Morgunblaðið - 28.06.1996, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
EYÞÓR FANNBERG
ARNASON
+ Eyþór _ Fann-
berg Árnason
var fæddur í
Reykjavík 16. febr-
úar 1930. Hann lést
á Landspítaianum
16. júní 1996. For-
eldrar hans voru
Arni Þórðarson frá
Rauðnefsstöðum á
Rangárvöllum, f. 4.
október 1897, d. 2.
nóvember 1968, og
Sigríður Magnús-
dóttir, f. í Reykja-
vík 29. ágúst 1896,
d. 21. apríl 1983.
Eftirlifandi eiginkona Ey-
þórs er Anna Ásmundsdóttir,
f. í Reykjavík 29. júlí 1931.
Börn þeirra eru: 1) Tryggvi, f.
27.3. 1952, maki
Kolbrún P. Hannes-
dóttir, f. 20.1. 1956.
Þau eiga fimm syni.
2) Ingibjörg, f. 30.9.
1955, maki Sæ-
mundur Sigurðs-
son, f. 11.11. 1955.
Þau eiga tvær dæt-
ur. 3) Arni, f. 19.8.
1957. 4) Sigríður, f.
23.12. 1960, maki
Róbert Karlsson, f.
23.10. 1953. Þau
eiga fjögur börn. 5)
Ásdís, f. 23.11.
1966, maki Smári
M. Smárason, f. 17.6. 1954. Þau
eiga tvö börn.
Utför Eyþórs fór fram í kyrr-
Þey.
Hann Eyþór bróðir minn er látinn.
Fyrr í þessum júnímánuði bauð ég
ti! veislu í tilefni afmælis míns. Frá
þinni fjölskyldu, bróðir minn, mættu
eiginkona þín, Anna, og börnin ykk-
ar öll utan Siggu, sem býr erlendis.
Ég spurði eftir þér og fékk þau svör
að þú hefðir verið lagður inn á sjúkra-
hús til rannsóknar. Meira fékk ég
ekki að vita þetta kvöld. Þetta var
dagurinn minn og ég átti að fá að
njóta hans með vinum og vanda-
mönnum sem ég sannarlega gerði.
Auðvitað vissi ég að þú gekkst
ekki heill til skógar og hafðir ekki
gert lengi. En hve alvarlegur sjúk-
dómur þinn var orðinn, fékk ég ekki
að vita fyrr en eftir þessa helgi. Við
Lára systir komum til þín á sjúkra-
húsið. Það yljaði okkur að sjá bjarta
brosið þitt þegar við gengum inn til
þín. Þú varst feginn að sjá okkur og
þó þú værir sárþjáður og þreyttur,
vildir þú ekkert um það tala. Þú
varst alltaf dulur á tilfinningar þínar
og líðan. Nokkrum dögum eftir að
hafa gengið inn í sjúkrahús til rann-
sóknar varstu allur.
Upp í hugann strweymdu minn-
ingar og minningabrot frá æsku-
dögunum okkar á Frakkastíg 20, þar
sem við fjögur systkinin nutum ástar
t
Bróðir okkar,
JÓHANN PÁLSSON,
Leifsgötu 32,
Reykjavík,
andaóist í St.Jósefsspítala, Hafnarfirði, 27. júní.
Jaröarförin auglýst síðar.
Systkini hins látna.
t
Útför eiginmanns míns,
ÓLAFS HELGA GUÐMUNDSSONAR
frá Hellatúni,
fer fram frá Kálfhgltskirkju laugardaginn 29. júní kl. 14.00.
Jarðsett verður í Áskirkjugarði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórdís Guðrún Kristjánsdóttir.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
er sýndu okkur samúð og hlýhug í veik-
indum og við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, sonar, tengdasonar og bróður,
GÍSLA GUÐJÓNS GUÐJÓNSSONAR
skipstjóra,
Norðurtúni 9,
Sandgerði.
Innilegar þakkir til starfsfólks krabba-
meinslækningadeildar 11 E á Landspítalanum.
Guð blessi ykkur öll.
Helga Leona Friðjónsdóttir,
Baldvina Karen Gisladóttir, Guðbergur Ingóifur Reynisson,
Randý Helga Gisladóttir, Óli Pétur Pedersen,
Guðjón Þorkelsson Gíslason,
Mikkalma Mekkin Gisladóttir,
Mikkalína Finnbjörnsdóttir,
Randý Leonsdóttir, Friðjón Sigurjónsson,
systkini og aðrir aðstandendur.
Lokað
Vegna jarðarfarar BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR,
forstjóra, verður fyrirtæki okkar lokað í dag,
föstudaginn 28. júní 1996.
