Morgunblaðið - 28.06.1996, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996
AÐSENDAR GREIIMAR
MORGUNBLAÐIÐ
Misskilin frelsisást?
TRYGGVI Gíslason
skólameistari á Akur-
eyri sá í skólaslitaræðu
sinni í vor ástæðu til
þess að vekja athygli á
ósamræmi í lögum og
reglum um ýmis réttindi
og skyldur í þjóðfélag-
inu.
Þykir skólameistar-
anum undarlegt að fólk
megi kjósa og stofna til
hjónabands 18 ára
gamalt en á sama tíma
*megi það ekki kaupa og
neyta áfengis án þess
að brjóta lög. Morgun-
blaðið vakti sérstaka
athygli á þessum um-
mælum og sá síðan ástæðu til þess
að taka undir sjónarmið skólameist-
arans í leiðara sínum 20. júní.
Á fundi með ungu fólki á Ingólfs-
torgi í Reykjavík gáfu forsetafram-
bjóðendur jákvæð svör um hug sinn
tii lækkunar á aldri til áfengiskaupa.
Vona ég innilega að þau svör hafi
verið sett fram í hita kosningabar-
áttu sem hæfði tilefni fundarins.
Sem skólastjóri í grunnskóla og
talsmaður foreldrasamtakanna Vímu-
lausrar æsku iangar mig til að leggja
orð í belg og reyna að beina umræð-
unni af braut þeirrar einföldunar sem
mér finnst hún vera að stefna í.
lÁhyggjur mínar og annarra sem
láta sig vímumál þjóðarinnar varða
beinast ekki að þeim sem kunna með
áfengi að fara. Þvert á móti. Hóf-
drykkja er æskilegt markmið og sem
betur fer kann meirihluti þeirra sem
neyta áfengis að nota það í hófi. Það
breytir þó ekki þeirri bitru staðreynd
að fjöldi þeirra sem misnotar áfengi
hér á landi er mikill og hluti þeirra
verður áfengissýkinni að bráð. I þeim
hópi er fólk á öllum
aldri. Þá skiptir máli sú
staðreynd að því yngra
sem fólk er þegar það
hefur neysiu áfengis því
meiri líkur eru á að
neyslan hafi skaðleg
áhrif á líf þess. Þá ber
að minna á að fæstir
ef nokkrir unglingar
nota áfengi í hófi.
Við sem störfum í
grunnskólanum vitum
að hluti eistu nemenda
okkar sækir í áfengi —
við þeirri þróun er reynt
að spoma leynt og ljóst.
Stofnun Vímuvama-
skólans í Reykjavík
markar þar til dæmis mikilvægt spor.
Við í Vímulausri æsku heyrum raddir
örvæntingarfullra foreldra sem horfa
á bak bömum sínum í þoku vímunn-
ar. Þeir sem starfa að forvömum
hafa bent á að lausn vandans felist
fyrst og fremst í aðgerðum á fjöi-
mörgum sviðum. Ein þeirra aðgerða
er að tempra aðgengi bama að áfengi
sem kostur er. Að mínu áliti er það
alvarleg aðgerð að hleypa tveimur
árgöngum 18 og 19 ára fólks inn í
áfengisverslanir landsins á löglegan
hátt. Líkur á að hluti þeirra. noti „rétt“
sinn tii að útvega yngri kunningjum
sínum áfengi eru nokkrar því miður.
Nemendur sem voru nú að útskrifast
úr 10. bekk gætu samkvæmt þessu
keypt áfengi að tveimur áram liðnum
fyrir 8. bekkinga sem þá verða komn-
ir í 10. bekk. Þá gæti verið stutt í
það að hiuti 10. bekkinga geri yngri
skólafélögum sínum hliðstæðan
„greiða". Lækkun aldurs til áfeng-
iskaupa getur þess vegna auðveldlega
haft þá keðjuverkun að aðgengi þeirra
yngri verði enn meira en verið hefur.
Þetta atriði vegur þungt í huga mín-
um og veldur áhyggjum.
Þær röksemdir að lækkun aldurs
til áfengiskaupa dragi úr starfsemi
bruggara finnast mér hæpnar. Nær
væri að herða viðurlög gegn þeirri
iðju og draga þannig enn úr fram-
boði á áfengi fyrir ungmenni.
Samanburður á rétti til að stofna
hjónaband og kaupa áfengi er nán-
ast útúrsnúningur. Hér virðist
gleymast að manneskjan er ekki ein-
göngu lögð á mælistiku aldurs þegar
þroski er annars vegar. Flestir hljóta
að vera sammála um að tveir átján
ára unglingar sem ganga í hjónaband
Það er alvarleg aðgerð,
segir Ragnar Gíslason,
að hleypa 18 og 19 ára
unglingum inn í áfeng-
isverslanir.
eiga eftir að þroskast og vitkast.
