Morgunblaðið - 28.06.1996, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 35
AÐSENDAR GREINAR
Indriðatorg -
Indriðaeyja
ÞAÐ er eins og
ýmsir virðist halda að
umhverfi og umhverf-
ismál séu einhver nú-
tíma uppfinning, að
fyrri tíma mönnum
hafi verið rétt sama,
hvernig umhorfs var í
kringum þá. Það er
slík fjarstæða, að með
ólíkindum er. Ekki
þurfa menn annað en
skoða fáeinar síður í
sögu byggingarlistar-
innar til að sannfær-
ast um að slíkt er
merkileg firra. Meira
að segja á íslandi, þar
sem fáar byggingar
hafa varðveist frá fyrri öldum,
bera sumar þær elstu, eins og t.d.
steinhúsin frá 18. öld - enduróm-
ur gróinnar danskrar byggingar-
listar, Bessastaðastofa, Viðeyjar-
stofa, Nesstofa og steinkirkjurnar
- með sér meiri umhverfismenn-
ingu og fegurðarskynjun en þorri
af því, sem í dag er byggt. Hluti
af þessu er einnig staðsetning
þeirra, hvernig þau bera sig í
umhverfi sínu, afstaða milli húsa,
það sem í dag heyrir undir skipu-
lagsmál. Þegar bæjarhúsum er
hrúgað saman í torfur, eins og
tíðkaðist á íslandi fyrr á öldum,
hefur það venjulega hagkvæmdar-
forsendur - landrými var af
skornum skammti og í einangrun
dreifbýlisins var þetta ein leið til
að sinna sómasamlega hinum fé-
lagslega þætti samfélagsins. Oðru
máli gegnir oft í borgum. Hafi í
fyrstu verið byggt of þétt, þarf
að grisja, líkt og gert er í skóg-
ræktinni, svo að hvert tré fái not-
ið ljóss og lífs. Alþekkt er dæmi
Parísarborgar, þegar rudd voru
hverfi til að koma fyrir glæsileg-
um breiðgötum milli stórtorga
fyrir framan þær byggingar, sem
eru kennileiti menningar og þjóð-
arvitundar. Meira að segja á Man-
hattan, þar sem hver fermetri er
metinn til offjár, skirrðust menn
nýlega ekki við að ryðja heilt
hverfi til að koma fyrir hinni nýju
Metropolitan-óperu og fjölda ann-
arra menningarbygginga um-
hverfis stórt glæsitorg.
Og hvað gerum við, sem höfum
tiltölulega nóg landrými? Þegar
Þjóðleikhúsinu var valinn staður
á þriðja áratugnum, höfðu menn
ekki einu sinni þá framsýni, að
láta sér detta í hug, að einhvern
tímann myndi byggðin teygja sig
inn eftir Hverfisgötu og Lauga-
vegi - jafnvel inn fyrir Hlemm.
Þessu til áherslu var húsinu kúldr-
að niður við hlið einnar af fáum
byggingum, sem mikill fegurðar-
auki hefur alla tíð verið af í höfuð-
borginni - Safnahúsinu. Og til að
hnykkja á því að við erum ekki
enn vaxin upp úr hjáleigu- og
kotaþyrpingarhugsuninni, þótti
ennfremur heppilegt, þegar búa
átti Hæstarétti verðskuldað veg-
legan samastað, að láta það hús
styðja við hin tvö fyrri með
skuggasund á milli.
Af þessu tilefni var rifjað upp
gamalt fyrirheit gefið
þeim, sem vildu að
loft og birta lékju um
okkar helstu hús og
að útsýn til þeirra og
frá þeim væri með
þeim hætti að lyfti
andanum svolítið. Það
fyrirheit var gefið
vegna þess, að góðu
heilli voru ekki allir,
sem létu sig litlu
skipta umhverfi sitt á
þessum árum; ýmsir
málsmetandi menn,
þeirra á meðal Halldór
Laxness, mótmæltu
staðsetningu Þjóð-
leikhússins. Til þess
að mæta þeirri gagnrýni hétu
borgaryfirvöld að setja torg fyrir
framan leikhúsið, frá Hverfisgötu
og að Laugavegi, kannski ekki
ósvipað Spænsku tröppunum í
Rómaborg, og hefði óneitanlega
aukið á þokka gamla miðbæjarins
og fært leikhúsbyggingunni nokk-
uð af þeirri reisn, sem þéttbýlið í
kringum hana hefur af henni haft.
Torgið átti að bera heiti Indriða
Ætlum við aldrei að
lyfta okkur úr duftinu,
spyr Sveinn Einarsson,
og minnir á gömul og
gleymd fyrirheit um
mannlegt umhverfi.