Ásbjörn Ólafsson ehf.,
heiidverslun,
Skútuvogi11a.
og umhyggju foreldra okkar sem
lifðu fyrir það, að láta okkur líða sem
best. Þótt húsakostur væri þröngur,
var alltaf rúm fyrir alla. Okkar bestu
vinir voru alltaf velkomnir á heimilið
og oft var glatt á hjalla. Ég minnist
þess þegar þú, eini bróðir minn, leidd-
ir litlu systur þér við hönd niður í
bæinn fyrir jólin til að skoða skreyt-
ingarnar. Við klesstum andlitunum
að búðargluggunum til að sjá betur.
Þetta var heill ævintýraheimur.
Stundum fékk ég að fara með þér í
bíó og að ég tali nú um þegar þú
áttir til að kveikja á útvarpstækinu
og dillandi dansmúsikin hljómaði um
litlu stofuna heima. Þú hreifst mig
út á gólfið, öllu smálegu var rutt
frá, síðan dönsuðum við saman og
skemmtum okkur hið besta. Þegar
ég var tíu ára, sendir þú mér kassa-
myndavél í sveitina. Hvað ég var
glöð og þakklát fyrir þessa gersemi.
Svo mætti lengi telja í minningum
frá þessu tímabili ævi okkar.
Snemma fórstu að hafa áhuga á
tónlist allri og reyndir að fá okkur
systurnar til að hlusta á klassíska
tónlist sem við vorum frekar tregar
til fyrr en þá seinna. Þú áttir ógrynni
af hljómplötum með gömlu meistur-
unum sem ég veit að þú naust að
hlusta á í gegnum árin, ekki síst
eftir að þú hættir að vinna og varst
meira heima við.
Ungur gekkstu að eiga Önnu Ás-
mundsdóttur, mikla dugnaðar- og
gæðakonu sem gengið hefur með þér
veginn yfir fjörutíu ár. Frá börnunum
ykkar fimm, er kominn stór hópur
mannvænlegra barna. Við systurnar
þrjár áttum fímm börn hver, svo fjöl-
skyldan í heild er orðin stór.
Af okkur systkinunum fjórum,
stöndum við Lára eftir. Fyrir átta
árum lést systir okkar Guðfinna
Magnea, langt um aldur fram.
Möggu, eins og við kölluðum hana
alltaf, er enn sárt saknað. Hún var
hlekkurinn í íjölskyldukeðjunni sem
ekki einungis hélt utan um sína allra
nánustu, heldur líka um okkur öll
hin. Blessuð sé hennar minning.
Elsku Eyþór minn, meðan þú hafðir
heilsu og getu til, var alltaf gott að
getað leitað til þín með eitt og annað
sem upp kom hveiju sinni. Þú leystir
öll mál með mikilli prýði og heiðar-
leik eins og öll önnur störf þín í líf-
inu. Elsku Anna og fjölskyldan öll,
ég bið góðan Guð að styrkja ykkur
í sorginni. Minningin um góðan
dreng, lifir með okkur öllum. Hvíl í
friði, kæri bróðir og vinur.
Þín systir,
Þóra.
Upphaf kynna okkar Eyþórs Árna-
sonar voru þegar við hófum nám í
Verslunarskóla íslands árið 1945.
Eyþór var sem ungur maður liðtækur
í íþróttum, keppnismaður í handbolta
og sundi. Ég bjó ekki yfír neinum
slíkum eiginleikum. Það var margt
annað sem varð þess valdandi að
kynni okkar þróuðust með tímanum
í vináttu, sem aldrei bar neinn
skugga á það sem eftir lifði. Eyþór
hafði gaman af skák og stundum
fékk hann mig til að tefla við sig. í
önnur skipti reyndum við fyrir okkur
í brids, en vináttu okkar ræktuðum
við fyrst og fremst með samræðum
um hin ólíklegustu efni. Skoðanir
okkar fóru ekki alltaf saman. Það
skipti ekki máli. Við virtum skoðanir
hvor annars og áttum létt með að
koma auga á jákvæðar hliðar í hveiju
máli. Eftir að við festum ráð okkar
og stofnuðum heimili varð gott sam-
band á milli eiginkvenna okkar.
Skemmtilegt sumarleyfi áttum við
hjónin saman við Svartahafið. Börn-
unum fjölgaði og í framhaldi af því
barnabörnum þannig að í mörg horn
var að líta á mannmörgum heimilum,
en samband okkar Eyþórs var alla
tíð jafn náið.