Skyldur hjónabands eru miklar enda
skilnaðir ungra hjóna algengir. Þó
er næsta sjaldgæft að tveir einstakl-
ingar á þessum aldri nýti sér þessi
„réttindi". Oftast er annar aðilinn
nokkuð eldri í sambandinu.
Þá finnst mér ekki sanngjarnt að
bera saman réttindi fólks til að nota
dómgreind sína í kosningum eða rétt-
indi til að slæva dómgreind síns með
neyslu áfengis. Þroski fólks um 18
ára aldur er eflaust nægur til að það
noti dómgreind sína en hvenær er
þroski fólks nægur til þess að slæva
hana — mér er spum?
Höfundur er skóhistjóri
Foldaskóla íReykjavík og
formaður foreldrasamtakanna
Vímulausrar æsku.
Um lækkun aldurs til áfengiskaupa
Ragnar Gíslason
viuaivuiii
Jotun viðarvöm er þekkt um öll
Norðurlönd fyrirgóða endingu.
Hún hefur nú verið notuð á íslandi
í 20 ár og reynst einkar vel.
DEMLDEKK er þekjandi olíuakrylviðarvöm
með frábært veðrunarþol.
Fáanleg í yfir 300 liturn.
TREBITTer öflug, hálfþekjandi
olíuviðarvöm sem hrindir vel frá sér vatni.
Fáanleg í yfir 100 litum.
Fæst einnig þekjandi í yfir 300 liturn.
HÚSASMIÐJAN
Súðarvogi 3-5 • Sími 525 3000
Helluhrauni 16 Slmí 565 0100
TREOLJE er olía á gagnvarið timbur og
hentar vel á sólpallinn.
Fáanleg í sömu litiirn ogTrebitt.
Veiðileyfagjald
og mikilvægi j
sjávarfangs
UNDANFARIN misseri hefur
umræðan um nýtingu á fiskistofn-
um sjávar, einnar af aðal auðlindum
okkar íslendinga, verið ofarlega á
baugi. Hefur þar borið einna hæst
hvernig sókn okkar íslendinga í
þessa auðlind skuli vera háttað,
hvort beita skuli aflamarkskerfi,
banndögum eða öðrum leiðum til
að hamla sókn í hana. Tilefni þessa
greinarkorns er þó ekki að ræða
kosti eða galla þess kerfis sem not-
að er til að stjórna fiskveiðum hér
við land heldur hins að ræða lítil-
lega mál sem snertir okkur íslend-
inga jafn mikið og stjórnun sóknar
í fiskistofnana þ.e. mikilvægi auð-
lindarinnar og gjaldtöku fyrir afnot
af þessari sameiginlegu auðlind
okkar.
Mikilvægi auðiindarinnar
Fyrir nokkrum vikum var haldinn
opinn fundur þar sem Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra og
Sighvatur Björgvinsson alþingis-
maður fluttu stutta framsögu um
sjávarútvegsmál þar sem veiðileyfa-
gjald bar á góma. Þar mátti heyra
sjávarútvegsráðherra lýsa andstöðu
sinni á því að taka upp veiðileyfa-
gjald og í raun blása á þær hug-
myndir og rök sem fram hafa verið
færð fyrir upptöku slíks gjalds.
Á þessum sama fundi héldu tals-
menn sjávarútvegs því fram að sjáv-
arútvegurinn væri undirstaða alls
atvinnulífs í þessu landi og því
væri afrakstrinum af honum best
komið innan sjávarútvegsins, sjáv-
arútvegsfýrirtækin borguðu sitt
gjald til samfélagsins í formi skatta.
Þessi hugsunarháttur er einfaldlega
úreltur, mönnum verður að fara að
skiljast að það er ekki ein atvinnu-
grein sem er undirstaða alls at-
vinnuiífs í þessu landi. Ein atvinnu-
grein styður aðra til að ná fram sem
mestum afrakstri af sameiginlegri
auðlind sem í dag er sú sem vegur
mest í okkar þjóðarbúskap. íslend-
ingar þurfa bijótast út úr þeim
hugsunarhætti að ísland sé einung-
is verstöð og verði það um alla
framtíð. Það er okkur lífsnauðsyn-
legt að byggja upp aðrar atvinnu-
greinar til að dreifa þeirri áhættu
sem fylgir því að afkoma okkar sé
um of háð einni auðlind og svo sann-
arlega höfum við tækifæri til þess.