Einarssonar, þess manns sem með
baráttu sinni stuðlaði manna mest
að því að íslendingar eignuðust
Þjóðleikhús.
Það var húsameistari ríkisins,
Hörður Bjarnason, sem vakti at-
hygli mína á þessu gamla fyrir-
heiti, þegar ég gegndi embætti
Þjóðleikhússtjóra og áttum við um
þetta efni nokkur samtöl. En göm-
ul fyrirheit falla í æ meiri
gleymsku, því seinni og minni sem
efndirnar eru.
Nýlega var skýrt frá því í blöð-
um, að fyrir framan Þjóðleikhúsið
ætti að fara að búa til einhvers
konar umferðareyju. Jafnframt
hefur verið unnið að því að undan-
förnu að gera upp þau hús, sem
standa andspænis Þjóðleikhúsinu
við Hverfisgötu og er slíkt auðvit-
að góðra gjalda vert, þar sem við
á. Aður vgr á þessu sama svæði
búið að útbúa steinsteypukassa til
að geyma búfénað nútímans -
bíla.
Nú spyr ég: Eru þetta efndir á
gömlu fyrirheiti til að heiðra minn-
ingu eins helsta menningar-
frömuðar okkar - er þetta enn
árið 1996 táknlegt dæmi um það
mannlegt umhverfi, sem okkur
finnst hæfa höfuðborginni og
þjóðinni? Ætlum við aldrei að lyfta
okkur úr duftinu?
Höfundur er leikstjóri og
rithöfundur.
Sveinn
Einarsson
MIÐANN FÆRÐU HJÁ
McDONALD’S!
a.tD
i Ol's
Wfl
^ ‘'“SS-SSsSe
<iSjsS-
Tilboftðjg} —
VerZ> aðeins kr. 25.900,
stgr. 24.605.
Hjólin eru afhent samsett og stillt ó fullkomnu reióhjólaverkstæói. Ars óbyrgó
og frí upphersia eftir einn mónuó. Vandió valió og verslió í sérverslun
VARAHLUTIR, AUKAHLUTIR: Hjólmar, barnastólar,
grifflur, Ijós, fahiaður, bjöllur, brúsar, töskur, hraðamælar, slöngur,
hjólafestingar ó bíla, aurbretti úr plasti, bögglaberar, dekk,
standarar, demparagafflar, styrisendar og margt, margt fleira.
5% sta&greiósluafslóttur
Armúla 40
Símar: 553 5320
568 8860
Verslunin
/M4R
Ein stærsta sportvoruverslun landsins
BRONCO PRO TRACK
26" 21 gíra
Vel útbúið fjallahjól með Shimano gíraum,
ótaksbremsum, álgjörðum, gliti, brúsa,
standara, gírhlíf og keðjuhlíf.
Hjól sérstaklega útbúin fyrir íslenskar
aðstæður. Herrastell 18",20" og 22"
dökk blátt. Dömustell 18" blágrænt
FRABÆRT VERÐ A 18 OG
21 GÍRA FJAliAHJÓLUM
DIAMOND NtVADA
26" 18 giro
Vel útbúið fjallahjól með Shimano gírum,
átaksbremsum, álgjörðum, gliti, brúsa,
standara, gírhlíf og keðjuhlif. Hjól sér-
staklega útbúin fyrir íslenskar aðstæður.
Herrastell 18",20" og 22" litir blátt og svart
Tilboo aöeins kr. 17.800,
stgr. 16.910, Ver& á&ur kr. 23.900
I
f
|
i
I
, GETUR ÞU HORFT
IAUGU BARNA ÞIRNA
OG SAGT ÞEIM AÐ Þg HAFIR
VALIÐ SVART/HVITT ?
SIHKUROGIHIÍUR
Þann 29. júní getur þú valið sterknn og litríkan mann í embætti foiseta san mun berjast fyrir öiyggi
okkar og framtíð hvað sem á móti blæs. Þú getur treyst því að Ástþór Maguússon mun ekki lála undan
Ástjjór hefur einnig víðtæka reynslu í viðskiptum á alþjóðlegum \ett\'angi og mun stuðla að upjibyggingu nýrra
alvinnuwga hér álandiog víðtækri kynningu á landi og þjóð um allan heim.
UHAUS TVÍSKINNUNGUR
Efþú hins\egar \elur [tér foiseta úr keríinu og færir tvfekinnung^hátt stjómmálanna inná
Ki
ÁstþórMagnússcm
aður sem sefur ekki u verðinu
STUÐNINGSMENN F R I Ð A R