Morgunblaðið - 28.06.1996, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996
AÐSENDAR GREIIMAR
MORGUNBLAÐIÐ
Túlkaþj ónusta
fyrir nýbúa
TUTTUGASTA
öldin hefur breytt
ásýnd íslensks þjóðfé-
lags meira en nokkurt
annað tímabil. Eink-
um hafa síðustu ára-
tugir reynst vera tími
örra breytinga og
samfélagsgerðin hef-
ur stöðugt færst nær
því sem einkennir
mannlífið í öðrum
vestrænum ríkjum.
Þessa sér stað í því
að á síðustu árum
hafa Ijölþjóðlegir
straumar borist hing-
að með auknum fjölda
nýbúa sem hafa flutt
með sér framandi menningu og
tungumál. Um sjö þúsund íbúar
landsins eru af erlendum uppruna.
Þetta er ekki litill hópur; það má
bera þennan ijölda saman við sveit-
arfélag á borð við Garðabæ. Flestir
hafa komið hingað í atvinnuleit. Þá
hefur verið tekið á móti hópum
flóttamanna, bæði frá Víetnam og
Austur-Evrópu.
Miðstöð nýbúa
Til að koma til móts við þarfir
nýbúa ákváðu borgaryfirvöld að
setja á fót Upplýsinga- og menning-
armiðstöð nýbúa. Starfsemin fór
af stað árið 1993 og heyrir undir
íþrótta og tómstundaráð Reykjavík-
ur. Miðstöðin er til húsa í Faxafeni
12. Auk forstöðumanns vinna þar
tveir starfsmenn sem
báðir eru raunar nýbú-
ar; ískra Savova Lilli-
endahl frá Búlgaríu og
Robert Stephen Robert-
son sem er Bandaríkja-
maður. Þau eru bæði
íslenskumælandi þrátt
fyrir stuttan dvalartíma
hér.
Fólk af erlendum
uppruna getur sótt að-
stoð og þjónustu í mið-
stöðina og aðsókn hefur
verið mikil frá fyrstu tíð.
Starfseminni sem þarna
fer fram er skipt í
nokkra þætti; upplýs-
ingaþjónustu, túlka-
þjónustu, fræðslu og námskeiða-
hald, unglingastarf, barnastarf og
menningarstarfsemi. Túlkaþjónust-
an er sá þáttur sem hér er til um-
fjöllunar. Nýbúar kunna litla ís-
lensku í fyrstu og við ákveðnar
aðstæður verður fólkið að geta
fengið að tjá sig á móðurmáli sínu.
Þörfín á þjónustu túlks fyrir nýbúa
er því mikil en hefur hins vegar
ekki verið sinnt sem skyldi. Auk
þess hvílir þessi þáttur á veikum
grunni, lagalega séð.
Aðstoð og túlkaþjónusta
Kristín Njálsdóttir veitir miðstöð
nýbúa forstöðu: „Þjónustan hjá
okkur er ekki sambærileg við þá
sem veitt er í nágrannalöndunum,
þau eru komin mun lengra hvað
varðar aðstoð við útlendinga. í
Noregi er t.d. sjálfstæð stofnun inn-
an félagsmálaráðuneytisins sem sér
um málefni útlendinga. Þegar
flóttamenn koma til landsins eru
það sveitarfélögin sem taka á móti
fólkinu og fá til þess styrk frá rík-
inu. Túlkaþjónusta er svo starfrækt
á vegum sveitarfélaganna. Þarna
er með öðrum orðum rekin ákveðin
stefna. Hér er hins vegar engin
stefna til og engin lög um túlka-
þjónustu. Það er bara svifið í lausu
Þörf nýbúa fyrír túlk
hefur stóraukist, segir
Oddgeir Eysteinsson,
sem hér fjallar um Upp-
lýsinga- og menningar-
miðstöð nýbúa.
lofti. Það er reyndar búið að setja
málefni flóttafóíks undir félagmála-
ráðuneytið með stofnun flótta-
mannaráðs sem sett var á fót í tíð
síðustu ríkisstjórnar. Okkar hlut-
verk hjá Miðstöð nýbúa er svo að
koma til móts við auknar þarfir
þessa fólks, m.a. við notkun á túlk-
um. En lagabókstafurinn gerir okk-
ur erfitt fyrir við það eða öllu held-
ur skortur á lögum.
