er gott og kvótinn mikill og menn eru bjartsýnir," segir Sveinn Jónsson, hjá Félagi íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Stöðugt verð á mjöli „Markaðshorfur eru ágætar,“ seg- ir Sveinn. „Það er nokkuð stöðugt verð á mjöli en verð á lýsi hefur lækkað nokkuð á undanförnum vik- um og útlitið þar ekki mjög bjart. Vegna aðgerða umhverfisverndar- sinna virðast kaupendur vera farnir að minnka notkun á lýsi. Þessa gæt- ir ekki enn á heimsmarkaði en menn hafa áhyggjur af þessu,“ segir hann. Ákvörðun heildarafla af loðnu á vertíðinni 1996/97 verður ekki tekin fyrr en stærð veiðistofnsins hefur verið mæld í haust eða vetur en upp- hafskvóti fyrir íslenska flotann hefur verið ákveðinn 737.000 lestir og miðað við þær forsendur sem sú ákvörð- un byggir á, verður leyfður heildarafli íslenskra skipa á öllu árinu 1.278.000 lestir. Hlynur Jónsson, framkvæmda- stjóri hjá SR-mjöli hf., segir ekkert benda til annars en að framundan sé góð vertíð. I verksmiðjum SR- mjöls hafa verið móttekin yfir 200.000 tonn af hráefni á fyrri hluta ársins, sem er nær 50 þús. tonna aukning miðað við sama tíma í fyrra. „Ef haustvertíðin verður þokkaleg stefnir í metár. Menn hafa orðið var- ir við mikið magn loðnu í sjónum á síldveiðunum og rekist á lóðningar um allan sjó en hvort hún verður dreifð þegar til kastanna kemur vita menn ekki. Það virðist því vera nóg af loðnu og kvótinn er mjög rúmur. Ég vona að haustvertíðin bregðist ekki þriðja árið í röð,“ segir hann. Miklar framkvæmdir við endurnýj- un eða byggingu fiskimjölsverk- smiðja standa nú yfir eða er nýlokið á a.m.k. 15 stöðum á landinu, skv. upplýsingum sem blaðið aflaði sér. Framkvæmdir við nýja verksmiðju SR- mjöls í Helguvík er hafin. Afkastageta hennar verður um 800 tonn á sólarhring og er ætlunin að hún verði tilbúin fyrir næstu vetrar- vertíð. Framkvæmdir eru einnig hafnar við stækkun verksmiðju Faxamjöls í Örfirisey. Afkastageta þeirrar verksmiðju margfaldast við stækkun, eða úr 120 tonnum á sólar- hring í um 470-520 tonn. Unnið er að verulegum endurbót- um á fiskimjölsverksmiðju Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi og mun afkastageta verksmiðjunnar aukast við það úr tæplega 600 tonnum á sólarhring í um 1.000 tonn. Undirbúin stækkun verksmiðjunnar á Vopnafirði Á Vopnafirði er í undirbúningi stækkun mjölverksmiðju Tanga um þessar mundir, afkasta- geta hennar eykst úr 350 tonnum í 500 tonn á sólar- hring. Á árinu verður einn- ig komið fyrir nýjum loft- þurrkurum sem taka á í notkun í sumar í fiski- mjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar hf. á Norðfirði og fleiri endurbætur eru gerðar á búnaði og mun þá fram- leiðsla hágæðamjöls geta hafist. Gert er ráð fyrir að verðmæti mjölsins aukist um 10-15% með tilkomu nýju þurrkaranna og afköst hennar aukist um 20-25%. í Þorlákshöfn er nýtt félag Hafn- armjöls hf. sem stofnað var í sam- vinnu við eigendur Vestdalsmjöls nú að endurreisa fiskimjölsverksmiðju sem var áður í eigu Hafsíldar. Skv. upplýsingum sem fengust hjá Hafn- armjöli í gær á verksmiðjan að vera tilbúin í rekstur á næstu vetrarvertíð og vera rekin með um 500 tonna afköstum á sólarhring. Bygging nýrra verksmiðja og end- urbætur á eldri verksmiðjum sem eiga að vera komnar í gagnið á næstu vetrarvertíð munu geta aukið afkastagetu mjölverksmiðja samtals um 2.500-3.000 tonn á sólarhring. Heildarafköst verksmiðja á landinu í dag eru talsvert yfir 10 þús. tonnum á sólarhring. Stóraukin afköst loðnuverksmiðja Afköst mjölverksmiðja hafa aukist verulega á seinustu tveim árum. Fiskimjölsverksmiðja Vinnslustöðv- arinnar í Vestmannaeyjum var ný- lega endurnýjuð og settir upp nýir gufuþurrkarar. Loftþurrkari hefur verið settur upp í Grindavík til viðbót- ar við gufuþurrkara. Á Eskifirði og Seyðisfirði eru starfandi nýjar verksmiðjur eða end- urbættar og ný loðnuverk- smiðja Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði var farin að skila fullum af- köstum á seinustu vertíð. Verksmiðjan á að geta unnið 1.000 tonn af hráefni á sólarhring. Einnig var afkastageta fískimjölsverksmiðj- unnar Óslands hf. á Höfn tvöfölduð og getur nú unnið úr 600 tonnum ' af hráefni á sólarhring. ISLENSKIR jarðvísindamenn frá Orkustofnun ruddu að nokkru leyti brautina í upp- hafi jarðhitarannsókna í E1 Salvador á árunum 1965-75, en þar er nú búið að virkja tvö háhita- svæði til rafmagnsframleiðslu. Á öðru svæðinu, sem heitir Ahuachap- an, er búið að reisa 95 megawatta orkuver sem í dag framleiðir 45 megawött, og á hinu háhitasvæð- inu, sem heitir Berlín, er tilrauna- orkuver sem framleiðir 10 megaw- ött, en til stendur að stækka það á næstunni upp í 60 megawött. ís- lenskir vísindamenn sáu um yfir- borðsrannsóknir á háhitasvæðunum og eins stýrðu þeir fyrstu borunum sem gerðar voru í Ahuachapan, en um var að ræða þróunarverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna. Að sögn Gríms Björnssonar, jarð- eðlisfræðings hjá jarðhitadeild Orkustofnunar, eru vatnsaflsvirkj- anir í ám í E1 Salvador, en þar skipt- ast á þurrkatímabil og regntímabil og því vantar oft orku á þurrkatím- um. Árið 1992 styrktu norsku og sænsku þróunarstofnanirnar ríki Mið-Ameríku í því að koma upp sameiginlegu raforkukerfi vegna þess að oft er rennsli í ám í einu landinu en ekki öðru og fyrsta skrefið í þessu var að halda nám- skeið til að fræða heimamenn. „Þá vildu þeir endilega fá jarð- hitanámskeið og lá þá beinast við að fá íslendinga til að sjá um það. Ég fór þá til E1 Salvador ásamt Guðna Áxelssyni jarðeðlisfræðingi og síðan kom verkfræðistofan Vatnaskil að málinu haustið 1992. Við vorum með námskeið þarna og í framhaldinu höfum við fengið marga stúdenta frá E1 Salvador í þjálfun hingað til lands í Jarðhita- skóla Sameinuðu þjóðanna. Núna er svo komið í E1 Salvador að þar ætla menn sér að stækka jarðhitavirkjanirnar geysilega og þá sérstaklega á jarðhitasvæðinu í Berlín. Það er því framundan að fara í heilmiklar fjárfestingar í E1 Salvador og heimamennirnir sjálfir er nú að taka sín fyrstu skref á þessu sviði,“ sagði Grímur. Engin markaðsvinna Hann sagði að ekki hefði verið um neina markaðsvinnu að ræða varð- andi þá ráðgjöf sem veitt hefur verið af hálfu íslendinga í E1 Salvador, heldur hefði verið óskað eftir henni af fyrrverandi nemendum Jarðhita- skólans. „Það er einmitt dálítið óvenjulegt við okkar vinnu þarna í Mið-Ameríku að við höfum verið sóttir þangað til starfa. Aðalvandamálið núna er að þessi vinna er borguð af Þróunar- banka Mið-Ameríku og ísland er ekki aðili að þeim banka. Við höfum því alltaf farið inn sem leppar fransks fyrirtækis. Aðalhindrunin fyrir því að íslend- ingar komist þarna inn í vinnu er sú að þeir mega ekki vera með í því að bjóða í verkin, sem oftast eru boðin út í lokuðum útboðum, þar sem þeir eru ekki aðilar að þessum þróun- arbanka. Frakkar eru hins vegar aðilar að þessum banka og stofnun þar í landi, sem er sambærileg við Orkustofnun, hefur stofnað sjálf- stætt hliðarfyrirtæki svipað og Ork- int og það hefur ráðið okkur til starfa," sagði Grímur. Á þessu ári hefur Benedikt Stein- grímsson jarðeðlisfræðingur unnið að rannsóknum í E1 Salvador auk Gríms og dvöldust þeir þar í þijár vikur í apríl og maí. Alþjóðakjarn- orkumálastofnunin í Vín frétti af veru þeirra í landinu og leiddi það til þess að óvænt verkefni féll þeim í skaut. Það felst í því að geislavirk efni eru notuð til þess að kanna hvernig vökvinn streymir neðanjarð- ar og er Benedikt nú í E1 Salvador að vinna úr slíkum gögnum. „Eins og oft er í svona þróunarað- stoð þá eru mönnum gefin alls kyns rannsóknartæki og útbúnaður sem settur er upp, en þegar allt er komið á sinn stað þá kann enginn heima- manna að nota tækin. Nú sitja þeir í E1 Salvador til dæmis uppi með Lýsisnotkun minni vegna umhverfis- verndarsinna Upphafskvóti íslenska