Eyþór var ágætur námsmaður,
vann samviskusamlega allt sem tekið
var fyrir og vinsæll meðal skólasystk-
ina. Þegar við settumst í Lærdóms-
deild skólans urðum við sessunautar
og jafnframt því undirbjuggum við
okkur fyrir tímana með því að lesa
saman og vinna þau verkefni sem
sett voru fyrir. Eins og aðrir lífsglað-
ir námsmenn tókum við þátt í félags-
lífi skólans. Samverustundir okkar
voru því margar. Þegar skólagöngu
lýkur verða miklar breytingar fyrir
flesta, tilviljanir valda því oft hver
starfsvettvangurinn verður og annir
við framfærslu fjölskyldu trufla göm-
ul tengsl. Því var öðruvísi farið með
okkur Eyþór. Að námi loknu hóf
Eyþór störf hjá Brunabótafélagi ís-
lands sem aðalbókari félagsins. Þeg-
ar ekki löngu síðar losnaði starf hjá
félaginu hvatti hann mig til að sækja
um það. Þannig atvikaðist það að í
BRAGI
JAKOBSSON
+ Bragi Jakobsson
fæddist í
Reykjavík 7. maí
1931. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur í Fossvogi 21.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðveig Magnús-
dóttir, húsfreyja, f.
6. janúar 1897, d. 10.
des. 1990, og Jakob
Magnússon, hús-
gagnasmíðameist-
ari, f. 31. október
1899, d. 4. sept.
1982. Systur Braga
eru Magnea Hulda, f. 2. febrúar
1927, og Hrafnhildur, f. 1. nóv.
1928. Eftirlifandi eiginkona
Braga Jakobssonar er Sigur-
björg Nielsen, f. 18. febrúar
1930. Einkadóttir
þeirra er Margrét,
f. 13. júní 1952. Hún
er gift Hjalta Val
Helgasyni. Dætur
þeirra eru: Sigur-
björg Dagmar, í
sambúð með Sigurði
Erni Jónssyni og
eiga þau einn son
Braga Þór, Ingunn
Anna og Hildur
Vala.
Bragi vann lengst
af hjá Ford-umboð-
unum Kr. Krisljáns-
syni og Sveini Egils-
syni og síðustu árin hjá Toll-
sljóraembættinu í Reykjavík.
Bragi verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Fyrstu kynni okkar Braga Jakobs-
sonar voru árið 1964 þegar Badmin-
tondeild KR var stofnuð, en hann
var einn af stofnendum. Fljótlega fór
Bragi að taka þátt í félagsstörfum
og stuttu eftir stofnun deildarinnar
tók hann að sér gjalkdkerastarfið og
gegndi því í fjölda ára. Það gerði
hann með með slíkum sóma, snyrti-
mennsku og nákvæmni að athygli
vakti. Bragi og Sigurbjörg konan
hans tóku ríkan þátt í félagsstarfmu
og voru alltaf tilbúin að vera með
þegar eitthvað var að gerast.
Bragi var sérstakt prúðmenni,
bæði í keppni og leik, en hann keppti
fyrir KR í fjöldamörg ár, nú síðustu
árin í eldri flokkum. Bragi var sæmd-
ur gullmerki Badmintonsambands
íslands fyrir dómarastörf.
Bragi barðist við veikindi sín af
slíku æðruleysi og hugrekki að aldr-
ei mátti heyra uppgjafartón. Kom
þar í ljós hversu heilsteyptur og vel
gerður maður Bragi var.
Að leiðarlokum viljum við gömlu
félagarnir í Badmintondeild KR færa
Braga alúðarþakkir fyrir góð kynni
og vinsemd. Við vottum þér, Sigur-
björg, og allri fjöskyldunni okkar
innilegustu samúð.
F.h. Badmintondeildar KR,
Óskar Guðmundsson.
Góður vinur og traustur félagi er
fallinn frá. Bragi Jakobsson var ein-
hver sá áreiðanlegasti maður sem
ég hef kynnst um dagana sama hvað
hobnum var falið hann leysti öll störf
sín af hendi með miklum sóma. Kynni
okkar hófust um 1956 þegar ég hóf
meira en þijá áratugi vorum við sam-
starfsmenn. Ekki varð það til að
draga úr vináttu okkar.
Fyrsta verk Eyþórs hvern morgun
var að tylla sémiður fáeinar mínút-
ur við sknfborð mitt og ræða aðeins
við mig. í hádeginu snæddum við í
fljótheitum létta máltíð og fengum
okkur síðan hressandi gönguferð.