Það má einnig benda á að mörg
stærstu sjávarútvegsfyrirtækin hér
á landi hafa ekki greitt tekjuskatt
undanfarin ár og er erfitt að sjá
hvernig nota megi skattaleið tii
þess að ná fram því markmiði að
eigendur auðlindarinnar njóti góðs
af henni. Þessar vangaveltur leiða
til þeirrar niðurstöðu að eina skyn-
samlega og réttláta leiðin til þess
að auðlindin verði öllum íslending-
um til hagsbóta sé að taka upp
veiðileyfagjald.
Veiðileyfagjald
Þegnar þessa þjóðfélags hafa
þann rétt að kjósa sér fulltrúa á
Alþingi til að setja þær leikreglur
sem eiga að gilda í þessu landi.
Nú vill svo til að sett voru lög um
auðlindina þar sem fyrsta grein lag-
anna kveður á um að hún sé sam-
eign allrar þjóðarinnar og beri að
umgangast hana sem slíka. Það er
réttlætismál að þeir fulltrúar sem
kosnir hafa verið framfylgi þeim
lögum sem þeir setja. Ein leið til
þess að framfylgja fyrstu grein lag-
anna er að setja á veiðileyfagjald
þar sem ákveðin upphæð sé greidd
fyrir afnot af auðlindinni þar sem
hún er eign allra og þegar um eign
er að ræða þarf sá sem notfærir
sér hana að greiða fyrir þá notkun
til eiganda hennar. Þar sem þetta
gjald er aukinn kostnaður fyrir þau
fyrirtæki og einstaklinga sem sækja
í auðlindina mætti hugsa sér að
gengi yrði fellt einu sinni til að jafna
Það er réttlætismál að
þeir fulltrúar sem kosnir
hafa verið, segir Olafur
F. Gunnarsson, fram-
fylgi þeim lögum sem
þeir setja.
út þann kostnaðarauka sem af
þessu leiddi. Afrakstrinum sem
fengist af veiðileyfagjaldi mætti
veija til aðgerða á sviði skattamála
með lækkun á tekjuskatti eða virð-
isaukaskatti. Með þessu mætti ná
fram breytingum sem kæmu öllum
þegnum þessa lands til góða og
þeir myndu njóta afraksturs af
þessari sameiginlegu auðlind.
Lokaorð
Markmið þessara skrifa er ekki
að gera nákvæma hagfræðilega
úttekt á þeim hugmyndum sem
fram er varpað heldur miklu heldur
að vekja aðra leikmenn til umhugs-
unar um þetta sameiginlega hags-
munamál íslendinga. Umræðan um
veiðileyfagjald hefur aukist veru-
lega í þjóðfélaginu og fylgjendum
þess fer stöðugt fjölgandi. Stjórn-
málamenn geta ekki lengur verið
hagsmunagæsluaðilar fyrir einstak-
ar atvinnugreinar heldur verða þeir
að horfa á þjóðarbúið í heild sinni.
Það er sanngirniskrafa að þeir sem
kosnir eru til forystu framfylgi þeim
lögum og reglum sem eru settar,
og treysti þannig hagsæld lands og
þjóðar.
Höfundur er tölvunarfræðingur
og stundar MBA-framhaldsnám í
Bandaríkjunum.
Ungmenni
á friðarráðstefnu
FJÖGUR ungmenni halda á ráð-
stefnu í Bonn, Þýskalandi, í dag, 28.
júní. Þessi ráðstefna ber heitið
Eurocamp og er í boði þýska fjöl-
skyldu- og ungmennaráðuneytisins,
borgarstjórnar Bonn-borgar og
Reykjavíkurborgar. Ráðstefnan
stendur yfir í átta daga eða til 16.
júlí nk. Á ráðstefnuna mæta fulltrú-
ar frá ellefu Evrópulöndum auk þess
frá Mexíkó og Mongólíu.
í fréttatilkynningu kemur fram
að markmið ráðstefnunnar er að
ræða og vinna að friði, mannlegum
samskiptum og umburðarlyndi í
sameiningu. Ætlast er til að ung-
menni frá ýmsum löndum kynnist í
leik og starfi og myndi þannig gagn-
kvæma vináttu milli landanna. Með-
al þess sem ráðstefnugestir taka
þátt í er kynning á landi og þjóð sem
innifelur kynningu á menningu.
Þau munu einnig taka þátt í hin-
um ýmsu verkefnum sem við koma
mannlegum samskiptum og tjáningu
m.a. leikrit, blaðaútgáfa og bein
útvarps- og sjónvarpskynning í
Bonn.
Þátttakendur frá íslandi eru Silja
Ingólfsdóttir, Freyja Gunnlaugsdótt-
ir, Kristín Ásgeirsdóttir og Jón Einar
Sverrisson. Þátttökulöndin eru Aust-
urríki, Ítalía, Svíþjóð, Noregur, Pól-
land, Rússland, Hvíta-Rússland,
Holland, Ungveijaland, Mexíkó,
Mongólía, Island og Þýskaland.