Oddgeir
Eysteinsson
Samkvæmt lögum um heilbrigð-
isþjónustu er kveðið á um að skylt
sé að láta fólki í té þær upplýs-
ingar sem það vanhagar um af
hendi hins opinbera. Heymarlaust
fólk og útlendingar búa hins vegar
við verri stöðu en aðrir í þessu sam-
bandi. Það getur ekki komið upplýs-
ingum til skila á móðurmáli sínu
og á einnig í erfíðleikum við að
meðtaka þær. Sumt heyrnarlaust
fólk getur lesið af vömm og talað,
en málið vandast þegar tungutakið
verður sérhæft eins og hjá fólki í
heilbrigðisstéttum. Þá gleymist það
líka að þetta fólk heyrir ekki þótt
það geti talað. En réttur þessa fólks
er hvergi skráður, hvort heldur
heyrnarlausir eða nýbúar eiga í
hlut. Löggjöfin er algerlega opin.
Hvað nýbúa varðar er stundum
reynt að bjarga hlutum fyrir horn
með því að nota ensku en margir
þeirra kunna enga ensku, en fólk
virðist oft og tíðum eiga erfitt með
að skilja það.“
Heilbrigðisþjónusta við nýbúa
Það er ástæða til að staldra við
heilbrigðisþjónustuna. Hvernig á
t.d. að koma nauðsynlegum upplýs-
ingum til tælenskra sængurkvenna
þegar þær skilja ekki íslensku? Þá
verður að fá aðstoð túlks. Eins er
það með aðra læknisþjónustu. Hún
verður hins vegar dýrari fyrir þetta
fólk en aðra ef það á sjálft að borga
fyrir túlk. Spurningin er þá hver á
að borga. Miðstöð nýbúa hefur und-
anfarin ár séð um að útvega túlka,
ekki síst fyrir heilbrigðisstofnanir.
Fólk innir þessa vinnu oft af hendi
ókeypis eða er hreinlega svikið um
greiðslu. Vandinn er sá að illa geng-
ur að krefja réttan aðila um greiðslu
fyrir þjónustuna. Það er því tíma-
bært að læknar og aðrar heilbrigðis-
stéttir fari að huga að þessum
málum þvi það má ljóst vera af
mál nýbúa koma æ oftar inn á borí
til þeirra.
V
Garðrósir
Allar
gerðir á
399
hansarós
Afskornar
rosir
1. flokkur
(stórar og flottar)
aðeins
kr/stk.
10 stk. kr. 599
En hver er lagalegur réttur þessa
erlenda fólks sem kann litla eða
enga íslensku? Það kemur fram í
máli Kristínar að samkvæmt lögum
um atvinnuréttindi útlendinga hefur
útlendingur fengið varanlegt dval-
arleyfi og atvinnuleyfi hér eftir
þriggja ára búsetu í landinu. Hann
byrjar að borga skatta og önnur
gjöld um leið og hann hefur störf.