flot- ans er 737 þús. lestir GRÍMUR Björnsson og Benedikt Steingrímsson í E1 Salvador ásamt fjórum fyrrverandi nemendum Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Á myndinni eru talið f.v.: Benedikt, Guido G. Molina, Manuel Mon- terrosa, Luz Antonina de Luna, Grímur og Francisco E. Montalvo. Vel kynntir brautryðjendur í E1 Salvador Vísindamenn frá Orkustofnun hafa unnið að undirbúningsrannsóknum vegna virkjana á jarðhitasvæðum í E1 Salvador með hléum undanfarin 30 ár. GrímurBjömssonjarðeðlis- fræðingur segir í viðtali við Hall Þorsteinsson að miklir möguleikar tengdir hönnun orkuvera í þessum heimshluta geti opnast gerist íslend- ingar hluthafar í Þróunarbanka Mið-Ameríku jarðskjálftamælinet á Berlínarsvæðinu og hafa þeir óskað eftir því að fá íslendinga til sín til að kenna sér að reka netið. Það verða vænt- anlega jarðskjálftafræð- ingar Veðurstofunnar sem taka það að sér,“ sagði Grímur. Hann sagði að ekki hefði verið um stórar upphæðir að ræða fyrir þau verkefni sem íslend- ingar hafa unnið að í E1 Salvador, en ef þeir fengju að bjóða í verk, og þá kannski sérstak- lega hönnun orkuvera og einhveija vinnu því tengda, þá væri um að ræða margfælt hærri upphæðir. „Það þarf því nauðsynlega að kanna hvort ekki sé heppilegt að ísland gerist aðili að Þróunarbanka Mið- Ameríku, en ég hef grun um að hann sé umsvifa- mestur í fjármögnun orkuframkvæmda þarna. Við munum aldr- ei geta neitt í verksölu í löndum Mið-Ameríku fyrr en við eru orðnir aðilar að bankanum, en ég tel okkur eiga tals- verða möguleika því við erum vel kynntir í þess- um löndum.“ Verkefni fyrir 50-100 milljónir dollara Á næstunni verður að sögn Gríms ráðist í að bora 40 boruholur i E1 Salvador milli áðurnefndra tveggja jarðhitasvæða og segir hann að það verk sem fram- GRÍMUR Björns- son jarðeðlisfræð- ingur hjá Orku- stofnun. ORKUVERIÐ í Berlín sem á margan hátt svipar til Nesjavallavirkj- unar. Þar eru nú framleidd 10 megawött en fyrirhugað er að stækka virkjunina í 60 megawött. Morgunblaðið/ Kristinn BORAÐ eftir heitu vatni í ná- grenni orkuversins í Ahu- achapan á svæði sem heitir Chippilapa. undan sé muni að öllum líkindum kosta 50-100 milljónir dollara. „Vinnan sem ég var í núna fólst í því að setja upp reiknilíkön af jarð- hitasvæðunum í E1 Salvador til að meta ástandið í framtíðinni, en þarna eru þeir að reyna að koma sér upp svipuðu tölvuumhverfi og við notum á Orkustofnun. Segja má að þetta sé bein afleiðing af kennslunni hér í Jarðhitaskólanum, því þetta tölvu- umhverfi er það sem stúdentarnir hafa lært á,“ sagði hann. Grímur sagði að þrátt fyrir að ýmsar breytingar hefðu orðið hjá Orkustofnun undanfarin ár hefði svo- kallaður jarðhitahópur stofnunarinn- ar lifað tiltölulega ótruflaður miðað við víða annars staðar í heiminum. Lækkun olíuverðs hefði til dæmis nánast þurrkað út jarðhitahópinn í Ameríku. „Kannski er hluti skýringarinnar á því að farið er að sækja í okkur aftur einfaldlega sá að það eru svo fáir orðnir eftir á þessu sviði. Öfugt við hjá mörgum öðrum þjóðum er okkar reynsla sú að við erum búnir að þefa af svo geysilega mörgum jarðhitasvæðum, á meðan t.d. þessir menn í E1 Salvador þekkja bara þessi tvö svæði. E1 Salvador hefur breyst alveg geysilega síðan 1992 en þá var sam- inn friður í landinu og ótrúlegar þær breytingar sem orðið hafa í kjölfarið. Allir vegir og rafmagnsveitur hafa til dæmis batnað verulega á þessu tímabili og raforkumarkaðurinn hef- ur verið að stækka um 10% á ári. Þeir eru því hreinlega tilneyddir til að gera eitthvað núna, en þeir fengu smá slaka í 2-3 ár vegna þess að olíukóngur frá Texas reisti 95 megawatta díselrafstöð í landinu, sennilega til að brenna olíu sem ekki má brenna í Bandaríkjunum. Þar með hægði á öllum jarðhitafram- kvæmdurm á sama tíma, en nú er mikill þrýstingur á að byija á nýjan leik,“ sagði Grímur Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.