Alltaf tveir einir. Ef Eyþór var fjar-
verandi vegna leyfis eða af öðrum
orsökum hélt ég við göngu í hádeg-
inu. En þá varð ég að ganga einsa-
mall og ekki leiðir okkar Eyþórs.
Enginn gat komið í stað hans sem
félaga. Fyrir sjö árum varð Eyþór
að hætta störfum af heilsufarsástæð-
um. Við héldum góðu sambandi og
áfram héldum við okkar göngum og
núna á sunnudagsmorgnum. Þegar
að því kom að Eyþór hafði ekki leng-
ur þrek til að stunda þessar göngu-
ferðir var síminn eftir til að halda
sambandinu við.
Áhugamál hans voru mörg. Hann
var mikill unnandi góðrar tónlistar
og átti mikið og gott safn af sígildri
hljómlist. Hann hafði yndi af kvæð-
um og ég minnist þess að í skóla var
hann einn fárra sem lásu mikið af
ljóðum. Oft benti hann mér á ljóð
sem hann hafði lesið og hrifíst af.
Mér fannst ég oft finna til fátæktar
og hafa ekki til að bera sama hrif-
næmi og orkaði ekki að skynja ljóð
á sama hátt. En það breytti engu
um samband okkar. Samræður okkar
náðu yfír svo margt.
Eyþór var vandaður maður. Hann
var starfsmaður Brunabótafélags ís-
lands á fjórða áratug og naut þar
óskoraðs trausts. Allir sem áttu því
láni að fagna að kynnast honum
fundu fljótt hve drengskaparmaður
hann var. Ég verð forsjóninni ævin-
lega þakklátur fyrir að hafa leitt
okkur Eyþór saman. Oft ræddum við
saman um okkar barnatrú og hvort
nokkuð tæki við eftir að þessari jarð-
vist lyki. Ég treysti því að þegar að
því kemur fáum við tækifæri til að
taka upp þráðinn að nýju og saman
ganga Laugaveginn þótt það verði á
nýjum og ókönnuðum slóðum.
Við Regína sendum Önnu Ás-
mundsdóttur, börnum þeirra Eyþórs
og barnabörnum hugheilar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Eyþórs
Árnasonar.
Þórður H. Jónsson.
störf hjá varnarliðinu á Keflavíkur-
flugvelli, þá var hann þar fyrir sem
yfirmaður launadeildar og hafði ver-
ið það í nokkur ár. Á þessum árum
hófst vinátta okkar og fjölskyldna
okkar sem enn stendur. Við félagarn-
ir á Vellinum mynduðum með okkur
vinahóp sem m.a. stundaði tafl-
mennsku í nokkra áratugi á meðan
og eftir að við hættum að vinna þar
syðra. Mikið félagslíf var á þeim
árum, farið í sumarferðir og á vetrum
var haldin árshátíð þar sem konur
okkar voru að sjálfsögðu með.
Bragi veiktist af berklum og dvaldi
á Vífilsstöðum um tíma fyrir 1960
en kom aftur til fyrri starfa þegar
heilsa leyfði um ári síðar. Þannig
vildi til að við fórum báðir með um
árs millibili til starfa hjá Ford umboð-
inu Kr. Kristjánssyni um 1960 og
héldum áfram að starfa saman næstu
árin. Bragi starfaði síðar hjá Sveini
Egilssyni hf. Glóbusi og nú síðast
hjá Tollstjóra. Bragi var snjall Bad-
mintonmaður og spilaði í áratugi
með KR þar sem hann tók ennfrem-
ur þátt í stjórn Badmintondeildar
félagsins. Þau Bragi, Sibba og Mar-
grét fluttu hingað út á Nes um 1970
og hafa búið hér síðan. Margrét dótt-
ir þeirra og Helgi maður hennar búa
hér líka og dætur þeirra ólust hér
upp í næsta nágrenni við afa og
ömmu. Nokkur ár eru liðin síðan
fyrst varð vart við þann sjúkdóm sem
að lokum hafði yfirhöndina. Bragi
hafði farið í aðgerðir sem vonast var
til að hefðu stöðvað sjúkdóminn en
hann tók sig upp aftur og nú var
ekki við ráðið. Ég hitti þau hjón nú
síðast 17. júní á Eiðistorgi og spjall-
aði við þau en Ijóst var að Bragi var
þá mjög sjúkur þó mig grunaði ekki
að þetta væri okkar síðasti fundur.
Sibba mín, Margrét og fjölskylda,
við félagarnir úr Skákklúbbnum og
fjölskyldur vottum ykkur okkar
dýpstu samúð um leið og við kveðjum
góðan vin og félaga.
Sigurgeir Sigurðsson.