Hann hlýtur því að hafa öðlast
ákveðin réttindi þótt hann sé ekki
orðinn íslenskur ríkisborgari. Það
er því ljóst að nýbúar hafa sinn
rétt. Það er því spurning hvort ekki
sé eðlilegt að fara fram á það við
stjórnvöld að þau framfylgi upplýs-
ingaskyldu sinni og komi til móts
við þarfir þessa fólks. Nú standa
hins vegar vonir til að úr rætist því
frumvarp liggur fyrir Alþingi um
réttindi sjúklinga þar sem tekið er
á þessu máli. Þar segir m.a. í 5.
grein: „Eigi í hlut sjúklingur sem
ekki talar íslensku eða notar tákn-
mál skal honum tryggð túlkun á
upplýsingum samkvæmt þessari
grein.“ Einnig segir þar í 7. grein:
„Samþykkið [sjúklings] skal eftir
því sem kostur er vera skriflegt þar
sem fram kemur hvaða upplýsingar
voru gefnar sjúklingi og að hann
hafi skilið upplýsingarnar." Þá er
vikið að því hveijum beri að greiða
fyrir túlkaþjónustu: „Skyldan til að
gefa upplýsingar er aðallega lögð
á herðar læknum en einnig öðrum
heilbrigðisstarfsmönnum eftir þvi
sem við á.“ Ef þetta verður að lög-
um ætti staðan að skýrast hvað
túlkaþjónustu varðar innan heil-
brigðisþjónustunnar og greiðsíu á
henni. Með þessu er altént ljóst að
málefni nýbúa hafa borist inn á
borð löggjafans.
Reglur um túlkaþjónustu
Kristín segir hilla undir það að
túlkaþjónusta fái sinn sess í lögum
og mál þessi komist í fastari skorð-
ur. Samt er margs að gæta í sam-
bandi við þessa þjónustu. Frá maí-
mánuði 1996 er tilhögun túlkaþjón-
ustu þannig að Miðstöð nýbúa út-
býr reikninga fyrir þjónustuna og
sér um að innheimta fyrir hana.
Þetta fyrirkomulag miðar að því
að tryggja það að túlkar fái greitt
fyrir vinnu sína en á því hefur oft
verið misbrestur. Þá hefur Miðstöð
nýbúa sérstakar siðareglur fyrir
túlka sem taka verður tillit til. Þar
kemur m.a. fram að túlkur er bund-
inn þagnarskyldu varðandi mál sem
hann sinnir. Þá er skylt að hann
sé óháður aðili sem tekur ekki af-
stöðu til málefna skjólstæðings.
Dæmi eru um að ættingjar skjól-
stæðings sjái um að túlka og einnig
að börn hafi túlkað fyrir foreldra
en það er mjög óheppilegt. Áður
hefur verið minnst á þörfina á
túlkaþjónustu í heilbrigðismálum.
Skylt er að minnast á önnur tilvik
sem vefjast ekki fyrir almenningi
en eru til vandræða hjá nýbúum.
Þar má nefna bílpróf, gerð skatta-
skýrslu og foreldraviðtöl í skóla og
leikskóla svo eitthvað sé nefnt.
Að framansögðu er Ijóst að þörf
nýbúa fyrir túlka hefur stóraukist
á íslandi hin síðari ár. Það er einn-
ig ljóst að samkvæmt lögum ber
yfirvöldum að veita þær upplýs-
ingar sem landsmenn kunna að
óska og gildir þá einu hvort viðkom-
andi hefur skerta heyrn eða er ný-
búi. Þegar svo hagar til hlýtur að
vera skylt að útvega túlk ef farið
er fram á það. Ekki verður séð að
dragi úr þessari þörf í framtíðinni
nema síður sé_ og í því sambandi
má nefna að ísafjarðarbær er að
taka við hópi flóttafólks frá Bosníu
í samvinnu við Rauða kross ís-
lands. Það er í fyrsta sinn sem sveit-
arfélag býðst til að taka á móti
hópi flóttamanna, hingað til hefur
Rauði krossinn gert það í umboði
stjórnvalda. Þrátt fyrir aukinn
fjölda flóttafólks og útlendinga eru
engin lög til um málefni þeirra á
íslandi heldur hefur verið farið eft-
ir alþjóðalögum. Það er hins vegar
spurning hvort ekki sé tímabært
að setja íslensk lög um þessi mál-
efni. Það verður ekki séð að þróun-
in snúist við.
Höfundur stundar nám í hagnýtri
fjölmidlun.